Síða 2 af 2
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Mið 24. Júl 2019 18:28
af netkaffi
Starman skrifaði:Þessi "þjónustuver" á Íslandi , frekar mikið rangnefni.
Ja þau eru sko misjöfn. Nova var alltaf með toppþjónustu, bestu sem ég hef upplifað. Svo dalaði það aðeins nýlega fyrir mig persónulega, en ég benti þeim á það og kannski var það bara tilviljun yfir því að það væri óvenju mikið að gera! Þau allavega taka öllum bendingum á almennilegastan máta af þeim öllum finnst mér. Vodafone eru ekki að nenna þessu yfirleitt. Síminn er bara latur authoritarian starfsemi erft af ríkinu, létt að díla við gamalt fólk sem veit ekki betur og er með lágmarkskröfur.
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Lau 27. Júl 2019 14:41
af Starman
Fæ meiri bakþanka eftir því sem ég hugsa meir um þetta, hvað um t.d. SMS frá flugfélugum með mikilvægum upplýsingum varðandi breytingar á flugi ?
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Fös 09. Ágú 2019 16:29
af Sallarólegur
Ég er hjá Hringdu og fæ ekki SMS frá: Google, Amazon, Revolut
Maður þarf greinilega að fara að vera með tvö símanúmer.
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Fös 09. Ágú 2019 17:06
af Revenant
Ég lenti í vandræðum að skrá símann minn hjá
Skånetrafiken (app hjá almenningssamgöngum í suður Svíþjóð) og fékk þau skilaboð frá Símanum að Skånetrafiken væri að senda SMS-in með
óöruggum og óviðurkenndum leiðum og vildu ekkert gera fyrir mig útaf því.
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Sun 11. Ágú 2019 19:06
af natti
Revenant skrifaði:Ég lenti í vandræðum að skrá símann minn hjá
Skånetrafiken (app hjá almenningssamgöngum í suður Svíþjóð) og fékk þau skilaboð frá Símanum að Skånetrafiken væri að senda SMS-in með
óöruggum og óviðurkenndum leiðum og vildu ekkert gera fyrir mig útaf því.
Ef þú myndir biðja Símann um tæknileg detail á afhverju SMS-in komast ekki til skila, s.s. hvað sé óviðurkennt etc, undir því yfirskini að þú viljir koma þeim upplýsingum áleiðis til Skanetrafiken, þá væri kannski hægt að fá betri upplýsingar um hvað vandamálið við þessar SMS sendingar erlendis frá er.
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Sun 11. Ágú 2019 19:35
af braudrist
Kostar ekki helling að fá auðkenningu með SMS-i? Er ekki betra að nota öpp eins og Google Authenticator og Authy?
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Sun 11. Ágú 2019 19:55
af jericho
Er hjá Hringdu og fæ ekki sms frá Google heldur. Svo átti ég von á sendingu frá DHL og þar þurfti ég að skrá mig með sms staðfestingarkóða. Sá kóði barst aldrei
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Sun 11. Ágú 2019 20:54
af HringduEgill
Sallarólegur skrifaði:Ég er hjá Hringdu og fæ ekki SMS frá: Google, Amazon, Revolut
Maður þarf greinilega að fara að vera með tvö símanúmer.
Sælir!
Við finnum svo sannrlega fyrir aukningu í vandamálum með 2FA SMS og höfum verið í beinu sambandi við tæknimenn hjá Símanum. Sjálfur er ég t.d. ekki að fá SMS frá Facebook, Twitter og Mailchimp á meðan kærastan (sem er auðvitað líka hjá Hringdu) lendir ekki í neinum vandræðum. Höfum látið skoða þessi tilvik ítarlega (þar sem SMS berast ekki) og það er 100% staðfest að þau eru ekki að stoppa í SPAM síu. Þau hreinlega berast ekki.
Flest þessara fyrirtækja eru líklega að nota SMS broker til að koma skeytunum áfram og er talið að hann / þeir sé að klikka. Mögulega er þetta tengt einhverjum númeraseríum (bara ágiskun af minni hálfu). Síminn er búinn að vera í samskiptum við erlendan aðila til að finna lausn á þessu en það er að mér vitandi enn sama staða.
Þetta er hrikalega vont við viljum auðvitað bara fá þetta í lag sem allra allra fyrst. Við skráum niður öll tilvik (fyrirtæki, dagsetning og tímasetning) þeirra sem hafa samband við okkur og sendum það áfram á Símann. Hvet ykkur til að hafa samband ef þið eruð að lenda í þessu -- getið sent skilaboð á mig eða hringt í þjónustuverið.
Re: Ebay og Paypal 2FA auðkenning virkar ekki hjá Símanum
Sent: Lau 24. Ágú 2019 13:23
af Sallarólegur
HringduEgill skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Ég er hjá Hringdu og fæ ekki SMS frá: Google, Amazon, Revolut
Maður þarf greinilega að fara að vera með tvö símanúmer.
Sælir!
Við finnum svo sannrlega fyrir aukningu í vandamálum með 2FA SMS og höfum verið í beinu sambandi við tæknimenn hjá Símanum. Sjálfur er ég t.d. ekki að fá SMS frá Facebook, Twitter og Mailchimp á meðan kærastan (sem er auðvitað líka hjá Hringdu) lendir ekki í neinum vandræðum. Höfum látið skoða þessi tilvik ítarlega (þar sem SMS berast ekki) og það er 100% staðfest að þau eru ekki að stoppa í SPAM síu. Þau hreinlega berast ekki.
Flest þessara fyrirtækja eru líklega að nota SMS broker til að koma skeytunum áfram og er talið að hann / þeir sé að klikka. Mögulega er þetta tengt einhverjum númeraseríum (bara ágiskun af minni hálfu). Síminn er búinn að vera í samskiptum við erlendan aðila til að finna lausn á þessu en það er að mér vitandi enn sama staða.
Þetta er hrikalega vont við viljum auðvitað bara fá þetta í lag sem allra allra fyrst. Við skráum niður öll tilvik (fyrirtæki, dagsetning og tímasetning) þeirra sem hafa samband við okkur og sendum það áfram á Símann. Hvet ykkur til að hafa samband ef þið eruð að lenda í þessu -- getið sent skilaboð á mig eða hringt í þjónustuverið.
Ég var að fá 2FA SMS frá Facebook í dag, í fyrsta skiptið frá því 16. nóvember.