Síða 2 af 2

Sent: Þri 28. Jún 2005 17:18
af busted
[quote="gumol"]Það verður aldrei hægt að ferðast aftur í tíman. Ef það væri hægt þá væri væntanlega einhver kominn úr framtíðinni, er það ekki? ;)
Það getur svosem vel verið að það verði einhvernvegin hægt að ferðast fram í tímann (one way ticket)[/quote]

Aldrei hefur maður séð í fréttum einhvern sem segjist koma úr framtíðinni þannig að það er örugglega bara plat nema þeir séu bara geimdir inn í einhverri lokaðri geymslu.

sáuði seinasta Star Trek þátt.? þá fór Enterprise í gegnum ormagöng og fór aftur í tímann svo hittu ættingjar þeirra foreldra sína aftur og nokkrir hittu sjálfa sig. var frekar Weird þáttur

Sent: Þri 28. Jún 2005 18:52
af Veit Ekki
Það er reyndar ekki talið líklegt að við eigum eftir að geta nýtt okkur þessi ormagöng.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=551
Það hljóta samt að vera einhverjar aðrar leiðir :wink:

Sent: Þri 28. Jún 2005 20:34
af MezzUp
busted skrifaði:Aldrei hefur maður séð í fréttum einhvern sem segjist koma úr framtíðinni þannig að það er örugglega bara plat nema þeir séu bara geimdir inn í einhverri lokaðri geymslu.
Það eru örugglega til fullt af fólki sem segist kom úr framtíðinni, það þykir bara ekki fréttanæmt.
busted skrifaði:sáuði seinasta Star Trek þátt.? þá fór Enterprise í gegnum ormagöng og fór aftur í tímann svo hittu ættingjar þeirra foreldra sína aftur og nokkrir hittu sjálfa sig. var frekar Weird þáttur
Hverjir hittu sjálfan sig?

Sent: Þri 28. Jún 2005 21:10
af busted
[quote="MezzUp"]Hverjir hittu sjálfan sig?[/quote]

T-pol og svo hitti travis son sinn sem hann átti með tpol

Sent: Þri 28. Jún 2005 21:50
af hahallur
http://www.nexus.is

Þarna ætti að vera símanúmer í Nexus.....spyrjið um StarTrek samkomur....

Sent: Þri 28. Jún 2005 22:27
af Birkir
hahallur skrifaði:http://www.nexus.is

Þarna ætti að vera símanúmer í Nexus.....spyrjið um StarTrek samkomur....
whaaaat? :shock:

Sent: Þri 28. Jún 2005 22:40
af hallihg
Ég varð mjög vonsvikinn og dapur þegar ég las þetta gumol, með tímaflakk, að ef það væri hægt væri eflaust einhver búinn að ferðast hingað úr framtíðinni. Mér datt það aldrei í hug, og tímaflakk hefur alltaf verið áhugavert alveg síðan maður sá Back to the Future.

Sent: Þri 28. Jún 2005 23:08
af MezzUp
gumol skrifaði:Það verður aldrei hægt að ferðast aftur í tíman. Ef það væri hægt þá væri væntanlega einhver kominn úr framtíðinni, er það ekki? ;)
hallihg skrifaði:Ég varð mjög vonsvikinn og dapur þegar ég las þetta gumol, með tímaflakk, að ef það væri hægt væri eflaust einhver búinn að ferðast hingað úr framtíðinni.
Neinei strákar, þessi rök þurfa ekkert að útloka tímaflakk. Kannski var það prófað í framtíðinni(t.d. að fara frá 9900 til 9800*) en bannað vegna siðferðilegra ástæðna? Kannski yngist maður um jafn mörg ár og maður ferðast aftur í tímann, og þess vegna sé ekki hægt að fara fleiri ár aftur í tímann en maður er gamall? Kannski mun tímaflakks tæknin byggjast á því að það þurfa að vera "hlið" báðum meginn flakksins, þannig að þú getur ekki farið lengra aftur í tímann heldur en til þess tíma þegar tímaflakk var uppgötvað? Kannski hefur einhver komið hingað úr framtíðinni til rannsóknar en ekki viljað hafa hátt um það? Svo gæti verið að tímaflakk verði aldrei hægt :P

* Ég reyni að setja nógu háar tölur svo að þetta yrði ekki eitthvað svona "árið 2000 nota allir fljúgandi bíla" dæmi :P

busted skrifaði:
MezzUp skrifaði:Hverjir hittu sjálfan sig?
T-pol og svo hitti travis son sinn sem hann átti með tpol
Ég sá nú bara hlut af þáttnum, en ef mig minnir rétt þá hitti T-Pol aldrei sjálfa sig? Var það ekki bara kafteinninn þarna(Archer?) sem hitti T-Pol?

Sent: Þri 28. Jún 2005 23:32
af busted
nei það var ekki þannig

Sent: Mið 29. Jún 2005 20:16
af gumol
Ég efast amk. um að það verði einhvertíman hægt (afþví ég skil ekki hvernig :))

Aldrei að segja aldrei samt.

Sent: Mið 29. Jún 2005 21:23
af wICE_man
Góðar pælingar hjá MezzUp.

Best framsetta hugmynd um mögulega útfærslu tímaflakks notast við svona tímahlið. Þar sem tíminn líður hægar þegar ferðast er um eða á ljóshraða væri hægt að senda hlið með geimflaug sem ferðaðist á nálægt ljóshraða og láta hitt eftir á jörðinni. Þessi hlið væru þess eðlis að með þeim mætti sveigja rúmið til og tengja þannig saman þessi tvö hlið. Þessi áhrif hafa verið mæld svo að í theoríunni virkar þetta.

Þannig að þegar geimskutlan væri búin að ferðast í 1000 ár þá væru kanski aðeins liðin 10 ár um borð í henni. Þetta er þó afstætt tímaflakk þar sem að í umhverfi geimskutlunar liði tíminn eðlilega áfram.

Bara smá pæling :)

Sent: Fim 30. Jún 2005 00:04
af galileo
wICE_man
vel valið nafn

Sent: Fim 30. Jún 2005 00:15
af gumol
Spurning hvað er hægt að kalla tímaflakk. Hvar eru mörkin milli eðlilegs tíma og tímaflakks fram í tímann.

Sent: Fim 30. Jún 2005 18:40
af galileo
2 sec

Sent: Fös 01. Júl 2005 02:07
af MezzUp
gumol skrifaði:Spurning hvað er hægt að kalla tímaflakk. Hvar eru mörkin milli eðlilegs tíma og tímaflakks fram í tímann.
Jújú, þess vegna forðast ég einmitt að nota orðið „tímaferðalag“, þar sem að við ferðumst jú alltaf áfram í tíma á sama „eðlilega“ línulega tíma. Ég myndi þá skilgreina „tímaflakk“ sem allt annað en þessi eðlilega hraði sem allir þekkja. (veit að þetta svarar ekki spurningunni þinni :P)

Sent: Lau 09. Júl 2005 13:44
af natti
hahallur skrifaði: Ég verð ekki sáttur fyrr en ég get teleport-að mig í skólan og þarf af leiðandi vaknað 7:30 í staðinn fyrir 7:00
Það verður pottþétt eitthvað letidýrið í USA sem finnur þetta. Færri hreyfingar, meira spik. Deyr úr hjartaáfalli.
Stutturdreki skrifaði: Ég verð ekki sáttur fyrr en það verður enginn skóli Smile Búinn að eyða um 90% af ævinni í skóla sem er aðeins of mörg ár..
Þyrfti bara að vera modular kerfi í hausnum, að geta sett inn og tekið út upplýsingar (kunnáttu) eins og þörf er á.

busted skrifaði: Við samt eyðum meiri hluta æfinar í svefn en skóla. það þyrfti líka að vera kominn sona stutt-svefn
Mér finnst reyndar verst að við eyðum 1/7 af ævinni í mánudaga...
gumol skrifaði: Það verður aldrei hægt að ferðast aftur í tíman. Ef það væri hægt þá væri væntanlega einhver kominn úr framtíðinni, er það ekki? Wink
Það getur svosem vel verið að það verði einhvernvegin hægt að ferðast fram í tímann (one way ticket)
"Einu sinni var strákur sem hitti niðurleitan, gamlan mann sem sat á bekk við tjörnina. Strákurinn spurði gamla manninn varlega hvort að eitthvað væri að. Maðurinn horfði á hann með döprum, en vinalegum augum, eins og að hann væri þakklátur fyrir athyglina. Gamli maðurinn svaraði ekki spurningunni, en dróg þess í stað upp lítið skrín úr vasa sínum. Út úr skríninu kom fallegur silfurþráður og maðurinn sagði stráknum að ef tosað væri í þráðinn, myndi tíminn líða. Hann rétti piltinum skrínið og brosti daufu brosi. Því næst staulaðist hann á fætur og haltraði á braut.

Strákurinn tosaði fyrst í þráðinn í einum af leiðinlegu stærðfræðitímunum í skólanum sem virtust aldrei ætla að enda. Viti menn! Skrínið virkaði. Hann þurfti aldrei aftur að láta sér leiðast í skólanum!

Í eitt af skiptunum, þegar pilturinn var reiður yfir því að enginn hlustaði á hann vegna þess að hann væri bara lítill strákur, tosaði virkilega fast í þráðinn. Allt í einu var hann orðinn fullorðinn, giftur fallegri konu og átti myndarlega fjölskyldu. Þegar börnin grétu á nóttinni eða það var erfitt að ná endum saman, tosaði hann mis-fast í þráðinn og vandamálin hurfu á braut.

Einn daginn rankaði strákurinn við sér. Hann var ekki lengur strákur, heldur gamall, hrumur maður sem sat á bekk við tjörnina og syrgði konuna sína. Hann gerði það sem hann gat til þess að ýta þræðinum aftur inn í skrínið, en allt kom fyrir ekki."
Stolið af oskimon.com