Síða 2 af 2
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Fim 27. Ágú 2020 12:35
af Sydney
bjornvil skrifaði:Sydney skrifaði:Já fólk hefur verið að tala um að keflavík sé eitthvað böggaður og crashi leikinn hjá fólki, hef bara verið að fljúga frá Reykjavík í staðinn, virkar fínt fyrir allt að A320 (þarf flaps til þess að komast á loft, en rétt sleppur), mæli ekki með að reyna að taka 747 í loft í Reykjavík haha.
BTW allar þotur þurfa flaps fyrir flugtak, sama hvaða flugvelli þú ert að fara frá. Standard á A320 er CONF 2, en má nota CONF 1, 2 eða 3, fer eftir ýmsu.
F-16 þurfti ekki flaps í flugtaki þegar ég var að spila Falcon BMS
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Fim 27. Ágú 2020 13:31
af bjornvil
Sydney skrifaði:bjornvil skrifaði:Sydney skrifaði:Já fólk hefur verið að tala um að keflavík sé eitthvað böggaður og crashi leikinn hjá fólki, hef bara verið að fljúga frá Reykjavík í staðinn, virkar fínt fyrir allt að A320 (þarf flaps til þess að komast á loft, en rétt sleppur), mæli ekki með að reyna að taka 747 í loft í Reykjavík haha.
BTW allar þotur þurfa flaps fyrir flugtak, sama hvaða flugvelli þú ert að fara frá. Standard á A320 er CONF 2, en má nota CONF 1, 2 eða 3, fer eftir ýmsu.
F-16 þurfti ekki flaps í flugtaki þegar ég var að spila Falcon BMS
Haha ok ég þekki ekki procedures á F-16, nennti ekki að læra á hana í Falcon 4.0 í gamla daga
og ef þú ert með nógu langa flugbraut þarftu tæknilega ekki flapa á farþegaþotum en allavega skammar Airbus mann duglega ef maður reynir að fara í loftið með enga Flapa
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Sun 25. Júl 2021 14:26
af Black
Núna er að verða komið ár síðan leikurinn kom út. Ég prófaði hann í gegnum Gamepass þegar hann kom út og mér fannst allt vera frekar buggað og lélegt í byrjun, eins og eðlilegt er fyrir nýjan leik.
Þið sem eruð búnir að spila hann einhvað finnst ykkur hann vera þess virði ?
Er búið að laga öll þessar height map villur ?
Er Hallgrímskirkja kominn í 3D?
Eru ennþá ljósastaurar á öllum þjóðvegum landsins ?
Eða eru allir að treysta á thirdparty addons og borga helling fyrir.
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Mán 26. Júl 2021 00:00
af upg8
Það kom norðurlandauppfærsla í síðasta mánuði og það er búið að uppfæra leikinn helling síðan hann kom út og verður áfram gert. Leikurinn er líka að verða mun léttari í keyrslu en hann var þegar hann kom út. Ókeypis Top Gun Maverick DLC væntanlegt á þessu ári og á næsta ári stendur til að bæta við þyrlum í leikinn.
https://www.eurogamer.net/articles/2021 ... rld-update
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Mán 26. Júl 2021 08:59
af Dropi
Black skrifaði:Núna er að verða komið ár síðan leikurinn kom út. Ég prófaði hann í gegnum Gamepass þegar hann kom út og mér fannst allt vera frekar buggað og lélegt í byrjun, eins og eðlilegt er fyrir nýjan leik.
Þið sem eruð búnir að spila hann einhvað finnst ykkur hann vera þess virði ?
Er búið að laga öll þessar height map villur ?
Er Hallgrímskirkja kominn í 3D?
Eru ennþá ljósastaurar á öllum þjóðvegum landsins ?
Eða eru allir að treysta á thirdparty addons og borga helling fyrir.
Öll stóru vandamálin á Íslandi voru löguð frítt af modder mjög snemma og þeir gerðu hellings detail fyrir Reykjavík
https://flightsim.to/file/848/iceland-overhaul - ég notaði þetta mod því það pirraði mig allt of mikið hvað height map var vitlaust við strendurnar og tré út um ALLT!
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Mán 26. Júl 2021 19:48
af mikkimás
Dropi skrifaði:
Öll stóru vandamálin á Íslandi voru löguð frítt af modder mjög snemma og þeir gerðu hellings detail fyrir Reykjavík
https://flightsim.to/file/848/iceland-overhaul - ég notaði þetta mod því það pirraði mig allt of mikið hvað height map var vitlaust við strendurnar og tré út um ALLT!
Tré? Á Íslandi?
Hvernig fékk MSFS það út að hér væru tré?
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Mán 26. Júl 2021 20:04
af upg8
það stóð alltaf til að laga Ísland seinna sem þeir gerðu svo í síðasta mánuði, það þarf mannskap í að fara yfir öll gögnin til að gera þetta vel, jörðin er ekki lítil
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Þri 27. Júl 2021 08:48
af Dropi
mikkimás skrifaði:Dropi skrifaði:
Öll stóru vandamálin á Íslandi voru löguð frítt af modder mjög snemma og þeir gerðu hellings detail fyrir Reykjavík
https://flightsim.to/file/848/iceland-overhaul - ég notaði þetta mod því það pirraði mig allt of mikið hvað height map var vitlaust við strendurnar og tré út um ALLT!
Tré? Á Íslandi?
Hvernig fékk MSFS það út að hér væru tré?
AI -ið sem þeir notuðu við að búa til heiminn gefur sér að grænir fletir á gervitunglamyndum séu skóglendi eða tré oftar en ekki. Hér er mikill mosi og annars mjög grænt yfir sumrin, tölvan sá þessi gögn og setti tré út um allt.
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Lau 07. Ágú 2021 21:11
af SolidFeather
Hvernig eru krakkarnir í dag að græja game pass hér á landi? Mig langar til þess að prófa þennan leik en helst bara fyrir eina evru/dollar. Efast um að ég endist það lengi í honum að 4-5000 kall borgi sig.
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Sun 08. Ágú 2021 14:44
af upg8
Flestir eru að setja region á UK, þá getur þú notað flest kredit kort án vandræða
Re: Microsoft Flight Simulator 2020
Sent: Sun 08. Ágú 2021 15:55
af SolidFeather
upg8 skrifaði:Flestir eru að setja region á UK, þá getur þú notað flest kredit kort án vandræða
Hvar stilla menn region-ið?