Síða 2 af 2
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 09:10
af Sallarólegur
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 10:08
af Dr3dinn
Sko notkunargildið á þessum húsum meikar ekkert sens, verið að breyta gömlum verksmiðjum í skrifstofuhúsnæði hægri vinstri. (moggahöllin í kringlunni og miðbæ, vodafone, efla og ISB) - OR husið UT.
Svo kemur fólki það bara á óvart að eitthvað er að húsunum þegar þau eru almennilega einangruð og klædd að utan til að venjulega skrifstofufólki geti unnið í þessum húsnæðum.
Spurning hvenær íslendingar fari að byggja alvöru skrifstofuhúsnæði. maður hefur bara séð það gerast í Borgartúninu þar sem leigan er sky-high og engin bílastæði.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 11:38
af Sallarólegur
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 13:10
af Dr3dinn
Sallarólegur skrifaði:Dr3dinn skrifaði:
Spurning hvenær íslendingar fari að byggja alvöru skrifstofuhúsnæði. maður hefur bara séð það gerast í Borgartúninu þar sem leigan er sky-high og engin bílastæði.
Hvenær? Hmm
Hárrétt en það vantar miklu miklu miklu meira... Er hjá 130 manna fyrirtæki sem situr fast í gömlu iðnaðar húsnæði :L
Oft sem fyrirtæki vilja vera miðsvæðis (eins og landsbankinn) þá kemur ekki til greina HFJ. En Kóp hafa verið duglegir, laukrétt hjá þér.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 13:13
af worghal
Dr3dinn skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Dr3dinn skrifaði:
Spurning hvenær íslendingar fari að byggja alvöru skrifstofuhúsnæði. maður hefur bara séð það gerast í Borgartúninu þar sem leigan er sky-high og engin bílastæði.
Hvenær? Hmm
Hárrétt en það vantar miklu miklu miklu meira... Er hjá 130 manna fyrirtæki sem situr fast í gömlu iðnaðar húsnæði :L
Oft sem fyrirtæki vilja vera miðsvæðis (eins og landsbankinn) þá kemur ekki til greina HFJ. En Kóp hafa verið duglegir, laukrétt hjá þér.
en landsbankinn er miðsvæðis, í gömlu skrifstofuhúsnæði. bæði borgartúni og miðbæ.
eru það svo ekki þeir sem eru að byggja hjá hörpunni svo þeir geti flutt sig út miðbænum?
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 27. Júl 2018 13:22
af Dr3dinn
worghal skrifaði:Dr3dinn skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Dr3dinn skrifaði:
Spurning hvenær íslendingar fari að byggja alvöru skrifstofuhúsnæði. maður hefur bara séð það gerast í Borgartúninu þar sem leigan er sky-high og engin bílastæði.
Hvenær? Hmm
Hárrétt en það vantar miklu miklu miklu meira... Er hjá 130 manna fyrirtæki sem situr fast í gömlu iðnaðar húsnæði :L
Oft sem fyrirtæki vilja vera miðsvæðis (eins og landsbankinn) þá kemur ekki til greina HFJ. En Kóp hafa verið duglegir, laukrétt hjá þér.
en landsbankinn er miðsvæðis, í gömlu skrifstofuhúsnæði. bæði borgartúni og miðbæ.
eru það svo ekki þeir sem eru að byggja hjá hörpunni svo þeir geti flutt sig út miðbænum?
Jú en landsbankanum var boðið húsnæði í Kóp bæði ögurhvarfi og nýju turnunum og þeir höfnuðu því... Var margfalt ódýrara en að byggja nýtt.
Mörg fyrirtæki sem vilja ekki fara frá Reykjavík útaf kúnnahópurinn er bundinn við ákveðinn svæði. Sem ég er svo sem persónulega ekki sammála en ræð engu um
Landsbankinn er að byggja á reitnum hjá Bæjarins bestu, hótel hjá Hörpu.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Mið 17. Okt 2018 21:40
af Bluesky123
Dúlli skrifaði:Ha í alvöru ? eru þeir ekki lengur á höfðatorginu ?
Það er hægt að skoða og þreifa á skjám þarna og tölvum in person
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Mið 17. Okt 2018 21:44
af Bluesky123
Dúlli skrifaði:Jeminn, vá hvað það er asnarlegt ef maður myndi vilja prufa vöruna og skoða hana.
Mynd á netinu er bara ekki það sama og í persónu.
Það er alveg hægt að mæta þarna ennþá og skoða/snerta vöruna in person... Skjáir, fartölvur og ýmislegt annað. Don't worry
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Mið 17. Okt 2018 22:28
af appel
Þetta er trolling.
Það er engin physical verslun þarna lengur.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 18. Okt 2018 01:29
af ZiRiuS
appel skrifaði:Þetta er trolling.
Það er engin physical verslun þarna lengur.
Ohh mig sem langaði að fara að þreifa á skjám og svona, *heavy breathing*
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 25. Okt 2018 08:05
af oddcat
Það er komið showroom hjá þeim núna. Hægt að skoða tölvur, skjái ofl.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 25. Okt 2018 22:11
af russi
Er engin BRJÁLÐUR yfir þvi að þetta drullugakompaní er með verslun á Akureyri en ekki í bænum, það er alltaf verið að snuða okkur höfuðborgarbúa.
Vonandi er hægt að þreifa á skjám þar
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 26. Okt 2018 00:48
af appel
Mæli með því að einhver annar aðili, tölvutek eða tölvulistinn, taki að sér Dell umboðið. Advania er einfaldlega ófært um að sinna þessu hér á íslandi.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 16. Nóv 2018 14:52
af mikkimás
Ef það er einhver Advania gæi á Vaktinni, þá höfum á hreinu að ég er ekki að fara splæsa +150k í fartölvu sem ég fæ ekki einu sinni að sjá áður en ég dreg fram kreditkortið.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fös 16. Nóv 2018 15:04
af lukkuláki
Það er eiginlega með ólíkindum að Dell (Advania) skuli ekki koma sér upp smá verslun í Kringlu eða Smáralind.
það var þó skárra að hafa þessa verslun á Grensásveginum en þarna í Guðrúnartúni sem er alveg vonlaus staður fyrir verslun.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Mið 21. Nóv 2018 19:26
af Sallarólegur
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 22. Nóv 2018 13:02
af AntiTrust
Það eru örugglega hátt í 15-20 módel af fartölvum til sýnis í versluninni, gefur ágætis mynd af flestum línunum hugsa ég.
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 22. Nóv 2018 13:49
af Bragi G
Heil og sæl.
Bragi heiti ég og er verkefnastjóri í vefverslun Advania.
Langaði góðfúslega að benda á að þó verslunin okkar í Guðrúnartúni sé vissulega komin í netheima, er alls ekki þar með sagt að hér sé ekki hægt að skoða vörurnar. Við erum með svo til allar fartölvulínur DELL til sýnis og auðvitað mega allir koma og þreifa að vild.
Þessi breyting hefur reynst gríðarlega vel og mitt mat (eftir að hafa unnið að þessu verkefni í rúmt ár) er að þetta sé algjörlega framtíðin í smásölu. Viðskiptavinir vilja í auknum mæli að verslunin komi til þeirra og það hefur verið frábært að geta gert það vel með frírri heimsendingu, góðum verðum og frábærri vefverslun.
Verið velkomin í kaffi og tölvuþreif í Guðrúnartún 10
Re: Advania búið að loka versluninni
Sent: Fim 22. Nóv 2018 16:55
af appel
Bragi G skrifaði:Heil og sæl.
Bragi heiti ég og er verkefnastjóri í vefverslun Advania.
Langaði góðfúslega að benda á að þó verslunin okkar í Guðrúnartúni sé vissulega komin í netheima, er alls ekki þar með sagt að hér sé ekki hægt að skoða vörurnar. Við erum með svo til allar fartölvulínur DELL til sýnis og auðvitað mega allir koma og þreifa að vild.
Þessi breyting hefur reynst gríðarlega vel og mitt mat (eftir að hafa unnið að þessu verkefni í rúmt ár) er að þetta sé algjörlega framtíðin í smásölu. Viðskiptavinir vilja í auknum mæli að verslunin komi til þeirra og það hefur verið frábært að geta gert það vel með frírri heimsendingu, góðum verðum og frábærri vefverslun.
Verið velkomin í kaffi og tölvuþreif í Guðrúnartún 10
Ég hefði viljað sjá tölvuskjái til sýnis. Það þarf að vera hægt að sjá þá, stærð og myndgæði.
Sumt er hægt að kaupa óséð, en ekki næstum því allt. Ég mun t.d. aldrei kaupa tölvuskjá óséðan, heldur ekki fartölvu. Tölvumýs og heyrnartól falla undir það sama, þú þarft að þreifa á tölvumús til að finna hvort hún henti þér, og heyrnartól þurfa að sitja vel. Allt sem notandinn hefur snertingu við þarf hann að geta prófað og séð.
Það er greinilegt að þið eruð bara að fókusera á fyrirtækjasöluna, þar sem fyrirtækin kaupa í bulki sömu hlutina fyrir alla starfsmenn sína. En þegar einstaklingar kaupa þá vilja þeir geta séð og snert áður.