Síða 2 af 2

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 19:16
af jonsig
Efast um að þeir séu að fara standa í einhverjum component pælingum . Best að losna við þetta tæki bara .

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 19:24
af playman
agnarkb skrifaði:Ég reyndi að taka upp hljóðið með ekkert sérstökum árangri. En ég ætla að pósta þessu, kannski auðveldara en að reyna að lýsa þessu.

http://s000.tinyupload.com/download.php ... 4725679875

Ég mun hafa samband við Elko á morgun, strákurinn sem skoðaði fyrsta tækið sagðist ekkert heyra, datt þá kannski í hug að þetta gæti verið rafmagnið hjá mér. En ef þetta er hönnunargalli þá er þetta bölvað vesen.
Ég verð að viðurkenna að ég heyrði ekkert í þessu hljóðbroti hjá þér, það var ekki fyrr en að ég hækkaði alveg í botn hjá mér og
notaðist við Visualizations og scope í VLC hjá mér þar sem að ég gat heyrt og séð hljóðið.
Þá datt mér í hug þegar að þú nefndir að þessi hjá elko hafi ekkert heyrt gæti verið vegna þess að hann heyrir ekki þessar tíðnir.
Sjá betur hér.
https://www.youtube.com/watch?v=VxcbppCX6Rk

En einnig til þess að útiloka rafmagnið hjá þér, prófaðu að fara með tækið í heimsókn til einhvers sem þú
þekkir og prófaðu tækið þar, þá geturðu allavegana sagt að þú hafir gert það og það hafi ekki breitt neinu.
Annars hefði maður haldið að öll tæki í dag séu hönnuð þannig að "lélegt" rafmagn í íbúðarhúsum hefði ekki áhrif á tækið.
agnarkb skrifaði:Ætla að senda póst á þjónustuverið hjá ELKO, sjá hvað kemur úr því til að byrja með. Kannski hitti ég á einhvern sem veit eitthvað. Þegar þetta gerðist fyrst með fyrra tækið þá var mér bent á Öreind og að þeir sjái um viðgerðir á sjónvörpum hjá þeim. Veit samt ekki hvort þeir gætu gert við eitthvað ef þetta er gölluð hönnun.
Fyrir það fyrsta þá á kúnnin ekki að þurfa að fara með tæki á viðgerðarstæði og láta gera við glænýtt sjónvarp þar sem að það
flokkast auðvitað undir gallaða vöru og er undir ábyrgðar skilmála

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 19:26
af HalistaX
agnarkb skrifaði:Ætla að senda póst á þjónustuverið hjá ELKO, sjá hvað kemur úr því til að byrja með. Kannski hitti ég á einhvern sem veit eitthvað. Þegar þetta gerðist fyrst með fyrra tækið þá var mér bent á Öreind og að þeir sjái um viðgerðir á sjónvörpum hjá þeim. Veit samt ekki hvort þeir gætu gert við eitthvað ef þetta er gölluð hönnun.
Helvítis basl er það samt að þurfa alltaf að vera að drösla þessu 32" sjónvarpi með sér hvert sem maður fer. Þú ný kominn heim nýja sjónvarpið, þarft svo að fara með það og skila því, færð nýtt, dröslast með það heim og svo núna þarftu að fara að drösla því uppí ELKO að öllum líkindum aftur. Heimsins dýrasta lyklakyppa mætti kalla þessa týpu sjónvarpa.

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 19:40
af agnarkb
Sennilega það eina í stöðunni að skipta því út alveg og taka dýrari Samsung í staðinn, verst að það er ekki með Android vegna þess að ég nota Kodi töluvert, held að Samsung styðji Plex samt. Fer og tala við þá í Lindum á morgun eða á þriðjudag. Þetta ætlar að verða mikið vesen

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 19:51
af playman
agnarkb skrifaði:Sennilega það eina í stöðunni að skipta því út alveg og taka dýrari Samsung í staðinn, verst að það er ekki með Android vegna þess að ég nota Kodi töluvert, held að Samsung styðji Plex samt. Fer og tala við þá í Lindum á morgun eða á þriðjudag. Þetta ætlar að verða mikið vesen
Gætir svo verslað þér mini usb android, það voru einhverjir að selja þetta hérna heima, bara man ekki hverjir það voru.
http://www.ebay.com/itm/Mini-PC-Android ... 2062259287

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 20:15
af agnarkb
playman skrifaði:
agnarkb skrifaði:Sennilega það eina í stöðunni að skipta því út alveg og taka dýrari Samsung í staðinn, verst að það er ekki með Android vegna þess að ég nota Kodi töluvert, held að Samsung styðji Plex samt. Fer og tala við þá í Lindum á morgun eða á þriðjudag. Þetta ætlar að verða mikið vesen
Gætir svo verslað þér mini usb android, það voru einhverjir að selja þetta hérna heima, bara man ekki hverjir það voru.
http://www.ebay.com/itm/Mini-PC-Android ... 2062259287
Veit ekki, frekar myndi ég bara nota Plex eða kannski Raspberry Pi

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 20:39
af agnarkb
En bara svona til þess að prófa þá setti ég tækið í samband við sama tengil og 42 Plasmi sem ég er með líka og alveg sama sagan þar. Kemur ekkert frá plasmanum þegar hann er í sambandi eins og á þessu. Svo er ég með magnara, plötuspilara og cd spilara inn í sama herbergi og Philips sjónvarpið og ekkert coil whine eða eitthvað í líkingu við þetta heyrist í þeim.

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 20:42
af jonsig
En ekki hvað ?

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 20:47
af agnarkb
jonsig skrifaði:En ekki hvað ?
Virðist þá bara vera öruggt að það er eitthvað að tækinu. Allaveganna er ég búinn að gera allt sem ég kann og get gert til þess að útiloka allt annað. Ekkert annað að tækinu samt. Á von á rafvirkja hingað á næstunni, hann veit kannski eitthvað um þessi mál.

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 21:17
af jonsig
neibb

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 21:24
af agnarkb
jonsig skrifaði:neibb
Neibb??

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 21:40
af GuðjónR
Ég myndi losa mig við tækið í þínum sporum, reyna að finna eitthvað annað því þú verður aldrei sáttur við þetta tæki.

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 22:07
af KermitTheFrog
agnarkb skrifaði:
jonsig skrifaði:neibb
Neibb??
Held hann meini að það sé ekki endilega bilun í tækinu, heldur sé þetta "galli" í hönnuninni.

Eða þá að rafvirkninn muni ekki vita neitt (sem er reyndar alveg líklegt).

En já, frekar snubbótt svar. En við hverju öðru er eiginlega að búast frá jonsig?

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Sun 26. Jún 2016 23:18
af jonsig
whu? er allt hörmung sem ég segi :(

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Mán 27. Jún 2016 10:58
af Danni V8
Keypti sér fjöltengi fyrir Philips skjáinn sem ég slekk á þegar ég fer að sofa. Þetta suð getur gert mann klikkaðan! Sé mikið eftir að hafa ekki skilað honum þegar hann var nýr....

Re: Suð/hátíðni hljóð í nýju sjónvarpi á stand by

Sent: Mán 27. Jún 2016 12:15
af vesley
jonsig skrifaði:whu? er allt hörmung sem ég segi :(
Engin hörmung, svörin þín eru hinsvegar álíka þurr og að borða weetabix með engri mjólk.