rapport skrifaði:HalistaX skrifaði:Næst þegar mér líður illa með sjálfan mig þá ætla ég að skoða þennan þráð og kommentin undir DV.is fréttunum.
Bara svona til þess að sjá að ég er ekki sami skíturinn og mér var ávallt kennt í æsku sem gerði það að verkum að ég byrjaði að hata sjálfan mig sem mótaði mig svo í manninn sem ég er í dag.
Ég veit ekki hvað gerði þig að þeim manni sem þú ert í dag en mér finnst þessi "HalistaX" sem ég hef haft annað augað á hérna á Vaktinni vera nokkuð heiðarleg og góð manneskja, sem á við alskonar vandamál að stríða rétt eins og við öll, eða a.m.k. flest.
Ég treysti mér ekki til að opna mig um mín vandamál eins og þú hefur opnað þig um þín, og ef eitthvað er, þá gæti ég dregið styrk og hugrekki frá þér en ekki öfugt.
Þú ert því að gefa eitthvað af þér út í lífið þrátt fyrir allt en kannski ekki ég svo mikið, eða a.m.k. á einhvern annan hátt.
Og taktu skjáskot af þessum kommentum og þessari frétt og geymdu á góðum stað, þú átt það alveg skuldlaust að þarna slóstu í gegn hjá allflestum sem lásu fréttina.
Já, mér finnst samt oft á tímum eins og ég sé á röngu Forum'i. Að ég ætti frekar að vera inná Reddit bara þar sem ég á heima þar sem það er stærra community og ekkert mál að ditch'a account'num þegar maður er búinn að vinna sér inn nokkur "Þessi veit ekki dick um það sem við erum að tala um" stigum.
Finnst stundum eins og ég sé bara ignore'aður og hunsaður... ...ætli það sé ekki sami hluturinn en whatevs... Eins og ég sé ennþá bara eitthvað tröll sem allir eru komnir með leið á og væri bara best að banna næst þegar hann fær útrás. Fylgihlutur hvers og eins spjallborðs. Ég skil það að þið séuð komnir með leið á mér, en ég er hinsvegar ekki kominn með leið á ykkur, þessvegna heng ég hér mest alla daga og svara því sem mér finnst ég geta svarað, hvort sem það sé ég að reyna að vera fyndinn eða eitthvað sem ég tel vera knowledge, sem er það alveg örugglega samt ekki.
Æjj, það er einhvern veginn eins og það sem ég kommenti á eða spyrji útí sé ekki svarað og þegar það kemur svar á það þá er eins og ég hafi aldrei póstað á þráðinn. En ætli það sé ekki bara útaf því að ég er oft vakandi á nóttuni og þá flestir farnir í háttinn eða einfaldlega lága sjálfsálitið og sjálfsmyndin mín að láta ljós sitt skína. Þar að segja ekkert persónulegt af ykkar hálfu eins og hugur minn heldur fram.
Er, btw, ekki að tala um geðveikisþráðinn minn, er mér alveg sama þó þið svarið honum ekki enda er ég ekki að skrifa hann fyrir athyglina, einungis var ég að skrifa í hann til þess að geta skrifað um mig og mín vandamál á Íslensku og undir nafnleynd. En ég er samt ekki hættur þó nafnleyndin sé horfin, ég á eftir að bæta í þennan þráð, vonast ég bara til þess að þið séuð ekki að fara með þetta neitt lengra. Þar að segja að þið séuð ekki að bendla nafnið mitt við það sem ég skrifa í þessum þræði þó þið segið kannski að það sé einhver "crazy guy" á forum'inu sem þið frequent'ið. Fyrir mömmu og pabba eða mína nánustu eða eitthvað að heyra það að ég hafi í raun og veru ákveðið að deyja fyrir viku síðan er ekki alveg það sem ég vil að komi frá Nonna sem er að vinna í Bónus og þekkir smá til þeirra... Geriði mér þann greiða að leyfa mér að segja fólki frá þessu face2face þegar ég er ready. En ykkur er þó velkomið að segja frá því sem þið lesið úr skrifum mínum, það ætla ég ekki að banna ykkur.
Einn kjaftar í annann sem kjaftar svo í annann og aldrei að vita hvort einhver þessara einstaklinga þekki ekki til mín eða fjölskyldu minnar, ætli að gera góðverk með því að segja frá því sem honum var sagt, aldrei að vita hvort það hafi ekki verið ýkt smávegis, og á endanum heyri ég eða foreldrar mínir vel brenglaða útgáfu af sannleikanum með mínu nafni hengt á.
Það vil ég alls ekki.
Lets face it, reppið mitt hér er eiginlega bara fyrir að vera gæjinn sem er tilbúinn til þess að leggja inná fólk fyrirfram fyrir kaupum og þessháttar og það að tala um það hvað hann er geðveikur. Ég hef ekkert rep fyrir tölvu knowledge eða know-how né fyrir það að vera skærasta stjarnan á þessu borði. Held ég hafi aldrei hjálpað neinum, þó ég hafi nú kannski reynt, við vandamál sem kemur upp á þessu borði. 0 know-how, enn minna knowledge..
Feginn er ég samt að þegar ég skráði mig hingað inn þá tók ég brúnna yfir lága veginn aka The High Road, í staðinn fyrir að hafa orðið að einu af þessum Forum sem og mannskemmandi tröllum eins og Hakkarin og Gúrú voru á sínum tíma. Hvort sem Hakkarin hafi gerst tröll viljandi eða sé bara svona... ...veit hver hann er IRL og sá maður er sko skrítinn... Þannig að jú, ætli hann hafi ekki bara verið að reyna sitt besta við það að vera sem málefnalegasti Vaktarinn, það sem þarfnast hér oft á tímum því ekki nenni ég að hanga einhverstaðar þar sem einungis er talað um tölvur og annað tölvudrasl.
Finnst mér Hakkarin því ekki vera það versta sem kom fyrir þetta borð þó hann hafi jú mátt passa uppá það sem fór á blað eins og við öll mættum gera stundum, hann bara í meiri mæli en við hin.
Gúrú er það versta sem kom fyrir þetta borð og held ég að allir taki vel undir það. Þann mann vil ég ekki hitta í persónu.
Ég þori að veðja að ég sé ekki sá eini um það að finnast spjöll um einhvern einn mjög specific hlut eins og tölvur eða bíla(Live2Cruize) þarfnist smá off-topic inná milli þó það meigi að sjálfsögðu ekki gleyma rótum sínum.
Get ekki annað en viðurkennt að það var leiðinlegt að sjá Hakkarin fara, því það var oft á tímum gaman að vitleysuni sem fossaði úr honum í hvert sinn sem hann opnaði sig, en tímaspursmál var það hinsvegar bara þangað til það birtist frétt inná Pressan.is/Bleikt.is(Sem er nú DV.is(Eða öfugt jafnvel(IDC))) með fyrirsögninni: "Illa Innrættir Og Alkóhóliskir Tölvunördar Safnast Nafnlaust Saman Á Spjallsíðuni Spjall.Vaktin.is" og sem followup: "Er Maðurinn Þinn Einn Þessara Illa Innrættu Tölvunörda? Bleikt.is Spyr Konur Á Götum Úti Varðandi Málið". Sé þessar fyrirsagnir fyrir mér hefðu Hakkarin og Gúrú enþá verið hérna inná í dag sem og fullt af skítakommentum um það hvað ég var nú heimskur að lána þennan pening bláókunnugum einstaklingi. Ég meina, fyrst einhver aldagömul komment af Bland.is eru að láta ljós sitt skína í pressuni, hví ekki líka Vaktin.is?
Er ég hinsvegar, og verð fyrir ókomna tíð, endalaust þakklátur fyrir ykkur hina kæru Vaktarana, hvað þið hafið komið næs fram við mig, verið umburðarlyndir fyrir þvaðrinu úr mér og hafið sýnt mér mikla þolinmæði.
Ætli þið hefðuð verið svona næs á sínum tíma ef þið hefðuð vitað hver ég væri? Að ég væri maður með svakalega slæmt rep í netheimunum? Hefðuð þið vitað það að undir nafninu HalistaX væri maður sem hefði notast við nöfnin Joi9, Joi_Gudni og Motorstorm á síðunum hérna fyrir áratug síðan, hefðuð þið tekið mér eins og þið tókuð mér hérna í gamla daga? Fyrir sléttum 4 árum eða svo(Sure, skráði mig fyrir 6 árum en ég notaði síðuna ekki fyrir alvöru fyrr en ég keypti mér fyrstu alvöru PC vélina mína fyrir akkúrat 4 árum).
Örugglega. Þetta er það gott community hér að ég er viss um að ykkur hefði verið skít sama um allt helvítis draslið sem fylgdi mér.
Þessi stuðningur sem ég hef fengið, bæði á þennan þráð sem og geðveikisþráðinn, er endalaust vel tekinn og þakka ég ykkur innilega fyrir allann þennan stuðning, niceness og allt saman sem liði er sem og um ókomna tíð.
Er ég betri maður fyrir vikið og það að ég hafi kosið þetta Forum til þess að deila þessum geðveikissögum mínum á segir eitthvað um Forum'ið sjálft og traust mitt í því.
Ég er svo þakklátur fyrir það að hafa fundið tiltölulega Troll-Free samfélag. Sá eini sem ég man eftir í fljótu bragði sem mætti bæta sig smá er hann Jonsig. Einhvern tímann sagði hann þetta við mig ásamt örðum hlutum "Ég er ekki að reyna vera mean ,þú tjáir þig hérna undir nafnleynd á
tölvuspjalli og til að vera hreinskilinn þá finnst mér þessar lýsingar vera oft frekar OF mikið til að vera satt.". "Tölvuspjalli" var rautt btw án efa til þess að leggja meiri áherslu á þann part. Mig klæjaði svo í fingurnar, ég var svoleiðis að tapa mér, mig langaði svo mikið til þess að henda því sama undir "
Reykspúandi nágranni" þráðinn hans... Setja orðrétt quote af hans pósti þar sem hann efaðist um mig, hreinskilni mína og vildi meina að svona tal ætti ekki heima á tölvuspjalli.
Núna veit hann hinsvegar hver ég er og getur sent mér skilaboð á Facebook frá sínum eigin Facebook aðgangi með sínu rétta nafni og mynd af sjálfum sér pælingar útí þetta allt saman. Það að ég hafi sjálfviljugur nafngreint sjálfan mig ætti að vera nóg til þess að ég fái að tala um þetta drasl á þessu borði. Ef hver þráður kostar eitthvað, þó það sé ekki nema 12KB af vinnsluminninu í server vélinni eða hvernig sem þetta virkar nú allt saman, þá skal ég glaður spotta GuðjónR um einn 8-16 gb RAM kubb sem væri þá bara gjöf mín til hans og afsökun fyrir vitleysuna sem uppúr mér hefur komið og mun koma um ókomna tíð.
Annars, já, er Jonsig eina tröllið sem ég man eftir í fljótu bragði. Hann getur verið mjög leiðinlegur og fráhrindandi oft á tímum. Sem og hann viðurkenndi að einhverju leiti í nýjasta þræðinum sem Svanur08 gerði varðandi hitting meðal Vaktara. En ég skil svo sem hvaðan svona tröll koma. Það er eitthvað í lífi hvers og eins trölls sem er ekki eins og það á að vera og því finnst viðkomandi viðeigandi að taka reiði sína út á saklausum spjallverjum. Ég þekki þetta alveg enda landsfrægt ex-tröll í Íslenska Torrentsíðu heiminum.
Þannig að ég fyrirgef honum framkomu sína og vonast til þess að hann noti tækifærið og bæti sig. Ég veit það er erfitt, ég veit allt um það, en verðlaunin, tilfinningin að vera eitthvað annað en bara eitthvað low life tröll í stóru community sem og þessu, eru svo sæt að ég myndi gefa allt fyrir að hafa fengið þessa tilfinningu þegar ég byrjaði að Forum'ast árið 2007.
Allavegana, vildi ég óska þess að reppið mitt á þessu spjalli væri fyrir að vera vitur um tölvur eða eitthvað þannig en því miður er eins með tölvur og bíla, ég bara get alls ekki meðtekið allar þessar upplýsingar. Svo náttúrulega kemur geðveikin inn sem, tjahh, ég hef notað þessa myndlíkingu svoldið oft, lætur mig líða eins og einhver sé með svona
ísskeið að taka skeið fyrir skeið úr hausnum á mér og að það sé komin þessi ágæta hola í hnakkann á mér. Þessi mynd passar líka fullkomið, ísinn á myndinni er akkúrat eins og heilinn manns er á litinn... En þetta er, no-joke, tilfinning sem ég er alltaf með, sérstaklega þegar ég þarf að hugsa og magnast hún helst upp þá. Þegar ég þarf að hugsa hvað mest þá er eins, t.d. að reikna einföldustu reikningsdæmi, thank god fyrir Calculator sem er innbyggður í Windows og takkann á lyklaborðinu mínu sem shortcut'ar í hann, og hugur minn tæmist algjörlega og ég geti ekki einu sinni form'að setningar í huga mínum eins lengi og þess er krafist af mér að hugsa eitthvað.
En ég ætla ekki útí þennan pakka á þessum þræði, þrátt fyrir að hafa farið off-topic svona 16 sinnum í þessum pósti.
Langar mig bara enn og aftur að þakka ykkur öllum fyrir að vera menneskjurnar sem þið eruð, fyrir að óska mér alls hins besta og að styðja mig í þessu dóti öllu, hvort sem það sé geðveikin eða fjársvikin. Án ykkar væri þetta spjallborð ömurlegt. Og finnst mér t.d. fátt jafn skemmtilegt og þegar notendur með jafn gott rep of Rapport stíga fram og klappa manni á bakið.
Takk fyrir að vera þið og ég reyni, eins og nokkrir bentu á í þessum þræði, að læra að elska sjálfan mig.
Takk og bless
MBK. Jóhann Guðni Harðarson.
Ps. Frí High-Five á þá sem sjá mig útá götu, gefið að þeir segji hvað þeir heita á Vaktini!
Fann btw þetta komment þegar ég var eitthvað að skoða elstu póstana mína;
HalistaX skrifaði:
Þeir eiga eftir að endurgera Los Santos..(SA) er 85% viss!
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 28#p391328
Well, well, well, not so useless after all!
