Re: Ef ég myndi gera browser
Sent: Fim 03. Des 2020 14:41
Ég vil bara raddstýringu.
Og fyrir þá sem hafa ekki rödd, þá vil ég að vefmyndavélin skynji augnhreyfingar.
Og ég vil að allir þurfi að installa þessum möguleikum, því annað væri ljótt gagnvart fólki með fatlanir.
Plugins og Extensions eru fyrir alla þá möguleika sem þú vilt hafa í vafranum þínum, sem aðrir kæra sig ekki endilega um. Jú, Vivaldi fann sér sillu á markaðnum fyrir það að hafa mikið magn af fítusum innbyggða og stillanlega, en það er líka mjög vandmeðfarið að drekkja þér ekki í möguleikum og stillingum.
Þessar ásakanir þínar um að fólk hafi ekki áhuga á að gera netið aðgengilegra fyrir fólk með fatlanir á ekki við rök að styðjast. Ef það þarf að setja upp einhver extensions eða stilla vafrann til að hafa hanneins og því hentar best, þá finnst mér það bara allt í lagi. Vafrar bjóða margir upp á að halda utan um stillingar og extensions, svo þú þarft bara að installa þeim einu sinni á einni tölvu, syncar svo á milli.
Fólk er mismunandi og með mismunandi kröfur og þarfir. Það sem þér þykir þægilegt er ekki sjálfgefið að öllum þyki þægilegt. Því væri ekki sjálfgefið að allir kærðu sig um að hafa þennan flotta ergónomíska takka upp í hægra horninu til að loka tab.
Og fyrir þá sem hafa ekki rödd, þá vil ég að vefmyndavélin skynji augnhreyfingar.
Og ég vil að allir þurfi að installa þessum möguleikum, því annað væri ljótt gagnvart fólki með fatlanir.
Plugins og Extensions eru fyrir alla þá möguleika sem þú vilt hafa í vafranum þínum, sem aðrir kæra sig ekki endilega um. Jú, Vivaldi fann sér sillu á markaðnum fyrir það að hafa mikið magn af fítusum innbyggða og stillanlega, en það er líka mjög vandmeðfarið að drekkja þér ekki í möguleikum og stillingum.
Þessar ásakanir þínar um að fólk hafi ekki áhuga á að gera netið aðgengilegra fyrir fólk með fatlanir á ekki við rök að styðjast. Ef það þarf að setja upp einhver extensions eða stilla vafrann til að hafa hanneins og því hentar best, þá finnst mér það bara allt í lagi. Vafrar bjóða margir upp á að halda utan um stillingar og extensions, svo þú þarft bara að installa þeim einu sinni á einni tölvu, syncar svo á milli.
Fólk er mismunandi og með mismunandi kröfur og þarfir. Það sem þér þykir þægilegt er ekki sjálfgefið að öllum þyki þægilegt. Því væri ekki sjálfgefið að allir kærðu sig um að hafa þennan flotta ergónomíska takka upp í hægra horninu til að loka tab.