Síða 2 af 3
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 14:50
af rapport
Þar sem ég var Macintosh maður þá verslaði maður við PostMac og fékk diskettur með ýmsu dóteríi sent öðru hvoru.
p.s. hver man eftir að hafa lesið smáugslýsingarnar í leit að góðum díl?
- Capture.JPG (51.83 KiB) Skoðað 2501 sinnum
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 15:19
af kiddi
Hah! Auðvitað átti maður að fletta upp á timarit.is til að rifja upp
Hér eru forritapakkarnir góðu sem ég var að tala um. Þessi tiltekna auglýsing er frá 1992 en þær voru birtar reglulega í mörg ár.
- gamlarauglysingar.png (330.51 KiB) Skoðað 2489 sinnum
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 15:25
af Njall_L
Hægt að skrifast á við YFIR 200 TÖLVUNOTENDUR um heim allan, þvílík og önnure eins bylting. En þetta hefur nú ekki verið ódýrt.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 15:27
af blitz
kiddi skrifaði:Hah! Auðvitað átti maður að fletta upp á timarit.is til að rifja upp
Hér eru forritapakkarnir góðu sem ég var að tala um. Þessi tiltekna auglýsing er frá 1992 en þær voru birtar reglulega í mörg ár.
gamlarauglysingar.png
Gaman að þessu - þessir Sega Mega leikir eru um 15.140 kr. á verðlagi dagsins í dag.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 15:32
af dandri
Var nokkrum árum of ungur til að kaupa warez en þetta minnti mig á þegar ég fékk fyrstu 256kb ADSL tenginguna og var alltaf á irc að downloada þar, með 20GB harðan disk sem var alltaf fullur þannig ég var alltaf að skrifa það sem ég downloadaði á diska
Good times
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 15:41
af kiddi
blitz skrifaði:Gaman að þessu - þessir Sega Mega leikir eru um 15.140 kr. á verðlagi dagsins í dag.
Það mætti þá samt segja að leikir hafi lækkað töluvert í verði, því ég gróf einmitt upp smáauglýsingu frá sjálfum mér frá 1996 þar sem ég er að selja tölvu sem ég keypti 1993 fyrir fermingarpeninga og 2 ár af dósasöfnun eða um 120þ. - mér finnst hæpið að ég hafi eytt ígildi 500þ. á þeim tíma í tölvu, verandi fermingarpjakkur
PS. Þú ert ekki tengdur Blitz BBS sem mig rámar í að hafi verið til á Íslandi í gamla daga? Sem keyrði einmitt PCBoard og var helvíti 'leet
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 16:37
af blitz
kiddi skrifaði:blitz skrifaði:Gaman að þessu - þessir Sega Mega leikir eru um 15.140 kr. á verðlagi dagsins í dag.
Það mætti þá samt segja að leikir hafi lækkað töluvert í verði, því ég gróf einmitt upp smáauglýsingu frá sjálfum mér frá 1996 þar sem ég er að selja tölvu sem ég keypti 1993 fyrir fermingarpeninga og 2 ár af dósasöfnun eða um 120þ. - mér finnst hæpið að ég hafi eytt ígildi 500þ. á þeim tíma í tölvu, verandi fermingarpjakkur
PS. Þú ert ekki tengdur Blitz BBS sem mig rámar í að hafi verið til á Íslandi í gamla daga? Sem keyrði einmitt PCBoard og var helvíti 'leet
Ekki svo frægur - þetta er nick sem ég tók upp eflaust 1999/2000 í AQ og CS.
Nafnið kom af þessu coveri sem ég var með við höndina
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 16:47
af KjartanV
blitz skrifaði:kiddi skrifaði:blitz skrifaði:Gaman að þessu - þessir Sega Mega leikir eru um 15.140 kr. á verðlagi dagsins í dag.
Það mætti þá samt segja að leikir hafi lækkað töluvert í verði, því ég gróf einmitt upp smáauglýsingu frá sjálfum mér frá 1996 þar sem ég er að selja tölvu sem ég keypti 1993 fyrir fermingarpeninga og 2 ár af dósasöfnun eða um 120þ. - mér finnst hæpið að ég hafi eytt ígildi 500þ. á þeim tíma í tölvu, verandi fermingarpjakkur
PS. Þú ert ekki tengdur Blitz BBS sem mig rámar í að hafi verið til á Íslandi í gamla daga? Sem keyrði einmitt PCBoard og var helvíti 'leet
Ekki svo frægur - þetta er nick sem ég tók upp eflaust 1999/2000 í AQ og CS.
Ahh AQ. Tók einn leik núna rétt fyrir jól, svakalega er þetta skemmtilegur leikur. Finnarnir eru enn að spila hann.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 18:15
af Hannesinn
Haha, gaman að þessu. Ég skrifaði leiðbeiningarskrá varðandi afþjöppun og notkun á hjálparforritum sem endaði á mörgum þessara warez geisladiska. Hún var skrifuð fyrir vinahópinn, en endaði lítillega breytt á geisladiskum frá allavega nokkrum sem voru að selja þetta.
Sjálfur keypti ég diskabrennara mjög snemma. Keypti hann seinni part ársins '96 í lítilli tölvuverslun sem var í Glæsibæ, og ef ég man rétt kostaði kvikindið um 75 þús. sem var ekki langt undir mánaðarlaununum á þessum tíma. Tómir geisladiskar kostuðu þá frá 1100-1500 kall, og voru mjög gjarnir á að skemmast. Þetta var svo viðkvæmt, að á tímabili þegar ég setti brennslu í gang, þá smellti ég á takkann á tölvunni, sem var 100MHz Hyundai frá Tæknival, tipplaði á tánum framhjá tölvunni út úr herberginu og beið frammi í 40 mín. eftir að þetta kláraðist.
Alger veisla til að búa til mixdisk með tónlist. Geisladiskur með lögum eftir eigin höfði í fullum gæðum? Þekktist ekki þarna. Og það var engin smá vinna heldur. MP3 var ekki komið á þessum tíma og einn diskur af wav skrám tók meira en helminginn af öllu diskplássi í tölvunni. Algeng stærð á hörðum diskum var þarna í kringum 1200MB og geisladiskur rúmaði 650MB. Svo maður tali nú ekki um að maður gat skrifað marga tugi tölvuleikja á einn geisladisk.
Eftirá að hyggja, þegar ég les þetta yfir, þá sé ég að það er auðvelt að lesa það út að ég hafi verið að selja þetta sjálfur. Get þó sagt, með góðri samvisku, að svo var þó ekki. Ég þorði því aldrei, haha.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 19:48
af netkaffi
Í tveimur bæjarfélögum sem ég dvaldi í sirka 1998 voru strákar á svipuðum aldri og ég að bjóða upp á þetta. Þetta var svaka díll fyrir lítinn pening m.v. ef maður hefði keypt leikina úti í búð. Akkúrat 1000-2000 kall eftir fjölda leikja held ég. Selfossi og Hafnarfirði. Hafði ekki hugmynd um að þetta væri til fyrr en allt í einu var þetta í boði.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 20:10
af ZiRiuS
Svona óháð warez og þannig að þá kynntist ég ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki á ircinu, bæði íslensku og erlendu eitthvað rétt fyrir aldamótin og þangað til ircið dó. Fólk sem ég er ennþá í samskiptum við, tala nú ekki um þegar CS varð stórt á Íslandi. Örugglega eins og einhverjir hérna að þá átti ég ekki góða barnæsku útaf einelti í skóla og ég get svarið það að ég veit ekki hvort ég hefði komist yfir það ef ég hefði ekki kynnst ircinu og öllu tengt því. Ótrúleg reynsla sem ég mun aldrei gleyma.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Mið 08. Jan 2020 21:41
af mort
Hver man ekki eftir Global Mutiny
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 12:15
af zetor
ZiRiuS skrifaði:Svona óháð warez og þannig að þá kynntist ég ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki á ircinu, bæði íslensku og erlendu eitthvað rétt fyrir aldamótin og þangað til ircið dó. Fólk sem ég er ennþá í samskiptum við, tala nú ekki um þegar CS varð stórt á Íslandi. Örugglega eins og einhverjir hérna að þá átti ég ekki góða barnæsku útaf einelti í skóla og ég get svarið það að ég veit ekki hvort ég hefði komist yfir það ef ég hefði ekki kynnst ircinu og öllu tengt því. Ótrúleg reynsla sem ég mun aldrei gleyma.
gott að fá þennann vinkil líka, margir sem deila sömu reynslu.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 12:24
af GuðjónR
mort skrifaði:Hver man ekki eftir Global Mutiny
Búinn að sjá Halt&Catch Fire ?
https://www.imdb.com/title/tt2543312/?ref_=fn_al_tt_1
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 12:52
af appel
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 14:38
af akarnid
Árið rétt byrjað og strax kominn good times upprifjanaþráður ársins. Frábær lesning allesammen.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 21:55
af DaRKSTaR
kiddi skrifaði:Hah! Auðvitað átti maður að fletta upp á timarit.is til að rifja upp
Hér eru forritapakkarnir góðu sem ég var að tala um. Þessi tiltekna auglýsing er frá 1992 en þær voru birtar reglulega í mörg ár.
gamlarauglysingar.png
hehe, einar kallinn var með þennann bbs og ég man sérstaklega hvað hann var pirraður, hann átti að vera kominn með geysladrif í hendur á þessum tíma og auglýsti sig eftir því, ég fékk drif í hendurnar strax eftir þessa helgi og og henti í auglýsingu minnir mig í næstu helgi og notaði sömuleiðis þetta: loksins, loksins!, hann var alveg gáttaður á þessu að ég væri kominn með geysladrif á undann honum.
hinsvegar er merkilegi parturinn af þessari sögu sá að ég fékk drifið í hendur á mánudeginum, hringi í kallinn og um leið og hann svaraði heyrði ég svakaegan hvell í gegnum símann eins og einhver hefði skotið af haglabyssu, málið var að það var smá sprúnga í tölvuskjánum sem hann sat við og þegar ég hringi stendur hann upp og svarar símanum og á sama tíma sprakk tölvuskjárinn, hefði ég ekki hringt væri hann dauður, fór til hans 1995 og þá sýndi hann mér hvernig veggurinn leit út bakvið stólinn sem hann sat í, var allur tættur, var sumarhús í raun og veru sem hann bjó í bakvik eden í hveragerði, pabbi hans átti eden.
þetta var flottur buisness hjá honum, minnir að hann hafi haft 40 símalínur sem þótti bara snar galið á þessum tíma.
hinsvegar má segja að það sem maður sakni mest af þessu öllu í dag sé eden, var einhver sjarmi yfir þessum stað, maður stoppaði alltaf þarna þegar
maður átti leið framhjá þó það væri ekki nema bara til að fá sér eina kók í gleri.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fim 09. Jan 2020 22:03
af kiddi
DaRKSTaR skrifaði:hinsvegar má segja að það sem maður sakni mest af þessu öllu í dag sé eden, var einhver sjarmi yfir þessum stað, maður stoppaði alltaf þarna þegar maður átti leið framhjá þó það væri ekki nema bara til að fá sér eina kók í gleri.
Já það kallast „vin í eyðimörkinni“, ég sakna Eden líka þó ég sé sennilega eitthvað aðeins yngri. Gaman að þessari sögu
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 02:23
af emil40
Ég man vel eftir þessum tímum frábær tími í minningunni
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 08:06
af Jón Ragnar
ZiRiuS skrifaði:Svona óháð warez og þannig að þá kynntist ég ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki á ircinu, bæði íslensku og erlendu eitthvað rétt fyrir aldamótin og þangað til ircið dó. Fólk sem ég er ennþá í samskiptum við, tala nú ekki um þegar CS varð stórt á Íslandi. Örugglega eins og einhverjir hérna að þá átti ég ekki góða barnæsku útaf einelti í skóla og ég get svarið það að ég veit ekki hvort ég hefði komist yfir það ef ég hefði ekki kynnst ircinu og öllu tengt því. Ótrúleg reynsla sem ég mun aldrei gleyma.
Ég er 100% sammála. Ein af mínum fyrstu alvöru kærustum kynntist ég á #iceland minnir mig, Einnig kynntist maður fullt af fólki þarna sem eru ennþá vinir mans í dag
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 09:46
af urban
DaRKSTaR skrifaði:
þetta var flottur buisness hjá honum, minnir að hann hafi haft 40 símalínur sem þótti bara snar galið á þessum tíma.
Mér þætti það álíka galið í dag svo sem
DaRKSTaR skrifaði:hinsvegar má segja að það sem maður sakni mest af þessu öllu í dag sé eden, var einhver sjarmi yfir þessum stað, maður stoppaði alltaf þarna þegar
maður átti leið framhjá þó það væri ekki nema bara til að fá sér eina kók í gleri.
Ísland tapaði miklu þegar að eden brann.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 10:05
af mikkimás
Var ekkert meiri tölvugæji þá frekar en nú.
Man bara eftir að hafa keypt Quake 2 á 1500 kr. af skólafélaga í grunnskóla.
Leikur sem ég spilaði í ræmur. Tónlistin í leiknum var ekki af síðri endanum. Hún var bara ólæst inn á disknum og nægði c/p.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 10:09
af mikkimás
rapport skrifaði:Þar sem ég var Macintosh maður þá verslaði maður við PostMac og fékk diskettur með ýmsu dóteríi sent öðru hvoru.
p.s. hver man eftir að hafa lesið smáugslýsingarnar í leit að góðum díl?
Capture.JPG
20MB harður diskur?
Hvað er þetta gömul auglýsing?
Mig minnir af fyrsta tölvan mín 1997 hafi verið með 300MB hörðum diski.
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Fös 10. Jan 2020 10:20
af CendenZ
Góðir tímar, fór með á haugana fyrir jól zip drif og kassa af warez diskum. Þvílík gull á sínum tíma, man þegar ég fór 13 eða 14 ára í strætó niður í bæ að sækja 2x warez diska í mitt fyrsta skipti. Mér leið eins og ég væri glæpamaður, þvílík spenna í loftinu. Hittumst í kringlunni eins og dópsalar og skiptum á peningum og diskum
Fékk svo Blood, Quake II, Carmageddon, GTA, Hexen, Postal og einhvern byggingaleik. Svo bað ég um að fylla rest af klámi
Djöfulsins veisla þennan vetur
Re: Þegar ég pantaði warez af irkinu í lok síðustu aldar
Sent: Lau 11. Jan 2020 16:25
af Climbatiz
ég kom inní þennan heim um seinni part 90s, fékk senda diska að utan með allskonar dóti sem ég dreifði á netinu, þó ég seldi einu sinni geisladisk með warez-i til einhvers á landinu (CD skrifarinn sem ég átti kostaði yfir 20þús á þeim tíma, las á 4x og skrifaði á 2x hehe), þetta var samt á tímabili þar sem DSL var að fara koma inn þannig eftir það var mar bara með ftp server á irkinu og svo seinna tengdur DC(++), ólíkt flestum sem voru mikið að deila á þessu tímabili þá fór ég aldrei út úr þeim heimi og er enn á warez rásum á irkinu ;} (sem eru nú í dag mest megnis bara dauðar rásir með fólki sem hættir aldrei IRC hehe)
smá flashback fyrir þá sem muna eftir Mínus IRC servernum
Session Start: Sat Jul 20 00:00:01 2002
Session Ident: #Chat
[00:01] <MOB|hedinn> dabbi... pshyco filename
[00:01] <MOB|hedinn> :)
[00:02] <ISLS|Holy_man> gn
[00:02] <ISLS|Holy_man> sérstaklega þú héðinn
[00:02] <ISLS|Holy_man> ef þú þarf mig mikvægt sendu mér þá bara sms :))
[00:03] <MOB|hedinn> hehe ok :)
[00:03] <MOB|hedinn> gn elskan
http://www.everplanet.tk/chat.minus.20020720.log (humm... gat ekki sent inn sem viðheingi :{ )