Síða 2 af 2
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 09:20
af GullMoli
ZiRiuS skrifaði:GullMoli skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Hvaða hita og rakaskynjara eru þið að nota fyrir herbergi?
Aqara, mæli 100% með þeim.
hvar hefur þú verið að versla þettta?
Gearbest.com eða Aliexpress.com
Sem minnir mig á, ég er með pöntun hjá Gearbest sem hefur verið í bið í nokkurn tíma þar sem það er einhver vöruskortur hjá þeim.
Mæli einnig með Aquara hreyfiskynjurunum frekar en t.d. IKEA. IKEA gæjarnir skynja hreyfingu og eru "ON" í 3 mínútur minnir mig, á meðan Aqara eru ON í töluvert styttri tíma. Lenti einnig í smá basli með að tengja IKEA skynjarana og er með tvo gjörsamlega ótengjanlega núna.
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 15:39
af russi
Þetta er virkilega stílhreint lookið á þessu hjá þér hagur, fyrir gutta sem eru glataðir í CSS, ertu til að deila þessu? Til hafa eitthvað til byggja á?
En fyrir þá sem eru NFC pælingum og þurfa kannski ekki nema 2-4 stk þá lítið mál að útvega sér það, allavega til prufu.
Ég hef verið að nota gömul aðgangskort, td í sund eða á vinnustaði(þau eru ekki legnur í gildi). Hef klippt út NFC kubbinn sem er í armbandinu til læsa skápum í ræktinni/sundi.
Fór þessa leið því mig vantaði bara 3 til að byrja með. Þetta er þægilegt og mun ég því panta mér miða í þetta fljótlega, bæði vatnsvarða og hefðbunda sem eru ekki eins þykkir.
Hreyfiskynjara þá hef ég verið að nota Shelly Motion, hann er nógu snöggur fyrir mig. Z-Wave/ZigBee skynarar eru þó hraðari. En við erum tala um innan við sekundumun.
Svo hef ég tengt skynjara við bílskúrshurð sem segir mér hvort hún er opin eða lokuð. Margir nota batterisskynjara í það, en ég fór í segul-skynjara sem er víraður beint í shelly sem stýrir hurðinni. Með því þarf ég t.d. ekki að vera passa uppá 2 einingar þegar kemur að hurðinni.
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 15:40
af Zethic
GullMoli skrifaði:
Mæli einnig með Aquara hreyfiskynjurunum frekar en t.d. IKEA. IKEA gæjarnir skynja hreyfingu og eru "ON" í 3 mínútur minnir mig, á meðan Aqara eru ON í töluvert styttri tíma. Lenti einnig í smá basli með að tengja IKEA skynjarana og er með tvo gjörsamlega ótengjanlega núna.
Í raun bara tvennt hægt að gera með Ikea hreyfiskynjarann.
1. Tengja við ákveðið ljós og það getur bara talað við þá peru (ekki viss hvort þú þurfir Ikea brú)
2. Vera með Zigbee dongle eins og Conbee II og þá færðu skynjarann inn sem sjálfstætt 'entity'
hagur skrifaði:Hérna er mitt setup. Er með tvær spjaldtölvur uppá vegg, eina á hvorri hæð.
Alveg klikkað snyrtilegt.
Ertu með sækja sorphirðu og orkunotkun með API eða er þetta gert manually?
Nokkur protips fyrir þá sem eru að velta fyrir sér að byrja
- Kaupið Zigbee vörur. Z-wave er sjaldgæfara og talar ekki við Zigbee
- Forðist HomeKit vörur til að byrja með. Það er hægt að fá flestar inn í HA en mæli ekki með að byrja á því veseni
- Best að vera með eins snjallperrur í hverju rými. Ég er t.d. með 5 mismunandi E27 perur (dimmanleg, heitur/kaldur litur, og 'allir litir' frá Ikea og Hue) og það er erfitt eða jafnvel ómögulegt að láta þær vera samstilltar
- Raspberry Pi er fullkomið fyrir byrjendur. HA er með svokallaðan 'Supervisor' sem sér um allan bakenda. Pi3 B+ er alveg nóg sem framarlega þú keyrir ekki of mörg addons (Computer.is er með úrval en einnig er ThePiHut frábært í verði)
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 17:34
af hagur
Zethic skrifaði:
hagur skrifaði:Hérna er mitt setup. Er með tvær spjaldtölvur uppá vegg, eina á hvorri hæð.
Alveg klikkað snyrtilegt.
Ertu með sækja sorphirðu og orkunotkun með API eða er þetta gert manually?
Sorphirðan er addon sem heitir garbage_collection, sem leyfir manni að setja upp allskonar recurring eventa eftir ýmsum reglum. Setti svo bara inn í það m.v. sorphirðudagatalið í Rvk og þetta hefur staðist uppá hár.
Ég er með Shelly EM til að mæla orkunotkun, einn clamp utan um fasann sem kemur inn í hús til að mæla heildina og annan clamp á lögninni sem er fyrir bílinn. Nota svo utility_meter til að aggregate-a og safna þessum upplýsingum og setja fram m.v. daglega og mánaðarlega notkun. Bjó svo bara til template sensor sem tekur kwh gildin og margfaldar með krónum per kwh til að fá kostnaðinn í krónum.
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 20:58
af kjartanbj
Zethic skrifaði:GullMoli skrifaði:
Mæli einnig með Aquara hreyfiskynjurunum frekar en t.d. IKEA. IKEA gæjarnir skynja hreyfingu og eru "ON" í 3 mínútur minnir mig, á meðan Aqara eru ON í töluvert styttri tíma. Lenti einnig í smá basli með að tengja IKEA skynjarana og er með tvo gjörsamlega ótengjanlega núna.
Í raun bara tvennt hægt að gera með Ikea hreyfiskynjarann.
1. Tengja við ákveðið ljós og það getur bara talað við þá peru (ekki viss hvort þú þurfir Ikea brú)
2. Vera með Zigbee dongle eins og Conbee II og þá færðu skynjarann inn sem sjálfstætt 'entity'
hagur skrifaði:Hérna er mitt setup. Er með tvær spjaldtölvur uppá vegg, eina á hvorri hæð.
Alveg klikkað snyrtilegt.
Ertu með sækja sorphirðu og orkunotkun með API eða er þetta gert manually?
Nokkur protips fyrir þá sem eru að velta fyrir sér að byrja
- Kaupið Zigbee vörur. Z-wave er sjaldgæfara og talar ekki við Zigbee
- Forðist HomeKit vörur til að byrja með. Það er hægt að fá flestar inn í HA en mæli ekki með að byrja á því veseni
- Best að vera með eins snjallperrur í hverju rými. Ég er t.d. með 5 mismunandi E27 perur (dimmanleg, heitur/kaldur litur, og 'allir litir' frá Ikea og Hue) og það er erfitt eða jafnvel ómögulegt að láta þær vera samstilltar
- Raspberry Pi er fullkomið fyrir byrjendur. HA er með svokallaðan 'Supervisor' sem sér um allan bakenda. Pi3 B+ er alveg nóg sem framarlega þú keyrir ekki of mörg addons (Computer.is er með úrval en einnig er ThePiHut frábært í verði)
Líka með Zigbee vs Zwave er að zigbee er universal en Zwave er með mismunandi tíðnum spes tíðni fyrir Evrópu og önnur fyrir Ameríku
Re: Home Assistant
Sent: Fös 04. Jún 2021 22:52
af kjartanbj
Ef ykkur vantar Takka/rofa þá var ég að prófa kaupa Ikea Tradfri Shortcut button og hann virkar amsk með Deconz . kemur ekki inn sem entity en er að nota Blueprint og þá get ég notað automation til að láta takkan gera það sem mér dettur í hug. þeir kosta tæpan 1000kr stykkið og eru snyrtilegir
Re: Home Assistant
Sent: Lau 05. Jún 2021 15:01
af hagur
russi skrifaði:Þetta er virkilega stílhreint lookið á þessu hjá þér hagur, fyrir gutta sem eru glataðir í CSS, ertu til að deila þessu? Til hafa eitthvað til byggja á?
Já skal deila þessu hingað fljótlega.
Re: Home Assistant
Sent: Þri 15. Jún 2021 22:38
af Zethic
Hefur eitthver kynnt sér hvort/hvernig hægt sé að nota íslenskan málgreinir (voice assistant) við HA ?
Rakst á að Embla er FOSS
https://github.com/mideind og væri áhugavert að prufa nýta API
https://github.com/mideind/GreynirAPI
Re: Home Assistant
Sent: Mið 16. Jún 2021 09:57
af brynjarbergs
ZiRiuS skrifaði:GullMoli skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Hvaða hita og rakaskynjara eru þið að nota fyrir herbergi?
Aqara, mæli 100% með þeim.
hvar hefur þú verið að versla þettta?
https://www.mii.is/framleidandi/aqara/
Re: Home Assistant
Sent: Mið 04. Ágú 2021 19:55
af Zethic
Mjög spennandi (pun) uppfærsla kom út í dag með fókus á
"Energy tracking"
Væri fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hægt væri að fylgjast með orkunotkuninni. Er einhver leið að setja upp sensora í rafmagnstöflu íbúðar (nýleg blokk)? Dæmi
Shelly Clamp
Re: Home Assistant
Sent: Mið 04. Ágú 2021 20:08
af Sallarólegur
Zethic skrifaði:Mjög spennandi (pun) uppfærsla kom út í dag með fókus á
"Energy tracking"
Væri fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hægt væri að fylgjast með orkunotkuninni. Er einhver leið að setja upp sensora í rafmagnstöflu íbúðar (nýleg blokk)? Dæmi
Shelly Clamp
hagur skrifaði:Zethic skrifaði:
hagur skrifaði:Hérna er mitt setup. Er með tvær spjaldtölvur uppá vegg, eina á hvorri hæð.
Alveg klikkað snyrtilegt.
Ertu með sækja sorphirðu og orkunotkun með API eða er þetta gert manually?
Sorphirðan er addon sem heitir garbage_collection, sem leyfir manni að setja upp allskonar recurring eventa eftir ýmsum reglum. Setti svo bara inn í það m.v. sorphirðudagatalið í Rvk og þetta hefur staðist uppá hár.
Ég er með Shelly EM til að mæla orkunotkun, einn clamp utan um fasann sem kemur inn í hús til að mæla heildina og annan clamp á lögninni sem er fyrir bílinn. Nota svo utility_meter til að aggregate-a og safna þessum upplýsingum og setja fram m.v. daglega og mánaðarlega notkun. Bjó svo bara til template sensor sem tekur kwh gildin og margfaldar með krónum per kwh til að fá kostnaðinn í krónum.
Re: Home Assistant
Sent: Mið 04. Ágú 2021 21:11
af hagur
Zethic skrifaði:Mjög spennandi (pun) uppfærsla kom út í dag með fókus á
"Energy tracking"
Væri fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hægt væri að fylgjast með orkunotkuninni. Er einhver leið að setja upp sensora í rafmagnstöflu íbúðar (nýleg blokk)? Dæmi
Shelly Clamp
Ég er með svona Shelly EM, einmitt bara inn í aðal-rafmagnstöflunni hjá mér. Sé ekki afhverju það ætti ekki að geta gengið líka í fjölbýlishúsi. Þú bara setur clampinn utanum fasann sem kemur inn í töfluna.
Re: Home Assistant
Sent: Mið 04. Ágú 2021 21:30
af Zethic
Já ég þarf að prófa. Sennilega þarf ég að klemma það á mælinn við inntak, sem er höfuðverkur því inntakið er hinum megin í húsinu
Krossa fingur að Veitur bjóði uppá API þegar snjallmælarnir verða settir upp á næsta ári
Re: Home Assistant
Sent: Fim 05. Ágú 2021 18:09
af Hannesinn
Hvernig er það, getur Home Assistant notað Plex sem default music provider eða jafnvel video, og er hægt að stýra þessu með andlitinu á sér?
Er byrjaður að skoða smart home möguleikana, kominn með Google Nest audio og svo einn Nedis IR remote fyrir sjónvarpið og magnarann, en er bara rétt byrjaður að skrapa yfirborðið. Veit allavega að Plexið og Google Nest ganga ekki saman.
Re: Home Assistant
Sent: Fim 05. Ágú 2021 18:50
af hagur
Hannesinn skrifaði:Hvernig er það, getur Home Assistant notað Plex sem default music provider eða jafnvel video, og er hægt að stýra þessu með andlitinu á sér?
Er byrjaður að skoða smart home möguleikana, kominn með Google Nest audio og svo einn Nedis IR remote fyrir sjónvarpið og magnarann, en er bara rétt byrjaður að skrapa yfirborðið. Veit allavega að Plexið og Google Nest ganga ekki saman.
Hvað áttu við "sem default music provider"? Það er vissulega til Plex integration fyrir Home assistant sem getur gert allskonar.
https://www.home-assistant.io/integrations/plex/
Re: Home Assistant
Sent: Fim 05. Ágú 2021 22:55
af Hannesinn
Er Home Assistant bara upplýsingakerfi á því hvað Plex er að spila eða er hægt að stýra því með röddinni hvað fari í gang?
Semsé, get ég sagt: "Hey Google" eða "Alexa" eða einhver trigger fyrir einhvern hljóðnema, og sagt eitthvað í áttina að "Play David Bowie" og þá fer plexið í gang á því tæki sem er audio player fyrir herbergið sem ég er í?
Re: Home Assistant
Sent: Fim 05. Ágú 2021 23:32
af hagur
Hannesinn skrifaði:Er Home Assistant bara upplýsingakerfi á því hvað Plex er að spila eða er hægt að stýra því með röddinni hvað fari í gang?
Semsé, get ég sagt: "Hey Google" eða "Alexa" eða einhver trigger fyrir einhvern hljóðnema, og sagt eitthvað í áttina að "Play David Bowie" og þá fer plexið í gang á því tæki sem er audio player fyrir herbergið sem ég er í?
Þú getur stýrt Plex að einhverju leyti. Varðandi að stýra með röddinni, þá á það að vera hægt og ekkert endilega Plex specific. Það er hægt að tengja Google Assistant við Home Assistant þannig að maður geti notað hann til að stjórna devices/entities í Home Assistant. Plex integration-ið skilgreinir einhver device/entities í Home Assistant sem ætti þannig að vera hægt að stýra.
En ég hef svosem hvorki prófað/notað Plex Integrationið, né að tengja Google Assistant á þennan hátt, en m.v. það sem ég hef kynnt mér þá er þetta hægt svona.
Stutta svarið við spurningunni er svosem bara þetta: Ef þetta er ekki hægt í Home Assistant, þá er þetta varla hægt yfir höfuð.
Re: Home Assistant
Sent: Fös 06. Ágú 2021 00:33
af Hannesinn
Takk fyrir svarið.
Re: Home Assistant
Sent: Þri 17. Ágú 2021 02:52
af mikkidan97
Ég hef verið mjög budget oriented í mínu Home Assistant.
Ég keyri supervised HA á Raspbian á RPI3 (búinn að vera í gangi stanslaust í 2 ár og ekkert klikkað, 5000kr), með Spotify tengt við 3.5mm í gamlan heimabíómagnara til að snjallvæða hann.
Ég er með skítódýrar (innan við 300kr stk) no-name WiFi tuya perur í lömpum inní hjónaherbergi sem hafa ekki slegið feilpúst í a.m.k. 1 ár. Fékk Philips Hue startpakka í innflutningsgjöf og það er allt inn í HA. Núna nýlega fékk ég CC2531 (ef einhverjum vantar, þá á ég 2 auka cc2531 gaura og græju til að flassa þá) að gjöf og eftir það hafa IKEA tradfri og Hue perurnar sem ég átti fyrir talað beint við HA í gegnum ZHA sem er slger snilld, uppfærir meira að segja firmware á IKEA dótinu án þess að þurfa að gera neitt, gerist sjálfkrafa við fyrstu tengingu eða eftir þörfum, Philips gefa ekki út sín fw til almennings, því miður, en, ég losna við að þurfa að vera með hubbinn. Svo er ég með Ikea spenni fyrir LED perur í glerskáp í eldhúsinu, eitthvað af Tuya ljósaperum, Moeshouse dimmer og rofa (svipað og Shelly, bara ódýrara) og dimmera frá hue og IKEA.
Ég nota SNMP til að taka upplýsingar um hitastig/cpu%/vinnsluminni o.s.frv. á vélbúnaði eins og borðtölvunni, Pi-inu sjálfu, routernum og birti það í grafi í Lovelace.
Birti streymi úr eftirlitsmyndavélum, veðrið í dag og næstu daga og media control fyrir sjónvarpið.
Er með WS2812 borða með addressable RGB (1000kr/M á Ali) í glugga í stofunni sem keyrir á WEMOS D1 mini borði (500kr ) flassað með WLED sem fer í gang við sólsetur.
Framtíðarplön innihalda að setja upp spjaldtölvu á vegg, fékk gamlan iPad gefins um daginn og er að hugsa að nota hann til að birta Lovelace með upplýsingum um heimilið, stjórnborð fyrir ljósin, o.s.frv. (Verst að það mig vantar 30pin iPad kapal og það er ekki hægt að fá svoleiðis án þess að borga hvítuna úr augunum í Epli, ef einhver á svoleiðis sem hann vill losna við, endilega sendu mér skiló
)
Svo verður planið einhvern tímann að vera með hreyfiskynjara, þannig að öll ljósin verða sjálfvirk og, það sem ég er frekar spenntur fyrir (þegar það verður ódýrara
) að fá svona gæja til að setja á veggofnana, þannig að ég get fjarstýrt því líka.
Ali, IKEA og Banggood hafa verið mínir bestu vinir. Ég hef verið að gera þetta yfir cirka 2 ár, smátt og smátt, þannig að það er alskonar mismatched tæki hjá mér (hefur bara farið eftir budgeti og nennu þann mánuðinn), en ég hef náð því öllu inn í Home Assistant og látið tæki frá fullt af framleiðendum sem myndu aldrei spjalla saman, spjalla saman (T.d. get ég slökkt á sjónvarpinu með Hue dimmer fjarstýringu
). Ég náði í fyrsta skipti í síðustu viku að skipta út síðustu 2 halógen perunum sem voru búnar að vera sprungnar í einhverja mánuði fyrir ikea tradfri perur.
Re: Home Assistant
Sent: Sun 29. Ágú 2021 21:11
af Gunnar
nú er ég að hugsa að byrja með home assistant heima og er allveg á byrjunarreit.
Var líka að hugsa að uppfæra dyrasímann hja mér í dyrasíma með myndavél og þá snertiskjá inni.
Var þá að hugsa hvort ég gæti sameinað þessa 2 hluti og haft einn snertiskjá inni sem væri bæði fyrir dyrasíma og home assistant.
og þá með dyrasíma úti með takka, myndavél, mic, hátalara, night vision(IR) OG þá mögulega takkaborði þar sem væri hægt að stimpla inn kóða og virkja þá læsinguna sem ég myndi vilja líka hafa.
Þarf að opna 2 hurðir þegar einhver kemur i heimsókn og væri til í að sjá bara inní íbúð hver það er og hleypa viðkomanda inn með takka inn um aðra hurðina.
Er til einhver svona pakki(ég stórefast) eða er þetta til í stöku og hægt að para saman?
Re: Home Assistant
Sent: Mán 30. Ágú 2021 11:08
af mikkidan97
Gunnar skrifaði:nú er ég að hugsa að byrja með home assistant heima og er allveg á byrjunarreit.
Var líka að hugsa að uppfæra dyrasímann hja mér í dyrasíma með myndavél og þá snertiskjá inni.
Var þá að hugsa hvort ég gæti sameinað þessa 2 hluti og haft einn snertiskjá inni sem væri bæði fyrir dyrasíma og home assistant.
og þá með dyrasíma úti með takka, myndavél, mic, hátalara, night vision(IR) OG þá mögulega takkaborði þar sem væri hægt að stimpla inn kóða og virkja þá læsinguna sem ég myndi vilja líka hafa.
Þarf að opna 2 hurðir þegar einhver kemur i heimsókn og væri til í að sjá bara inní íbúð hver það er og hleypa viðkomanda inn með takka inn um aðra hurðina.
Er til einhver svona pakki(ég stórefast) eða er þetta til í stöku og hægt að para saman?
Það fer allt eftir budgeti og hversu mikið DIY þú ert til í að gera. Þú getur fengið "snjalllás" t.d. frá Öryggismiðstöðinni, sem er frekar dýr, sem kemur bara í staðinn fyrir sneril inná hurðinni
https://www.oryggi.is/is/vefverslun/til ... danalock-1 sem styður BLE og Z-wave. Þetta virkar sjálfstætt með því að tengjast beint við símann þinn með BLE, en það er hægt að para þetta við Snjallöryggi sem leyfir þér að opna hurðina hvar og hvenær sem er. Svo geturu líka parað þetta við hvaða HUB sem er með Z-wave (verður bara að passa að hann sé með rétta tíðni fyrir EU, ekki US), eða við danalock brú (
https://www.oryggi.is/is/vefverslun/all ... danabridge) til að geta notað appið hvar sem er.
Svo geturu verið í bandi við söluverið hjá þeim og fengið tilboð í dyrasíma með myndavél sem gæti stjórnað svona Danalock lásum.
Þetta er kannski svolítið dýrari pakki, en þetta svínvirkar. Ég er með svona sjálfur. Getur mögulega fengið þetta ódýrara annarsstaðar, en ég er að vinna hjá Ömí og þeir eru toppurinn þegar kemur að aðgangsstýringu.
Hins vegar, ef þú vilt fara útí meira DIY pakka (og ódýrara), þá er hægt að fá bara vatnshelda spjaldtölvu fyrir utandyra, kannski ring clone og flassa nýtt firmware á það og einhverja ódýra spjaldtölvu (Gamlan iPad sem safnar ryki ofan í skúffu, t.d.) sem sér um að birta HA innandyra.
Ég er með 1st gen iPad sem væri er ónothæfur í eitthvað annað double teipaðan með riflás við vegginn hjá mér. Svo gætiru fengið svona segullás eins og er í mörgum fjölbýlishúsum, zigbee brú (Raspberry Pi 3/4 keyrandi Home assistant með CC2531 eða álíka) notað zigbee rofa sem sér um að stjórna segullásunum. AliExpress er þinn besti vinur í ódýrara dóti. Ég hef keypt tonn af svona löguðu þar og það hefur ekkert klikkað undanfarin 2 ár.
Möguleikarnir eru endalausir.
Re: Home Assistant
Sent: Mán 30. Ágú 2021 14:29
af bigggan
Zethic skrifaði:Mjög spennandi (pun) uppfærsla kom út í dag með fókus á
"Energy tracking"
Væri fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hægt væri að fylgjast með orkunotkuninni. Er einhver leið að setja upp sensora í rafmagnstöflu íbúðar (nýleg blokk)? Dæmi
Shelly Clamp
Er ekki veitur að fara setja upp snjall mælar bráðum? Þau eru flestir með tengi sem kallast "HAN" sem er hægt að kveikja og ná í öllum upplýsingarnar sem þú vilt vita td. Með Tibber pulse
Re: Home Assistant
Sent: Mán 30. Ágú 2021 15:45
af Zethic
bigggan skrifaði:Zethic skrifaði:Mjög spennandi (pun) uppfærsla kom út í dag með fókus á
"Energy tracking"
Væri fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hægt væri að fylgjast með orkunotkuninni. Er einhver leið að setja upp sensora í rafmagnstöflu íbúðar (nýleg blokk)? Dæmi
Shelly Clamp
Er ekki veitur að fara setja upp snjall mælar bráðum? Þau eru flestir með tengi sem kallast "HAN" sem er hægt að kveikja og ná í öllum upplýsingarnar sem þú vilt vita td. Með Tibber pulse
Jú skv síðunni þeirra er stefnt á seinni hluta næsta árs að byrja, og mun eflaust taka ár að framkvæma. Ekki sjálfsagt að þeir opni á API
Gunnar skrifaði:nú er ég að hugsa að byrja með home assistant heima og er allveg á byrjunarreit.
Var líka að hugsa að uppfæra dyrasímann hja mér í dyrasíma með myndavél og þá snertiskjá inni.
Var þá að hugsa hvort ég gæti sameinað þessa 2 hluti og haft einn snertiskjá inni sem væri bæði fyrir dyrasíma og home assistant.
og þá með dyrasíma úti með takka, myndavél, mic, hátalara, night vision(IR) OG þá mögulega takkaborði þar sem væri hægt að stimpla inn kóða og virkja þá læsinguna sem ég myndi vilja líka hafa.
Þarf að opna 2 hurðir þegar einhver kemur i heimsókn og væri til í að sjá bara inní íbúð hver það er og hleypa viðkomanda inn með takka inn um aðra hurðina.
Er til einhver svona pakki(ég stórefast) eða er þetta til í stöku og hægt að para saman?
Eins og mikkidan97 segir þá eru möguleikarnir endalausir. Hafðu samt í huga að Danalock sem hann linkar er bara læsingin á hurðina, ekki dyrasími
Ég mæli með að setja upp homeassistant og prufa fikta. Getur sett upp á gamalli tölvu eða raspberry pi. Einnig hægt að setja upp container með Docker ef þú þekkir Docker
Edit: Las ekki nægilega vel textann frá honum
Re: Home Assistant
Sent: Mán 30. Ágú 2021 15:54
af kjartanbj
mikkidan97 skrifaði:Ég hef verið mjög budget oriented í mínu Home Assistant.
Ég keyri supervised HA á Raspbian á RPI3 (búinn að vera í gangi stanslaust í 2 ár og ekkert klikkað, 5000kr), með Spotify tengt við 3.5mm í gamlan heimabíómagnara til að snjallvæða hann.
Ég er með skítódýrar (innan við 300kr stk) no-name WiFi tuya perur í lömpum inní hjónaherbergi sem hafa ekki slegið feilpúst í a.m.k. 1 ár. Fékk Philips Hue startpakka í innflutningsgjöf og það er allt inn í HA. Núna nýlega fékk ég CC2531 (ef einhverjum vantar, þá á ég 2 auka cc2531 gaura og græju til að flassa þá) að gjöf og eftir það hafa IKEA tradfri og Hue perurnar sem ég átti fyrir talað beint við HA í gegnum ZHA sem er slger snilld, uppfærir meira að segja firmware á IKEA dótinu án þess að þurfa að gera neitt, gerist sjálfkrafa við fyrstu tengingu eða eftir þörfum, Philips gefa ekki út sín fw til almennings, því miður, en, ég losna við að þurfa að vera með hubbinn. Svo er ég með Ikea spenni fyrir LED perur í glerskáp í eldhúsinu, eitthvað af Tuya ljósaperum, Moeshouse dimmer og rofa (svipað og Shelly, bara ódýrara) og dimmera frá hue og IKEA.
Ég nota SNMP til að taka upplýsingar um hitastig/cpu%/vinnsluminni o.s.frv. á vélbúnaði eins og borðtölvunni, Pi-inu sjálfu, routernum og birti það í grafi í Lovelace.
Birti streymi úr eftirlitsmyndavélum, veðrið í dag og næstu daga og media control fyrir sjónvarpið.
Er með WS2812 borða með addressable RGB (1000kr/M á Ali) í glugga í stofunni sem keyrir á WEMOS D1 mini borði (500kr ) flassað með WLED sem fer í gang við sólsetur.
Framtíðarplön innihalda að setja upp spjaldtölvu á vegg, fékk gamlan iPad gefins um daginn og er að hugsa að nota hann til að birta Lovelace með upplýsingum um heimilið, stjórnborð fyrir ljósin, o.s.frv. (Verst að það mig vantar 30pin iPad kapal og það er ekki hægt að fá svoleiðis án þess að borga hvítuna úr augunum í Epli, ef einhver á svoleiðis sem hann vill losna við, endilega sendu mér skiló
)
Svo verður planið einhvern tímann að vera með hreyfiskynjara, þannig að öll ljósin verða sjálfvirk og, það sem ég er frekar spenntur fyrir (þegar það verður ódýrara
) að fá svona gæja til að setja á veggofnana, þannig að ég get fjarstýrt því líka.
Ali, IKEA og Banggood hafa verið mínir bestu vinir. Ég hef verið að gera þetta yfir cirka 2 ár, smátt og smátt, þannig að það er alskonar mismatched tæki hjá mér (hefur bara farið eftir budgeti og nennu þann mánuðinn), en ég hef náð því öllu inn í Home Assistant og látið tæki frá fullt af framleiðendum sem myndu aldrei spjalla saman, spjalla saman (T.d. get ég slökkt á sjónvarpinu með Hue dimmer fjarstýringu
). Ég náði í fyrsta skipti í síðustu viku að skipta út síðustu 2 halógen perunum sem voru búnar að vera sprungnar í einhverja mánuði fyrir ikea tradfri perur.
Ég myndi nú persónulega ekki vilja vera án Hue Hubsins , ég er bara með integrationið í home assistant og stýri ljósunum með automations gegnum það, en get þá líka notað Hue appið og er með Amazon Alexa síðan integrate'að við Hue hubbin óháð Home assistant, ef eitthvað kemur fyrir HA uppsettninguna þá er amsk ljósin í íbúðinni óháð því og virka með raddstýringu þó automations hætti að virka tímabundið , Er með bland af Hue og Ikea perum , meirihluti IKEA perur tengdar við Hue hubbin bara og hefur virkað flott síðan 2018