Síða 2 af 3

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 17:02
af jericho
Hafið þið séð Kosningavitann?

Veit ekki hvað er mikið að marka þetta, en hér eru mínar niðurstöður:
Mynd

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 17:15
af Hjaltiatla
Eru 18 stk af þeim sem völdu X-D pabbastrákar úr Garðabænum eða hafa hagsmuna að gæta ( T.d vilja ekki bjóða kvótann á leigu á opnum markaði og hámarka verðmætið sem fengist með því móti í þágu þjóðarinnar) ? :D

Bara að reyna að ná samhenginu hvað fær fólk til að halda að þessir aðilar séu að vinna fyrir þjóðina.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 21:00
af rapport
Hjaltiatla skrifaði:Eru 18 stk af þeim sem völdu X-D pabbastrákar úr Garðabænum eða hafa hagsmuna að gæta ( T.d vilja ekki bjóða kvótann á leigu á opnum markaði og hámarka verðmætið sem fengist með því móti í þágu þjóðarinnar) ? :D

Bara að reyna að ná samhenginu hvað fær fólk til að halda að þessir aðilar séu að vinna fyrir þjóðina.

Það eru sko ekki 20% þjóðarinnar sem njóta góðs af kvótanum, þannig að ef 20% kjósa xD þá eru kannski MAX 10% (s.s. 10% af 20% = 2%) af þeim að gera það vegna kvótahagsmuna

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 21:04
af jonsig
hfwf skrifaði:
worghal skrifaði:8 komnir sem ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn. :pjuke
Gleymir að telja þann sem ætlar að kjósa Víðreisn, eða Sjálfstæðisflokkurinn 2.0

6 að kjósa vinstri græn myglusvepp. :pjuke :pjuke :pjuke :pjuke :pjuke :pjuke :pjuke

:thumbsd :thumbsd :thumbsd .

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 21:24
af Hjaltiatla
rapport skrifaði:Það eru sko ekki 20% þjóðarinnar sem njóta góðs af kvótanum, þannig að ef 20% kjósa xD þá eru kannski MAX 10% (s.s. 10% af 20% = 2%) af þeim að gera það vegna kvótahagsmuna
Ok , finnst þetta bara frekar skrítið . Bjarni Ben "Fjármálaráðherra" og Ólöf Nordal bæði tengd við aflandsfélög og nöfn beggja voru í Panama skjölunum. Þetta er flokkur sem vill engar breytingar og virðist eingöngu berjast fyrir því að halda völdum ( ekki fyrir fólkinu í landinu). xD á auðvitað eftir að lofa öllu fögru eins og fyrir seinustu kosningar og svíkja það strax ( eins og með þjóðaratkvæðagreiðsluna í ESB).

Gullfiskurinn er greinilega mættur á svæðið miðað við þessa könnun (hélt nú að vaktarar létu ekki plata sig svona auðveldlega).

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 21:56
af HalistaX
Ég kann að meta að þið svívirðið algjörlega skoðun náungans.

The real way! The only way! The Icelandic way!

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:03
af Hjaltiatla
HalistaX skrifaði:Ég kann að meta að þið svívirðið algjörlega skoðun náungans.

The real way! The only way! The Icelandic way!
Mehh.. xD gerir það , með að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um aðild að ESB. Þá enda ég greinilega ekki í "Góða fólks" hópnum :lol:

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:16
af jonsig
Hjaltiatla skrifaði:
rapport skrifaði:Það eru sko ekki 20% þjóðarinnar sem njóta góðs af kvótanum, þannig að ef 20% kjósa xD þá eru kannski MAX 10% (s.s. 10% af 20% = 2%) af þeim að gera það vegna kvótahagsmuna
Ok , finnst þetta bara frekar skrítið . Bjarni Ben "Fjármálaráðherra" og Ólöf Nordal bæði tengd við aflandsfélög og nöfn beggja voru í Panama skjölunum. Þetta er flokkur sem vill engar breytingar og virðist eingöngu berjast fyrir því að halda völdum ( ekki fyrir fólkinu í landinu). xD á auðvitað eftir að lofa öllu fögru eins og fyrir seinustu kosningar og svíkja það strax ( eins og með þjóðaratkvæðagreiðsluna í ESB).

Gullfiskurinn er greinilega mættur á svæðið miðað við þessa könnun (hélt nú að vaktarar létu ekki plata sig svona auðveldlega).
Má bara vinstra lið eiga aflandsfélög og lenda ekki í RÚV(kommúnísk áróðursskrifstofa) ?

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:19
af nidur
linenoise skrifaði:Ef við sleppum mannúðinni - því fólki virðist yfirleitt drullusama um annað fólk, meira að segja þegar það er að stórum hluta Vesturlöndum (þ.m.t. Íslandi) að kenna að það er í vandræðum - þá meikar samt mjög mikinn sens að opna landamæri okkar meira.

Ef stefna íslenskra stjórnvalda væri ekki að halda flóttamönnum afskekktum og atvinnulausum þá væri mjög mikill hagur fyrir efnahagslífið að fá fólk í störf. Hvort heldur sem er láglaunastörf, sem vantar alltaf fólk í, eða betur borguð störf. Mikið að flóttamönnum eru drullumenntaðir, oftar en ekki er það vegna þess að þeir eru menntaðir sem stjórnvöldum er illa við þá. Þetta er líka mjög dugandi fólk, því annars hefði það drepist á flóttanum.

Eins og flestar vestrænar þjóðir þá eigum við við ellivandamál að stríða. Okkur fjölgar ekki nógu hratt til að geta séð um gamla fólkið okkar. Eða svo það sé orðað öðruvísi, við erum með of litla fólkfjölgun til að viðhalda viðunandi hagvexti. Við ÞURFUM fólk, og hví þá ekki vel menntaða, dugandi flóttamenn? Vitið þið hvað kostar að búa til fullorðinn einstakling fyrir þjóðfélagið? Og við fáum bara ókeypis einstakling?

Allir GRÆÐA, jei. Grillum meira.
Þessi rök hafa oft verið notuð í öðrum löndum, ekki virkar þetta svona þar í dag.

En djöfull væri ég til í ef að þetta virkaði, þá væri ég sáttari við að taka við flóttafólki.

Og það sem getur verið gott fyrir efnahagslífið þarf ekki endilega að vera gott fyrir samfélagið, sérstaklega ef fólkið getur ekki aðlagast, sem er fullkomlega eðlileg krafa að gera ef einhver vill flytjast hingað.

En annars ætla ég ekki að taka neina umræðu, bara smá innlegg.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:21
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:[ Má bara vinstra lið eiga aflandsfélög og lenda ekki í RÚV(kommúnísk áróðursskrifstofa) ?
Þeir flokkar í Evrópu sem eru merktir til hægri eru yfirleitt hlynntir Evrópusambandinu. Annars finnst mér xD vera eingöngu vera íhaldsflokkur frekar en að geta merkt hann sem hægri flokk ( Myndi staðsetja Viðreisn sem alvöru hægri flokk í dag).

Annars má Rúv alveg fjalla um vinstri spillingu líka ef það er í boði.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:23
af jonsig
"Ef það er í boði" :catgotmyballs

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 05. Okt 2016 22:26
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:"Ef það er í boði" :catgotmyballs
xD er nokkuð vinstri sinnaðir þessa dagana , Bjarni Ben talandi um jöfnuð og þess háttar :roll:
En það er að sjálfsögðu eingöngu rétt fyrir kosningar.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fim 06. Okt 2016 18:31
af rapport
Mér finnst verst að xD og Viðreisn komist upp með að kalla sig "markaðshneigða" flokka, af því að þeir vilja einkavæða.

Þeir vilja einkavæða m.v. hvernig kerfið er í dag, s.s. ógegnsætt og enginn veit hver fær hvað.

Það er ekki enn búið að finnaút hvernig ríkið fékk greitt fyrir Landsímann og bankana á sínum tíma. Á einhvern stórundarlegan hátt, þá skilaði ekkert cash sér til ríkisins.

Flokkar sem vilja gegnsæi fá mitt atkvæði, í gegnsæi felst raunverulega frjáls markaður þar sem innherjar eru ekki að víla og díla sín á milli.

Allt bókhald ríkisins á að vera opið.

Þegar það er orðið þannig, þá má einkavæða og sjá hvort og hvernig kostnaður fer hækkandi eða lækkandi.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fim 06. Okt 2016 22:56
af urban
Hjaltiatla skrifaði: ( T.d vilja ekki bjóða kvótann á leigu á opnum markaði og hámarka verðmætið sem fengist með því móti í þágu þjóðarinnar) ? :D

Bara að reyna að ná samhenginu hvað fær fólk til að halda að þessir aðilar séu að vinna fyrir þjóðina.

Ég á ekki kvóta eða neinn sem að ég þekki, en ég vinn mjög nátengt fiskiðnaði og þar að leiðandi snertir þetta mig beint.

Þér kemur ekkert við hvað ég kýs eða kýs ekki þannig að það er ekki til umræðu akkurat núna, en þú nefndir kvótann.

Þetta kvótakerfi þarf að laga, það er alveg á hreinu, fyrst og fremst er það frjálst framlag á aflaheimildum sem að er að þessu kerfi, það er það sem að gerir fólki að verða virkilega ríkt.
Það er fyrst og fremst það sem að þarf að laga, en ef að parketið í stofunni hjá þér er ónýtt, þá er alveg óþarfi að kveikja í húsinu til þess að laga parketið.


http://www.mbl.is/200milur/frettir/2016 ... ra_thjoda/
Þarna er farið yfir reynslu og í raun einu reynsluna af uppboðum á aflaheimildum.

Það þarf að skoða það gríðarlega vel hvort að þetta sé þess virði eða ekki.
Alveg lágmark að leyfa Færeyjingum að gera þetta í ca 5 - 10 ár áður en að við förum að fikta í okkar kerfi.

Það vilja allir miða við þetta uppboð hjá Færeyjingum í fyrra eða fyrr í ár, en þetta var fyrsta uppboðið og það er akkurat engin reynsla komin á þetta, að ætla að fara í að breyta fiskveiðistjórnunarkerfi sem að klárlega virkar, hefur stóra galla, galla sem að tiltölulega einfalt er að laga, yfir í kerfi þar sem að í þau 2 skipti sem að hefur verið reynt hefur klikkað all illilega og verið hætt við snarlega, bara vegna þess að fólk fær dollara merki í augun og sleppir því að skoða söguna af svona aðferðum.

Annars á ég niður í vinnu fleiri linka um þessi mál, vill bara svo skemmtilega til að þessi grein fjallar um efni sem að ég var búin að kynna mér aðeins sjálfur.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fim 06. Okt 2016 23:07
af Hjaltiatla
Það væri fínt ef þú gætir komið með betri grein en frá Morgunblaðinu , þá skal ég glaður lesa hana.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fim 06. Okt 2016 23:12
af urban
Skal reyna muna það í vinnunni á morgun :)
Man að það var ekkert sérstaklega auðvelt að finna efni um þetta á ensku.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fös 07. Okt 2016 12:05
af vesley
urban skrifaði:
Þetta kvótakerfi þarf að laga, það er alveg á hreinu, fyrst og fremst er það frjálst framlag á aflaheimildum sem að er að þessu kerfi, það er það sem að gerir fólki að verða virkilega ríkt.
Það er fyrst og fremst það sem að þarf að laga, en ef að parketið í stofunni hjá þér er ónýtt, þá er alveg óþarfi að kveikja í húsinu til þess að laga parketið.
Taka þarf einmitt fram að þetta er eini útvegurinn í Evrópu sem er ekki ríkisstyrktur.

Og nei ég þekki ekki neinn sem á kvóta og styð ekki núverandi kerfi, til að útiloka allan vafa og áður en einhver óskar þess að brenna mig á báli :roll:

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fös 07. Okt 2016 12:44
af Hjaltiatla
Svona svona.... enginn að fara brenna á báli. Eðlilegt að ræða kvótamálin þar sem þetta er auðlind þjóðarinnar.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fös 07. Okt 2016 15:15
af urban
Auðvitað steingleymdi ég þessu niðrí vinnu, það var andskotan ekkert að selja á markaðinum í dag, þannig að ég var bara ekkert í tölvunni og kom mér fyrr heim :)

Skal kíkja á þetta á morgun :)

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fös 07. Okt 2016 19:00
af worghal
Mynd

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Fös 07. Okt 2016 19:14
af svanur08
Sagði ekki BB það væri hægt að lifa á 750kr fyrir mat á dag. Einhver sem man eftir því?

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Lau 08. Okt 2016 00:45
af Hjaltiatla
svanur08 skrifaði:Sagði ekki BB það væri hægt að lifa á 750kr fyrir mat á dag. Einhver sem man eftir því?
Örugglega "sounds about right", hann hefur örugglega bætt frasanum að 750 kr "Skali-st" svo rosalega vel (Svona markaðssetningar Buzz word sem er notað um hluti).

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Lau 08. Okt 2016 16:10
af beatmaster
vesley skrifaði:
urban skrifaði:
Þetta kvótakerfi þarf að laga, það er alveg á hreinu, fyrst og fremst er það frjálst framlag á aflaheimildum sem að er að þessu kerfi, það er það sem að gerir fólki að verða virkilega ríkt.
Það er fyrst og fremst það sem að þarf að laga, en ef að parketið í stofunni hjá þér er ónýtt, þá er alveg óþarfi að kveikja í húsinu til þess að laga parketið.
Taka þarf einmitt fram að þetta er eini útvegurinn í Evrópu sem er ekki ríkisstyrktur.

Og nei ég þekki ekki neinn sem á kvóta og styð ekki núverandi kerfi, til að útiloka allan vafa og áður en einhver óskar þess að brenna mig á báli :roll:
Eru margar evrópuþjóðir með 200 mílna lögsögu sem útvegurinn getur athafnað sig á?

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 12. Okt 2016 00:23
af rapport
TTT

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 12. Okt 2016 14:27
af Hjaltiatla
Þeir sem völdu Íslensku þjóðfylkinguna , hvað er það sem heillar ykkur við þann valmöguleika. Það brennur eflaust á mörgu fólki að fá að vita það.