Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?
Sent: Mán 20. Ágú 2018 21:50
Hnykill skrifaði:ég hangi mikið í tölvunni á veturna.. ekki mikið að gera þegar veðrið er vont og svona. en svo er það motocross/enduro ferðir á sumrin til að hressa sig við. verst að þetta eru ein dýrustu áhugamál sem þú getur fundið. veturinn er bara langur og leiðinlegur á Íslandi og tölvan á oft vel við þá. en ég fer á hjólið þegar veður leyfir.. spila smá golf á sumrin líka. málið er bara að þegar allt snjóar inni þá spilar maður aðeins í tölvunni. skiljanlega.
Þú þarft að kynnast að keyra á veturnar á enduro. Ekkert skemmtilegra en að þruma um fjöll og fyrnindi þegar það er snjór og gott harðfenni.
Mæli með að setja góðar skrúfur undir hjólið og prufa. Sérð ekki eftir því.