Síða 2 af 2
Re: Íslendingur vinnur 1271 milljónir í Viking Lotto
Sent: Fim 10. Jún 2021 22:32
af jonfr1900
Þess má geta að við 2% mánaðarvexti er upphæðin sem hann fær á mánuði kominn í 2 milljónir.
Re: Íslendingur vinnur 1271 milljónir í Viking Lotto
Sent: Fim 10. Jún 2021 22:50
af appel
Er þetta þráðurinn "Hvað myndiru gera ef þú ynnir milljarð í lottó?"
maður hefur oft pælt því fyrir sér.
Ég held að ég myndi halda þessu ofurleyndu, setja í réttan farveg til að þetta gufi ekki upp í verðbólgu, en kannski kaupa mér teslu og penthouse einhversstaðar, en annars ekki segja neinum frá.
Re: Íslendingur vinnur 1271 milljónir í Viking Lotto
Sent: Fim 10. Jún 2021 23:05
af Black
Eh færð ekki einusinni flotta íbúð í Florida fyrir þennan pening
https://www.visir.is/g/20212117558d/rob ... -a-florida
Ég færi allavega létt með að klára þennan pening..
Myndi kaupa Hús á 150m
Ef ég ætti t.d 3 börn, 100m á haus
Myndi kaupa bíla 40m
Hús erlendis 100m
Ferðalög 20m
Og svo þarf að borga af þessu öllu.. og ég væri með 1.375.000 á mánuði næstu 40 árinn
Re: Íslendingur vinnur 1271 milljónir í Viking Lotto
Sent: Fös 11. Jún 2021 16:43
af mikkimás
Ég myndi tapa öllu verðskyni á augnabliki.
Re: Íslendingur vinnur 1271 milljónir í Viking Lotto
Sent: Fös 11. Jún 2021 17:49
af falcon1
Held að maður myndi fara á smá flipp en svo myndi maður bara reyna að lifa "eðlilegu" lífi, fara í vinnuna og svona en auðvitað greiða niður öll lán sem maður væri með og jafnvel fyrir nánustu fjölskylduna líka.
Þetta er alveg sturluð upphæð.