Síða 2 af 2

Re: Android TV Box

Sent: Lau 19. Nóv 2016 12:50
af Hargo
Molfo skrifaði:#Hargo

Hvar keyptir þú þessa fjarstýringu?
Áttu link?
Keypti þessa hér sem er hægt að velja með boxinu:
https://www.aliexpress.com/item/Beelink ... 0.0.knvENy

Mynd

Re: Android TV Box

Sent: Sun 20. Nóv 2016 23:45
af machinefart
Þetta beelink box af gearbest togar mikið í mig, ég er pínulítið brenndur af xtreamer wonder græju sem ég var með hérna, hún var svona klassískt budget android tæki af minni reynslu. Virkaði allt í lagi í byrjun og varð svo bara lélegri og lélegri þegar maður fór að actually nota hana, það var líka léleg drægni á fjarstýringunum sem ég prófaði, ég endaði með logitech lyklaborð og mús (sambyggt með trackpad þeas) sem virkaði líka illa með android (bara músin hegðaði sér illa, scrolling var þroskaheft) og leiðinlegt að vera með það í stofunni.

Hvernig er fílingurinn að nota þetta tæki, þið sem eruð með, er þetta snappy og stöðugt og bara að performa vel? Hlutir sem hafa pirrað mig eru t.d. bara hversu mikið lengur ég er að komast í það sem ég vil gera í svona boxi m.v. t.d. apple TV sem ég hef prufað annarstaðar. Ég er með stöð 2 og afruglara hjá vodafone sem ég gjörsamlega hata, ég er að horfa á apple tv 4 hýrum augum til að losa mig við afruglarann og fara bara í 365 appið í staðinn. Ég sé ekki tilganginn í að borga fyrir afruglara sem er leiðinlegur í notkun og gefur mér ekki einu sinni aðgang að allri þeirri þjónustu sem ég er að kaupa (maraþon now er ekki í vodafone afruglurum). Haldiði að svona box eigi í apple TV í notenda upplifun?

Ég er hikandi við apple TV 4 einfaldlega vegna þess það er ekki að gefa mér nógu mikið umfram bara 365 appið, t.d. er ekkert official twitch app og almennt bara frekar slappt úrval - ég sé þessa græju ekki gefa mér aðgang að neinu sem ég hef ekki nú þegar (er með chromecast og 2015 samsung snjall sjónvarp - þannig ég er með 4k netflix í sjónvarpinu t.d. sem virkar fáránlega vel og sjónvarpsfjarstýringin er mjög góð í það). Mín reynsla af android TV boxum er samt að þau keyra öpp ekkert allt of vel (t.d. twitch var bara ekki hægt í xtreamernum, svo vantar náttúrulega vod access og svoleiðis en það er ekkert að fara að breytast með hardware :D) og þegar maður er svo kominn í "android TV" hugbúnaðinn (er þetta með því eða venjulegu?) þá takmarkaðist úrvalið af öppum mikið og maður þurfti að fara leiðinlegar leiðir að non TV öppum og þau virkuðu illa (í xtreamer amk, ég var snöggur að downgrada hann úr android tv). En það var xtreamerinn, hörmuleg græja, fékk alveg bara gamla nexus S android fílinginn út úr þessu.

Einhver sem vill segja smá kosti og galla og svona hvað hann notar þetta í?

Re: Android TV Box

Sent: Mán 21. Nóv 2016 08:35
af Alfa
machinefart skrifaði:Hvernig er fílingurinn að nota þetta tæki, þið sem eruð með, er þetta snappy og stöðugt og bara að performa vel? Hlutir sem hafa pirrað mig eru t.d. bara hversu mikið lengur ég er að komast í það sem ég vil gera í svona boxi m.v. t.d. apple TV sem ég hef prufað annarstaðar. Ég er með stöð 2 og afruglara hjá vodafone sem ég gjörsamlega hata, ég er að horfa á apple tv 4 hýrum augum til að losa mig við afruglarann og fara bara í 365 appið í staðinn. Ég sé ekki tilganginn í að borga fyrir afruglara sem er leiðinlegur í notkun og gefur mér ekki einu sinni aðgang að allri þeirri þjónustu sem ég er að kaupa (maraþon now er ekki í vodafone afruglurum). Haldiði að svona box eigi í apple TV í notenda upplifun?
Nú er ég sjálfur hjá símanum svo ég get ekki svarað til um vodafone ruglarann né 365 appið en einhvernvegin stórefa ég að þú fáir jafn góða mynd úr appinu og ruglaranum. Allavega "símaappið" hjá símanum á ekkert í "HD" stöðvarnar í gegnum ruglarann.

Til að svara með boxið, nei þetta er android, og plúsinn við það er hvað það er opið en ekki alltaf 100% auðvelt, eitthvað sem sennilega AppleTV er. Þó ég myndi ekki snerta AppleTv með annara manna höndum persónulega. Þessi Beelink box eru ekki high end en þau duga í flest.