rapport skrifaði:
Hvaða áhætta í fasteignakaupum núllast út eða minnkar við að nota bara einhvern löggildan fasteignasala?
Gæti verið að það sé minni áhætta fólgin í að gera hlutina sjálfur?
Áhættan á því að samningurinn sé ólöglegur.
Áhættan á því að pappírsmál séu ekki rétt kláruð minnkar klárlega.
Áhættan á því að lán séu með vissu aflétt af húsum minnkar klárlega.
Sjáðu til, ef að þú þekkir vinnu fasteignasala á bakvið tjöldin, ekkert mál, knock your self out og gerðu þetta sjálfur.
Ég þekki bara hreinlega ekki hvað þeir gera, ég þekki ekki rétta slóð pappírsmálana á bakvið fasteignasölur.
Ég þekki ekki hvert á að snúa mér í hinum og þessum málum, hef engan áhuga á því að fara að eyða fleiri fleiri klukkutímum í að finna það út og standa í veseneninu.
Ég borga frekar fagmanni til þess, sér í lagi þegar að þetta er spurning um upphæð undir 100 þús fyrir 30 - 70 milljóna króna eign.
ÉG treysti mér aftur á móti alveg til þess að lesa yfir samninga áður en ég skrifa undir og grandskoða þá.
Þetta með að fasteignasalinn sé með hagsmuni seljanda að leiðarljósi, vissulega, en helduru að seljandinn sé með þína hagsmuni að leiðarljósi ef að hann vill selja án fasteignasala ?
Nú nefndir þú sjálfur fasteignasala sem að allt stóðst uppá 10 hjá, afhverju ekki að nýta sér svoleiðis þjónustu ?
sjáðu til, þetta snýst ekki um fasteignasalann sjálfann, ég treysti ekki seljandanum eða mér til þess að hafa viðskipti með tug milljóna króna eign, stærstu fjárfestingu í lífi mínu til þess að vera 100% rétt gerða án aðkomu fagmanna.
En ég treysti mér alveg til þess að fara yfir samninga sem að fagmenn hafa gert, ég treysti mér alveg fullkomlega til þess að láta leiðrétta villur ef að gerðar hafi verið.
Þetta með gallamálin sem að þú komst inná síðast.
Það er ekkert sem að bannar þér að hafa samband við seljanda þrátt fyrir að fasteignasalinn sé í spilunum, reyndar alveg fáránlegt ef að þú gerir það ekki.
Ég er semsagt ekki að segja að öll samskipti þín við seljanda eigi að fara í gegnum fasteignasala, mér finnst bara svo einstaklega vitlaust að ætla að sleppa honum.
Mossi__ skrifaði:Just sayin.
Bróðir minn keypti í Kanada. Þar (mögulega annars staðar líka en ég þekki það ekki) er það þannig að Seljandinn hefur sinn fasteignasala og Kaupandinn sinn, svona sem umboðsmenn. Svo reyna þeir að komast að hagstæðustu viðskiptum fyrir alla aðila, en þó eru Seljandi og Kaupandi auðvitað með ákvörðunarvald.
Þegar ég keypti.. þá hefli ég alveg getað notað góðs af þannig fyrirkomulagi. Eeeeen það reddaðist.. með herkjum.
Ekkert sem að bannar þér að ráða fasteignasala eða lögfræðing til þess að sjá um þína hlið á málunum sem kaupandi.