Síða 2 af 2
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 15:11
af agnarkb
Er með G502 sem er búin að vera frábær í alla staði þangað til núna nýlega. Plastið farið að morkna og nuddast af og svo eru DPI stillingar eitthvað skrítnar af og til og snúran farin að rakna upp. Er rétt rúmlega 3 ára gömul en samt sú mús sem hefur haft lengstan líftíma í minni hendi.
Kannski er ég bara svona mikill böðull.
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 15:16
af kiddi
Ég kaupi mús á hverju ári nánast, þetta eyðileggst allt, andskotans drasl.
Logitech G502, Logitech G903 og Corsair M65 allar með ónýta switcha, Steelseries Rival 600 fékk húðkrabbamein og gúmmíið byrjaði að svitna klístri, fáránlegt alveg. Listinn er miklu lengri en þetta, þetta eru bara mýs síðustu 2 ára sem hafa skemmst.
Lyklaborð eru litlu skárri, því dýrari sem þau eru því verri eru þau.
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 15:28
af Tbot
Meira og meira er framleitt í Kína, sem skýrir ansi oft stuttan endingatíma.
Áður fyrr var þetta framleitt í Malasíu, Taiwan og Víetnam, þar sem voru hærri gæðastuðlar.
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 16:09
af upg8
Þetta er allt meira og minna off spec í dag miðað við það sem framleiðendur rofanna mæla með, of lág spenna og straumur í rafrásunum. Svo eru rofar prófaðir við rangar aðstæður til að lúkka betur tölulega séð (getur fengið ódýrari rofa með lélegra rating sem eru samt betri) en leikjamýsnar í dag eltast við spekka til að heilla notendur og er þá oft verið að nota lélegri rofa. Lægri straumur og voltage gerir mýsnar viðkvæmari fyrir frávikum, svo er polling alltof hratt á mörgum miðað við gæði, stundum nóg að lækka polling til að gera mýs nothæfar en það er ekkert mál að skipta um þessa rofa í flestum þegar þeir gefa sig og þá helst að setja eitthvað betra en kínverska omron leikjarofa
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 17:16
af JReykdal
Mínar eru svona 15 ára gamlar.
Ein mx310 er víst orðin slöpp en aðrar virka fínt. 510 er í fínu lagi.
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 17:45
af Heidar222
netkaffi skrifaði:músartakkinn á Logitech M705 virkar stundum ekki eða tvísmellir stundum þegar ég smelli bara einu sinni, en það kemur það sjaldan fyrir að það böggar mig ekki það og það er ótrúelgt að hún virki eins vel og hún gerir því ég er alltaf að henda henni óvart í vegg eða gólfið (er með lappa upp í rúmi). búinn að eiga hana í ca 3 ár. ég er casual tölvuleikjaspilari. ef ég væri aðeins meira hardcore í tölvuleikjaspilun myndi ég náttla fá mér nýja mús.
en já tölvumýs voru harðbyggðari í gamladaga og einfaldari. bara eitthvað vírarusl inni í þeim, örlítið og einfalt. mýsnar voru harðari viðkomu og urðu frekar skítugar útaf kúlunni. kúlumýs sökkuðu. finnst eins og MS 3.0 músin hafi verið fyrsta svona nýaldarmúsin og djöfull var það góð mús. allir í Counter-Strike þurftu að eiga hana (Frá Microsoft)
ótrúlegt batterí samt í M705. enda heitir hún Marathon. þeir auglýsa 3 ár endingartíma á AA rafhlöðum og það er ekki djók. vissi ekkert af þessu þegar ég keypti hana. fór bara að taka eftir að hún gat keyrt margar vikur eða mánuði á rafhlöðum sem voru dauðar
Konan mín er einmitt með svipaða mús með klikk vandamál. Pantaði omron takka frá Aliexpress og skipti um þegar þeir lenda. Keypti auka, get látið þig fá ef þú vilt.
Re: Líftími tölvumúsa
Sent: Mán 12. Okt 2020 18:07
af netkaffi
Heidar222 skrifaði:Konan mín er einmitt með svipaða mús með klikk vandamál. Pantaði omron takka frá Aliexpress og skipti um þegar þeir lenda. Keypti auka, get látið þig fá ef þú vilt.
það væri frábært. ég kann reyndar ekkert að skipta um svona