Síða 2 af 2

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Fös 10. Mar 2017 22:34
af agnarkb
OK, þetta er eitthvað skrítið. Uppfærði Plex serverinn um daginn (specs í undirskrift) og allt var á blússandi hraða á nýju vélinni. Fyrr í vikunni missti ég netsamband (Limited or no connectivity) á öllum vélum og þurfti að endurræsa router og ljósleiðaraboxið og loksins fór allt í gang aftur. Núna í kvöld tók ég eftir að hraðinn er farinn aftur niður í sama dl hraða og í gömlu vélinni og svo er upload varla meira en 20Mbps. Prófaði að tengja tölvuna beint í router en það breytti engu en þegar ég tengi fartölvuna í sama switch með sömu snúru þá er allt eðlilegt aftur þannig að aftur er netkortið með vesen virðist vera. Strauja hana á morgun og sé hvort það haldi áfram

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 01:08
af nidur
Kannski búið að benda á það, en ég hef lent í svona þegar lan kapallinn er með sambandsleysi.

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 01:23
af loner
Gæti routerinn verið bilaður?, ertu búinn að tékka hvort hann sé að droppa pökkum.

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 01:38
af agnarkb
Það er eitthvað mjög skrítið í gangi. Ég hef verið að missa tengingu á víruðu vélunum en kemst á internetið en spotify og IM client eru úti (komst í lag núna). Sama og ég var að lenda í um daginn.

Ég held að LAN snúran sé OK, var allaveganna ekki með neitt vesen þegar ég tengdi í lappann áðan. En jú kannski er routerinn eitthvað leiðinlegur, þetta er bara basic gíg router frá Vodafone og notenda viðmótið er nánast ónothæft þannig að það er spurning um að skipta honum út. Hvað er gott sem kostar ekki of mikinn pening?

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 01:48
af loner
Fá nýjan router frá Vodafone.

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 01:55
af agnarkb
loner skrifaði:Fá nýjan router frá Vodafone.
Já....eða eitthvað betra ;)

Re: Vodafone 1Gbps á hálfum hraða í gegnum Gíg switch

Sent: Lau 11. Mar 2017 02:14
af loner
Væri þá kannski betra að búa til annan þráð þar sem þú óskar eftir ráðleggingum varðandi kaup á router,
og taka fram sér óskir varðandi hann.
Routerar eru frekar dýrir, en sumir eru betri að gæðum en aðrir.