Síða 2 af 2
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Sun 25. Júl 2021 16:06
af Klemmi
Graven skrifaði:
Finnst engum skrýtið hvað er verið að gera?
Til hvers að opna landamærin uppá gátt þegar þetta var augljóslega niðurstaðan?
Til hvers að byrja á þessum aðgerðum þegar þetta er bara mjög væg flensa?
Tjah, vitum við hvaða áhrif delta afbrigðið hefur á óbólusett 16 ára og yngri börn?
Finnst þér skrítið að sóttvarnarlæknir fari frekar öruggu leiðina heldur en að gambla með líf fólks, þegar í ljós kemur að bólusetningar hafa ekki jafn mikil áhrif of vonast var til þegar kemur að hlutfalli sýktra, þegar rannsóknir benda til þess að 2. og 3. skammtur af bóluefninu muni líklega hafa tilætluð áhrif, ef við bara getum beðið eftir þeim?
Að 97% sýni væg eða engin einkenni þýðir að 3% falla þar utan. Ræður heilbrigðiskerfið við það að slíkt magn af íslensku þjóðinni þurfi aðhald og mögulegar innlagnir á stuttum tíma, ef við missum veiruna í algjöran veldisvöxt?
Auk þess er spurning hvort að 97% hlutfallið sé marktækt, við erum enn með tiltölulega lítið mengi smitaðra, erfitt að fullyrða um að útfæra megi þetta mengi yfir alla þjóðina, hvað þá elsta og viðkvæmasta hópinn.
https://www.visir.is/g/20212136582d/eng ... insdeildir
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Sun 25. Júl 2021 16:51
af Graven
Klemmi skrifaði:Graven skrifaði:
Finnst engum skrýtið hvað er verið að gera?
Til hvers að opna landamærin uppá gátt þegar þetta var augljóslega niðurstaðan?
Til hvers að byrja á þessum aðgerðum þegar þetta er bara mjög væg flensa?
Tjah, vitum við hvaða áhrif delta afbrigðið hefur á óbólusett 16 ára og yngri börn?
Finnst þér skrítið að sóttvarnarlæknir fari frekar öruggu leiðina heldur en að gambla með líf fólks, þegar í ljós kemur að bólusetningar hafa ekki jafn mikil áhrif of vonast var til þegar kemur að hlutfalli sýktra, þegar rannsóknir benda til þess að 2. og 3. skammtur af bóluefninu muni líklega hafa tilætluð áhrif, ef við bara getum beðið eftir þeim?
Að 97% sýni væg eða engin einkenni þýðir að 3% falla þar utan. Ræður heilbrigðiskerfið við það að slíkt magn af íslensku þjóðinni þurfi aðhald og mögulegar innlagnir á stuttum tíma, ef við missum veiruna í algjöran veldisvöxt?
Auk þess er spurning hvort að 97% hlutfallið sé marktækt, við erum enn með tiltölulega lítið mengi smitaðra, erfitt að fullyrða um að útfæra megi þetta mengi yfir alla þjóðina, hvað þá elsta og viðkvæmasta hópinn.
https://www.visir.is/g/20212136582d/eng ... insdeildir
Ég spurði líka að þessu í því sem þú vitnar í, þú getur ekki átt kökuna og geymt hana.
Það þarf annaðhvort að leyfa ferðaþjónustunni að deyja að miklu leyti, eða leyfa..tja slatta af íslendingum að deyja.
Ég veit hvað ég hefði valið, mér er alveg sama um einhverja örfáa ríka einstaklinga sem eru að gráta í fjölmiðlum.
Þeir sem missa störf finna sér bara eitthvað annað að gera.
En þetta hefði átt að gera fyrir löngu, annaðhvort að loka landamærunum og halda þeim lokuðum, eða ekki. Þetta jójó ástand gerir ekkert fyrir neinn.
en ég spyr aftur, finnst engum þetta skrýtið? sér enginn neitt að þessu? hverju er stefnt að? ég er með frekar opinn hug, get ekki séð nema að það sé eitthvað nefarious í gangi.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Sun 25. Júl 2021 18:24
af machinefart
Graven skrifaði: þú getur ekki átt kökuna og geymt hana.
Jújú, ef ég baka köku og set hana inn í ísskáp. Þá bæði á ég köku og er að geyma hana.
Sorry

Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Sun 25. Júl 2021 18:32
af Graven
machinefart skrifaði:Graven skrifaði: þú getur ekki átt kökuna og geymt hana.
Jújú, ef ég baka köku og set hana inn í ísskáp. Þá bæði á ég köku og er að geyma hana.
Sorry

Haha á auðvitað að vera "étið". ég er enn að læra íslensku. Je vous remercie.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 12:05
af rapport
Var að heyra að fólki er smalað saman í sömu biðröð við Suðurlandsbraut, bæði þeim sem eru með einkenni og svo þeim sem þurfa PCR eða Antigen próf til að fara úr landi, s.s. allir á leið í flug, bæði Ís- og útlendingar.
Það var ekki skemmtileg lýsingin sem ég fékk úr röðinni og anddyrinu.
Er einhver önnur leið til að fara í próf?
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 12:45
af daaadi
rapport skrifaði:Er einhver önnur leið til að fara í próf?
https://covidtest.is/
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 14:42
af thrkll
Graven skrifaði:
Þeir sem missa störf finna sér bara eitthvað annað að gera.
Þú ættir nú að senda þetta stórsniðuga ráð á Vinnumálastofnun og Seðlabankann.

Þetta væru ekki nema svona 50 þús manns (apr '20) sem þurfa að finna sér eitthvað annað að gera.
Kannski opna Vapeshop eða byrja á OnlyFans.

Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 15:13
af Tbot
thrkll skrifaði:Graven skrifaði:
Þeir sem missa störf finna sér bara eitthvað annað að gera.
Þú ættir nú að senda þetta stórsniðuga ráð á Vinnumálastofnun og Seðlabankann.

Þetta væru ekki nema svona 50 þús manns (apr '20) sem þurfa að finna sér eitthvað annað að gera.
Kannski opna Vapeshop eða byrja á OnlyFans.

Bara fyrir stuttu þá var ferðaþjonustan að kvarta hversu erfiðlega gengi að ná í starfsfólk aftur.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 16:11
af rapport
Þetta hefur bitnað á öllum og m.v. allt þá er ótrúlegta að sjá atvinnuleysi aukast í sumum flokkum þarna.
https://vinnumalastofnun.is/maelabord-o ... celskjolum

- Capture.PNG (66.28 KiB) Skoðað 1492 sinnum
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 16:11
af rapport
Þarf PCR þangað sem ég er að fara.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mán 26. Júl 2021 21:06
af ZiRiuS
rapport skrifaði:
Þarf PCR þangað sem ég er að fara.
Að fara í þessa röð er langt frá því að vera eitthvað hræðilegt. Á meðan þú ert ekki ofan í næstu manneskju, ert með grímu og hanska að þá þarf ansi mikið til þess að þú smitist. Þú átt ekki að mæta þarna með einkenni og ef svo vill til að þú sért smitaður að þá er mesta biðin úti. Þegar þú ert kominn inn tekur þetta svona 5 mínútur í mesta lagi, ef svo lengi.
Ég fór á föstudaginn fyrir rúmri viku, semsagt ekki jafn mikið um fólk og núna en það var samt biðröð út úr bílastæðinu.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Fim 29. Júl 2021 10:10
af rapport
Jæja, þetta gekk en ferðalag sem hefði fyrir covid tekið um 10 klst. tók 14-15 klst. frá því að maður gekk út heima hjá sér þangað til maður var kominn inn á áfangastað.
Í KEF þá var auðvelt að koma sér fyrir einhverstaðar til hliðar frá öðru fólki þar sem það er ekki allt á 100% capacity.
Í Budapest fórum við beint út í bíl og keyrðum í um 4 klst. yfir til Serbíu, þrátt fyrir að vera á ferð um miðja nótt þá tók um klukkutíma að bíða á landamærunum.
Hér er ekki grímuskylda nema inni í verslunum, skrítið að sjá fólk í strætó ekki með grímu. En við forðumst allt svona og erum með bíl sjálf, erum með íbúð en ekki á hóteli og munum forðast fjölmenni.
En úff, maður kemur í 37 stiga hita og þornar í hálsinum og fer strax í panic... í hausnum er maður kominn með covid.
Það mun líklega taka einhverja daga að ná að róa hugann smá.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Þri 17. Ágú 2021 21:31
af rapport
Jæja kominn heim og enginn með covid.
Tókst að krækja mér í matareitrun eða einhverja hressilega serbneska flensu sem skemmdi svolítið fyrir fríinu. Fór í tvö covid test úti bara til að vera viss því að það sannarlega skapaði panik að verða veikur á ferðlagi þrátt fyrir að hafa passað upp á allar sóttvarnir.
Að fara yfir landamæri Ungverjalands/Serbíu gekk vel en bara langur biðtími og blesunarlega vorum við með bílstjóra sem valdi rólega lita landamærastöð með 30min bið + 30 min auka akstri þegar internatið varaði við allt að 4 klst. bið á landamærastöðinni sem hraðbrautin fer í gegnum.
Í Serbíu var grímuskylda allstaðar inni en úti gekk fólkum án grímu. Í Ungverjalandi var hvergi grímuskylda en í morgunmat á hótelinu var öllu pakkað, ein ostsneið á disk undir heimilisplasti o.þ.h. þannig að mjög var vandað til verka.
Var annars á bíl og keyrði helling (þurfti að panta nokkra daga hjá sitt hvorri leigunni því enginn átti bíl allan tímann, Avis sökkaði í öllu og bíllinn hræ, Europcar sló í gegn, fékk nýlegan FIAT 500L sport (made in Serbia) og geggjaða þjónustu.
Skoðaði bæinn Subotica, Palic vatn, Petrovaradin virkið í Novi Sad þar sem EXIT festival er haldið (fórum út að borða þar fancy fancy). Heimsóttum víngerðina KIS í Sremski Karlovci og skoðuðum bæinn og útivistasvæðið fyrir utan hann í jaðri Fruska Gora þjóðgarðarins. Heimsóttum æskuheimili vinar okkar í Rakovac og skoðuðum Kamenički park. Keyrðum um Fruska Gora og til Ruma að skoða smá og fórum svo dagsferð til Pozarevac þar sem dóttir mín var að hitta vinkonu sína.
Geggjað ferðalag og hefði verið perfect ef ég hefði ekki krækt í þennan flensu viðbjóð.

- 20210809_133908.jpg (178.74 KiB) Skoðað 1089 sinnum

- 20210811_150251.jpg (502.71 KiB) Skoðað 1089 sinnum

- 20210811_201735.jpg (156.11 KiB) Skoðað 1089 sinnum
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mið 18. Ágú 2021 10:37
af Dropi
rapport skrifaði:Jæja kominn heim og enginn með covid.
Frábært að heyra. Ég verð í Króatíu næstu 3 vikurnar og hef farið þangað nær árlega í mörg ár. Aldrei komið til Serbíu en hef farið og fengið mér vín við landamærin. Verð í Pula, svo Cres, svo Osijek, og flýg á Zagreb í gegnum Frankfurt, en venjulega fer ég beint til Budapest og þaðan keyrt niður til Osijek nema við séum eingöngu að fara á ströndina.
Hlakka til að skoða Serbíu og Svartfjallaland næst.
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mið 18. Ágú 2021 11:43
af rapport
Dropi skrifaði:rapport skrifaði:Jæja kominn heim og enginn með covid.
Frábært að heyra. Ég verð í Króatíu næstu 3 vikurnar og hef farið þangað nær árlega í mörg ár. Aldrei komið til Serbíu en hef farið og fengið mér vín við landamærin. Verð í Pula, svo Cres, svo Osijek, og flýg á Zagreb í gegnum Frankfurt, en venjulega fer ég beint til Budapest og þaðan keyrt niður til Osijek nema við séum eingöngu að fara á ströndina.
Hlakka til að skoða Serbíu og Svartfjallaland næst.
Kjánalega stutt á milli okkar þarna. Ertu ekkert að kafna í þessum hita sem hefur verið?

- Capture.PNG (1.05 MiB) Skoðað 1004 sinnum
Re: Ferðalög - ferðasögur
Sent: Mið 18. Ágú 2021 12:58
af Dropi
rapport skrifaði:Dropi skrifaði:rapport skrifaði:Jæja kominn heim og enginn með covid.
Frábært að heyra. Ég verð í Króatíu næstu 3 vikurnar og hef farið þangað nær árlega í mörg ár. Aldrei komið til Serbíu en hef farið og fengið mér vín við landamærin. Verð í Pula, svo Cres, svo Osijek, og flýg á Zagreb í gegnum Frankfurt, en venjulega fer ég beint til Budapest og þaðan keyrt niður til Osijek nema við séum eingöngu að fara á ströndina.
Hlakka til að skoða Serbíu og Svartfjallaland næst.
Kjánalega stutt á milli okkar þarna. Ertu ekkert að kafna í þessum hita sem hefur verið?
Capture.PNG
Ég fer út á sunnudaginn, verð á ströndinni fyrstu 2 vikurnar fer svo í svitabaðið inni í landi á þessari mynd

ég er hættur að fara þangað í júlí/ágúst, þoli bara september/október og apríl/maí