arnarj skrifaði:
Lögfræðingurinn benti mér á eins og ég er að gera að það er rangt að nota orðalagið úrskurður eins og þú gerir hér eins og í fyrri pósti, seljandi er ekki á neinn hátt skyldugur að fara eftir ÁLITI nefndarinnar.
Ritgerðin sem frappsi bendir á er mjög áhugaverð, og maður spyr sig hvort það væri ekki ráð að gera niðurstöður nefndarinnar bindandi, þá allavega fyrir ágreininga upp að einhverri X krónutölu, s.s. 500þús.
GuðjónR skrifaði:
Til dæmis hvernig bílaumboðin haga sér, bjóða 2-3-7 ára ábyrgð, en gegn hverju? Að þú komir með bílinn á hverju einasta ári í rándýrar skoðanir og allt sem hugsanlega er að bila eða er orðið slitið er lagað á þinn kostnað. Þegar upp er staðið þá ertu kannski búinn að borga hálfa milljón í eitthvað skoðunarkjaftæði til að viðhalda einhverri ímyndaðir ábyrgð sem er svo engin ábyrgð. Þetta ætti að banna.
Þessi svokallaða "ábyrgð" er einmitt eitt mesta peningaplokk sem íslenskir neytendur eru plataðir út í. Oft á tíðum kosta þessar árlegu "skoðanir" þeirra 50-100 þ. í hvert skipti.
Eitthvað sem venjulegt verkstæði rukkar 20-30 kall fyrir.
Bílar falla svo sannarlega undir þessa 5 ára reglu hvort sem er.
Fór í eins árs skoðun með minn Hyundai í desember. Kostaði rétt undir 20k og þeir smurðu hann ásamt því að skipta um loftsíu. Þeir skutluðu mér líka þangað sem ég þurfti að fara. Get ekki kvartað.