Síða 2 af 3

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 20:48
af AlexJones
Þjófavörn, þjófafæla, ... kartafla kartöfla.. á endanum snýst þetta að gera piracy erfitt, en það er aldrei hægt að gera það ómögulegt.

Stella Blómkvist er ekki enn komin á Deildu.net, hví er það? Þetta er augljóslega eftirsóknarvert efni, nýtt og dýrt. Þjófafælan að virka?

Menn þurfa að fara í gegnum alla ramma, eyða kannski 10-20 sek í að grandskoða og fullvissa sig um að enginn embedded kóði sé þar, og fara svo á næsta ramma, en kannski sáu þeir ekki kóðann. Ein slík mistök og þá er dómsmál næsta skref sem blasir við þeim einstakling, og framtíð þess einstaklings fyrir bí, enda kominn með þetta skráð á sig og líklega verður viðkomandi gjaldþrota vegna lögfræðikostnaðar og skaðabóta... basically ekkert húsnæðislán, bara allt ónýtt... ég held að sumir fatti ekki hve alvarlegt þetta getur orðið worst-case scenario.

Þegar við erum að tala um 72 þús ramma per þátt og 6 þætti, hálf milljónir ramma, þá er þetta samfleytt heill sólarhringur í vinnu við að fara yfir ramma ef þú ert vélmenni, þetta er ekki eitthvað sem manneskja gerir, svona tedious verk þarf að gera með mörgum mörgum hléum, tæki kannski mánuð, 2-3 tíma á dag.

En þetta snýst eiginlega doldið um það, að kaupa tíma, því lengur sem þetta er ekki á pirate síðum, því meiri ástæða er fyrir fólk að kaupa þjónustuna vilji það virkilega sjá efnið.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 20:52
af GuðjónR
AlexJones skrifaði:Þjófavörn, þjófafæla, ... kartafla kartöfla.. á endanum snýst þetta að gera piracy erfitt, en það er aldrei hægt að gera það ómögulegt.

Stella Blómkvist er ekki enn komin á Deildu.net, hví er það? Þetta er augljóslega eftirsóknarvert efni, nýtt og dýrt. Þjófafælan að virka?

Menn þurfa að fara í gegnum alla ramma, eyða kannski 10-20 sek í að grandskoða og fullvissa sig um að enginn embedded kóði sé þar, og fara svo á næsta ramma, en kannski sáu þeir ekki kóðann. Ein slík mistök og þá er dómsmál næsta skref sem blasir við þeim einstakling, og framtíð þess einstaklings fyrir bí, enda kominn með þetta skráð á sig og líklega verður viðkomandi gjaldþrota vegna lögfræðikostnaðar og skaðabóta... basically ekkert húsnæðislán, bara allt ónýtt... ég held að sumir fatti ekki hve alvarlegt þetta getur orðið worst-case scenario.

Þegar við erum að tala um 72 þús ramma per þátt og 6 þætti, hálf milljónir ramma, þá er þetta samfleytt heill sólarhringur í vinnu við að fara yfir ramma ef þú ert vélmenni, þetta er ekki eitthvað sem manneskja gerir, svona tedious verk þarf að gera með mörgum mörgum hléum, tæki kannski mánuð, 2-3 tíma á dag.

En þetta snýst eiginlega doldið um það, að kaupa tíma, því lengur sem þetta er ekki á pirate síðum, því meiri ástæða er fyrir fólk að kaupa þjónustuna vilji það virkilega sjá efnið.
Það er auðvitað engin að fara að nenna því, en ef 10.000 löglegir áskrifendur horfa á þetta í VOD eru þá 10.000 mismunandi kóðar faldir í öllum þáttunum?
Svo "lekur" einn inn á deildu eða eitthvert annað, þá notar Síminn væntanlega eitthvað forrit til að finna kóðann, verður þetta kerfið (ef það er) þá ekki crackað og notað af þeim sem stela þessu?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 23:17
af Steini B
Þetta er alveg mega pirrandi þessi texti sem blikkar stöðugt...

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 00:17
af Sallarólegur
Steini B skrifaði:Þetta er alveg mega pirrandi þessi texti sem blikkar stöðugt...
Getur einhver komið með mynd eða video af þessu?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 01:00
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:
Steini B skrifaði:Þetta er alveg mega pirrandi þessi texti sem blikkar stöðugt...
Getur einhver komið með mynd eða video af þessu?
Og vera bustaður? Ertu eitthvað klikkaður? :japsmile

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 01:13
af Sallarólegur
Klemmi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Steini B skrifaði:Þetta er alveg mega pirrandi þessi texti sem blikkar stöðugt...
Getur einhver komið með mynd eða video af þessu?
Og vera bustaður? Ertu eitthvað klikkaður? :japsmile
Ef þetta er satt, þá er þessi setning mesta bull í heimi á MBL:
Þessi þjófa­vörn er ís­lensk hönn­un og ekki vitað til þess að sam­bæri­leg tækni hafi áður verið nýtt til að vernda höf­und­ar­varið efni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um vörn þessa í Morg­un­blaðini í dag.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... hjofavorn/

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 07:33
af DJOli
Þetta hefur náttúrulega verið hægt í nokkur ár.
http://www.alpvision.com/video-watermarking.html

Minnir að dreifingaraðili 'uploaders' á torrentsíðu sem ég notaði í denn hafi verið böstaður með einhverri sambærilegri tækni. Ekki löngu seinna fór síðan niður þar sem þeir höfðu skipst á hundruðum titla kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Sem betur fer hefur þetta ekki komið upp á þeirri síðu sem ég nota í dag, en ég hef verið á henni í 11 ár eða svo.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 09:14
af KermitTheFrog
urban skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k

Það voru ekki mín orð.

Ef að þú ert með húsið hjá þér galopið, jafnvel vantar hurðina og það er eitthvað verðmætt þar inni, þá gerir myndavélin akkurat ekkert til þess að stoppa brotið.

það að loka hurðinni og læsa henni virkar aftur á móti sem þjófavörn, það varnar þjófinum frá því að komast í það sem að hann ætlar að stela.


Það er ekki hægt að kalla hluti þjófavörn sem að á engan hátt varna því að þjófurinn komist í hlutinn.
Það er aftur á móti hægt að kalla það öryggiskerfi, þar sem að það er hægt að sjá brotið og þjófinn, jafnvel hægt að sjá það í beinni, en það stoppar hann akkurat ekkert, þetta hindrar hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar og virkar því sem öryggi, en þetta stöðvar þjófinn ekki.
Ef einhver virkilega ætlar sér að brjótast inn til þín, þá er læst hurð ekki að fara að stoppa hann...

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 13:45
af jonfr1900
Hugbúnaður sem lagar myndbönd í dag er orðin nógu góður að ég held að það sé hægt að breyta skránni á einfaldann hátt yfir allt saman (fjarlægja og bæta inn texta). Ég veit ekki með þennan blikkandi texta þar sem ég hef ekki verið með sjónvarp símans í áskrift síðan ég flutti frá Íslandi 2011. Ef þetta er blikkandi texti þá er Sjónvarp Símans með lausn sem var notuð fyrir um 10 árum síðan og er afskaplega frumstæð og léleg.

Það er ekkert mál að ná þessu en það tekur tíma. Það eina sem þarf er tölvu með HDMI inntakskorti og upptökubúnað (t.d OBS).

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Mið 29. Nóv 2017 21:48
af Stuffz
When in doubt re-encode?

Annars varðandi watermark eða hvað það getur verið man eftir þegar maður var á DC++ jafningjanetinu í gamla daga, ég fattaði að ef ég keyrði smá command í gegnum BAT skjali inní möppum áður en fóru í share þá gat ég seinna séð hvaða skjalalistar voru með skrár sem komu frá mér og hverjir ekki, án þess að það væri compatibility issue við óbreyttar skár, það einfaldlega breytti bara einum staf í extensioninu á skjalinu í UPPERCASE úr lowercase og ergó var sýnilegt í DC++ forritinu þegar maður var að browsa í skjala listunum, svosem enginn praktískur tilgangur nema bara skemmtilega rekjanlegur lowtech möguleiki.

Kóði: Velja allt

ECHO OFF
ren *.aviking *.AviKing
pause
ekki upphaflegur kóði.

kannski er þetta eins og subtitle stuff inní..

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 01:30
af Hizzman
urban skrifaði:
Hizzman skrifaði:afritun og dreifing á svona efni er reyndar ekki þjófnaður í neinum lagalegum skilningi.
Var búið að breyta lögum með það ?

Ég man ekki betur en að dreifing á höfundarvörðu efni sé alveg klárlega ólögleg.
Getur verið að það sé lögbrot við ákveðin skilyrði, en ekki samt þjófnaður.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 16:24
af depill
GuðjónR skrifaði:
Það er auðvitað engin að fara að nenna því, en ef 10.000 löglegir áskrifendur horfa á þetta í VOD eru þá 10.000 mismunandi kóðar faldir í öllum þáttunum?
Svo "lekur" einn inn á deildu eða eitthvert annað, þá notar Síminn væntanlega eitthvað forrit til að finna kóðann, verður þetta kerfið (ef það er) þá ekki crackað og notað af þeim sem stela þessu?
Mér finnst frekar magnað ef þetta er bara þessi kóði sem er að brenna þetta. Og finnst satt að segja fyrir Símann það soldið slappt þar sem ég hef heyrt nokkra kvarta undan þessu þar sem þetta er víst vel noticable ( ég er hjá Vodafone vegna vinnu ). Ef þetta sé alltaf á sama stað er auðvita hægt að gera það sem maður hefur sér erlendis og blurra það svæði, ef það sé random þá er það erfiðara og svo gæti verið auðvita önnur vörn.

Hins vegar já Síminn mun líklegast sækja þáttinn ef hann kemur á deildu.net renna því í gegnum forrit hjá framleiðanda ( sem ég held að sé vIdentifier ) og finna hver þetta er. Þessir kóðar eru brenndir á annað hvort í afspilunaramiðlara eða í myndlykli svo þessi kóðar gætu jafnvel verið mismunandi eftir spilunartímar ekki bara áskrifandi.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 16:53
af dori
depill skrifaði: Hins vegar já Síminn mun líklegast sækja þáttinn ef hann kemur á deildu.net renna því í gegnum forrit hjá framleiðanda ( sem ég held að sé vIdentifier ) og finna hver þetta er. Þessir kóðar eru brenndir á annað hvort í afspilunaramiðlara eða í myndlykli svo þessi kóðar gætu jafnvel verið
mismunandi eftir spilunartímar ekki bara áskrifandi.
Þetta watermark dæmi er mjög undarlegt og ekki í takt við það sem Videntifier tala um varðandi sína lausn:
[url=http://www.videntifier-security.com/copyright-protection-1/]Videntifier[/url] (feitletrun mín) skrifaði: Videntifier provides automated content verification tools that drastically reduce the cost of content protection on the web by comparing live web streams and video files to databases containing hundreds of thousands of hours of content or hundreds of live TV streams. Videntifier instantly identifies a copyright violation without using watermarks and has extremely low false positive rates.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 17:41
af GuðjónR
Hvort sem Síminn er að ljúga þessu eða ekki þá virðist umtalið bera tilætlaðan árangur.
http://www.dv.is/frettir/2017/11/29/sjo ... id-deildu/

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 20:16
af AlexJones
Watermarking er frekar effectíve lausn, sérstaklega dýnamísk watermarking. Það eru til trilljón aðferðir til að watermarka, og snýst ekki bara um að setja einhvern kóða einhversstaðar, heldur líka hægt að breyta allskonar gildum hér og þar, t.d. hljóði, litum, eða þvílíku.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fim 30. Nóv 2017 20:34
af jonsig
Minnir mig á að ég hef ekki kíkt á deildu í þónokkurn tíma. Maður ætti að fara chekka :guy

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fös 08. Des 2017 17:50
af beatmaster

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fös 08. Des 2017 17:55
af einarhr
KermitTheFrog skrifaði:
urban skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k

Það voru ekki mín orð.

Ef að þú ert með húsið hjá þér galopið, jafnvel vantar hurðina og það er eitthvað verðmætt þar inni, þá gerir myndavélin akkurat ekkert til þess að stoppa brotið.

það að loka hurðinni og læsa henni virkar aftur á móti sem þjófavörn, það varnar þjófinum frá því að komast í það sem að hann ætlar að stela.


Það er ekki hægt að kalla hluti þjófavörn sem að á engan hátt varna því að þjófurinn komist í hlutinn.
Það er aftur á móti hægt að kalla það öryggiskerfi, þar sem að það er hægt að sjá brotið og þjófinn, jafnvel hægt að sjá það í beinni, en það stoppar hann akkurat ekkert, þetta hindrar hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar og virkar því sem öryggi, en þetta stöðvar þjófinn ekki.
Ef einhver virkilega ætlar sér að brjótast inn til þín, þá er læst hurð ekki að fara að stoppa hann...
Lenti sjálfur í inbroti í bíl sem ég átti fyrir 12 árum og eftir það talaði ég við tryggingasölumann sem er fjölskylduvinur um þjófavörn í bílinn. Hans skilaboð voru að ef það er þjófavörn þá skemma þeir bara meira þegar það er verið að brjótast inn :fly

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fös 08. Des 2017 18:09
af wicket
Kom einn þáttur seinni partinn í gær á Deildu. Síminn búinn að kæra sólarhring síðar, þeir virðast vita upp á hár hver þetta er.

Myndi segja að þetta dót þeirra hafi virkað nokkuð vel, bæði var þetta lengi að koma miðað við margt annað íslenskt efni þarna inni og svo strax búið að kæra. Fælingarmátturinn virðist því hafa verið einhver. Vonum að einhver rippari sé ekki að fara að rústa lífi sínu með þessu release-i sínu.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Fös 08. Des 2017 18:44
af jonfr1900
Einhver búinn að athuga hvernig höfundarréttarvörn var notuð?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Lau 09. Des 2017 23:41
af AlexJones
Þessi gaur er búinn að tortíma sinni framtíð. Það er bara þannig.
Þessvegna eru ekki fleiri en 1 þáttur komnir online, hann var kærður áður en annar þáttur kom online.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Sun 10. Des 2017 00:32
af Nitruz
AlexJones skrifaði:Þessi gaur er búinn að tortíma sinni framtíð. Það er bara þannig.
Þessvegna eru ekki fleiri en 1 þáttur komnir online, hann var kærður áður en annar þáttur kom online.
Rólegur á dramatíkinni :roll:

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Sun 10. Des 2017 00:34
af ZiRiuS
Er þetta ekki bara einhver hræðsluáróður?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Sun 10. Des 2017 01:03
af appel
:D

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Sun 10. Des 2017 04:59
af fallen
jonfr1900 skrifaði:Einhver búinn að athuga hvernig höfundarréttarvörn var notuð?
Mér var sagt að þetta væri í hljóðrásinni. Sel það ekki dýrara..