Síða 2 af 2

Re: Tannlæknar

Sent: Sun 24. Okt 2021 23:37
af netkaffi
Black skrifaði:Nema hvað að þessi tannlæknir segir við hann að líklega séu orsökinn hjá honum of hátt sýrustig útfrá bakflæði. Mælir með að hann fari til læknis og láti mæla sýrustigið hjá sér og sækja svo um styrk í sjúkratryggingar til að fá niðurgreiðslu á tannviðgerðum hjá sér. ?
Sýrustigið er ekkert grín. Hélt ég væri safe að drekka Coke Zero, svo kemst ég að því að það er mjög súr (Acidic) drykkur og er að éta upp á mér glerunginn jafnóðum nema að ég skoli tennurnar strax eftir hvern drykk og það með flúor helst (sem vinnur á móti sýrunni).

Svo er ég með kæfisvefn og munnurinn þornar upp á meðan ég svef og það tekur burt munnvatnið af tönnunum sem verndar þær, svo þær skemmast hraðar.

Re: Tannlæknar

Sent: Mán 25. Okt 2021 09:23
af Jón Ragnar
Bakflæði er no joke


Ef það fær að grassera lengi, getur það myndað æxli í vélinda sem getur dregið til dauða.
Ég er í áhættuhópi fyrir þessu þar sem bæði pabbi minn og bróðir deyja úr sama krabbameini í vélinda..