Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:43
af Dropi
netkaffi skrifaði:
mainman skrifaði:tækni gærdagsins.
Fyndið. Ég var akkúrat að horfa á þetta:
Apple eru með mjög effective marketing. M1 er algjört tækni stórundur og ég hlakka til að sjá meira ARM í tölvum.
En þetta hefur ekkert með iPhone (SE) að gera eða hvort hann sé gott value - eða gott að eiga hann til lengdar. Apple marketing er maskína sem skýtur stanslaust í allar áttir, þessvegna finnst mér þetta vera mikill útúrsnúningur.
Alveg eins og þegar Nvidia eða Intel voru með performance krúnuna, og vegna þess að þeir voru með bestu dýru vöruna þá var sjálfkrafa allt sem þeir framleiddu best fyrir peninginn í huga flestra - þó að það hafi ekki endilega verið raunin. Menn meiga ekki láta ótengdar vörur hafa áhrif á ákvarðanatöku og þarf að skoða dæmið hverja vöru fyrir sig.
Mig langar að kaupa eina Mac Mini til að prófa ýmis iPad apps í vinnuni, en ég gef þessu fyrst smá tíma til að þroskast.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:46
af Pandemic
Ég var að skipta úr Pixel í Iphone 12 Pro. Það er tvennt sem böggar mig. Það fyrsta er "Contacts" forritið sem er brotið drasl miðað við hvað maður er vanur hjá Google, mikið af böggum þar og UX vandamálum. Svo er myndavélatæknin ekki alveg komin á sama stað, í svona flestum tilfellum hérna á dimmu íslandi er myndavélakerfið t.d. ekki að höndla að ná óblörruðum myndum í einhverju actioni með krakka.
Annars mjög sáttur með flest annað.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:54
af SolidFeather
Pandemic skrifaði:Ég var að skipta úr Pixel í Iphone 12 Pro. Það er tvennt sem böggar mig. Það fyrsta er "Contacts" forritið sem er brotið drasl miðað við hvað maður er vanur hjá Google, mikið af böggum þar og UX vandamálum. Svo er myndavélatæknin ekki alveg komin á sama stað, í svona flestum tilfellum hérna á dimmu íslandi er myndavélakerfið t.d. ekki að höndla að ná óblörruðum myndum í einhverju actioni með krakka.
Annars mjög sáttur með flest annað.
Þú getur prófað að nota Halide appið. Þar getur þú stjórnað shutter speed og ISO sjálfur. Það er must að geta stjórnað shutter speed ef þú vilt frysta myndina.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:09
af netkaffi
Dropi skrifaði:En þetta hefur ekkert með iPhone (SE) að gera eða hvort hann sé gott value - eða gott að eiga hann til lengdar.
Nei, það er alveg satt hjá þér. Mér datt í hug að taka það fram, bara fannst væbið hans vera eins og hann væri ekkert að telja Apple einhverjar tækniframfarir almennt, en ég var kannski bara að lesa of mikið í það og hann var bara að tala um símana. Það er 100% eins og þú segir að tvennt frá sama fyrirtæki getur verið það besta á markaði og svo meingallað drasl. Það eru bara svona margar breytur hjá stórfyrirtækjum.
Ég var bara akkúrat að horfa á þetta myndband og fannst það alveg við hæfi að bæta því hérna inn, m.a. af því menn voru líka farnir að ræða óbeint eitthvað gildi fyrirtækjanna yfir höfuð, þ.e. Apple og Samsung. En auðvitað besta mál að beina þessu í annan þráð ef þess til kæmi. Annars eru umræður hérna á Vaktin bara yfirleitt þvers og kruss og það gerir þráðina skemmtilega að lesa. Maður sér umræður fara í allar áttir. Í þessu vídjói kemur hinsvegar fram að Apple keypti leiðandi ARM hönnuði og ARM er einmitt jú síma-örgjörvinn þeirra (og laptop líka núna).
Ég segi bara takk kærlega fyrir þá sem lögðu mál í belg. Ég hafði gaman af þessum þráð og er nokkurs fróðari.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:12
af Hjaltifr123
Þessi þráður er orðinn eitthvað djók. Eitthvað android vs apple fanboy kjaftæði sem ég get ekki skilið. Er búinn að vera með iphone í þó nokkurn tíma og ég hef ekki enn brotið skjáinn á honum frekar en á samsung símunum sem ég var með fyrir iphone. Held að þið séuð að gera hlutina eitthvað vitlaust ef skjárinn er alltaf að klikka hjá ykkur.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:12
af Dropi
netkaffi skrifaði:Ég segi bara takk kærlega fyrir þá sem lögðu mál í belg.
Sömuleiðis og njóttu nýja símans, það má ekki gleymast að þó við séum stundum eins og kettir í poka eru þetta splunkunýjar og mjög flottar græjur sem við erum að tala um - alveg sama hvaða átt menn vilja fara.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:16
af Dropi
Hjaltifr123 skrifaði:Þessi þráður er orðinn eitthvað djók. Eitthvað android vs apple fanboy kjaftæði sem ég get ekki skilið. Er búinn að vera með iphone í þó nokkurn tíma og ég hef ekki enn brotið skjáinn á honum frekar en á samsung símunum sem ég var með fyrir iphone. Held að þið séuð að gera hlutina eitthvað vitlaust ef skjárinn er alltaf að klikka hjá ykkur.
Upprunalegt innlegg spyr um umkvörtunarefni, sem menn hafa. Róaðu þig á lyklaborðinu, þessi þráður fór ekkert meira úr böndunum en aðrir.
Ef það er fanboyism að skoða tvisvar og kaupa svo í þínum huga veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Öll innlegg hafa verið með einhverju leyti rökstudd, að þínu undanteknu.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:17
af ColdIce
Til hamingju, sérð ekki eftir honum
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 11:46
af Hjaltifr123
Dropi skrifaði:
Hjaltifr123 skrifaði:Þessi þráður er orðinn eitthvað djók. Eitthvað android vs apple fanboy kjaftæði sem ég get ekki skilið. Er búinn að vera með iphone í þó nokkurn tíma og ég hef ekki enn brotið skjáinn á honum frekar en á samsung símunum sem ég var með fyrir iphone. Held að þið séuð að gera hlutina eitthvað vitlaust ef skjárinn er alltaf að klikka hjá ykkur.
Upprunalegt innlegg spyr um umkvörtunarefni, sem menn hafa. Róaðu þig á lyklaborðinu, þessi þráður fór ekkert meira úr böndunum en aðrir.
Ef það er fanboyism að skoða tvisvar og kaupa svo í þínum huga veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Öll innlegg hafa verið með einhverju leyti rökstudd, að þínu undanteknu.
Af þessum sem hafa talað um að skjáirnir endist ekkert og séu alltaf að brotna hafa ekki komið með neinn rökstuðning sem ég get séð. Það er flott að menn vilji skoða hlutina vel áður en þeir fara yfir í eitthvað nýtt og ég var kannski full fljótur á mér að segja að þráðurinn sem slíkur væri orðinn eitthvað djók. En þetta fór svolítið mikið úr því að hann vildi vita um kosti og galla yfir í að drulla yfir hvað apple er mikið eftir á.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 12:06
af Dropi
Hjaltifr123 skrifaði:
Dropi skrifaði:
Hjaltifr123 skrifaði:Þessi þráður er orðinn eitthvað djók. Eitthvað android vs apple fanboy kjaftæði sem ég get ekki skilið. Er búinn að vera með iphone í þó nokkurn tíma og ég hef ekki enn brotið skjáinn á honum frekar en á samsung símunum sem ég var með fyrir iphone. Held að þið séuð að gera hlutina eitthvað vitlaust ef skjárinn er alltaf að klikka hjá ykkur.
Upprunalegt innlegg spyr um umkvörtunarefni, sem menn hafa. Róaðu þig á lyklaborðinu, þessi þráður fór ekkert meira úr böndunum en aðrir.
Ef það er fanboyism að skoða tvisvar og kaupa svo í þínum huga veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Öll innlegg hafa verið með einhverju leyti rökstudd, að þínu undanteknu.
Af þessum sem hafa talað um að skjáirnir endist ekkert og séu alltaf að brotna hafa ekki komið með neinn rökstuðning sem ég get séð. Það er flott að menn vilji skoða hlutina vel áður en þeir fara yfir í eitthvað nýtt og ég var kannski full fljótur á mér að segja að þráðurinn sem slíkur væri orðinn eitthvað djók. En þetta fór svolítið mikið úr því að hann vildi vita um kosti og galla yfir í að drulla yfir hvað apple er mikið eftir á.
Rétt, það kom enginn sterkur stuðningur bakvið skjábrotin - en það er vitað mál að þó Apple skjáir brotni ekkert frekar en aðrir þá er erfiðara og dýrara að skipta um þá. Það er pólisíu vandamál þar sem Apple gera það sérstaklega erfitt að gera við tækin. Þessvegna er fólk oftar með brotna iPhone skjái heldur en þeir sem eru ekki með iPhone.
Apple eru ekkert á eftir, þeir eru algjörir brautryðjendur í sumu (skulum þó ekki tala um Widgets), en verðin eru alveg klikkuð og því er varla neitandi. Það má tala um "sambærilega" android síma þó það sé ekki hægt að bera saman örgjörvana og myndavélarnar beint, en þeir eru oftast mikið ódýrari fyrir jafn góða græju.
Sjálfur sé ég síma bara sem tól sem ég vil borga uþb 70 þús fyrir á 3 ára fresti, taka góðar myndir, opna Reddit og nokkur önnur forrit og batteríið endist sæmilega. Með þessar forsemdur í huga þá meikar iPhone ekki neitt sens fyrir mig lengur. Núna er ég með Xiaomi Mi 8 (2,5 árs gamall, ógeðslega gott batterí og myndavél enn) og þar á undan tvo OnePlus síma, og þar áður 3 iphone í röð.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 12:14
af Zethic
Guð minn góður hvað við erum bitrir hérna á vaktini. Þegar umræðin er hætt að vera málefnaleg og er orðin "mín skoðun er rétt, ég sýni þér afhverju þín er röng" þá held ég sé best að læsa
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 12:19
af Dropi
Zethic skrifaði:Guð minn góður hvað við erum bitrir hérna á vaktini. Þegar umræðin er hætt að vera málefnaleg og er orðin "mín skoðun er rétt, ég sýni þér afhverju þín er röng" þá held ég sé best að læsa
Þú komst með eitt innlegg, en fyrst sumir voru ekki sammála þér á að læsa? Þessi þráður er búinn.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 12:39
af Mossi__
Back on topic:
Tillykke Netkaffi!
iPhone eru solid kaup og verða solid lengi.
Sama hvernig maður reynir að röfla, þá er maður gulltryggður með gæði á iOS vörum (iPhone og iPads*).
Android markaðurinn er soldið villta vestrið og vilji maður vera gulltryggður um gæði og endingu þá er maður hvortsemer kominn í nánast sama price range og Apple..
þannig að yfir hverju er fólk að rífast?
Premium verð fyrir premium vörur. Budget fyrir budget. Apple er ekki a budget markaðnum.
(*ég er og verð ósammála háttalagi þeirra gagnvart MacOS markaðnum.. en er spenntur að sjá hvað gerist með þessu ARM múvi)
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 12:49
af Jón Ragnar
Ég held að það sé enginn bitur.
Finnst persónulega bara gaman af svona "ranti" milli tveggja heima. Ég var rosalegur Android maður og var keyrandi allskonar roms í gamla daga.
Fæ svo Macbook Pro sem vinnutölvu og næsti vinnusími þar á eftir iPhone 6s.
Ekki aftur snúið eftir það. Er með 2x iPad, 2x Apple TV, i9 Macbook Pro vinnutölvu og iPhone 11
Er sammála einum hérna með Contacts í Apple. Það er algjör hörmung og alveg ömurlegt að eiga við það. Allt annað awesome, sérstaklega þegar maður er djúpt í ecosystem. Airdrop er örugglega mest notaði feature hérna heima að deila myndum af börnum til beggja amma og því tengt
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 13:41
af Tiger
mainman skrifaði:Fínt stýrikerfi í þessu en þú þarft að venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá, overpriced hardware og tækni gærdagsins.
Líkelga hefur mitt heimili átt 18-20 iPhone síma og ekki einn einasti þeirra hefur brotnað á skjá (og í raun engin bilað ef í það er farið). Restin af commentinu dæmir sig sjálft. #ignoranceisabliss
Njóttu bara, ég vel frekar að vera símalaus en fá android síma lánaðan ef það koma nokkrir dagar á milli þess að ég sel minn og kaupi annan.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 00:31
af netkaffi
Þetta var skemmtilegur þráður, takk fyrir innputtið, allir.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 08:55
af netkaffi
Okei. Var að prófa símann. Þetta er next-level. Ég vildi strax kaupa mér dýrari Apple síma. Ekki af því að iPhone SE er slæmur en bara af því ég vil sjá hversu langt er hægt að ganga í að vera góður sími!
Ein af ástæðunum að ég vildi einmitt kaupa mér Apple síma var að ég prófaði einu sinni einn fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni, sem hún fékk gefins notaðann. Og ég hafði aldrei prófað eins smooth síma fyrr eða síðar. Ég get núna staðfest að þetta er greinilega bara raunin með iPhone: últra-smooth. Skil núna af hverju menn eru að froðufella yfir þessum símum. LOL
M.v. að ég borgaði ca 22.000 fyrir Redmi 6A og 75.000 fyrir þennan þá eru þetta mikið betri kaup. Ég borga auka 50.000 kall fyrir lauflétt og responsive interface, hvenær sem er.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 09:04
af Dropi
netkaffi skrifaði:Okei. Var að prófa símann. Þetta er next-level. Ég vildi strax kaupa mér dýrari Apple síma. Ekki af því að iPhone SE er slæmur en bara af því ég vil sjá hversu langt er hægt að ganga í að vera góður sími!
Ein af ástæðunum að ég vildi einmitt kaupa mér Apple síma var að ég prófaði einu sinni einn fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni, sem hún fékk gefins notaðann. Og ég hafði aldrei prófað eins smooth síma fyrr eða síðar. Ég get núna staðfest að þetta er greinilega bara raunin með iPhone: últra-smooth. Skil núna af hverju menn eru að froðufella yfir þessum símum. LOL
M.v. að ég borgaði ca 22.000 fyrir Redmi 6A og 75.000 fyrir þennan þá eru þetta mikið betri kaup. Ég borga auka 50.000 kall fyrir lauflétt og responsive interface, hvenær sem er.
Sammála með smoothness, Apple hafa alltaf verið frábærir þar. Ég er með nokkra svona Redmi síma hér og þar, þeir eru allir drullu hægir. Sweetspot á þessum Xiaomi símum er 50-70 þús.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 09:16
af netkaffi
Það er eins og Apple leggi sig extra fram við animations, s.s. menu animations og þannig. Allt user interfacið er eitthvernvegin silkimjúkara og útpældara en á Android.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 10:45
af Sallarólegur
Góð kaup, frábært combo.
Njóttu þess að nota Apple Wallet eins og vindurinn.
Þetta beef frá Google fanboys er orðið illa þreytt.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 11:15
af GullMoli
netkaffi skrifaði:Okei. Var að prófa símann. Þetta er next-level. Ég vildi strax kaupa mér dýrari Apple síma. Ekki af því að iPhone SE er slæmur en bara af því ég vil sjá hversu langt er hægt að ganga í að vera góður sími!
Ein af ástæðunum að ég vildi einmitt kaupa mér Apple síma var að ég prófaði einu sinni einn fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni, sem hún fékk gefins notaðann. Og ég hafði aldrei prófað eins smooth síma fyrr eða síðar. Ég get núna staðfest að þetta er greinilega bara raunin með iPhone: últra-smooth. Skil núna af hverju menn eru að froðufella yfir þessum símum. LOL
M.v. að ég borgaði ca 22.000 fyrir Redmi 6A og 75.000 fyrir þennan þá eru þetta mikið betri kaup. Ég borga auka 50.000 kall fyrir lauflétt og responsive interface, hvenær sem er.
Þetta var eins hjá mér, var upphaflega í Android og fussaði yfir iPhone. Prufaði Windows Phone og fannst þeir geggjaðir, einmitt mun meira smooth en Android en skortur á app support. Keypti svo notaðan 5s á 20k til að svala forvitninni og var þá kominn með mjög smooth stýrikerfi + 100% app support. Í dag er ég svo með iPhone 11 og gæti ekki verið sáttari.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mið 02. Des 2020 13:01
af Dropi
Sallarólegur skrifaði:Þetta beef frá Google fanboys er orðið illa þreytt.
Ég lyfti öxlum yfir þessari athugasemd, ef 'þetta eru bara fanboys' ógildir allt sem þú ert ósammála þá þarftu ekki að hafa fyrir því að sýna fram á eitt né neitt.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Fim 03. Des 2020 05:41
af netkaffi
GullMoli skrifaði:Windows Phone og fannst þeir geggjaðir, einmitt mun meira smooth en Android en skortur á app support.
Ég einmitt dýrkaði Windows Phone.
oliuntitled skrifaði:Ef þú ert klaufskur einsog ég þá mæli ég með því að setja hann í protective tösku/cover sem gefur þér bezel útfyrir skjáinn (ég hef misst mína svo oft en það sér ekki á þeim þökk sé protective cover). (https://i.imgur.com/a0vo7Vl.png <-- eitthvað sambærilegt sem gefur þér bezel útfyrir)
Svo lengi sem ég hef svona bezel, eru ekki allar tegundur varnar bara álíka fínar eða getur einhver mælt með einhverju? Annars langar mér í stærri síma, SE er heldur lítill. Þannig ef einhver lesandi skyldi vilja ná sér í einn á 70.000 þá er hann falur.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Sun 06. Des 2020 00:15
af daremo
Mín reynsla af Apple vs. Android er að til lengri tíma, þá er Apple mun ódyrari kostur.
Ég keypti mér Apple síma fyrr á þessu ári vitandi það að hann mun duga mér næstu 5 árin.
Átti áður iPhone 6 sem fékk major iOS uppfærslur í 6 ár, og var ennþá notanlegur og smooth alveg út í endann fyrir casual notanda eins og mig.
Reynsla mín af Android símum er að framleiðendur styðja þá í ca 2 ár með öryggisuppfærslum, gefa svo út nýtt major release af Android sem gerir símann svakalega hægan og höktandi, svo hætta þeir bara að gefa út uppfærslur.
Semsagt, til að fá jafn góða upplifun í 5 ár þarf maður að kaupa ca 2.5 Android síma vs 1 iPhone.
Þannig að ef við miðum við verðin í dag á siminn.is er þetta verðið á síma, ef maður vill eiga eitthvað sem dugar í 5 ár:
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Mán 14. Des 2020 18:07
af netkaffi
Síminn er ekki brotinn enn. Sýnist hann ekkert meira breakable en Android símar, lol.
En hérna, er einhver staður þar sem ég get prófað Airpods? EarPods (s.s. víruðu heyrnatólin) tolla ekkert það vel í eyrunum á mér, og Airpods sniðið er næstum alveg eins. Vil prófa þau, s.s. hvort þau tolli, áður en ég opna umbúðirnar. Annars eru Airpods á sölu á svona 25.000 ópnað, kostar 26.995 í Elkó.