Síða 2 af 2

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Sent: Mið 20. Jan 2021 09:16
af jericho
rapport skrifaði:Ef þetta fer langt útfyrir bæinn þá mun þetta draga helling af fólki í "hina áttina" á morgnana og þá eru ekki allir á leið niðr í bæ á sama tíma.
Væri áhugavert að skoða umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, hvað þetta svæði er talið skapa/draga að sér mikla umferð.

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Sent: Mið 20. Jan 2021 10:45
af Gustaf
jericho skrifaði:
rapport skrifaði:Ef þetta fer langt útfyrir bæinn þá mun þetta draga helling af fólki í "hina áttina" á morgnana og þá eru ekki allir á leið niðr í bæ á sama tíma.
Væri áhugavert að skoða umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, hvað þetta svæði er talið skapa/draga að sér mikla umferð.
Gamalt módel fyrir umferðarsköpun reita er: Ferðir = 1,85 *íbúar + 0,14 *m2 verslun og skrifstofur + 0,04* m2 annað atvinnuhúsnæði
Þannig ef t.d verlsun/skrifstofur væru 50þ og annað atvinnuhúsnæði væri 150þ. Þá er heildar umferðarsköpun reitsins 13000 ferðir á dag.

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Sent: Mið 20. Jan 2021 12:45
af Black
Vandamálið er að það þarf að virkja Heilbrigðiseftirlitið, og borginn þarf að ýta meira á að hafa umhverfið í kringum atvinnuhúsnæði í lagi.Atvinnusvæði þurfa ekki að lykta eins og reykkofi og líta út eins og bílapartasala.Lækir og fráveita eiga ekki að vera fljótandi í vélar og matarolíu ef hlutirnir eru í lagi. Rykmengun frá malarvinnslu þarf ekki að vera svona mikil ef það er farið rétt að hlutunum.
Ef við skoðum nýju byggðina í Súðavogi þá lítur það hverfi ömurlega út því húsinn eru gömul og ekkert haldið við og svæðið bíður ekki uppá betrumbætur í kringum þá starfsemi sem er þar.
Völuteigur í Mosfellsbæ er atvinnuhverfi sem lítur vel út, þar eru stór fyrirtæki eins og Borgarplast,Matfugl og bílaverkstæði. Þegar maður horfir í kringum sig þar þá sér maður að það er flott umgjörð í kringum húsin þar og ekki þessi stóriðju fýlingur, því hlutirnir eru í lagi
Ástæðan fyrir því að atvinnuhverfi eru svona umdeild er vegna þess að borginn og atvinnurekendur leyfa því að viðgangast.

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Sent: Mán 31. Maí 2021 02:22
af netkaffi
Iðaðarsvæði fyrir neðan úlfarfell væri hryllingur. Glaður að þetta fór ekki í gegn.