Síða 2 af 3

Re: Windows 11

Sent: Fim 17. Jún 2021 23:47
af emil40
varstu búinn að prófa það sem ég sendi þér ?

Re: Windows 11

Sent: Fös 18. Jún 2021 10:46
af nonesenze
já, fæ það sama og alir virðist vera, your hardware does not meet the req....

Re: Windows 11

Sent: Fös 18. Jún 2021 13:31
af selur2
Held að það þurfi að setja þetta upp Virtual, ekki hægt að selja W11 upp beint á járnið...
Allavega samkvæmt Linus...

Re: Windows 11

Sent: Fös 18. Jún 2021 14:26
af oliuntitled
selur2 skrifaði:Held að það þurfi að setja þetta upp Virtual, ekki hægt að selja W11 upp beint á járnið...
Allavega samkvæmt Linus...

Þeir settu þetta upp í gegnum VM á UnRaid :)

Re: Windows 11

Sent: Mán 21. Jún 2021 01:25
af jonfr1900
Það er núna komið á hreint að Microsoft endar allan stuðning við Windows 10 þann 14 Október 2025. Eftir stutt 4 ár.

Re: Windows 11

Sent: Mán 21. Jún 2021 19:01
af brain
Installast ekki af því tölvan þarf tpm 2.0
Það þarf að skipta út einu .dll fæl í iso fælnum

sjá hér: https://fossbytes.com/solve-tpm-2-0-err ... -11-fixed/

prófaði og gat installað á SSD og líka uppfært win10 af SSD.

Mynd

Re: Windows 11

Sent: Mán 21. Jún 2021 22:23
af dadik
Finnst reyndar ótrúlegt að Win10 hafi fengið að lifa svona lengi. Sýnast þetta ná 10 ára líftíma sem er heil eilífð í þessum bransa.

Aftur á móti var fyrirsjáanlegt að þeir þyrftu að koma með nýtt útgáfunúmer á Windows. Getur einfaldlega ekki notað sama nafnið í 100 ár, eftir þann tíma væri væntanlega ekki lína af kóða sem væri eins í fyrstu og síðustu útgáfu.

Tímasetningin kemur svo ekki á óvart. Intel er að koma með Alder Lake núna í Q4 sem verður væntanlega fyrsti big.LITTLe kubburinn frá þeim. Á sama tíma á víst að koma út útgáfa af Windows sem styður deep scheduling upgrades - sem verður væntanlega Windows 11. Þetta big.Little dót virðist vera það mikil breyting að það þurfi nýjan arkítektur af stýrikerfinu til að styðja þetta þokkalega. En ef þessar spár ganga eftir sem maður hefur verið að sjá má búast við ansi mikilli hraðaaukningu núna í Nóvember.

Re: Windows 11

Sent: Þri 22. Jún 2021 08:14
af steinarorn
Veit einhver hér hvar ég get nálgast iso-in ?

Re: Windows 11

Sent: Þri 22. Jún 2021 11:13
af kunglao

Re: Windows 11

Sent: Þri 22. Jún 2021 12:31
af brain
kunglao skrifaði:Win 11 Install =

https://www.youtube.com/watch?v=iL_X_Sxt0vQ
Með því að skipta út appraiserres.dll er hægt að gera clean install og upgradea win 10 build.
Skil ekki af hverju hann fer þessa leið.

Re: Windows 11

Sent: Þri 22. Jún 2021 17:13
af Zethic
steinarorn skrifaði:Veit einhver hér hvar ég get nálgast iso-in ?
Finnur á öllum torrent síðum, ég sótti mitt af 1337x.to

Re: Windows 11

Sent: Mið 23. Jún 2021 00:45
af Climbatiz
steinarorn skrifaði:Veit einhver hér hvar ég get nálgast iso-in ?
skoðaðu fyrstu síðuna, póstaði ISO frá webserver mínum fyrir nokkru síðan

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 20:43
af brain

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 21:23
af Hjaltiatla
brain skrifaði:Windows 11 iso download komin

https://www.microsoft.com/en-in/softwar ... /windows11
Ég notaði Windows 11 Installation Assistant tólið og allt gekk mjög vel að mestu leyti. Fékk error code 0x80190001 þegar ég byrjaði að downloada Windows 11 og ákvað að keyra "check for update" á Windows 10 sem keyrði inn í kjölfarið tvö update og ég endurræsti vélinni og gat byrjað að downloada og installa Windows 11.

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 21:40
af Hausinn
Sjáumst eftir 3 eða svo ár þegar ég set up Windows 11 þegar það er meira stabílt og minna umdeilt. \:D/

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 21:58
af Hjaltiatla
Hausinn skrifaði:Sjáumst eftir 3 eða svo ár þegar ég set up Windows 11 þegar það er meira stabílt og minna umdeilt. \:D/
Ok góða skemmtun á hægara stýrikerfi \:D/ Er mjög ánægður hvað gluggar/forrit opnast miklu hraðar. Ég finn mjög mikinn mun þegar ég er að nota Virtual desktops fídusinn.

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:02
af brain
Hjaltiatla skrifaði:
Hausinn skrifaði:Sjáumst eftir 3 eða svo ár þegar ég set up Windows 11 þegar það er meira stabílt og minna umdeilt. \:D/
Ok góða skemmtun á hægara stýrikerfi \:D/ Er mjög ánægður hvað gluggar/forrit opnast miklu hraðar. Ég finn mjög mikinn mun þegar ég er að nota Virtual desktops fídusinn.
Sammála þar ! Win 11 virðist vera mun meira smooth í mörgum forritum.

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:13
af Hausinn
brain skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
Hausinn skrifaði:Sjáumst eftir 3 eða svo ár þegar ég set up Windows 11 þegar það er meira stabílt og minna umdeilt. \:D/
Ok góða skemmtun á hægara stýrikerfi \:D/ Er mjög ánægður hvað gluggar/forrit opnast miklu hraðar. Ég finn mjög mikinn mun þegar ég er að nota Virtual desktops fídusinn.
Sammála þar ! Win 11 virðist vera mun meira smooth í mörgum forritum.
Áhugavert. Segjum eitt ár, þá. :-"

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:15
af appel
Fokk hvað ég nenni ekki að breyta neinu :(

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:58
af GuðjónR
Eru þið að uppfæra eða clean install?

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 23:02
af brain
Búinn að vera í Insider buildum í sumar, þá uppfærði ég úr Win 10 í Win 11, án vandamála

Gerði clean install núna, þar sem ég fór úr insider programminu nú þegar Win 11 er komin út.

Re: Windows 11

Sent: Þri 05. Okt 2021 23:39
af jonfr1900
Hausinn skrifaði:Sjáumst eftir 3 eða svo ár þegar ég set up Windows 11 þegar það er meira stabílt og minna umdeilt. \:D/
Þú getur einnig bara fært þig yfir í Linux einhverja útgáfu sem hentar þér. Windows 11 er að fara áskriftarleiðina hægt og rólega, þar sem Microsoft veit að þeir mundu fá mótmæli ef þetta yrði gert að áskrift strax. Þess vegna er Windows 11 uppfærslan ókeypis og takmörkuð við ákveðin vélbúnað.

Windows 10 er síðasta útgáfan af Windows sem ég mun nota (vonast ég eftir). Ef ég kemst hjá því að fá Windows 11 með nýjum ferðavélum í framtíðinni (það getur gerst að ég endi með Windows 11 þannig, ef ég fæ ekki að setja upp Linux á ferðatölvum vegna þess að framleiðendur eru farnir að læsa ferðatölvum mikið niður í dag).

Re: Windows 11

Sent: Mið 06. Okt 2021 08:05
af Hausinn
jonfr1900 skrifaði:Windows 11 er að fara áskriftarleiðina hægt og rólega, þar sem Microsoft veit að þeir mundu fá mótmæli ef þetta yrði gert að áskrift strax. Þess vegna er Windows 11 uppfærslan ókeypis og takmörkuð við ákveðin vélbúnað.
Finnst það frekar hæpið. Microsoft er búin að segja opinberanlega að Windows 11 verður "frí uppfærsla frá Windows 10" svo ef þau settu fram kröfu um áskrift á núverandi notenda myndi það teljast sem falskar auglýsingar. Plús að það myndi valda allskyns vandamál á tölvum sem myndu keyra Windows 11 en eru ekki endilega notaðar af einhverjum sem gæti séð um að borga áskrift(skólatölvur, vinnutölvur etc).

Re: Windows 11

Sent: Mið 06. Okt 2021 09:22
af GuðjónR
brain skrifaði:Búinn að vera í Insider buildum í sumar, þá uppfærði ég úr Win 10 í Win 11, án vandamála

Gerði clean install núna, þar sem ég fór úr insider programminu nú þegar Win 11 er komin út.
Og virkar Win 10 serial yfir í Win 11 án vandræða?

Re: Windows 11

Sent: Mið 06. Okt 2021 10:27
af appel
Þurfa tölvuverslanir ekki núna að taka fram á sölusíðum sínum hvort móðurborðið styðji Windows 11?
Þá með tilvísun í að Windows 11 krefjist TPM 2.0 modules á móðurborðinu?