Síða 2 af 2

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Sun 29. Apr 2018 01:05
af Nariur
kiddi skrifaði:Bose QC35 tikka eiginlega í öll boxin hjá þér Appel, ég er búinn að nota mín með frábærum árangri í tæp 2 ár, nota þau nánast eingöngu með snúru reyndar og hef yfirleitt slökkt á noise cancelling því það er óþægilegt til lengdar, en konan stelur þeim svo á morgnana þegar hún fer í ræktina og notar í ca 1 klst þráðlaust með NC næstum því daglega, og ég er að hlaða ca 2x í mánuði miðað við það. Ég var lengi vel með heyrnatólin á skrifstofunni og ég þurfti ekki að hlaða þau í marga mánuði meðan ég notaði snúruna án NC. Svo er stórkostlegt að geta tekið snúruna úr og notað NC við viss tækifæri. Ég kannast reyndar líka við PC bluetooth vandamálið, keypti mér líka einhvern drasl bluetooth transmitter og það var ekkert nema fokk og vesen - algjör draumur á Mac og með símum hinsvegar.
Ef hann fílar ekki Sony MDR1000x, þá á hann ekki eftir að fíla Bose QC35.
Þetta eru næstum því sömu heyrnartólin hvað features og gæði varðar.

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Sun 29. Apr 2018 01:48
af hreinnbeck
Var ég búinn að nefna að PXC550 er Íslensk hönnun?

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Sun 29. Apr 2018 03:08
af pepsico
Sennheiser fluttir til landsins? Segi svona. Að hvaða leyti er PXC 550 íslensk hönnun?

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Sun 29. Apr 2018 05:51
af hreinnbeck
pepsico skrifaði:Sennheiser fluttir til landsins? Segi svona. Að hvaða leyti er PXC 550 íslensk hönnun?
Íslendingur lykilmaður í hönnunarteyminu (Jóhann Friðriksson), Fyrir utan framúrskarandi þjónustustig fyrir Sennheiser vörur hjá Pfaff. Ég hef verslað hljóðvörur, aðallega Sennheiser og Mackie hjá Pfaff í nærri 30 ár. Finnur ekki sambærilega þjónustu hjá neinum öðrum. Þess utan að hægt er að fá þessar græjur fyrir minna en það kostar að kaupa af netinu, eftir flutningskostnað og gjöld. Sumir grínast með það þannig að Pfaff fái ennþá fyrir-heimstyrjaldar verðið.

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Sun 29. Apr 2018 12:06
af kiddi
GullMoli skrifaði:Nú er ég forvitinn, mér finnst hljómurinn í þeim svo hræðilegur þegar ég er með þau snúrutengd og slökkt á NC. Heyrir þú engann mun?
Jú ég heyri auðvitað mun, en það er ekkert sem böggar mig dagsdaglega þegar ég er með Spotify í gangi eða spila leiki. Bose QC35 munu seint fá verðlaun fyrir hljómgæði með eða án NC, þau komast ekki með tærnar nálægt alvöru heyrnatólum hvað varðar hljómgæði. Ég nota heyrnatól nánast allan daginn í við vinnuna mína og eftir að hafa prófað djöfull mörg finnst mér Bose QC35 mjög þægileg á eyrun til lengri tíma, ef ég er hinsvegar að vinna með hljóð þá skipti ég yfir í eitthvað annað eins og Sennheiser HD600 eða Momentum þess vegna. Ástæðan fyrir að ég nota ekki HD600 dagsdaglega er vegna þess að þau eru svo opin og ég vinn á stórri skrifstofu, Bose QC35 blokka hljóð undarlega vel þó það sé slökkt á NC. Ef einhver spyr af hverju ég nota ekki NC að staðaldri þá er það vegna þess að ég fæ hausverk eftir ca klukkutíma af notkun. En það sem ég vildi hafa sagt með upphaflega innlegginu mínu er, að út frá minni notkun á Bose QC35 þarf ég nánast aldrei að hlaða þau.

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Mán 30. Apr 2018 09:21
af N0N4M3
Keypti Bose QC35 fyrir nokkrum mánuðum til að brúka í vinnunni.

Frábært noice cancelling, fín hljóðgæði. Stærsta vandamálið er þegar það þarf að nota míkrafóninn á skype, þá breytist playback device yfir í "hands-free"
- Quality í hljóðinu dettur niður
- Noice cancelling fer af.
- Hljóðneminn er ekki stefnuvirkur, öll samtöl í rýminu heyrast
- Default playback device er stereo, ef windows sound poppar upp (notification í outlook eða hvaða hljóð sem er) þá tekur það yfir hljóðrásina og maður missir af nokkrum orðum í símtalinu.

... Leysti þetta með því að fá mér míkrafón á borðið, en þetta er shitty hönnunargalli.

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Fim 14. Jún 2018 11:32
af appel
Jæja, ég er búinn að búa til kenningu um afhverju ég var að fá þessa vondu reynslu, að batteríið entist bara í einn dag og hljóðgæðin voru léleg og mikið um hnökra.

Niðurstaðan er: bluetooth dongúll í PC tölvu.

Því málið er að allt hljóð í tölvunni er streymt yfir bluetooth yfir í heyrnartólin. Allt hljóð úr windows systemi, browserum, outlook og þvíumlíkt er stöðugt í gangi þó spotify sé ekki að spila.

Það þýðir að það audio streaming er stöðugt í gangi, sem veldur aukinni rafnotkun, jafnvel þegar engin tónlist er á. Þetta virðist ekki vera mjög vel optimizað.

Þannig að þó ég hlusta bara á tónlist 1-3 tíma á dag, þá voru headphonin líklega með stöðugt streymi í gangi allan daginn ef það var kveikt á þeim.

Núna er ég að streyma frá símanum í headphonin og hleð bara einu sinni á viku (þrátt fyrir meiri notkun).
Líklega þar sem þetta er eitthvað talsvert meira optimizað í farsímum?


Ég þekki ekki bluetooth samskipti nægilega vel. Er þetta líklegt?

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Fim 14. Jún 2018 12:32
af dori
appel skrifaði:Ég þekki ekki bluetooth samskipti nægilega vel. Er þetta líklegt?
Klárlega ástæðan.

Re: Vond reynsla af þráðlausum heyrnartólum..

Sent: Fim 14. Jún 2018 17:09
af Dropi
þetta er búið að snúast í QC35 aðdáunarþráðinn :D

Ekki er ég ósammála heldur, ferðast í lest, rútu svo flugvél 3-4 ferðir á mánuði og ef ég færi án QC35II tólanna sem konan gaf mér í jólagjöf fengi ég áfall. Það er svo friðsælt að helsta vandamálið mitt er að vera grjótsofandi þegar ég kem á áfangastað. Þar sem in-ear voru alltaf í hvínandi botni við að drekkja út hávaðanum hef ég hljóðið frekar lágt stilt eða 50-60% og heyri allt án vandamála. Man ekki til þess að hafa nokkurn tímann verið batteríslaus en ég nota þau óhikandi í 10-20klst samfellt með NC í gangi.