Síða 2 af 2

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 22:33
af nidur
Búinn að nota mína whirlpool í 9 ár.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 14:15
af GuðjónR
Lallistori skrifaði:Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra
Eru til ódýrar Miele? Annars þá er verðið afstætt, ef þær endast í 20 ár eins og lofað er þá getur verið hagstæðara að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vél.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 14:17
af ZoRzEr
GuðjónR skrifaði:
Lallistori skrifaði:Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra
Eru til ódýrar Miele? Annars þá er verðið afstætt, ef þær endast í 20 ár eins og lofað er þá getur verið hagstæðara að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vél.
http://www.eirvik.is/?prodid=72

Þessi er á "tilboði", hvað sem það þýðir.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 14:39
af GuðjónR
ZoRzEr skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Lallistori skrifaði:Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra
Eru til ódýrar Miele? Annars þá er verðið afstætt, ef þær endast í 20 ár eins og lofað er þá getur verið hagstæðara að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vél.
http://www.eirvik.is/?prodid=72

Þessi er á "tilboði", hvað sem það þýðir.
Það þýðir að hún kostar 20.000.- kr. meira en næsta týpa fyrir ofan kostar í elko:
http://elko.is/miele-upppvottavel-g4914scusteel

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 15:00
af einarhr
davida skrifaði:
Tbot skrifaði:AEG er bara brandname í dag.

Electrolux á réttinn á AEG nafninu fyrir heimilistæki.
Eignaðist einmitt ~16-18 ára gamla AEG uppþvottavél þegar að amma og afi uppfærðu. Sú líka svona svínvirkar :megasmile: . Það er reyndar líkur á því að gamla settið hafi vaskað flest allt í höndunum þrátt fyrir að hafa haft hana.
Fyrir 20 árum + þá voru heimilistæki miklu vandaðri og entust miklu lengur. Wirpool þvottavél og uppþvotaavél sem bróðir minn keypti nýtt í kringum 2010 voru báðar ónýtar eftir 5 ár !!!

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 15:13
af GuðjónR
einarhr skrifaði:
davida skrifaði:
Tbot skrifaði:AEG er bara brandname í dag.

Electrolux á réttinn á AEG nafninu fyrir heimilistæki.
Eignaðist einmitt ~16-18 ára gamla AEG uppþvottavél þegar að amma og afi uppfærðu. Sú líka svona svínvirkar :megasmile: . Það er reyndar líkur á því að gamla settið hafi vaskað flest allt í höndunum þrátt fyrir að hafa haft hana.
Fyrir 20 árum + þá voru heimilistæki miklu vandaðri og entust miklu lengur. Wirpool þvottavél og uppþvotaavél sem bróðir minn keypti nýtt í kringum 2010 voru báðar ónýtar eftir 5 ár !!!
Ég veit, þess vegna er ég að reyna að vanda valið. Keypti flaggskipið í þvottavélum frá Samsung fyrir 4 árum, held henni gangangi með því að skipta um móðurborð (stýringu) á tæplega tveggja ára fresti, hún er með þriðju stýringuna núna frá því um haustið 2012.
AEG ískápur sem ég keypti fyrir 3 árum eða svo, er svo ílla smíðaður að það er bara spurning hvenær hornskakka hurðin fer að rekast í fótstykkið og hann hættir að lokast. Þetta er nánast eins og einnota drasl. Og ég geng mjög vel um hlutina, það er því ekki slæmri umgengni um að kenna.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 16:18
af Lallistori
GuðjónR skrifaði:
Lallistori skrifaði:Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra
Eru til ódýrar Miele? Annars þá er verðið afstætt, ef þær endast í 20 ár eins og lofað er þá getur verið hagstæðara að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vél.
Ef ég man rétt þá kostaði hún um 65þ.kr hvort hún var á afslætti veit ég ekki en ég kalla það ódýrt miðað við mína whirlpool vél sem kostaði 105þ.kr með 15% afslætti.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 17:59
af GuðjónR
Lallistori skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Lallistori skrifaði:Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra
Eru til ódýrar Miele? Annars þá er verðið afstætt, ef þær endast í 20 ár eins og lofað er þá getur verið hagstæðara að borga aðeins meira fyrir svoleiðis vél.
Ef ég man rétt þá kostaði hún um 65þ.kr hvort hún var á afslætti veit ég ekki en ég kalla það ódýrt miðað við mína whirlpool vél sem kostaði 105þ.kr með 15% afslætti.
Miele á 65þ? Hún hlýtur að hafa keypt notaða vél.
Hef ekki séð þessar vélar undir 100k

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 18:16
af rbe
það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þennan póst var Internet of Things (IoT)
er hún nokkuð með nettengingu ?

en gangi þér vel með að velja góða vél.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 05. Jan 2017 23:54
af Lallistori
GuðjónR skrifaði:Miele á 65þ? Hún hlýtur að hafa keypt notaða vél.
Hef ekki séð þessar vélar undir 100k
Nope hún var ný þegar ég tengdi vélina fyrir hana, má vel vera að ég sé ekki með verðið alveg á 100% hreinu en ég veit að ég borgaði töluvert meira fyrir mína.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fös 06. Jan 2017 22:23
af GuðjónR
Er þessi ekki doldið cool?
Mynd

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fös 06. Jan 2017 23:12
af Throstur
Ég vil bara benda ykkur á, sem eiga þessi stóru heimilistæki sem endast svona illa, að það er 5 ára ábyrgð (kvörtunarréttur) á þessum stærri tækjum, en ekki bara 2 ára.

Lög um neytendakaup 48/2003 27. gr.:
[...]Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.[...]
Ekki láta söluaðila komast upp með að halda því fram að það sé einungis 2 ára ábyrgð. Það er hægt að skjóta ágreiningsmálum til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa sem hefur margoft úrskurðað að ef það er sannanlega galli þá gildi 5 ára ábyrgð.

http://www.neytendastofa.is/neytendur/galli-i-voru/

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 12. Jan 2017 20:28
af GuðjónR
Eigum við eitthvað að ræða þessa snilld?

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 12. Jan 2017 20:29
af Dúlli
GuðjónR skrifaði:Eigum við eitthvað að ræða þessa snilld?
Uff sexy beast, til lukku :happy


Alltaf gaman að sjá alskonar raftæki hehehe :megasmile

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fim 12. Jan 2017 20:50
af pattzi
Vildi að ég hefði pláss fyrir uppþvottavél en fínt að vaska upp tekur ekkert svo langann tíma


en annars mæli ég með Siemens á barkalausann þurrkara og svo þvottavél frá þeim og hefur reynst vel og svo með siemens ískáp líka sem er gamall og hann virkar svo ég segi siemens

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Fös 13. Jan 2017 03:15
af Manager1
Ég fattaði það eftir að hafa lesið þennan þráð að gamla þvottavélin sem ég fékk gefins um daginn er Miele, þekkti það merki ekki neitt fyrir en ég las þennan þráð og er núna drullusáttur með vélina :D