Síða 2 af 2

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Mið 02. Des 2020 21:23
af Njall_L
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Einmitt að hugsa það sama, maður gæti búist við 75k innflutt mv msrp
Má bjóða þér RTX 3060 Ti kort á 135þús? :)
https://tl.is/product/rog-strix-rtx-306 ... -oc-gaming

Ég skil ekki alveg pælinguna á bakvið dýrar útgáfur af mid-range kortum, þegar þær eru farnar að kosta svipað eða meira en ódýrari kortin í línunum fyrir ofan.
Haha what þetta er nú alveg fáránleg verðlagning þegar horft er á hvað annað er í boði á sama verðpunkti, hellingur af 3070 módelum í boði ódýari eða á sama verði.

Sjálfum finnst mér 3060Ti um 100k og 3070 á um 130k frekar eðlilegt þegar horft er á performance bilið á milli þeirra.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Mið 02. Des 2020 21:29
af Mossi__
Eru búðirnar farnar að scalpa?!

Eg hef nú oft varið verðlagninguna.. en að gera 400 dollurum að rúmlega 100.000 er nú ekki alveg innan skynseminnar.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Mið 02. Des 2020 22:03
af jonsig
Það væri dálítil áhætta að kaupa inn overpriced kort, sérstaklega þar sem meira er í umferð af þeim. Já líklega eitthvað brask í gangi.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Mið 02. Des 2020 22:11
af Gislos
afv skrifaði:Finnst svakalegt verð á þessu hérna.
$399 verður að 100.000kr...?
Sammála skil þetta ekki alveg. :-k

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Mið 02. Des 2020 22:40
af ÓmarSmith
Ég sé ekki þennan múgæsing í að fá kortið STRAX bara til að borga slatta aukalega fyrir það...
Það verður líka bara til þess að verslanir halda verðum uppi eins lengi og hægt er.



Ætla að tippa á að öll 3XXX línan verði á umtalsvert betra verði fljótlega á nýju ári þegar nóg verður framboðið.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 08:56
af Dropi
Kortin áttu aldrei að kosta $399, AIB partners ætluðu alltaf að selja þau í kringum $499 eða $579 eins og sum kort láku upprunalega, Nvidia breyttu verðinu mjög seint. Það verður sennilega bara reference kortið sem nær nálægt $399. Svo er mjög dýrt að senda hluti STRAX í búðir, það tekur 1-2 mánuði að senda með skipi, en fljótt (og mjög dýrt í Covid) að senda með fraktflugi.


Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 09:19
af stinkenfarten
agnarkb skrifaði:
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Einmitt að hugsa það sama, maður gæti búist við 75k innflutt mv msrp
Má bjóða þér RTX 3060 Ti kort á 135þús? :)
https://tl.is/product/rog-strix-rtx-306 ... -oc-gaming

Ég skil ekki alveg pælinguna á bakvið dýrar útgáfur af mid-range kortum, þegar þær eru farnar að kosta svipað eða meira en ódýrari kortin í línunum fyrir ofan.
Nei andskotinn!
Getur fengið 3070 frá MSI fyrir heilar 45 krónur til viðbótar...............https://tl.is/product/geforce-rtx-3070-gaming-x-trio
stundum hata ég íslenska tölvumarkaðinn, allt hærri verð en erlendis

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 09:30
af afv
Dropi skrifaði:Kortin áttu aldrei að kosta $399, AIB partners ætluðu alltaf að selja þau í kringum $499 eða $579 eins og sum kort láku upprunalega, Nvidia breyttu verðinu mjög seint. Það verður sennilega bara reference kortið sem nær nálægt $399. Svo er mjög dýrt að senda hluti STRAX í búðir, það tekur 1-2 mánuði að senda með skipi, en fljótt (og mjög dýrt í Covid) að senda með fraktflugi.
Athyglisvert og pottþétt stór ástæða. Ég skil ekki alveg þessa verðlagningu almennt.

100.000kr er ótrúlega hátt verð fyrir low-mid range skjákort.
Það var nú ekkert lítið gert grín af manni fyrir að kaupa 2080 Ti á 180.000kr en það var þó allavega það besta þá.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 09:35
af Dropi
afv skrifaði:Athyglisvert og pottþétt stór ástæða. Ég skil ekki alveg þessa verðlagningu almennt.

100.000kr er ótrúlega hátt verð fyrir low-mid range skjákort.
Það var nú ekkert lítið gert grín af manni fyrir að kaupa 2080 Ti á 180.000kr en það var þó allavega það besta þá.
Eina leiðin til að fá þessi kort á geðrænu verði er að bíða í nokkra mánuði. Ekki vikur, það dugir ekki til. Mánuði...

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 09:51
af Dr3dinn
ég er svo sammála mönnum hér um þessi rugl verð sem eru í gangi....400usd varð 100þ er óboðlegt, alveg eins og 6800xt (650-850Usd) varð 220þ.

Ég mun bíða covid af mér frekar en að borga tvöfalda verðlagningu (að lágmarki)...

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 10:06
af Hausinn
1080 go brrrrrrrrrrr

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 10:47
af jericho
Dr3dinn skrifaði:ég er svo sammála mönnum hér um þessi rugl verð sem eru í gangi....400usd varð 100þ er óboðlegt
Jafnvel þótt 400 USD er án skatta, þá er þetta rosalegur verðmunur. En þetta er bara gegnumgangandi utan USA, ekki síst í Evrópu, að neytendur eru að borga muuun meira en í USA.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 12:15
af oskar9
Keypti 1060 6GB, þó ekki á fyrsta degi, man ekki hvor það hafi verið á sirka 50 þús.
Svo keypti ég 2060 Super í janúar á þessu ári á 70 þús, planið var að láta konuna fá það núna og kaupa 3060 eða 3070... En mér þykir þetta stökk orðið of mikið xx60 kortin eiga ekki að kosta um og yfir 100k

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 13:14
af DaRKSTaR
okrað á öllu í dag, ef eitthvað nýtt kemur út þá er duglega klínt á það og búðir komast upp með þetta því eftirspurn er það gríðarlega mikil að allt selst upp.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 13:44
af Labtec
Asus ROG kortinn eru samt alltaf dýrari en reference/base en auðvitað hjálpar ekki að Tölvulistinn er að flytja það inn og bætir sina verðlagningu ofan á

en midað við sum verð hér á klakanum þá er ég sáttur að hafa fengið 3080 á 169 þús

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 16:26
af Bourne
Áhugavert að sjá hvernig búðirnar heima eru að smyrja vel ofaná þegar erlend vefverslun er ekki til staðar.
"Blast from the past" hugsar maður.

Búðirnar úti eru undir hæl framleiðanda og komast einfaldlega ekki upp með að okra. Ekki alveg sama upp á kantinum hér.

... og í guðana bænum ekki kaupa kort á auka 20-30þ kr því að það er með 50 kr meira af áli og 2% hærri boost clock.
That's how they make them margins.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 03. Des 2020 17:39
af Sizzet
úti í sviþjoð eru þau að fara á uþb 70þkr
https://www.komplett.se/product/1174207 ... 60-ti-dual

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fös 04. Des 2020 19:36
af Gislos
Sizzet skrifaði:úti í sviþjoð eru þau að fara á uþb 70þkr
https://www.komplett.se/product/1174207 ... 60-ti-dual


https://www.prisjakt.nu/search?search=RTX%203060%20Ti

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fös 04. Des 2020 20:54
af jonsig
Það eru komnir rúmorar í gang um að það sé svipaður fjöldi af 1060ti og af 3070,80,90 samanlagður í launch.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Lau 05. Des 2020 00:04
af selur2
Nú finnst mönnum ekki nóg að kaupa 3060ti, kort sem benchmarkar hærra en 2080TI sem var draumakort allra fyrir 3 mánuðum eða svo..

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Lau 05. Des 2020 00:07
af jonsig
selur2 skrifaði:Nú finnst mönnum ekki nóg að kaupa 3060ti, kort sem benchmarkar hærra en 2080TI sem var draumakort allra fyrir 3 mánuðum eða svo..

Þau eru bara svo ógeðslega dýr, svo vilja allir hafa RT og DLSS on

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Lau 05. Des 2020 00:09
af ÓmarSmith
selur2 skrifaði:Nú finnst mönnum ekki nóg að kaupa 3060ti, kort sem benchmarkar hærra en 2080TI sem var draumakort allra fyrir 3 mánuðum eða svo..
það benchmarkar reyndar ekki eins vel og 2080Ti, en það er að skora aðeins hærra en 2080 Super í flestum leikjum amk.

3070FE er að skora nánast á par við 2080Ti.

Re: RTX 3060 ti - fjarlægur draumur?

Sent: Fim 17. Des 2020 18:45
af jonsig
Keypti eitt til bráðabirgða. Nákvæmlega ekkert að þessum kortum. Bráðabirgða :-k