Re: Bílaviðgerðir í boði *Edit. Breytt verðskrá.
Sent: Sun 11. Okt 2020 13:32
Mig langar að skjóta þessu inn í umræðuna, bara svona til að benda á að tímagjald segir ekki endilega alla söguna.
Ég er nýbúinn að fara með bílinn minn á verkstæði, mín upplifun var sú að ég hafi verið svikinn gróflega en ég var búinn að að fá að vita hjá Heklu að það sem þyrfti að gera tæki c.a. 4 tíma og gaf hann mér 5 tíma til öryggis, tímagjald 18.000 m.vsk (72.000 - 90.000). Gallinn var sá að þeir áttu ekki tíma fyrr en þremur vikum síðar.
Ég hringdi þá á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur en þeir áttu tíma nokkrum dögum síðar og það sem gerði þetta ennþá betra, tímagjaldið þeirra var 12.500 kr!
Fer með bílinn korter í lokun á mánudegi svo hann sé tilbúinn strax á þriðjudagsmorguninn fyrir þá að vinna í honum.
Bíllinn kláraðist ekki á þriðjudegi (að þeirra sögn) þannig að ég hringi kl 11 á miðvikudagsmorgni, þá er búið að gera allt nema hjólastilla, þeir sögðust hafa skipt um fóðringar að aftan og það væri algjörleg nauðsynlegt að hjólastilla. Ég hringi síðan kl 15 til að taka stöðuna og þá fékk ég að vita að það væri engin lyfta laus og ekki víst að hjólastillingin yrði fyrir daginn eftir, hálftíma síðar fékk ég sms sem sagði að bíllinn væri tilbúinn. Þegar ég kom á staðinn þá fékk ég að vita að hann hefði ekki verið hjólastilltur, það var víst ekki lengur nauðsynlegt.
Þá er komið að því að gera upp en reikningurinn var um 190.000.- sem er um 16 kls.vinna miðað við 12.500 kr. tímagjaldið sem þeir gáfu sjálfir upp. En það var útilokað því bíllinn var ekki búinn að vera það lengi hjá þeim. Þegar ég fer að ganga á hann þá segir hann, við rukkum „einingar“ en ekki tímagjald, (líklega sama og CABAS-einingakerfinu fyrir tryggingarnar.) Það var rukkað X fyrir gorm og X fyrir dempara og X fyrir ballancestangarenda, þrátt fyrir að þegar þú tekur demparann úr þá fylgir gormurinn með og til að losa það unit þá þarftu að losa annan ballancestangarendann og því bara formsatriði að losa hinn.
Þegar ég bendi honum á að þetta standist ekki skoðun, bíllinn hafi verið tilbúinn kl 11 um morguninn þegar ég hringdi sem gerir í mesta lagi 10 klst. vinnu sem þó ert tvöfalt meiri tími en Hekla áætlaði fór hann strax í vörn og sagði; „en bílinn er búinn að vera hérna í þrjá daga“ sagðist síðan geta gefið 10% afslátt og svo gæti ég sótt um að fá vsk til baka í allir vinna dæminu.
Bíllinn var grútskítugur eftir þá, stýrið matt af olíu og skít, smurolíulykt inn í bílnum í tvær vikur eftir afhendingu og stýrið skakkt, þ.e. þegar ég keyri beint þá hallar það c.a. 5°til vinstri en þeir vörpuðu því frá sér og sögðu að það væri örugglega bremsunum að kenna, núna eru þær nýjar og stýrið ennþá skakkt.
Mun aldrei fara á þetta skítuga fúskverkstæði aftur. Þarna hefði verið betra að greiða hærra tímagjald hjá Heklu og fá lægri reikning og fá í leiðinni alvöru fagmenn í verkið sem vita hvað þeir eru að gera og gera það hratt og vel en ekki skítuga fúskara með eftiráafsakanir og í bullandi vörn.
Ég er nýbúinn að fara með bílinn minn á verkstæði, mín upplifun var sú að ég hafi verið svikinn gróflega en ég var búinn að að fá að vita hjá Heklu að það sem þyrfti að gera tæki c.a. 4 tíma og gaf hann mér 5 tíma til öryggis, tímagjald 18.000 m.vsk (72.000 - 90.000). Gallinn var sá að þeir áttu ekki tíma fyrr en þremur vikum síðar.
Ég hringdi þá á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur en þeir áttu tíma nokkrum dögum síðar og það sem gerði þetta ennþá betra, tímagjaldið þeirra var 12.500 kr!
Fer með bílinn korter í lokun á mánudegi svo hann sé tilbúinn strax á þriðjudagsmorguninn fyrir þá að vinna í honum.
Bíllinn kláraðist ekki á þriðjudegi (að þeirra sögn) þannig að ég hringi kl 11 á miðvikudagsmorgni, þá er búið að gera allt nema hjólastilla, þeir sögðust hafa skipt um fóðringar að aftan og það væri algjörleg nauðsynlegt að hjólastilla. Ég hringi síðan kl 15 til að taka stöðuna og þá fékk ég að vita að það væri engin lyfta laus og ekki víst að hjólastillingin yrði fyrir daginn eftir, hálftíma síðar fékk ég sms sem sagði að bíllinn væri tilbúinn. Þegar ég kom á staðinn þá fékk ég að vita að hann hefði ekki verið hjólastilltur, það var víst ekki lengur nauðsynlegt.
Þá er komið að því að gera upp en reikningurinn var um 190.000.- sem er um 16 kls.vinna miðað við 12.500 kr. tímagjaldið sem þeir gáfu sjálfir upp. En það var útilokað því bíllinn var ekki búinn að vera það lengi hjá þeim. Þegar ég fer að ganga á hann þá segir hann, við rukkum „einingar“ en ekki tímagjald, (líklega sama og CABAS-einingakerfinu fyrir tryggingarnar.) Það var rukkað X fyrir gorm og X fyrir dempara og X fyrir ballancestangarenda, þrátt fyrir að þegar þú tekur demparann úr þá fylgir gormurinn með og til að losa það unit þá þarftu að losa annan ballancestangarendann og því bara formsatriði að losa hinn.
Þegar ég bendi honum á að þetta standist ekki skoðun, bíllinn hafi verið tilbúinn kl 11 um morguninn þegar ég hringdi sem gerir í mesta lagi 10 klst. vinnu sem þó ert tvöfalt meiri tími en Hekla áætlaði fór hann strax í vörn og sagði; „en bílinn er búinn að vera hérna í þrjá daga“ sagðist síðan geta gefið 10% afslátt og svo gæti ég sótt um að fá vsk til baka í allir vinna dæminu.
Bíllinn var grútskítugur eftir þá, stýrið matt af olíu og skít, smurolíulykt inn í bílnum í tvær vikur eftir afhendingu og stýrið skakkt, þ.e. þegar ég keyri beint þá hallar það c.a. 5°til vinstri en þeir vörpuðu því frá sér og sögðu að það væri örugglega bremsunum að kenna, núna eru þær nýjar og stýrið ennþá skakkt.
Mun aldrei fara á þetta skítuga fúskverkstæði aftur. Þarna hefði verið betra að greiða hærra tímagjald hjá Heklu og fá lægri reikning og fá í leiðinni alvöru fagmenn í verkið sem vita hvað þeir eru að gera og gera það hratt og vel en ekki skítuga fúskara með eftiráafsakanir og í bullandi vörn.