Síða 2 af 2

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 14:02
af jonsig
Ég er heppin með að hafa ekki stórt lán á húsinu mínu, en mér datt ekki annað í hug í fyrra en að taka óverðtryggt lán eftir það sem undan gekk árið 2010.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 14:16
af falcon1
jonsig skrifaði:Ég er heppin með að hafa ekki stórt lán á húsinu mínu, en mér datt ekki annað í hug í fyrra en að taka óverðtryggt lán eftir það sem undan gekk árið 2010.
Það sem ég óttast er ef maður tekur óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og verðbólgan fer af stað þá fer vaxtarstigið upp í leiðinni og hefur strax áhrif á greiðslubyrðina. :) Þess vegna langar mig til þess að reikna út sviðsmyndir miðað við ákveðnar forsendur. :)

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 14:47
af hagur
falcon1 skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er heppin með að hafa ekki stórt lán á húsinu mínu, en mér datt ekki annað í hug í fyrra en að taka óverðtryggt lán eftir það sem undan gekk árið 2010.
Það sem ég óttast er ef maður tekur óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og verðbólgan fer af stað þá fer vaxtarstigið upp í leiðinni og hefur strax áhrif á greiðslubyrðina. :) Þess vegna langar mig til þess að reikna út sviðsmyndir miðað við ákveðnar forsendur. :)
Þá bara endurfjármagnarðu aftur og ferð í verðtryggt.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 16:44
af jonsig
Já ég tók ekki framm að ég er að borga samt einhverja okur vexti sem eru þó fastir. En það er örugglega betra að fá hnefa uppí hann heldur en kaffikönnu..

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 18:10
af sfannar
falcon1 skrifaði:Vitið þið hvar maður finnur reiknivél fyrir (óverðtryggð) íbúðalán þar sem maður getur valið sjálfur vaxtastigið og þar með búið til ákveðnar sviðsmyndir á greiðslubyrði? Maður getur gert það með verðtryggðu lánin, þ.e. verðbólguliðinn, en ekki óverðtryggðu.
https://www.live.is/lan/lanareiknivel/

Ætti að vera hægt þarna.

Ég endurfjármagnaði sjálfur lán í janúar. Borga um 14k minna á mánuði núna. Var með óverðtryggt og hélt því áfram en fékk betri vexti

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 18:25
af GullMoli
falcon1 skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er heppin með að hafa ekki stórt lán á húsinu mínu, en mér datt ekki annað í hug í fyrra en að taka óverðtryggt lán eftir það sem undan gekk árið 2010.
Það sem ég óttast er ef maður tekur óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og verðbólgan fer af stað þá fer vaxtarstigið upp í leiðinni og hefur strax áhrif á greiðslubyrðina. :) Þess vegna langar mig til þess að reikna út sviðsmyndir miðað við ákveðnar forsendur. :)
Óverðtryggt með breytilegum vöxtum er imo ekkert skárra en verðtryggt lán. Alltaf fara í fasta vexti og svo endurfjármagna eftir það tímabil.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 21:30
af B0b4F3tt
GullMoli skrifaði:
falcon1 skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er heppin með að hafa ekki stórt lán á húsinu mínu, en mér datt ekki annað í hug í fyrra en að taka óverðtryggt lán eftir það sem undan gekk árið 2010.
Það sem ég óttast er ef maður tekur óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og verðbólgan fer af stað þá fer vaxtarstigið upp í leiðinni og hefur strax áhrif á greiðslubyrðina. :) Þess vegna langar mig til þess að reikna út sviðsmyndir miðað við ákveðnar forsendur. :)
Óverðtryggt með breytilegum vöxtum er imo ekkert skárra en verðtryggt lán. Alltaf fara í fasta vexti og svo endurfjármagna eftir það tímabil.
Jú það er skárra. Höfuðstóllinn er aldrei að fara að hækka þrátt fyrir verðbólguskot. Jú þú getur lent í því að afborganir verði háar en þú gætir þá reynt að koma þér í verðtryggt lán eftir að mesta verðbólguskotið er liðið hjá.

Ég er sjálfur með óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Er núna að borga 77þúsund af mínu fasteignaláni en var að borga 90þúsund í byrjun árs. Ég hef líka trú á því að Seðlabankinn reyni að halda sínum stýrivöxtum lágum á næstunni sem skilar sér að mestu leyti í mína fasteignalánsvexti.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 21:56
af falcon1
Mér sýnist að óverðtryggðir vextir séu í kringum 9% að meðaltali síðustu 20 ár. Er þá ekki ráðlegt að gera ráð fyrir því í útreikningum? Og þá ef maður fer í þetta að leggja mismuninn fyrir til að eiga þegar vextirnir rjúka upp aftur?

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fim 07. Maí 2020 22:43
af jonsig
held að það séu 6,5-7% vextir hjá mér, sé lánið lækka 200k á ári sé ég ekki að borga neitt inná það

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 08. Maí 2020 06:33
af blitz
jonsig skrifaði:held að það séu 6,5-7% vextir hjá mér, sé lánið lækka 200k á ári sé ég ekki að borga neitt inná það
Ef þú ert með 6,5-7% vexti ættir þú að endurfjármagna helst ekki seinna en í gær!

Breytilegir óvt. vextir eru komnir í kringum 4% og svo eru lífeyrissjóðir margir að bjóða upp á vexti í kringum 5% fast. Þá er Landsbankinn að bjóða vexti undir 5% fast í 3/5 ár ef þú skuldar minna en 70% https://www.landsbankinn.is/einstakling ... ryggd-lan/

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 08. Maí 2020 12:01
af hagur
Var að endurfjármagna. Sama lánastofnun, alveg eins lán (óverðtryggt með 4.7% vöxtum, föstum til 5 ára). Stytti lánið um tæp 2 ár líka.

Lækka greiðslubyrðina um rúmlega 25 þús á mánuði. Það er ágætis sparnaður, fyrir litla sem enga fyrirhöfn. Þetta eru 25 þús krónur í hverjum mánuði sem ég held í mínum vasa, í staðinn fyrir að láta þær renna sem vaxtagreiðslu til bankans. Algjör no-brainer.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 08. Maí 2020 13:56
af Klemmi
hagur skrifaði:Var að endurfjármagna. Sama lánastofnun, alveg eins lán (óverðtryggt með 4.7% vöxtum, föstum til 5 ára). Stytti lánið um tæp 2 ár líka.
Ef ég má spyrja, hvar ertu með lán, og er uppgreiðslukostnaður?

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 08. Maí 2020 14:09
af hagur
Klemmi skrifaði:
hagur skrifaði:Var að endurfjármagna. Sama lánastofnun, alveg eins lán (óverðtryggt með 4.7% vöxtum, föstum til 5 ára). Stytti lánið um tæp 2 ár líka.
Ef ég má spyrja, hvar ertu með lán, og er uppgreiðslukostnaður?
Landsbankinn. Hann býður betri vexti ef maður er undir 50% í veðsetningu, væri annars 4.9% minnir mig.

Það er smá uppgreiðslugjald á láninu sem ég var með, af því að það var með föstum vöxtum til 5 ára, en sá kostnaður borgar sig upp á nokkrum mánuðum.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 08. Maí 2020 15:17
af GuðjónR
Ég horfi þannig á þetta að ef ég tel líkur á vaxtalækkun þá mæli ég með breytilegum vöxtum annars föstum.
Endurfjármagnaði hjá Landsbanka í lok síðasta árs, fékk 5.05% breytilega vexti sem eru komnir í 4% núna.

4% af 23.0000.000 = 920.000 á ári eða 76.667 kr. á mánuði.
Ef ég myndi endurfjármagna aftur núna í föstu fimm ára vextina:
4.7% af 23.000.000 = 1.081.000 á ári eða 90.083 kr. á mánuði.

Ef vaxtastig yrði óbreytt næstu 5 árin þá myndi ég tapa á föstum vöxtum: 5x 161.000 + 55.000 = 860.000.- kr.
Þetta er alltaf hálfgert lottó. Á ekki von á því að vextir eigi eftir að fara mikið upp næstu misserin, frekar niður en maður veit aldrei.
Ákveðið öryggi í föstum vöxtum en þú borgar aukalega fyrir það.

p.s. hefði ég tekið föstu vextina um áramótin þá væri ég að borga rúmlega 30k meira í vexti á mánuði miðað við vaxtamuninn sem var þá sem hefði kallað á aðra endurfjármögnun núna.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 29. Maí 2020 19:23
af falcon1
Er ekki líklegt að vextirnir haldi áfram að lækka á næstu misserum? Er að spá hvort sé hagstæðara að taka óverðtryggt með breytilegum eða föstum vöxtum núna.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 29. Maí 2020 22:06
af nonesenze
eruð þið ekki að borga inná lánin ykkar árlega eða oftar?, ég tók með breytilegum vöxtum en ef eitthvað breytist, þá breyti ég því strax, kostar að vísu aðeins að breyta því held 10k sem er ekkert voðalegt

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Fös 29. Maí 2020 23:26
af falcon1
nonesenze skrifaði:eruð þið ekki að borga inná lánin ykkar árlega eða oftar?, ég tók með breytilegum vöxtum en ef eitthvað breytist, þá breyti ég því strax, kostar að vísu aðeins að breyta því held 10k sem er ekkert voðalegt
Mest af óreglulegum aukapeningum sem ég fæ fer inná lánin. :) Það er held ég best að reyna að drita inná þau eins og maður getur. Ég set samt líka slatta í varasjóð líka.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 12:56
af falcon1
Miðað við þróunina á efnahagskerfinu vegna COVID-19, haldið þið að Seðlabankinn muni halda áfram að lækka vextina eða eru líkur á vaxtahækkunum á næstunni? Spurning hvort maður eigi að láta festa vextina.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 13:27
af GuðjónR
falcon1 skrifaði:Miðað við þróunina á efnahagskerfinu vegna COVID-19, haldið þið að Seðlabankinn muni halda áfram að lækka vextina eða eru líkur á vaxtahækkunum á næstunni? Spurning hvort maður eigi að láta festa vextina.
Ég myndi veðja á frekari vaxtalækkun. Hagkerfið er á leiðinni í bullandi frost.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 13:38
af falcon1
GuðjónR skrifaði:
falcon1 skrifaði:Miðað við þróunina á efnahagskerfinu vegna COVID-19, haldið þið að Seðlabankinn muni halda áfram að lækka vextina eða eru líkur á vaxtahækkunum á næstunni? Spurning hvort maður eigi að láta festa vextina.
Ég myndi veðja á frekari vaxtalækkun. Hagkerfið er á leiðinni í bullandi frost.
Já manni sýnist það. :( Maður er samt einhvern veginn skeptískur á að vextirnir fari meira niður þar sem við erum á Íslandi.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 13:48
af GuðjónR
falcon1 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
falcon1 skrifaði:Miðað við þróunina á efnahagskerfinu vegna COVID-19, haldið þið að Seðlabankinn muni halda áfram að lækka vextina eða eru líkur á vaxtahækkunum á næstunni? Spurning hvort maður eigi að láta festa vextina.
Ég myndi veðja á frekari vaxtalækkun. Hagkerfið er á leiðinni í bullandi frost.
Já manni sýnist það. :( Maður er samt einhvern veginn skeptískur á að vextirnir fari meira niður þar sem við erum á Íslandi.
Ég efast um að vextirnir fari upp aftur fyrr en hagvöxturinn fer af stað að nýju, þá verður alveg spurning um að endurmeta stöðuna og fara í 3/5 ár föst.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 22:36
af Klemmi
Er með fasta og er að endurfjármagna í breytilega.
Hugsunin þar er að það er mikill munur núna, og ef að Seðlabankinn hækkar vexti, þá hefur maður einhverja daga og vikur til að breyta í fasta áður en bankar og lífeyrissjóðir hækka.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Lau 18. Júl 2020 23:18
af falcon1
Klemmi skrifaði:Er með fasta og er að endurfjármagna í breytilega.
Hugsunin þar er að það er mikill munur núna, og ef að Seðlabankinn hækkar vexti, þá hefur maður einhverja daga og vikur til að breyta í fasta áður en bankar og lífeyrissjóðir hækka.
Það er reyndar góður punktur og bankastarfsmaðurinn benti mér einmitt á það að það ætti ekki að vera vandamál að breyta í fasta vexti ef/þegar Seðlabankinn byrjar að hækka vexti - hvenær sem það verður, vonandi bara sem lengst í það.

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Sent: Mið 05. Ágú 2020 12:33
af falcon1
Lét loksins verða af þessu. :D Búinn að endurfjármagna í óverðtryggt með 3,5% breytilegum vöxtum, planið er svo að festa vextina ef útlit er fyrir að vextir munu fara hækkandi aftur.