Síða 2 af 2

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Sun 14. Mar 2021 19:24
af B0b4F3tt
Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Mið 01. Des 2021 18:58
af Roggo
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.
Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Mið 01. Des 2021 21:52
af mikkimás
Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.
Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.
Búinn að fá það staðfest frá Brimborg?

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Mið 01. Des 2021 22:28
af Roggo
mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.
Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.
Búinn að fá það staðfest frá Brimborg?
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/a ... kTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 00:02
af Tiger
Passið ykkur bara að fá ekki sítrónu bíla, Volvo XC90 eru mjööög algengir í því frá US.

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/ba ... r-i-abyrgd

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 08:45
af B0b4F3tt
Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.
Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.
Merkilegt nokk þá er ég ennþá að bíða eftir mínum bíl :-k

En ég semsagt pantaði minn bíl með auka 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Það þýðir að ef bíllinn bilar innan þessara 5 ára þá fer ég með hann í umboðið. Geri ráð fyrir að þeir meti hvort þetta falli undir ábyrgðina. Ef þetta fellur undir ábyrgðina þá þarf ég mögulega að borga Brimborg fyrir viðgerðina en sækja svo sjálfur peninginn til Volvo í Evrópu eða að Brimborg geri við bílinn og sæki svo sjálfir peninginn til Volvo í Evrópu. Verksmiðjuábyrgð frá bílnum gildir hvar sem er í Evrópu þar sem þetta er sama markaðssvæðið.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:22
af mikkimás
Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/a ... kTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.
Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:32
af B0b4F3tt
mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/a ... kTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.
Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.
Brimborg er umboðsaðili Volvo á Íslandi. Þannig að bílar með verksmiðjuábyrgð frá Volvo í Evrópu eru dekkaðir hjá Brimborg. Volvo í Evrópu er hvort sem er alltaf á endanum að borga fyrir þessar ábyrgðarviðgerðir, hvort sem þær eru gerðar á bílum innfluttum af Brimborg eða öðrum.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:35
af vesley
mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/a ... kTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.
Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.
Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:37
af mikkimás
B0b4F3tt skrifaði:Brimborg er umboðsaðili Volvo á Íslandi. Þannig að bílar með verksmiðjuábyrgð frá Volvo í Evrópu eru dekkaðir hjá Brimborg. Volvo í Evrópu er hvort sem er alltaf á endanum að borga fyrir þessar ábyrgðarviðgerðir, hvort sem þær eru gerðar á bílum innfluttum af Brimborg eða öðrum.
Hárrétt, ég er bara að segja að það skiptir hvort þú dílar við eitt stærsta bílaumboð landsins með solid tengslanet, eða gæja sem titlar sig 'Alli' í fyrirtækjaskrá skattsins og hefur á einhverjum tímapunkti verið eftirlýstur af Interpol.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:41
af mikkimás
vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.
Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 09:50
af vesley
mikkimás skrifaði:
vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.
Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
"Komi bilun upp í þannig bíl sem eigandi getur sýnt fram á að sé vegna galla þá könnum við hvort kostnaður fáist bættur að einhverju leiti hjá framleiðanda. Mismuninn greiðir eigandi bílsins sem getur þá sótt þann kostnað til innflytjanda bílsins".

Þeir segja hann ekki í ábyrgð en ef bilunin fellur undir ábyrgð þá bæta þeir það ? Ég les þetta sem þversögn til að reyna að fæla fólk frá því að kaupa bíla annarsstaðar en frá þeim sjálfum.
Þetta er nákvæmlega það sem ónefnt umboð vildi að ég myndi gera með umboðsbíl, sanna sjálfur að þetta væri þekkt vandamál.°
Að sjálfsögðu leitaði ég mér aðstoðar lögmanns þar sem þetta varðaði rúmlega 500þús króna viðgerðar.


https://www.bilablogg.is/frettir/graedi ... -graan-bil
"Eins mega þjónustuaðilar í einu landi ekki neita að þjónusta bíla sem eru keyptir í öðru Evrópusambandslandi. Þetta er eitt markaðssvæði með frjálsri samkeppni án tillits til landamæra."
Þar sem við erum í EES þá á þetta við okkur líka. En þetta breytir því ekki að það kemur fyrir að fólk þurfi að vera ansi hart á því að fá ábyrgð framfylgt á Íslandi.


Ef ég man rétt á þetta ekki bara við bíla heldur gott sem allan búnað. Ef ég kaupi Samsung í Frakklandi þá á ég að geta fengið ábyrgð framfylgt á Íslandi og allt þar eftir fjöllum.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 10:06
af B0b4F3tt
mikkimás skrifaði:
vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.
Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd
Brimborg getur ekki firrað sig samningsbundinni þjónustu frá Volvo í Evrópu með því að setja einhvern texta á heimasíðuna sína. Þeir eru hér titlaðir sem umboðsaðilar fyrir Volvo. Brimborg eru hvort sem er ekki að borga neitt úr eigin vasa þegar kemur að ábyrgðarviðgerðum. Reikningur fyrir þeim er alltaf sendur út til Volvo. Að sjálfsögðu vill Brimborg að þú kaupir bílinn af þeim en ekki annars staðar frá.
Að lokum skil ég vel að einstaklingur fái aðstoð lögfræðings til þess að leita réttar síns.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 12:40
af mikkimás
Vil taka það skýrt fram ég myndi alveg vilja sjá neytanda fara í hart með ábyrgðarmál við Brimborg og vinna fyrir dómstólum, hef aldrei sagt annað.

Finnst bara að fólk eigi að gera sér skýra grein fyrir áhættunni. Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í svona málum.

Fyrir hönd þeirra sem vilja spara sér pening finnst mér það ekki traustvekjandi þegar Brimborg leyfir sér að taka svona skýra afstöðu í texta á heimasíðu Volvo sjálfs. Það er ekkert djók að uppfylla kröfur og skilyrði lúxusframleiðanda eins og Volvo, hvað þá að fara með rangfærslur á þeirra eigin síðu.

En, eins og ég segi, ég bíð spenntur eftir fyrsta dómsmálinu.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 17:46
af Danni V8
urban skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Sælir Vaktarar

Mig langaði að athuga hvort einhver hérna inni hefði keypt Volvo í gegnum smartbilar.is? Og ef svo hvernig það hefði gengið fyrir sig? Mér finnst bara svo útrúlega mikill verðmunur á þeim og svo Brimborg.

Kv. Elvar
Eðlilega er óhemju verðmunur á milli umboðs með óhemju yfirbyggingu og lítillar bílasölu staðsettar í bakhúsi einhver staðar og starfar aðalega á netinu.
Síðan er bara spurning hvort að mönnum þyki verðmunurinn nægur.
Ekki nóg með það, heldur er umboðið oft með bíla til á lager sem er hægt að fá afhent strax, síðan allar kvartanir sem kaupandi kemur með hvort sem það sé útaf bilun eða bara vitleysu í eiganda, þá þarf umboðið að taka á því en ekki bílasalan sem flutti bílinn inn. M.v. að bíllinn sé ennþá í ábyrgð frá framleiðanda.

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 19:19
af Fletch
Ég hef keypt 3 Volvo af Brimborg síðan 2017, 1 xc60 og 2 xc90

Alltaf fengið geggjaða þjónustu og myndi persónulega ekki versla af þessum litlu aðilum, nenni ekki veseni ef maður fær mánudagseintak

Ég myndi frekar skoða flytja inn sjálfur 1-2ara EU bíl ef eg ætlaði að spara

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Sent: Fim 02. Des 2021 19:42
af hagur
Ég flutti inn V60 bíl árgerð 2017/2018 frá Hollandi (í gegnum Betri Bílakaup) og þegar hann var við það að detta úr 2 ára verksmiðjuábyrgðinni þá kviknaði á check-engine ljósi. Ég fór með hann í Brimborg og þeir græjuðu það (skiptu um súrefnisskynjara) innan ábyrgðar, no questions asked ... þó að bíllinn væri ekki keyptur af þeim. Þetta var náttúrulega ódýr viðgerð og varahlutur og ég bjóst alveg við einhverju veseni þar sem bíllinn var ekki keyptur hjá þeim en þetta var bara ekkert vandamál. Ég hef bara góða reynslu af Brimborg, so far.