Síða 2 af 2
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Sun 22. Okt 2017 19:27
af Nördaklessa
Ættli ég verði ekki að segja af öllu því sem ég hef verslað þá þarf það að vera Logitech z3 hátalarir sem ég keypti notað hér á vaktinni fyrir nokkrum árum
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Sun 22. Okt 2017 20:20
af Eiiki
Keypti mér Klipsch S4 heyrnatól á 100$ í bandaríkjunum 2011.
Geðveikt sound og tolla einstaklega vel í eyrunum á mér. Hugsa að það séu bestu kaup sem ég hef gert.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Sun 22. Okt 2017 22:04
af Sallarólegur
Intel 2500K
iPhone 6S
Chromecast
Benq xl2720 144hz
Yamaha HS80 og HS10W
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Sun 22. Okt 2017 22:30
af scucca
Gyration Air Music Remote.
https://www.amazon.com/Gyration-GYR4101 ... B0018DH696
Þreytist aldrei á að lofsyngja þessa fjarstýringu. Því miður ekki lengur framleidd, og djö... erfitt að finna hana á sölu.
Tengist USB dongle með útvarpsbylgjum (þarft ekki line of sight), 4 mode (1 USB + 3 RF tæki), er með innbyggðum prófílum fyrir sjónvörp og tengd tæki, getur annars 'tekið upp' skipanir frá öðrum fjarstýringum og 3.5 böns af tökkum. Hef notað hana með EventGhost á tölvunni í hátt í 10 ár.
Accept no substitutes.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 00:51
af HalistaX
Samsung Galaxy S6 Edge Plus, árið 2015!
Hellaður sími, hefur ekki slegið feil púls!
Alveg magnað að hann sé að verða 2 ára gamall, tíminn líður svo með honum....
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 10:33
af Tesy
Macbook Pro 13 2010 sem ég keypti árið 2011 á 130 þúsund - Ennþá í notkun í dag sem rúmtölva og batterýið er ennþá mjög gott.
Síðan er Bose QC35 sem ég nota daglega 8 tímar á dag upp í skrifstofu.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 10:40
af Klemmi
Finnst mjög áhugavert að sjá hversu margir nefna hljóðgræjur, þ.e. magnara/hátalara/headphone
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 12:55
af Skrekkur
Bestu kaupin sem ég hef gert voru eiginlega allt rétt fyrir hrun, og ég er enn að nota
Sennheiser HD 650 keypt á 44k í pfaff
Herman miller Aeron stóll, keypt á 120þúsund í pennanum
Sony bravia full hd 47" 200k
Virkar allt vel 10 árum síðar, og stólinn og heyrnartólin eru bæði dýrari í dag en þegar ég keypti þau.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 13:22
af Hauxon
Ekki fyrir svo löngu bilaði ágætt kína Android box sem ég átti. Leitaði í nokkurn tíma eftir öðru kínaboxi sem virtust öll vera til sölu á um eða yfir 20 þúsund. Sá svo Amazon Firestick í Tölvulistanum á 10þ (samt okur) og verð að segja að það er miklu betra en ég þorði að vona. Smooth interface, Alexa og undir niðri bara venjulegt Google/Android TV þ.a. ég get sett inn þau forrit sem ég vil. Chromecast lykillinn minn hefur ekki fengið mikla nokun eftir þetta.
Annars er ég búinn að eiga Sennheiser HD 555 í áraraðir(tugi?). Alltaf jafn góðir og þægilegir. Gerði HD555 -> HD595 moddið á þeim (heyri engan mun samt :Þ ). Ég keypti Polk Audio SDA 2B hátalara á útsölu í verslunnin Faco þegar ég var 18 eð 19 ára. Þeir eru ennþá frábærir og inni í stofu sitt hvoru megin við sjónvarpið. Ég er alltaf á leiðinni að modda þá, skipta um þétta og upgrade tweeterana, gerist kannski í vor. Svo keypti ég Ryzen X1800 eftir að hafa verið með sama 1. kynslóðar i7 í mörg ár og OMG hvað það er mikill munur í því sem ég er að gera (multi-media). Jú og Pro-Ject Head Box II headphone amp fyrir vinnutölvuna er búinn að gera gott mót í fjölda ára.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 13:41
af GullMoli
Hauxon skrifaði:Annars er ég búinn að eiga Sennheiser HD 555 í áraraðir(tugi?). Alltaf jafn góðir og þægilegir. Gerði HD555 -> HD595 moddið á þeim (heyri engan mun samt :Þ ).
Átti mín 555 einmitt í alveg 8-9 ár, eyðilögðust eftir að hafa dúndrast nokkrum sinnum í gólfið sem leiddi til þess að hljóðdósirnar losnuðu og beygluðust
Mæli klárlega með því að fjárfesta í nýjum púðum ef þú hefur ekki enn gert það.
Annars var ég að fatta að ég er búinn að nota sömu MX510 músina frá því að ég fékk fyrstu tölvuna mína, eða tæp í 13 ár, og nota hana enn! <3
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 19:56
af Snorrlax
Það besta sem ég hef keypt myndi sennilegast vera gítarmagnarinn minn, Peavey JSX 212 keyptur á 80k rétt fyrir hrun og er ennþá amk virði jafn mikils og þá, líklegast meira (hann hljómar líka geðveikt vel).
Er líka rosalega ánægður með Mr. Speakers Mad Dogs heyrnartólin mín sem ég keypti á afslætti þegar hann var að hætta að framleiða þau, planar magnetic ftw.
Re: Bestu kaupin ykkar?
Sent: Mán 23. Okt 2017 20:14
af MuGGz
Sennheiser HD595, búinn að eiga þau í örugglega einhver 12-13 ár og keypt á 10k í fríhöfninni