Síða 2 af 2
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 09:51
af GuðjónR
Dr3dinn skrifaði:hagur skrifaði:Nú verður fróðlegt að sjá hvort bankarnir lækki breytilegu vextina hjá sér m.v þetta. Finnst það einhvernveginn ólíklegt.
Efast líka um að föstu vextirnir lækki, bæði Landsbankinn og Íslandsbanki nýbúnir að hækka þá.
Líklegast að breytilegir fari áfram lækkandi en fastir vextir verða enn óeðlilega háir.
Vantar svo mikið samkeppni á þennan markað eftir að lífeyrissjóðirnir fóru í vörn í framhaldi að VR sagði að þetta væru alltof lágir vextir... hafa sumir ekki tekið þátt í samkeppnin eftir það. (mitt mat ekki fjölmiðla)
Það sem ég væri til í að losna alveg frá bönkunum! 1,5% fastir vextir hjá smá sparisjóðum / lífeyrissjóð væri ideal!
Vextir breytilegra lána munu lækka, það er fylgst með bönkunum úr öllum áttum. Á reyndar ekki von á því að þeir skili allri lækkuninni, hugsanlega 0.1-0.15%
Langtímavextirnir munu líklega ekki lækka enda í hækkunaferli.
Afskipti lífeyrissjóða, eða öllu heldur VR á fjármálakerfinu er í besta falli á gráu svæði en 3.5% ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna á sama tíma og þeir spilað fjárhættuspil með lifeyrinn okkar er hins vegar „all in“ á siðlausa svæðinu.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 10:19
af Daz
GuðjónR skrifaði:Eftir tvö verðtryggð lán, annað með 6.15% vöxtum og hitt með 4.8% plús 7% uppgreiðslugjaldi þá fagnaði ég fyrir ári síðan Landsbankaláni með 5.05% breytilegum vöxtum. Vextirnir eru núna 3.5% en mættu líklega hækka í 10%+ til að jafna gömlu hryllingslánin. Og ef það gerist einhverntíman þá verð ég búinn að lækka höfðustólinn það mikið að ég verð samt betur settur. Það var því og er no-brainer að vera með breytilega óverðtryggða vexti.
"no-brainer" miðað við eldri lánin sem þú lýsir, ekki endilega miðað við það framboð sem er í dag. Þá er ég ekki að segja að verðtryggð lán í dag séu ótrúlega góður kostur, frekar að fastir óverðtryggðir vextir gætu verið betri kostur fyrir einhverja. T.d. fólk sem er með há lán miðað við greiðslugetu og vill geta haft 100% öruggar afborganir í ákveðinn tíma, frekar en spila fjárhættuspil með vaxtaákvarðanir.
Ég var annars viss um að hækkun ÍSB á föstu vöxtunum var vegna þess að þeir voru að bjóða miklu lægri vexti en hinir bankarnir svo þeir voru að missa af gróðatækifæri, frekar en eitthvað óljóst "fjármögnun" tal. Er ekki alveg jafn viss lengur eftir að Landsbankinn hækkaði sína vexti.
Svo hélt ég líka að hækkun á föstum vöxtum væri vísbending um að breytilegir vextir væru að fara að hækka líka. Ef þeir breytilegu myndu hækka fyrst þá myndi fólk stökkva á föstu vextina meðan þeir eru lágir.
Verður gríðarlega spennandi að sjá hvaða áhrif þessi vaxtabreyting hefur og hvort sú staðreynd að Seðlabankinn er farinn að stunda þessa "magnbundnu íhlutun" geri eitthvað.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 12:20
af GuðjónR
Daz skrifaði:
"no-brainer" miðað við eldri lánin sem þú lýsir, ekki endilega miðað við það framboð sem er í dag. Þá er ég ekki að segja að verðtryggð lán í dag séu ótrúlega góður kostur, frekar að fastir óverðtryggðir vextir gætu verið betri kostur fyrir einhverja. T.d. fólk sem er með há lán miðað við greiðslugetu og vill geta haft 100% öruggar afborganir í ákveðinn tíma, frekar en spila fjárhættuspil með vaxtaákvarðanir.
Sérstaklega á þetta við um lánin sem ég var með.
Svo er spurning hvort fólk sem þarf að fara í „eitraðan kokteil“ eins og 40 ára verðtryggðu lánin eru kölluð, hafi yfir höfuð efni á þeirri fasteign sem það er að kaupa?
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 12:45
af Daz
GuðjónR skrifaði:Daz skrifaði:
"no-brainer" miðað við eldri lánin sem þú lýsir, ekki endilega miðað við það framboð sem er í dag. Þá er ég ekki að segja að verðtryggð lán í dag séu ótrúlega góður kostur, frekar að fastir óverðtryggðir vextir gætu verið betri kostur fyrir einhverja. T.d. fólk sem er með há lán miðað við greiðslugetu og vill geta haft 100% öruggar afborganir í ákveðinn tíma, frekar en spila fjárhættuspil með vaxtaákvarðanir.
Sérstaklega á þetta við um lánin sem ég var með.
Svo er spurning hvort fólk sem þarf að fara í „eitraðan kokteil“ eins og 40 ára verðtryggðu lánin eru kölluð, hafi yfir höfuð efni á þeirri fasteign sem það er að kaupa?
Langstærstur hluti fólks sem hefur tekið 40 ára verðtryggð lán hingað til hefur ráðið við þau, jafnvel þó þá hafi verið mun hærri vextir í boði ofan í verðtrygginguna.
Núna þegar það standa til boða fastir
óverðtryggðir vextir sem eru lægri en maður fékk fyrir nokkrum árum á verðtryggðum lánum, þá finnst mér að það ætti að vera fyrsti kostur fólks í lántökum. Þegar það hentar! Aðstæður fólks eru mismunandi og ákvarðanir um fasteignalán fara bara eftir því.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 13:01
af GuðjónR
Daz skrifaði:
Langstærstur hluti fólks sem hefur tekið 40 ára verðtryggð lán hingað til hefur ráðið við þau, jafnvel þó þá hafi verið mun hærri vextir í boði ofan í verðtrygginguna.
Það er af því að flestir eiga sína eign í 6.7 ár eða 7.6 ár að meðaltali (man ekki hvort) sem gerir það að verkum að verðbótaþátturinn hækkar höfustól lánsins á þessum frumstæða fasteignamarkaði okkar og fólk treystir á að fasteignaverðið hækki umfram verðbótaþáttinn, sem það gerir mjög oft.
Get ekki undir neinum kringumstæðum mælt með verðtryggðu láni nema í því tilfelli að fólk sé að kaupa eitthvað sem það ræður ekki við, sér fram að flytja innan 10 ára og veðjar á að fasteignaverð trompi verðbótaþáttinn sem þá fær lánað á tímabilinu. Þetta minnir svolítið á „þetta reddast“.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 13:17
af vatr9
Bankarnir tala um "ávöxtunarkrafa sértryggðra skuldabréfa" sem ástæðu hækkana hjá sér.
Gaman væri að vita hvort hægt sé að fylgjast með þessari ávöxtunarkröfu einhversstaðar.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Mið 18. Nóv 2020 13:21
af blitz
vatr9 skrifaði:Bankarnir tala um "ávöxtunarkrafa sértryggðra skuldabréfa" sem ástæðu hækkana hjá sér.
Gaman væri að vita hvort hægt sé að fylgjast með þessari ávöxtunarkröfu einhversstaðar.
https://keldan.is/ -> skuldabréf-> fyrirtækjabréf
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 00:47
af littli-Jake
Felst kostnaður í því að festa vexti?
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 07:02
af blitz
littli-Jake skrifaði:Felst kostnaður í því að festa vexti?
Það kostaði mig um 12.500.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 08:11
af GuðjónR
blitz skrifaði:littli-Jake skrifaði:Felst kostnaður í því að festa vexti?
Það kostaði mig um 12.500.
Þegar þú festir vexti, er það bara skilmálabreyting á láninu en ekki endurfjármögnun?
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 08:42
af Jónas Þór
GuðjónR skrifaði:blitz skrifaði:littli-Jake skrifaði:Felst kostnaður í því að festa vexti?
Það kostaði mig um 12.500.
Þegar þú festir vexti, er það bara skilmálabreyting á láninu en ekki endurfjármögnun?
Já bara skilmálabreyting + 2.500 kr kostnaður í þinglýsingu.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 08:50
af Dr3dinn
Ekki gleyma uppgreiðslugjaldi ef þið viljið endurfjármagna aftir það getur verið handleggur 0,5-2,5% uppgreiðslugjald.
(ef þið festið vexti)
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 09:01
af GuðjónR
Dr3dinn skrifaði:Ekki gleyma uppgreiðslugjaldi ef þið viljið endurfjármagna aftir það getur verið handleggur 0,5-2,5% uppgreiðslugjald.
Uppgreiðslugjald er bara ef þú ferð í hina áttina, þ.e. úr föstum vöxtum yfir í breytilega þá þarftu að borga 1% höfuðstólsins í uppgreiðslugjald.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 09:14
af Daz
GuðjónR skrifaði:Dr3dinn skrifaði:Ekki gleyma uppgreiðslugjaldi ef þið viljið endurfjármagna aftir það getur verið handleggur 0,5-2,5% uppgreiðslugjald.
Uppgreiðslugjald er bara ef þú ferð í hina áttina, þ.e. úr föstum vöxtum yfir í breytilega þá þarftu að borga 1% höfuðstólsins í uppgreiðslugjald.
Og gildir bara á fastvaxtatímabilinu. Þegar því líkur (3-5 ár) þá er ekki neitt uppgreiðslugjald.
Eða bæði þessi atriði fara örugglega eftir skilmálum, maður þarf bara að fara vel yfir þá þegar maður er í lántökum.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 09:28
af Dr3dinn
GuðjónR skrifaði:Dr3dinn skrifaði:Ekki gleyma uppgreiðslugjaldi ef þið viljið endurfjármagna aftir það getur verið handleggur 0,5-2,5% uppgreiðslugjald.
Uppgreiðslugjald er bara ef þú ferð í hina áttina, þ.e. úr föstum vöxtum yfir í breytilega þá þarftu að borga 1% höfuðstólsins í uppgreiðslugjald.
Enda sagði ég ekkert um það...en jú hárrétt hjá þér vinur.
En það eru allar útgáfur af skilmálum á þessum markaði, ekkert samræmi og neytendaverndin er frekar léleg á þessu sviði, sbr. skyndihækkanir landsbankans með innan við 12klst fyrirvara (þ.e. breytingin í síðustu viku)
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 09:44
af Daz
Dr3dinn skrifaði:
En það eru allar útgáfur af skilmálum á þessum markaði, ekkert samræmi og neytendaverndin er frekar léleg á þessu sviði, sbr. skyndihækkanir landsbankans með innan við 12klst fyrirvara (þ.e. breytingin í síðustu viku)
Sú breyting hafði engin (bein) áhrif á nokkurn nema þá sem voru að íhuga lántöku og missti af "bestu" föstu vöxunum. Kannski meira að segja sparaði það einhverjum pening sem hefði farið úr breytilegum í fasta vext fyrir þessa breytingu og hefðu þá misst af nýjustu vaxtalækkuninni.
Í það minnsta snýst það held ég lítið um neytendavernd.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 12:15
af KRASSS
Það kom góð grein í fréttablaðið í gær með titlinn ´Verðtryggingin hopar´sem er eiginlega svona TL;DR fyrir stærri grein í viðskiptablaðshlutanum inn í blaðinu (Læt greinina fylgja).
Les það hérna á þráðinum að margir leggja til að óverðtryggt með breytilegum vöxtum er besti kosturinn og það lítur alveg vel út fyrir það enda 270 af 282 milljörðum króna fór í óverðtryggt á breytilegum vöxtum frá áramótum.
Að horfa aðeins fram á veginn og festa vexti í 4-4.5% (miðað við hvað bankar bjóða uppá) í 5 ár er að mínu mati draumur.
þegar kemur að því að breytilegir vextir fara hækka þá eru föstu vextirnir búnir að hækka en meira og þá vilja flestir ekki festa vextina sína á þeim kjörum sem þá stendur.
Með vaxtalækkunum núna eru ráðstöfunartekjur heimila að aukast þegar skórinn kreppir að, og þegar kemur að því að framleiðsluslakinn fer úr hagkerfinu og Seðlabankinn þarf að fara að beita vaxtahækkunum aftur munu þær bíta fastar á heimilin en áður.
270 af 282 í breytilegum vöxtum dats a lat of manney
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 12:29
af littli-Jake
Hvað væru bankarnir að bjóða manni núna sem fasta vexti? Hjá mér er stærra lánið í 3.5% Ef ég þarf að fara í mikið yfir 4% er ég ekkert að flíta mér.
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 12:43
af KRASSS
littli-Jake skrifaði:Hvað væru bankarnir að bjóða manni núna sem fasta vexti? Hjá mér er stærra lánið í 3.5% Ef ég þarf að fara í mikið yfir 4% er ég ekkert að flíta mér.
4-4.2% í 3 ár
4.4-4.6% í 5 ár
https://herborg.is/
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 13:12
af blitz
KRASSS skrifaði:littli-Jake skrifaði:Hvað væru bankarnir að bjóða manni núna sem fasta vexti? Hjá mér er stærra lánið í 3.5% Ef ég þarf að fara í mikið yfir 4% er ég ekkert að flíta mér.
4-4.2% í 3 ár
4.4-4.6% í 5 ár
https://herborg.is/
Landsbankinn er með 3.9% í 3 ár ef þú skuldar <50%
Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)
Sent: Fim 26. Nóv 2020 15:15
af littli-Jake
Ég ætla að senda línu á Íslandsbanka og sjá hvað þeir segja