Síða 2 af 3

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 17:16
af Hizzman
Þessar 7 ára (eða whatever) ábyrgðir eru nánast blekking. Þetta er frekar trygging, þú borgar RÁNdýra 'skoðun' sem er í raun iðgjald. Umboðin auglýsa aldrei hvað kostar á ári að halda 'ábyrgðinni' virkri!

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 18:30
af Frussi
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Að mínu mati ætti svona létt yfirferð á þekktum göllum að vera gulrót til að láta umboðið þjónusta bílinn með almennt viðhald en ekki kvöð til þess að bíllinn haldist í ábyrgð. Þetta er svo alltof dýrt miðað við hvað gert er og þess vegna eru þessar þjónustuskoðanir almennt með ömurlegt álit meðal almennings. Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Fyndið að þú nefnir Teslu. Tesla er ekki með umboð og það hentar þeim betur að td gallar á lakki finnist ekki því það er kostnaður sem lendir á þeim. Umbiðin vilja (flest) halda kúnnanum góðum og framleiðendur greiða umboði fyrir viðgerðina og vinnu þegar svona finnst. Margt gott við Teslu módelið en ekki allt fullkomið

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 20:48
af Tiger
gunni91 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Eitt sem ég skil ekki, þú kaupir vöru (bíl) og það gilda lög og reglur um ábyrgðir, t.d. tveggja ára neytendaábyrgð og 5 ára kvörtunarfrestur og svo framvegis. Sum umboð ganga lengra og lofa 7 ára ábyrgð.
Af hverju heyrir maður alltaf ítrekað sögur um að hlutir séu ekki í ábyrgð nema þú kaupir aðra þjónustu á sama tíma?
Þá er ég að meina þessa þjónustuskoðanir sem kosta frá tugum og upp í hundruðu þúsunda árlega.
Ég mæli með að við fáum okkur allir kaffibolla og förum yfir umræðuna :D

Annars varðandi þjónustuskoðanir er mismunandi hvað þetta kostar og á ekki að vera neinn feluleikur í þeim málefnum.
T.d. rukkar BL eftir flat rate framleiðanda (sá tími sem framleiðandi segir að hlutirnir eiga að taka).

Hérna er live PBI skýrsla til að kanna verð á þjónustu fyrir helstu bifreiðar sem BL selur,, dugir að henda inn bílnúmeri.
Þetta virkar samt ekki fyrir BMW/MINI því aðeins er skipt um þá íhluti sem bifreiðin biður sjálf um og því kostnaður breytilegur eftir aksturslagi bílstjóra og aldri bifreiðar (engin ein uppskrift líkt og aðrir framleiðendur).

Það magn sem er með "0" þarf að meta og skoða að hverju sinni og þarf ekkert endilega að skipta um.

Hægt að prufa nokkur bílnúmer:

SZR79 - Renault Talisman
MBB28 - Nissan Leaf
TOJ80 - Renault Zoe
FPM46 - Nissan Micra

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoi ... IsImMiOjh9
Snilld er þetta, Svona væri nice líka að hafa til að geta flétt um hvað vinna við hitt og þetta kostar sem er ekki í ábyrgðarskoðun. T.d. veit ég að er bara fast verð að skipta um diska og klossa á mínum F10, væri nice að geta flétt hinu og þessu upp.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 21:04
af kjartanbj
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Annars er þetta mjög þægilegt eins og Tesla gerir þetta , engar rándýrar þjónustuskoðanir til að halda ábyrgð og mjög þægilegt að eiga við þá ef eitthvað er bilað eða þarf að gera , allt gert gegnum app og maður pantar tíma gegnum það og fær upp lausa tíma og getur valið þann tíma sem manni hentar. Síðan fær maður uppgefið áætlaðan kostnað ef ekki er um ábyrgðarvinnu og maður þarf að samþykkja það og allt þá skráð rafrænt og upp á borðum , síðan er líka þægilegt að þegar maður mætir með bílinn þá er hann tekinn strax og farið í það sem þarf að laga , ekki eins og reynsla mín hefur verið með önnur umboð/verkstæði að maður mætir með bílinn og svo kannski er byrjað á honum eftir hádegi daginn eftir og bíllinn bara stendur fyrir utan og ekkert gerist þangað til

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 21:25
af DaRKSTaR
verksmiðjuábyrð er bara á varahlutum.

ábyrgð sem fæst þegar bílar eru keyptir á íslandi af umboði dekkar vinnukostnað við að laga bílinn ef eitthvað kemur upp á, ef þú sleppir þjónustuskoðun þá er sá hluti ábyrgðarinnar farinn endanlega og eftir situr bara verksmiðjuábyrgin á varahlutunum en þú þarft að greiða 100% alla vinnu við að skipta um þá hluti.

margir misskilja þetta og halda að verksmiðjan sem framleiðir bílinn sé að borga viðgerðarmönnum laun við að laga bílinn, það er umboðið hér á landi sem tekur það allt á sig og þessvegna eru bílar dýrari hér á landi en að flytja hann inn sjálfur, þú ert í raun að greiða x mikið fyrir vinnuna sem gæti þurft að vinna í bílnum á ábyrgðartíma fyrir utan þjónustu tjékkin.

þú getur ýmindað þér kostnaðinn ef vélin færi í bílnum og þú þyrftir að greiða vinnuna við að rífa vélina úr og skipta um allt og setja hana saman, varahlutakostnaðurinn er enginn miðað við vinnuna, þú getur ekki ætlast til að kaupa bíl erlendis og flytja hann inn og ætlast til að t.d menn á verkstæði hérna vinni ókeypis við að laga bílinn.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 21:52
af Pandemic
DaRKSTaR skrifaði:verksmiðjuábyrð er bara á varahlutum.

ábyrgð sem fæst þegar bílar eru keyptir á íslandi af umboði dekkar vinnukostnað við að laga bílinn ef eitthvað kemur upp á, ef þú sleppir þjónustuskoðun þá er sá hluti ábyrgðarinnar farinn endanlega og eftir situr bara verksmiðjuábyrgin á varahlutunum en þú þarft að greiða 100% alla vinnu við að skipta um þá hluti....
Hvaða tóma þvæla er þetta. Þetta er mjög skýrt í neytendalögum, ef þú kaupir vöru sem er ætluð til þess, í þessu tilfelli að keyra á íslenskum götum, þá gildir 2-5 ára ábyrgð. Það er enginn "sér" ábyrgð á hverjum íhlut. Það er einfaldlega ekkert til í neytendalögum sem heitir þjónustuskoðun og ekki hægt að fría sig frá skyldum við neytenda.
Ef varan bilar vegna galla þá er það söluaðilans að bæta vöruna þannig að hún sé gallalaus.

Bara svo ég grípi niður í eitthvað random álit hjá kærdunefnd lausafjár- og þjónustukaupa.
...Þá er ekki
fallist á að seljandi geti skyldað álitsbeiðanda til þess að fara með bifreið sína
þjónustuskoðanir hjá seljanda og að öðrum kosti neitað að bæta úr göllum sem gætu verið á
bifreiðinni, enda væri slíkt í andstöðu við 1. mgr. 3. gr. laga um neytendakaup sem leggur
bann við því að aðilar semji um kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiða myndi af lögum
nr. 48/2003 um neytendakaup...

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 22:34
af Sallarólegur
DaRKSTaR skrifaði:verksmiðjuábyrð er bara á varahlutum.

ábyrgð sem fæst þegar bílar eru keyptir á íslandi af umboði dekkar vinnukostnað við að laga bílinn ef eitthvað kemur upp á, ef þú sleppir þjónustuskoðun þá er sá hluti ábyrgðarinnar farinn endanlega og eftir situr bara verksmiðjuábyrgin á varahlutunum en þú þarft að greiða 100% alla vinnu við að skipta um þá hluti.

margir misskilja þetta og halda að verksmiðjan sem framleiðir bílinn sé að borga viðgerðarmönnum laun við að laga bílinn, það er umboðið hér á landi sem tekur það allt á sig og þessvegna eru bílar dýrari hér á landi en að flytja hann inn sjálfur, þú ert í raun að greiða x mikið fyrir vinnuna sem gæti þurft að vinna í bílnum á ábyrgðartíma fyrir utan þjónustu tjékkin.

þú getur ýmindað þér kostnaðinn ef vélin færi í bílnum og þú þyrftir að greiða vinnuna við að rífa vélina úr og skipta um allt og setja hana saman, varahlutakostnaðurinn er enginn miðað við vinnuna, þú getur ekki ætlast til að kaupa bíl erlendis og flytja hann inn og ætlast til að t.d menn á verkstæði hérna vinni ókeypis við að laga bílinn.
Þú ert eitthvað að misskilja þetta.

Bílaframleiðandinn ábyrgist galla, sendir varahluti og greiðir svo ákveðna tíma sem þeir áætla að verkið eigi að taka.

Umboðið þarf þá að treysta á það að framleiðandinn viðurkenni galla.

VW hefur verið mjög tregt við að ábyrgjast sína galla.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 22:47
af gunni91
Fjörug umræða:

Það er hagsmunir umboða að reyna claima eins mikið fyrir viðskiptavini og hægt er, enda fá umboðin greitt bæði fyrir efni og vinnu í þeim viðgerðum og á þetta alls ekki að vera baggi fyrir þau. Held það vilji enginn neita ábyrgð til viðskiptavina en stundum getur þetta verið erfitt :sleezyjoe
Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.

Ef þú ákveður að fara með bílinn þinn alltaf í smur á næstu smurstöð þá þarf að ganga í skugga um að rétt olía sé notuð, uppfyllir olían staðla framleiðanda? Er notuð orginal olíusia eða aftermarket sía? Er aftermarket sían jafn góð og orginal o.s.f. Er smurstöðin tilbúin að ábyrgjast að allt sé rétt gert samkvæmt uppskrift framleiðanda? Ef svarið er Já, þá er lítið hægt að setja útá þetta.


Þegar á reynir: t.d. ef vél í bifreið hrynur innan ábyrgðar, þarf að standa skil á því að bifreiðin hafi verið þjónustuð rétt líkt og framleiðandi segir til um.
Ef smurþjónustan er ekki OK verður claimi hafnað af framleiðanda því í stórum viðgerðum sem þessum þarf að gera skýrslur.

Það er enginn að fara hafna claimi á ónýtri hjólalegu, spindilkúlu, drifskafti o.s.f. bara af því bifreiðin hefur bara farið á smurstöðina :happy

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 23:06
af Klemmi
gunni91 skrifaði:Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.
Þetta finnst mér bara summa upp hugsunarháttinn þegar kemur að ábyrgðarþjónustu á Íslandi, ekki bara í bílum heldur víðar, þar á meðal á tölvuhlutum/raftækjum.

Hins vegar, líkt og bent hefur verið á, þá kemur það íslenskum neytanda ekkert við hvað framleiðandi lætur falla undir verksmiðjuábyrgð, og hversu langur ábyrgðartíminn er. Við erum með íslensk lög, sem eiga að tryggja þér 2 - 5 ára ábyrgð, eftir því um hvernig söluhlut er að ræða. Það að segja að framleiðandinn hafi lokaorðið er bara vitlaus hugsun.

Ekki meint sem árás á þig eða þinn vinnustað gunni91, heldur er þetta einfaldlega hlutur sem pirrar mig við íslenska verslun.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 23:19
af gunni91
Klemmi skrifaði:
gunni91 skrifaði:Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.
Þetta finnst mér bara summa upp hugsunarháttinn þegar kemur að ábyrgðarþjónustu á Íslandi, ekki bara í bílum heldur víðar, þar á meðal á tölvuhlutum/raftækjum.

Hins vegar, líkt og bent hefur verið á, þá kemur það íslenskum neytanda ekkert við hvað framleiðanda lætur falla undir verksmiðjuábyrgð, og hversu langur ábyrgðartíminn er. Við erum með íslensk lög, sem eiga að tryggja þér 2 - 5 ára ábyrgð, eftir því um hvernig söluhlut er að ræða. Það að segja að framleiðandinn hafi lokaorðið er bara vitlaus hugsun.

Ekki meint sem árás á þig eða þinn vinnustað gunni91, heldur er þetta einfaldlega hlutur sem pirrar mig við íslenska verslun.
Non taken :happy

Það koma oft upp scenario að framleiðandi hafni ábyrgð og umboð taka á sig einhverskonar kostnað í formi goodwill ef um vafamál er að ræða.

Sem betur fer er komin framlengda ábyrgð hjá flestum umboðum sem eru að covera nokkuð vel.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 05. Maí 2021 23:51
af KaldiBoi
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 07:55
af kjartanbj
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Þetta hefur með öryggi að gera og þeirra ábyrgð og þeir fá alveg gríðarlega slæma umfjöllun ef það kveiknar í útfrá illa viðgerðum bíl sem er ómögulegt fyrir þá að vita hvernig hefur verið gert , það fer gjörsamlega allt í fréttirnar ef það tengist eitthvað Tesla nafninu

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 09:05
af GuðjónR
Getur einhver reiknað út fyrir mig hvað það myndi kosta að viðhalda þessari 7 ára ábyrgð?

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 10:17
af KaldiBoi
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Þetta hefur með öryggi að gera og þeirra ábyrgð og þeir fá alveg gríðarlega slæma umfjöllun ef það kveiknar í útfrá illa viðgerðum bíl sem er ómögulegt fyrir þá að vita hvernig hefur verið gert , það fer gjörsamlega allt í fréttirnar ef það tengist eitthvað Tesla nafninu
Þeir taka ekki bílinn úr sambandi? Bara þessa hentugu hleðslu (eiginlega lífsnauðsynlegu ef þú ferðast um fylki í USA).
Annars geturðu keyrt hann og allt í góðu. Myndi kíkja á Rich Rebuilds og co. áður en þú ferð að vernda Teslu með öllu sem þú hefur.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 10:18
af GullMoli
Mér skilst að þetta sé einmitt mismunandi, KIA segja "ábyrgð frá framleiðanda" á meðan t.d. Jeep umboðið er að vinna í samningum við tryggingarfélag hérna heima um að framlengja ábyrgðina upp í 5 ár (úr 2 eða 3, man ekki hvort hún er).

Mér skilst að fleiri umboð séu með svona "tygginga" ábyrgð, sem ég veit ekki alveg hvernig virkar.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 10:54
af kjartanbj
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Þetta hefur með öryggi að gera og þeirra ábyrgð og þeir fá alveg gríðarlega slæma umfjöllun ef það kveiknar í útfrá illa viðgerðum bíl sem er ómögulegt fyrir þá að vita hvernig hefur verið gert , það fer gjörsamlega allt í fréttirnar ef það tengist eitthvað Tesla nafninu
Þeir taka ekki bílinn úr sambandi? Bara þessa hentugu hleðslu (eiginlega lífsnauðsynlegu ef þú ferðast um fylki í USA).
Annars geturðu keyrt hann og allt í góðu. Myndi kíkja á Rich Rebuilds og co. áður en þú ferð að vernda Teslu með öllu sem þú hefur.
Ég hef alveg fylgst með rich rebuilds. hann hefur tekjur af því að fá áhorf þannig hann er ekki alveg marktækur , það er stór munur að hlaða bílana með 7.6kw eða 100kw+ ómögulegt að segja í hvernig ástandi kælibúnaður og allt það er í, AC hleðsla er opin en þeir loka á DC hleðslu , það er ekkert leyndarmál að ef maður kaupir svona tjónabíl á uppboði þá eru allar líkur á því að það sé búið að loka fyrir DC fast charging ef þetta er Model S , kaupendur sem ætla sér að kaupa svona bíl til að gera við ættu að vita það enda líklega eitthvað kynnt sér málin áður en þeir kaupa svona bíl til viðgerðar

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 11:16
af raggos
gunni91 skrifaði:Fjörug umræða:

Það er hagsmunir umboða að reyna claima eins mikið fyrir viðskiptavini og hægt er, enda fá umboðin greitt bæði fyrir efni og vinnu í þeim viðgerðum og á þetta alls ekki að vera baggi fyrir þau. Held það vilji enginn neita ábyrgð til viðskiptavina en stundum getur þetta verið erfitt :sleezyjoe
Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.

Ef þú ákveður að fara með bílinn þinn alltaf í smur á næstu smurstöð þá þarf að ganga í skugga um að rétt olía sé notuð, uppfyllir olían staðla framleiðanda? Er notuð orginal olíusia eða aftermarket sía? Er aftermarket sían jafn góð og orginal o.s.f. Er smurstöðin tilbúin að ábyrgjast að allt sé rétt gert samkvæmt uppskrift framleiðanda? Ef svarið er Já, þá er lítið hægt að setja útá þetta.


Þegar á reynir: t.d. ef vél í bifreið hrynur innan ábyrgðar, þarf að standa skil á því að bifreiðin hafi verið þjónustuð rétt líkt og framleiðandi segir til um.
Ef smurþjónustan er ekki OK verður claimi hafnað af framleiðanda því í stórum viðgerðum sem þessum þarf að gera skýrslur.

Það er enginn að fara hafna claimi á ónýtri hjólalegu, spindilkúlu, drifskafti o.s.f. bara af því bifreiðin hefur bara farið á smurstöðina :happy
Áhugaverð afstaða hjá þér að viðurkenndar smurstöðvar á Íslandi hljóti að veita verri smurþjónustu en umboðin og að aftermarket íhlutir séu allir ónothæfir.
Þær smurstöðvar sem ég versla við eru oft með meiri fagmenn í vinnu með töluvert lengri starfsreynslu en gengur og gerist í umboðunum og ég man ekki eftir því í eitt skipti að hafa ekki fengið 100% vottaða olíu fyrir þá bíla sem ég á. Ég hélt einmitt að með því að viðhalda smurbók sem sýnir stimpla frá viðurkenndum smurstöðvum sértu einmitt að sýna fram á rétt viðhald á bílnum. Ég er alveg lost á þessari athugasemd frá starfsmanni umboðs.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 11:22
af gunni91
raggos skrifaði:
gunni91 skrifaði:Fjörug umræða:

Það er hagsmunir umboða að reyna claima eins mikið fyrir viðskiptavini og hægt er, enda fá umboðin greitt bæði fyrir efni og vinnu í þeim viðgerðum og á þetta alls ekki að vera baggi fyrir þau. Held það vilji enginn neita ábyrgð til viðskiptavina en stundum getur þetta verið erfitt :sleezyjoe
Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.

Ef þú ákveður að fara með bílinn þinn alltaf í smur á næstu smurstöð þá þarf að ganga í skugga um að rétt olía sé notuð, uppfyllir olían staðla framleiðanda? Er notuð orginal olíusia eða aftermarket sía? Er aftermarket sían jafn góð og orginal o.s.f. Er smurstöðin tilbúin að ábyrgjast að allt sé rétt gert samkvæmt uppskrift framleiðanda? Ef svarið er Já, þá er lítið hægt að setja útá þetta.


Þegar á reynir: t.d. ef vél í bifreið hrynur innan ábyrgðar, þarf að standa skil á því að bifreiðin hafi verið þjónustuð rétt líkt og framleiðandi segir til um.
Ef smurþjónustan er ekki OK verður claimi hafnað af framleiðanda því í stórum viðgerðum sem þessum þarf að gera skýrslur.

Það er enginn að fara hafna claimi á ónýtri hjólalegu, spindilkúlu, drifskafti o.s.f. bara af því bifreiðin hefur bara farið á smurstöðina :happy
Áhugaverð afstaða hjá þér að viðurkenndar smurstöðvar á Íslandi hljóti að veita verri smurþjónustu en umboðin og að aftermarket íhlutir séu allir ónothæfir.
Þær smurstöðvar sem ég versla við eru oft með meiri fagmenn í vinnu með töluvert lengri starfsreynslu en gengur og gerist í umboðunum og ég man ekki eftir því í eitt skipti að hafa ekki fengið 100% vottaða olíu fyrir þá bíla sem ég á. Ég hélt einmitt að með því að viðhalda smurbók sem sýnir stimpla frá viðurkenndum smurstöðvum sértu einmitt að sýna fram á rétt viðhald á bílnum. Ég er alveg lost á þessari athugasemd frá starfsmanni umboðs.

Ég hef ekkert nema jákvætt viðhorf til smurstöðva og er alls ekki að tala þær niður. Ég afsaka ef ég gaf frá mér þannig vibe.
Tengdafaðir minn rak smurstöð í fjölda ára og allt í toppmálum og góð samskipti við umboð.
Olíur er mismunandi eins og þær eru margar. Gæðastaðallinn getur verið mismunandi o.s.f.
Ef eigendur og smurstöðvar eru að gera hlutina rétt er lítið hægt að setja útá hlutina. Það þarf samt alltaf að framvísa smurbókum til framleiðanda til að sanna að bifreiðin hafi verið rétt þjónustuð þegar á reynir. Það er til fullt af flottum aftermarket framleiðendum sem eru að framleiða gæðavörur.

Einnig tók ég hvergi fram að aftermarket íhlutir væru ónothæfir :happy

Skjalið sem ég postaði hérna fyrr er einmitt til að upplýsa eigendur/verkstæði hvað þarf að gera í smureftirliti ef þeir leita annað en til þjónustuaðila.

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoi ... IsImMiOjh9

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 12:39
af urban
raggos skrifaði:
gunni91 skrifaði:Fjörug umræða:

Það er hagsmunir umboða að reyna claima eins mikið fyrir viðskiptavini og hægt er, enda fá umboðin greitt bæði fyrir efni og vinnu í þeim viðgerðum og á þetta alls ekki að vera baggi fyrir þau. Held það vilji enginn neita ábyrgð til viðskiptavina en stundum getur þetta verið erfitt :sleezyjoe
Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.

Ef þú ákveður að fara með bílinn þinn alltaf í smur á næstu smurstöð þá þarf að ganga í skugga um að rétt olía sé notuð, uppfyllir olían staðla framleiðanda? Er notuð orginal olíusia eða aftermarket sía? Er aftermarket sían jafn góð og orginal o.s.f. Er smurstöðin tilbúin að ábyrgjast að allt sé rétt gert samkvæmt uppskrift framleiðanda? Ef svarið er Já, þá er lítið hægt að setja útá þetta.


Þegar á reynir: t.d. ef vél í bifreið hrynur innan ábyrgðar, þarf að standa skil á því að bifreiðin hafi verið þjónustuð rétt líkt og framleiðandi segir til um.
Ef smurþjónustan er ekki OK verður claimi hafnað af framleiðanda því í stórum viðgerðum sem þessum þarf að gera skýrslur.

Það er enginn að fara hafna claimi á ónýtri hjólalegu, spindilkúlu, drifskafti o.s.f. bara af því bifreiðin hefur bara farið á smurstöðina :happy
Áhugaverð afstaða hjá þér að viðurkenndar smurstöðvar á Íslandi hljóti að veita verri smurþjónustu en umboðin og að aftermarket íhlutir séu allir ónothæfir.
Þær smurstöðvar sem ég versla við eru oft með meiri fagmenn í vinnu með töluvert lengri starfsreynslu en gengur og gerist í umboðunum og ég man ekki eftir því í eitt skipti að hafa ekki fengið 100% vottaða olíu fyrir þá bíla sem ég á. Ég hélt einmitt að með því að viðhalda smurbók sem sýnir stimpla frá viðurkenndum smurstöðvum sértu einmitt að sýna fram á rétt viðhald á bílnum. Ég er alveg lost á þessari athugasemd frá starfsmanni umboðs.
Lestu nú það sem að hann skrifaði og gagnrýndu út frá því.
Ekki renna yfir það og ákveða hvað hann skrifaði.

Hann sagði nefnilega akkúrat hvergi að það hlyti að vera verri smurþjónusta eða að aftermarket hlutir séu ónothæfir.
Hann sagði að það þyrfti að ganga úr skugga um að þetta væri í lagi, sem að ég myndi einmitt segja að það væri vel hægt að nota hluti, það þarf bara að vera öruggt að þeir séu í lagi.

Þú getur nefnilega alveg keypt þér þrusu góða olíu sem að er fullkomin fyrir landcruiser jeppa, en það er ekkert öruggt að hún sé með alla þá staðla sem að BMW vill hafa í olíu til þess að ábyrgjast sínar vélar.

Það þýðir ekkert að olían sé ónothæf, það þýðir bara að hún er ekki fyrir BMW ef að þú vilt halda ábyrgð.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 12:40
af KaldiBoi
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
raggos skrifaði: Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Þetta hefur með öryggi að gera og þeirra ábyrgð og þeir fá alveg gríðarlega slæma umfjöllun ef það kveiknar í útfrá illa viðgerðum bíl sem er ómögulegt fyrir þá að vita hvernig hefur verið gert , það fer gjörsamlega allt í fréttirnar ef það tengist eitthvað Tesla nafninu
Þeir taka ekki bílinn úr sambandi? Bara þessa hentugu hleðslu (eiginlega lífsnauðsynlegu ef þú ferðast um fylki í USA).
Annars geturðu keyrt hann og allt í góðu. Myndi kíkja á Rich Rebuilds og co. áður en þú ferð að vernda Teslu með öllu sem þú hefur.
Ég hef alveg fylgst með rich rebuilds. hann hefur tekjur af því að fá áhorf þannig hann er ekki alveg marktækur , það er stór munur að hlaða bílana með 7.6kw eða 100kw+ ómögulegt að segja í hvernig ástandi kælibúnaður og allt það er í, AC hleðsla er opin en þeir loka á DC hleðslu , það er ekkert leyndarmál að ef maður kaupir svona tjónabíl á uppboði þá eru allar líkur á því að það sé búið að loka fyrir DC fast charging ef þetta er Model S , kaupendur sem ætla sér að kaupa svona bíl til að gera við ættu að vita það enda líklega eitthvað kynnt sér málin áður en þeir kaupa svona bíl til viðgerðar
Réttlætir samt ekki að þú átt bílinn, þú keyptir hann, og átt rétt á að nota hann eins og þú vilt? Ekki misskilja ég skil nákvæmlega hvað þú ert að hugsa með öryggi osfv. En hvorki VW, Bílson eða Hekla né skoðunarfyrirtækin myndu fikta eitthvað í bílnum mínun "restrictions" útaf því ég væri með stærri túrbínu, opið púst osfv osfv. mín eign og minn eignarréttur.
Hreinskilnislega sagt þá skil ég ekki afhverju þér finnst þetta sanngjarnt að einhverju leyti :-"

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 13:21
af kjartanbj
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.

Tesla hefur bara slökkt á fast-charging á eldri model S bílum sem hafa lent í tjóni og verið skráðir sem tjónabílar , þeir hafa ekki gert það við Model 3
Finnst þér það samt ekki glatað? Pínku Apple vibes í því að kaupa sér tjónaða Teslu og mega ekki gera við hana því það hentar þeim ekki.
Sem fiktari sem hefur keypt bíla, oft bilaða (hardware eða útlit), gera þá upp og eiga þetta í einhvern smá tíma, þá finnst mér glatað að umboðið gæti sett restrictions á bílinn :(

Þetta hefur með öryggi að gera og þeirra ábyrgð og þeir fá alveg gríðarlega slæma umfjöllun ef það kveiknar í útfrá illa viðgerðum bíl sem er ómögulegt fyrir þá að vita hvernig hefur verið gert , það fer gjörsamlega allt í fréttirnar ef það tengist eitthvað Tesla nafninu
Þeir taka ekki bílinn úr sambandi? Bara þessa hentugu hleðslu (eiginlega lífsnauðsynlegu ef þú ferðast um fylki í USA).
Annars geturðu keyrt hann og allt í góðu. Myndi kíkja á Rich Rebuilds og co. áður en þú ferð að vernda Teslu með öllu sem þú hefur.
Ég hef alveg fylgst með rich rebuilds. hann hefur tekjur af því að fá áhorf þannig hann er ekki alveg marktækur , það er stór munur að hlaða bílana með 7.6kw eða 100kw+ ómögulegt að segja í hvernig ástandi kælibúnaður og allt það er í, AC hleðsla er opin en þeir loka á DC hleðslu , það er ekkert leyndarmál að ef maður kaupir svona tjónabíl á uppboði þá eru allar líkur á því að það sé búið að loka fyrir DC fast charging ef þetta er Model S , kaupendur sem ætla sér að kaupa svona bíl til að gera við ættu að vita það enda líklega eitthvað kynnt sér málin áður en þeir kaupa svona bíl til viðgerðar
Réttlætir samt ekki að þú átt bílinn, þú keyptir hann, og átt rétt á að nota hann eins og þú vilt? Ekki misskilja ég skil nákvæmlega hvað þú ert að hugsa með öryggi osfv. En hvorki VW, Bílson eða Hekla né skoðunarfyrirtækin myndu fikta eitthvað í bílnum mínun "restrictions" útaf því ég væri með stærri túrbínu, opið púst osfv osfv. mín eign og minn eignarréttur.
Hreinskilnislega sagt þá skil ég ekki afhverju þér finnst þetta sanngjarnt að einhverju leyti :-"

Þú kaupir ekki bílinn með þessu, það er nefnilega málið, Tesla vaktar uppboðs síðurnar erlendis og skráir niður öll vin á tjónabílum af model S gerð og taka út DC hleðslu, síðan kaupir þú bílinn án þessa möguleika og hefur aldrei haft hann, þeir gera þetta ekki við model 3, þeir hafa einhverja góða ástæðu fyrir þessu á Model S

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 16:31
af urban
KaldiBoi skrifaði: Réttlætir samt ekki að þú átt bílinn, þú keyptir hann, og átt rétt á að nota hann eins og þú vilt? Ekki misskilja ég skil nákvæmlega hvað þú ert að hugsa með öryggi osfv. En hvorki VW, Bílson eða Hekla né skoðunarfyrirtækin myndu fikta eitthvað í bílnum mínun "restrictions" útaf því ég væri með stærri túrbínu, opið púst osfv osfv. mín eign og minn eignarréttur.
Hreinskilnislega sagt þá skil ég ekki afhverju þér finnst þetta sanngjarnt að einhverju leyti :-"
Eru þeir að banna þér að nota hann ?
Eru þeir ekki bara að banna þér að nota fast charging búnaðinn sem að þeir eiga sjálfir ?

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 17:12
af KaldiBoi
urban skrifaði:
KaldiBoi skrifaði: Réttlætir samt ekki að þú átt bílinn, þú keyptir hann, og átt rétt á að nota hann eins og þú vilt? Ekki misskilja ég skil nákvæmlega hvað þú ert að hugsa með öryggi osfv. En hvorki VW, Bílson eða Hekla né skoðunarfyrirtækin myndu fikta eitthvað í bílnum mínun "restrictions" útaf því ég væri með stærri túrbínu, opið púst osfv osfv. mín eign og minn eignarréttur.
Hreinskilnislega sagt þá skil ég ekki afhverju þér finnst þetta sanngjarnt að einhverju leyti :-"
Eru þeir að banna þér að nota hann ?
Eru þeir ekki bara að banna þér að nota fast charging búnaðinn sem að þeir eiga sjálfir ?
Fylgir það ekki með kaupum á bílnum?

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 18:12
af urban
KaldiBoi skrifaði:
urban skrifaði:
KaldiBoi skrifaði: Réttlætir samt ekki að þú átt bílinn, þú keyptir hann, og átt rétt á að nota hann eins og þú vilt? Ekki misskilja ég skil nákvæmlega hvað þú ert að hugsa með öryggi osfv. En hvorki VW, Bílson eða Hekla né skoðunarfyrirtækin myndu fikta eitthvað í bílnum mínun "restrictions" útaf því ég væri með stærri túrbínu, opið púst osfv osfv. mín eign og minn eignarréttur.
Hreinskilnislega sagt þá skil ég ekki afhverju þér finnst þetta sanngjarnt að einhverju leyti :-"
Eru þeir að banna þér að nota hann ?
Eru þeir ekki bara að banna þér að nota fast charging búnaðinn sem að þeir eiga sjálfir ?
Fylgir það ekki með kaupum á bílnum?
ekki superchargerinn nei, það fylgir (eða fylgdi, veit ekki hvort að það sé ennþá) ákveðið mikil notkun á þeim.
auðvitað með skilmálum einsog í öllu öðru, einsog að þeir geti bannað þér að nota sinn búnað ef að þinn búnaður er ekki í lagi.

Sjáðu til, það er ekkert verið að banna þér að nota bílinn þinn, þú mátt gera það við hann sem að þú vilt, það er verið að banna þér að nota supercharger útaf því sem að þú ert búin að gera við bílinn þinn.

Ekki horfa á þetta frá sjónarmiði bíleigandans, horfðu á þetta frá sjónarmiði charger eigandans.

Þetta með að Hekla eða skoðunarfyrirtækin myndu fikta í bílnum þínum útaf því að þú værir með stærri túrbínu, vissulega myndu þeir ekkert gera neitt við bílinn hjá þér, en það er nær öruggt mál að ef að þú myndir kaupa þér nýjan landcruiser og henda í hann 350 V8 mótor að Toyota gæti alveg klárlega sagt nei við því að bíllinn væri í ábyrgð og þeir einmitt gætu alveg klárlega neitað að taka hann í þjónustuskoðun vegna ábyrgðar.

Þeir gætu meirað segja neitað að taka hann inná verkstæði vegna vélabilunar.

Í þessu tilviki er bara Tesla að banna þér að nota sinn búnað, ekki að banna þér að nota bílinn, bara að loka fyrir notkun á sínum búnaði.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 06. Maí 2021 21:57
af Predator
urban skrifaði:
raggos skrifaði:
gunni91 skrifaði:Fjörug umræða:

Það er hagsmunir umboða að reyna claima eins mikið fyrir viðskiptavini og hægt er, enda fá umboðin greitt bæði fyrir efni og vinnu í þeim viðgerðum og á þetta alls ekki að vera baggi fyrir þau. Held það vilji enginn neita ábyrgð til viðskiptavina en stundum getur þetta verið erfitt :sleezyjoe
Auðvitað þarf að sýna sanngirni gagnvart framleiðandum líka en ef um vafamál er að ræða er oft leyft framleiðandanum sjálfum að hafa lokaorðið.

Ef þú ákveður að fara með bílinn þinn alltaf í smur á næstu smurstöð þá þarf að ganga í skugga um að rétt olía sé notuð, uppfyllir olían staðla framleiðanda? Er notuð orginal olíusia eða aftermarket sía? Er aftermarket sían jafn góð og orginal o.s.f. Er smurstöðin tilbúin að ábyrgjast að allt sé rétt gert samkvæmt uppskrift framleiðanda? Ef svarið er Já, þá er lítið hægt að setja útá þetta.


Þegar á reynir: t.d. ef vél í bifreið hrynur innan ábyrgðar, þarf að standa skil á því að bifreiðin hafi verið þjónustuð rétt líkt og framleiðandi segir til um.
Ef smurþjónustan er ekki OK verður claimi hafnað af framleiðanda því í stórum viðgerðum sem þessum þarf að gera skýrslur.

Það er enginn að fara hafna claimi á ónýtri hjólalegu, spindilkúlu, drifskafti o.s.f. bara af því bifreiðin hefur bara farið á smurstöðina :happy
Áhugaverð afstaða hjá þér að viðurkenndar smurstöðvar á Íslandi hljóti að veita verri smurþjónustu en umboðin og að aftermarket íhlutir séu allir ónothæfir.
Þær smurstöðvar sem ég versla við eru oft með meiri fagmenn í vinnu með töluvert lengri starfsreynslu en gengur og gerist í umboðunum og ég man ekki eftir því í eitt skipti að hafa ekki fengið 100% vottaða olíu fyrir þá bíla sem ég á. Ég hélt einmitt að með því að viðhalda smurbók sem sýnir stimpla frá viðurkenndum smurstöðvum sértu einmitt að sýna fram á rétt viðhald á bílnum. Ég er alveg lost á þessari athugasemd frá starfsmanni umboðs.
Lestu nú það sem að hann skrifaði og gagnrýndu út frá því.
Ekki renna yfir það og ákveða hvað hann skrifaði.

Hann sagði nefnilega akkúrat hvergi að það hlyti að vera verri smurþjónusta eða að aftermarket hlutir séu ónothæfir.
Hann sagði að það þyrfti að ganga úr skugga um að þetta væri í lagi, sem að ég myndi einmitt segja að það væri vel hægt að nota hluti, það þarf bara að vera öruggt að þeir séu í lagi.

Þú getur nefnilega alveg keypt þér þrusu góða olíu sem að er fullkomin fyrir landcruiser jeppa, en það er ekkert öruggt að hún sé með alla þá staðla sem að BMW vill hafa í olíu til þess að ábyrgjast sínar vélar.

Það þýðir ekkert að olían sé ónothæf, það þýðir bara að hún er ekki fyrir BMW ef að þú vilt halda ábyrgð.
Bara til að snerta aðeins á þessu þá eru þessar olíur og síur nánast alltaf framleiddar fyrir bílaframleiðendur af sömu aðilum og eru svo að selja þetta aftermarket. Nema það er ekkert "merkja markup" á verðinu á aftermarket dótinu. En þegar maður fer á almennt verkstæði eða smurstöð þá þarf maður að vera klár á því sjálfur hvaða olíur og síur eigi að nota ef maður vill að þetta sé 100%.

En varðandi ábyrgðaumræðuna þá eru flestir framleiðendur með svokallað verksmiðju ábyrgð sem er oftast 2-5 ár og svo eru dæmi um að umboðin hérna heima kaupi framlengdaábyrgð, líklega í samvinnu við tryggingafélögin. En það skiptir ekki máli hvað ábyrgðin er löng það eru aldrei allir hlutir í ábyrgð allan ábyrgðartímann og oft hægt að sjá á vefsíðum umboðana hvaða hlutir eru í hversu langri ábyrgð, en það er auðvitað ekki tæmandi listi heldur en nær svona til helstu hluta. Svo má ekki gleyma því að ef þú lætur skipta um eitthvað í bílnum hjá þér á löggildu verkstæði þá er sú viðgerð líka í 2 ára neytendaábyrgð, varahlutir og vinna.