Síða 2 af 3

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 01:11
af Kull
FriðrikH skrifaði:Ég vil nú vekja athygli á því að þau gjöld sem tekin eru af eldsneyti (olíugjald, bensíngjald og kílómetragjald) og eru eyrnamerkt uppbyggingu í vegagerð renna svo sannanlega öll til rekstur Vegagerðarinnar, útgjöld vegagerðarinnar eru reyndar um 5-7 milljörðum hærri en þessi gjöld, ríkið greiðir það sem upp á vantar úr sameiginlegu sjóðunum okkar.

Ástæðan fyrir þessum misskilningin er að ég held endalaus áróður Bílgreinasambandsins, FÍB og fleiri hagsmunaaðila sem þreytast ekki á að tala um að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti fari ekki öll til viðhalds á gatnakerfinu. Málið er að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti er bara alls ekki öll eyrnamerkt viðhaldi á gatnakerfinu. Mestar tekjur fær ríkið af virðisaukaskatti og vörugjöldum, þau eru alls ekki eyrnamerkt vegagerð. VSK er almennur skattur og er aldrei eyrnamerktur ákveðnum útgjaldaliðum. Svo er það kolefnisgjaldið, það á ekki heldur að renna í kostnað vegna vegagerðar.

Með tilliti til þessa hef ég engar ástæður til annars en að ætla að vegtollar myndu renna til framkvæmda og þannig geta flýtt fyrir framkvæmdum í vegakerfinu sem annars væri ekki hægt að ráðast í fyrr en töluvert seinna. Er almennt hlynntur vegtollum, mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem nota þjónustuna mest greiði meira fyrir hana (fyrir utan menntun og heilbrigðiskerfið).

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar: https://www.althingi.is/altext/146/s/1075.html
Það er ekki neitt af þessum gjöldum eyrnamerkt til Vegagerðarinnar, þetta fer allt beint í ríkissjóð. Ríkið ákveður bara hversu háa upphæð málaflokkurinn sem Vegagerðin er undir fær á hverju ári í fjárlögum.

Breytir því ekki að tekjur ríkisins af öllum þessum gjöldum, hvort þau séu bensínsgjald, bifreiðagjald, kolefnisgjald, virðisauki af þeim eða hvað það er kallað eru tæplega tvöfalt hærri en fer til vegagerðarinnar.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 03:00
af DJOli
Skiptir ekki máli hvernig er á litið, stór hluti þessa fés er að fara í vasa einhverra helvítis vesalinga sem sitja á bakvið falleg borð, og þurfa ALDREI að svara til saka fyrir það af hverju þeir eru með milljón(ir) á mánuði fyrir starf sem væri þess vegna hægt að dreifa á milli fjögurra einstaklinga sem eru með meðallaun.

Það er EKKERT réttlætt í þessu landi, ekki rassgat. Það er aldrei með almennilegu móti sýnt fram á ástæður fyrir því af hverju hlutirnir eru gerðir svona en ekki hinsegin, hví peningar fara í hitt, en ekki þetta, og af hverju.

Þetta skítaland er byggt á spillingu frá a til ö, og það er ekki að fara að breytast á næstunni.

Sorrymemmig, en ég er bara kominn með upp í kok á þessu skeri, og ætla mér að flytja í burtu á næstu 1-2 árum.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 08:46
af Sallarólegur
FriðrikH skrifaði:Ég vil nú vekja athygli á því að þau gjöld sem tekin eru af eldsneyti (olíugjald, bensíngjald og kílómetragjald) og eru eyrnamerkt uppbyggingu í vegagerð renna svo sannanlega öll til rekstur Vegagerðarinnar, útgjöld vegagerðarinnar eru reyndar um 5-7 milljörðum hærri en þessi gjöld, ríkið greiðir það sem upp á vantar úr sameiginlegu sjóðunum okkar.
Hvaðan færðu þær upplýsingar?

Árið 2016 greiddu bifreiðaeigendur töluvert meira en framlög til Vegagerðarinnar. Að sjálfsögðu teljum við með virðisaukaskatt af olíu sem fer til ríkisins.

Um 60% af bensínlítranum fer til ríkisins.

Vegtollar eru reyndar góð leið til að fá ferðamenn til að greiða niður vegagerð... það er ágætis punktur. Það þarf samt að endurskoða þetta skattkerfi á Íslandi alveg frá A-Ö til einföldunar.

https://www.althingi.is/altext/146/s/1075.html

https://www.si.is/media/_eplica-uppsetn ... pdf#page=3

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 08:55
af FriðrikH
Kull skrifaði: Breytir því ekki að tekjur ríkisins af öllum þessum gjöldum, hvort þau séu bensínsgjald, bifreiðagjald, kolefnisgjald, virðisauki af þeim eða hvað það er kallað eru tæplega tvöfalt hærri en fer til vegagerðarinnar.
Af hverju er alltaf verið að tönglast á því að virðisaukaskattur af bílum og eldsneyti fari ekki í vegaframkvæmdir. Þetta er almennur skattur sem á bara að renna í ríkissjóð.
Vegagerð er óheyrilega dýr og að bera framkvæmdir í dag saman við framkvæmdir í kring um seinna stríð er eins og að bera saman kostnaðinn af vasareikni og high-end tölvu.
Vegagerð í dag á mjög lítið skylt með því sem var í kring um seinna stríð, þá voru nánast engir þungaflutningar á þjóðvegunum og burðarvirki vega (sem er dýrasti parturinn af lagningu þeirra) var bara sýnishorn af því sem gerðar eru kröfur um í dag.

Staðreyndirnar í þessu máli eru einfaldlega þær að tekjur ríkisins af eldsneyti sem hefur verið gefið út að eigi að fara til viðhalds á þjóðvegakerfinu fara þangað.
Virðisaukaskattur, tollar og vörugjöld fara svo þangað sem þau eiga að fara.... í ríkissjóð og ekki eyrnamerkt neinum útgjaldalið fremur en öðrum.
Sallarólegur skrifaði: Árið 2016 greiddu bifreiðaeigendur 10.000 milljónum meira en framlög til Vegagerðarinnar.
Þarna ert þú einmitt að horfa á eftirfarandi gjöld og skatta sem eru alls ekki eyrnamerkt Vegagerðinni eins og kolefnisgjald, virðisaukaskatt og vörugjöld.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 09:19
af gotit23
er að reyna horfa á þetta með opnum huga,
(núna fáum við mögulega fleiri tegundir af strái ;) ) \:D/

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 13:42
af jericho
russi skrifaði:Halló 1984!
Slaka á paranoiunni

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 14:01
af g0tlife
Eitt sem ég hef aldrei skilið. Afhverju setjum við ekki komugjald hérna á Íslandi eins og aðrar þjóðir ? Hver farmiði hingað hækkar um nokkra 100 kalla og sá peningur væri eyrnamerktur í vegi, salerni og fleira á Íslandi. Hinsvegar eru við með næturgjald eða eitthvað álíka sem þýðir að stór hópur ferðamanna borgar því eitt gjald (1x per herbergi) í staðinn.

Svo mikil heimska og hvað með þá sem aldrei ferðast sem eru margir. Með þessum vegtollum mun smá partur þjóðarinnar halda uppi vegakerfinu ?

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 14:17
af Mossi__
Vegakerfi Íslands í boði Hveró, Selfoss og Suðurnesjanna.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 14:25
af THEBROKENONE
FriðrikH skrifaði: Ég vil nú vekja athygli á því að þau gjöld sem tekin eru af eldsneyti (olíugjald, bensíngjald og kílómetragjald) og eru eyrnamerkt uppbyggingu í vegagerð renna svo sannanlega öll til rekstur Vegagerðarinnar, útgjöld vegagerðarinnar eru reyndar um 5-7 milljörðum hærri en þessi gjöld, ríkið greiðir það sem upp á vantar úr sameiginlegu sjóðunum okkar.

Ástæðan fyrir þessum misskilningin er að ég held endalaus áróður Bílgreinasambandsins, FÍB og fleiri hagsmunaaðila sem þreytast ekki á að tala um að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti fari ekki öll til viðhalds á gatnakerfinu. Málið er að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti er bara alls ekki öll eyrnamerkt viðhaldi á gatnakerfinu. Mestar tekjur fær ríkið af virðisaukaskatti og vörugjöldum, þau eru alls ekki eyrnamerkt vegagerð. VSK er almennur skattur og er aldrei eyrnamerktur ákveðnum útgjaldaliðum. Svo er það kolefnisgjaldið, það á ekki heldur að renna í kostnað vegna vegagerðar.

Með tilliti til þessa hef ég engar ástæður til annars en að ætla að vegtollar myndu renna til framkvæmda og þannig geta flýtt fyrir framkvæmdum í vegakerfinu sem annars væri ekki hægt að ráðast í fyrr en töluvert seinna. Er almennt hlynntur vegtollum, mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem nota þjónustuna mest greiði meira fyrir hana (fyrir utan menntun og heilbrigðiskerfið).

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar: https://www.althingi.is/altext/146/s/1075.html
Sameiginlegir sjóðir okkar ættu að vera nýttir í að viðhalda og bæta sameiginlega vegi okkar. Og Ökumenn skila nú þegar talsvert meira í þessa sjóði heldur en tekið er úr þeim til að þjónusta vegakerfið.
Þeir sem greiða mestu skattana og gjöldin tengd vegakerfinu eru þeir sem keyra mest nú þegar þannig þú ert ekki að tala fyrir því a fólk greiði fyrir notkun heldur ertu að tala fyrir því að rukka vissa hópa aukalega fyrir afnot af sameiginlegum vegum landsins. Þetta er ekkert annað en aukin skattheimta á fólk sem býr utan höfuborgarsvæðisins en vinnur þar.

En myndir þú ekki styðja tillögu mína að þeir sem greitt hafa lítið sem ekkert í þessi tollahlið fái ekki að keyra á vegunum sem byggjast fyrir peninginn sem safnast? Mér finnst eðlilegt að þeir sem greiða lítið sem ekkert fyrir þessar sér framvkæmdir fái ekki að nóta góðs af þeirri þjónustu.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 20. Des 2018 16:33
af rapport
Mér þætti sanngjarnara að hækka hátekjuskatt, að hafa sama skatt á tekjur og fjármagnstekjur ofl. ofl.

Númer 176 í röðinni er að setja nýtt gjald, vegtolla á almenning.

p.s. ég mundi vilja að það yrði settur skattur á "afslætti" t.d. fjármagnstekjuskattur, því að það er óþolandi að heyra hvernig fólki og fyrirtækjum er mismunað með afsláttarkjörum.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fös 21. Des 2018 15:24
af FriðrikH
THEBROKENONE skrifaði: Sameiginlegir sjóðir okkar ættu að vera nýttir í að viðhalda og bæta sameiginlega vegi okkar. Og Ökumenn skila nú þegar talsvert meira í þessa sjóði heldur en tekið er úr þeim til að þjónusta vegakerfið.
Þeir sem greiða mestu skattana og gjöldin tengd vegakerfinu eru þeir sem keyra mest nú þegar þannig þú ert ekki að tala fyrir því a fólk greiði fyrir notkun heldur ertu að tala fyrir því að rukka vissa hópa aukalega fyrir afnot af sameiginlegum vegum landsins. Þetta er ekkert annað en aukin skattheimta á fólk sem býr utan höfuborgarsvæðisins en vinnur þar.

En myndir þú ekki styðja tillögu mína að þeir sem greitt hafa lítið sem ekkert í þessi tollahlið fái ekki að keyra á vegunum sem byggjast fyrir peninginn sem safnast? Mér finnst eðlilegt að þeir sem greiða lítið sem ekkert fyrir þessar sér framvkæmdir fái ekki að nóta góðs af þeirri þjónustu.
Hvernig færðu það út að ökumenn greiði meira í sameiginlega sjóði en þeir taka úr þeim?
Ég geng út frá því að við séum sammála um að taka virðisaukaskatt ekki með í þá útreikninga þar sem virðisaukaskattur er greiddur af nánast allri vöru og þjónustu fyrir utan heilbrigðisþjónustu.
Við ættum þá væntanlega að taka tillit til afleidds kostnaðar vegna umferðarinnar, slys, ótímabær dauðsföll og kostnaður sem fellur á heilbrigðiskerfið vegna mengunar o.s. frv.
Við höfum það þá e.t.v. líka til hliðsjónar að það er óhemju dýrt fyrir samfélagið að kaupa alla þessa bíla og eldsneyti, þetta er allt greitt með gjaldeyri sem fer úr landi og hefur töluverð áhrif á viðskiptajöfnuð landsins.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fös 21. Des 2018 17:13
af everdark
Það má ekki gleyma því að eldsneytisskattur er hefðbundinn Pigovian skattur á mengun, ekki á akstur. Hið sama má segja um bifreiðagjöld. Það væri því óeðlilegt að þessi álagning rynni að öllu leyti til vegagerðar.

Vegtollar eru eins sanngjörn gjaldtaka og hægt er að ímynda sér, þar sem notendur þjónustunnar greiða fyrir hana. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í Hvalfjarðargöngunum, þrátt fyrir gamaldags aðferðir við gjaldtöku. Við þurfum ekki að leita langt til að finna góða fyrirmynd í þessum efnum, enda eru norðmenn miklir snillingar í málefnum og framkvæmd vegtolla.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 10:29
af jericho
jericho skrifaði:Hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga alla leið og notast við gervihnattamiðaðar lausnir. Setja box í alla bíla, sem mæla vegalengd, tíma dags og staðsetningu, reikna svo út eitt verð og svo senda upphæðina á yfirvöld sem myndu senda rukkun (ekki senda nein önnur gögn vegna persónuverndarsjónarmiða). Svo yrði gögnunum eytt úr boxinu eftir X tíma. Þannig myndi hver og einn borga fyrir akkúrat það sem hann keyrir. Bílar sem menga mikið borga meira per kílómeter en bílar sem menga lítið. Hægt væri líka að nota þetta sem stýritæki, t.d. að það sé dýrara að keyra á álagstímum, það sé dýrarar að keyra í borgum/bæjum en úti á landi, eða því um líkt.
Forstjóri norsku Persónuverndar skrifaði í gær að þeir væru hlynntir gervihnattamiðuðum lausnum í stað tollhliða (sem eru í eðli sínu gamaldags og ósanngjörn gjaldtaka). Hann nefnir að vista gögnin í tækjunum, sem sjá um útreikning á upphæðum, og aðeins upphæðin verður send yfirvöldum. Þetta ætti því að lægja öldur þeirra sem hafa hæst uppi um persónuverdnarsjónarmið, þegar Persónuvernd er fylgjandi þessu. Vonandi nær þetta til stjórnvalda á Íslandi og þau stíga skref til framtíðar með því að notast við gervihnattamiðaðar lausnir í stað gjaldhliða.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 12:24
af bigggan
Big data að fylgjast með hvert þú ferð og er að gera alla daga ársins, næst á dagskrá þá verður þú rukkaður samtimis straks þú ert komin yfir leyfðum hámarkshraði i eina sekúndu, sektin bíður i heimabánkan þegar þú ert kominn heim... nei takk, frekar mundi ég borga á veghlíð með seðla en að fara i svoðleiðs batterí...

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 12:36
af worghal
bigggan skrifaði:Big data að fylgjast með hvert þú ferð og er að gera alla daga ársins, næst á dagskrá þá verður þú rukkaður samtimis straks þú ert komin yfir leyfðum hámarkshraði i eina sekúndu, sektin bíður i heimabánkan þegar þú ert kominn heim... nei takk, frekar mundi ég borga á veghlíð með seðla en að fara i svoðleiðs batterí...
Mynd

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 13:03
af Mossi__
Bigggan.. lausnin við því er jú að keyra löglega..

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 13:13
af bigggan
Var að bíða eftir þessu kommenti :P

Og fyrir han sem svaraði undir, hefur þú aldrei farið yfir lögleg hraða örskama tíma af einvherjum ástæða? td vegna framúrakstur eða annað?

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 15:02
af OverSigg
worghal skrifaði:
bigggan skrifaði:Big data að fylgjast með hvert þú ferð og er að gera alla daga ársins, næst á dagskrá þá verður þú rukkaður samtimis straks þú ert komin yfir leyfðum hámarkshraði i eina sekúndu, sektin bíður i heimabánkan þegar þú ert kominn heim... nei takk, frekar mundi ég borga á veghlíð með seðla en að fara i svoðleiðs batterí...
Mynd
Ég meina það eru margir að missa sig yfir hversu mikið er fylgst með nethegðun fólks. Ég held að ef að það færu einhverjir gervihnettir að tracka bíla á vegum þá endar það einn daginn þannig að Goolge eða einhver sambærilegur leigir svona hnetti út á gjafaprís og tekur gögnin um þig í leiðinni eins og er gert á netinu

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 18:58
af ingibje
FriðrikH skrifaði:
THEBROKENONE skrifaði: Sameiginlegir sjóðir okkar ættu að vera nýttir í að viðhalda og bæta sameiginlega vegi okkar. Og Ökumenn skila nú þegar talsvert meira í þessa sjóði heldur en tekið er úr þeim til að þjónusta vegakerfið.
Þeir sem greiða mestu skattana og gjöldin tengd vegakerfinu eru þeir sem keyra mest nú þegar þannig þú ert ekki að tala fyrir því a fólk greiði fyrir notkun heldur ertu að tala fyrir því að rukka vissa hópa aukalega fyrir afnot af sameiginlegum vegum landsins. Þetta er ekkert annað en aukin skattheimta á fólk sem býr utan höfuborgarsvæðisins en vinnur þar.

En myndir þú ekki styðja tillögu mína að þeir sem greitt hafa lítið sem ekkert í þessi tollahlið fái ekki að keyra á vegunum sem byggjast fyrir peninginn sem safnast? Mér finnst eðlilegt að þeir sem greiða lítið sem ekkert fyrir þessar sér framvkæmdir fái ekki að nóta góðs af þeirri þjónustu.
Hvernig færðu það út að ökumenn greiði meira í sameiginlega sjóði en þeir taka úr þeim?
Ég geng út frá því að við séum sammála um að taka virðisaukaskatt ekki með í þá útreikninga þar sem virðisaukaskattur er greiddur af nánast allri vöru og þjónustu fyrir utan heilbrigðisþjónustu.
Við ættum þá væntanlega að taka tillit til afleidds kostnaðar vegna umferðarinnar, slys, ótímabær dauðsföll og kostnaður sem fellur á heilbrigðiskerfið vegna mengunar o.s. frv.
Við höfum það þá e.t.v. líka til hliðsjónar að það er óhemju dýrt fyrir samfélagið að kaupa alla þessa bíla og eldsneyti, þetta er allt greitt með gjaldeyri sem fer úr landi og hefur töluverð áhrif á viðskiptajöfnuð landsins.
ég er sammála með vsk enn þó hann sé tekinn út fyrir sviga þá erum við bíla eigendur samt að borga miklu meiri skatt enn samborgarar okkar, það sést svart á hvítu á línuritinu fyrir ofan.

Svona tilfinningarúnk með ótímabær dauðsföll og annað eru allveg fáránleg.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 21:08
af FriðrikH
ingibje skrifaði:
ég er sammála með vsk enn þó hann sé tekinn út fyrir sviga þá erum við bíla eigendur samt að borga miklu meiri skatt enn samborgarar okkar, það sést svart á hvítu á línuritinu fyrir ofan.

Svona tilfinningarúnk með ótímabær dauðsföll og annað eru allveg fáránleg.
Ósammála, þú vilt líta til allra skatta sem koma bílum og akstri við (þó e.t.v. ekki virðisaukaskatts), þeir skattar duga alls ekki fyrir rekstri vegakerfisins og nýrra framkvæmda. Kostnaður vegagerðarinnar (sem fer langleiðina með að dekka þetta allt) er bara einn partur af kostnaði við vegakerfið allt. Inni í þeim tölum er t.d. ekkert af kostnaði við rekstur gatnakerfis innan sveitarfélaganna sem er töluverður og eins og staðan er í dag er sá kostnaður fjármagnaður með útsvari sveitarfélagana, sem allir greiða óháð því hvað þeir keyra mikið (eða hvort þeir keyri yfir höfuð)

Þér finnst kannski hættan sem umferðin skapar og ótímabær dauðsföll af þeim völdum fáránlegt tilfinningarunk, það eru þó örugglega margir sem eru ekki sammála þér hvað það varðar. - Frekar ódýrt að segja svona ef þú spyrð mig, við getum kannski líka bara afgreitt kvartanir fólks yfir sköttum á eldsneyti sem fáránlegt væl og þá ekkert rætt það meira??

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 22:38
af ingibje
FriðrikH skrifaði:
ingibje skrifaði:
ég er sammála með vsk enn þó hann sé tekinn út fyrir sviga þá erum við bíla eigendur samt að borga miklu meiri skatt enn samborgarar okkar, það sést svart á hvítu á línuritinu fyrir ofan.

Svona tilfinningarúnk með ótímabær dauðsföll og annað eru allveg fáránleg.
Ósammála, þú vilt líta til allra skatta sem koma bílum og akstri við (þó e.t.v. ekki virðisaukaskatts), þeir skattar duga alls ekki fyrir rekstri vegakerfisins og nýrra framkvæmda. Kostnaður vegagerðarinnar (sem fer langleiðina með að dekka þetta allt) er bara einn partur af kostnaði við vegakerfið allt. Inni í þeim tölum er t.d. ekkert af kostnaði við rekstur gatnakerfis innan sveitarfélaganna sem er töluverður og eins og staðan er í dag er sá kostnaður fjármagnaður með útsvari sveitarfélagana, sem allir greiða óháð því hvað þeir keyra mikið (eða hvort þeir keyri yfir höfuð)

Þér finnst kannski hættan sem umferðin skapar og ótímabær dauðsföll af þeim völdum fáránlegt tilfinningarunk, það eru þó örugglega margir sem eru ekki sammála þér hvað það varðar. - Frekar ódýrt að segja svona ef þú spyrð mig, við getum kannski líka bara afgreitt kvartanir fólks yfir sköttum á eldsneyti sem fáránlegt væl og þá ekkert rætt það meira??
Hver einasti landsmaður notar gatnakerfið á einn eða annan hátt. fólk borgar meira til samfélagsins ef það notar kerfið meira í formi eldneytis skatta, þú getur ekki litið fram hjá þessu nema þá með tilkomu rafbíla.

hvort sem þú færð far í strætó/rútu/fólksbíl eða neytir/kaupir vöru sem var flutt til þín eða verslunar, þá ertu að nota gatnakerfið. það er bara sanngjarnt að allir taki þátt í því að borga undir það.

Mér finnst þetta tilfinningarúnk því þetta er bara til að afvegaleiða umræðuna og koma henni í einhvað bull.

þetta með gatnamótin og annað er líka sérstakt, hverju ertu að leita eftir? heim þar sem hver einasta hreyfing hjá þér skattlögð, þyrfti að láta kílómetra mælir á hjólið þitt og rukka þig eftir því svo þú værir sáttur? til greiða alla hjólreiðastígana og viðhald? á að fara skattleggja gangandi vegfarendur fyrir sér til gerða göngustíga?

auðvita eru þetta risatölur sem samfélagið borgar í gatnagerð, enda er þetta ein undirstaða landsins, og þeir sem njóta kerfisins borga háar fjárhæðir í það.

mér finnst bílaeigendur borga bara feiki nóg og get því miður ekki séð þessi rök gild hjá þér.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Mið 09. Jan 2019 23:44
af Tbot
Það eru nokkrir fletir á þessu máli.

Einn er sá að það þurfi að gera jarðgöng í gegnum öll fjöll fyrir nokkur þúsund hræður þegar ekkert er gert á höfuðborgarsvæðinu fyrir yfir 100 þús manns.

Hluti af þessum vanda er kjördæma-rúnk aðila eins og Steingríms J og Kristjáns M vegna Vaðlaheiðarganga.

Meðan allir þingmenn Reykjavíkur eru eins og hálfvitar og láta Dag veruleikafyrta rúlla yfir sig og ekkert gerist.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 10. Jan 2019 01:34
af Hook121969
Ekki bara spurning um að setja komugjöld á alla flugumferð ?

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 10. Jan 2019 11:45
af Hauxon
everdark skrifaði:...Vegtollar eru eins sanngjörn gjaldtaka og hægt er að ímynda sér, þar sem notendur þjónustunnar greiða fyrir hana. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í Hvalfjarðargöngunum, þrátt fyrir gamaldags aðferðir við gjaldtöku. Við þurfum ekki að leita langt til að finna góða fyrirmynd í þessum efnum, enda eru norðmenn miklir snillingar í málefnum og framkvæmd vegtolla.
Það er nú ekkert sérlega sanngjarnt við Hvalfjarðargöng. Það mun aldrei nást sátt um að slíka mismunun eftir búsetu. Hver fjölskylda á Akranesi hefur greitt margar milljónir á þessum 20 árum í nefskatt til að borga þessi göng sem nú er búið að gefa ríkinu. Á meðan hefur fólk ekki borgað krónu fyrir afnot af stofnæðum borgarinnar eða á öðrum leiðum inn og út úr borginni. ...svo ekki sé minnst á rugl göng út á landi sem kostuðu 4 falt meira en Hvalfjarðargöng og ársumferð er á við eina viku í Hvalfirðinum.

Hins vegar fagnaði ég Hvalfjarðargöngum þegar þau komu og mun fagna Sundabraut (og borga glaður) verði hún gerð á meðan við erum á lífi.

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Sent: Fim 10. Jan 2019 12:27
af bigggan
Tbot skrifaði:Það eru nokkrir fletir á þessu máli.

Einn er sá að það þurfi að gera jarðgöng í gegnum öll fjöll fyrir nokkur þúsund hræður þegar ekkert er gert á höfuðborgarsvæðinu fyrir yfir 100 þús manns.

Hluti af þessum vanda er kjördæma-rúnk aðila eins og Steingríms J og Kristjáns M vegna Vaðlaheiðarganga.

Meðan allir þingmenn Reykjavíkur eru eins og hálfvitar og láta Dag veruleikafyrta rúlla yfir sig og ekkert gerist.
Ég er samála þer i öllu nema hvað varðar reykjavik, vegagerðinn á stofnæðir i reykjavik og það er rikistjórning sem er ábyrgð fyrir að ekkert sé gert i reykjavik meðan vegkerfið þar er i rústi, á meðan þau setja 20 milljarða i göng fyrir hvað nokkur þúsund mans til að geta keyrt 15 min styttra... þrengslin og hellisheiðinn og leiðin milli hveragerði og selfoss er með margfalt meiri umferð en þar.