Síða 2 af 3

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mán 28. Mar 2016 20:00
af vesi
ertu með einhvern email þar sem þú gætir fengið frekara feadback frá Fb. Gæti verið betra að fá það beint frá þeim heldur vökturum að copy paste-a til þín í pm.

sá ekkert á síðunni.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mán 28. Mar 2016 21:53
af Klemmi
sverrirgu skrifaði:Glæsilegt, til hamingju!

Hefurðu íhugað að geyma verðin upp á að eiga verðsögu, gæti verið fróðlegt hliðarverkefni.
Þakka þér! Góður punktur og hann er á to-do listanum :) Veit reyndar ekki hvað ég kem til með að gera við upplýsingarnar, en allavega betra að eiga þær og þurfa þær ekki heldur en að þurfa þær og eiga þær ekki ;)

*** Edit: Búinn að bæta þessu við :)
vesi skrifaði:ertu með einhvern email þar sem þú gætir fengið frekara feadback frá Fb. Gæti verið betra að fá það beint frá þeim heldur vökturum að copy paste-a til þín í pm.

sá ekkert á síðunni.
Er að gera upp við mig hvort ég ætli að nota prívat mailið til að byrja með eða gera þetta meira "pro"... en þangað til ég skelli því á síðuna þá er þér og öðrum allavega velkomið að senda póst á klemenz88 hjá gmail.com :)

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 00:07
af Orri
Frábær vefur, til hamingju!

Er þó sammála steinarorri í því að það væri mun þæginlegra að hafa filterana til hliðar svo maður þurfi ekki að skruna upp og niður í sífellu til að breyta leitinni.
Ákvað að prófa að skítamixa útfærslu á því í Inspector-num í Chrome og það kom bara ágætlega út.
Það væri svo hægt að setja filterana í einhverskonar off-canvas menu í mobile.
Einnig væri sniðugt að setja einhverja af þessum filterum í accordion felliglugga eða eitthvað álíka, of margir valmöguleikar í einu geta verið overwhelming.

Hérna er screenshot af skítamixinu mínu :)
28.3.2016-23-54-20-e8fa.png
28.3.2016-23-54-20-e8fa.png (1.01 MiB) Skoðað 1453 sinnum

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 10:33
af Klemmi
Orri skrifaði:Frábær vefur, til hamingju!

Er þó sammála steinarorri í því að það væri mun þæginlegra að hafa filterana til hliðar svo maður þurfi ekki að skruna upp og niður í sífellu til að breyta leitinni.
Ákvað að prófa að skítamixa útfærslu á því í Inspector-num í Chrome og það kom bara ágætlega út.
Það væri svo hægt að setja filterana í einhverskonar off-canvas menu í mobile.
Einnig væri sniðugt að setja einhverja af þessum filterum í accordion felliglugga eða eitthvað álíka, of margir valmöguleikar í einu geta verið overwhelming.

Hérna er screenshot af skítamixinu mínu :)
28.3.2016-23-54-20-e8fa.png
Takk fyrir falleg orð, og þessi útfærsla er ekkert svo galin! Skoða þetta vandlega, mjög lógískt að reyna að nýta sér breiddina á tölvuskjánum :D

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 11:25
af Sæþór
Flott framtak.
Hvað með rafhlöðuendingu :)?

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 12:30
af Klemmi
Sæþór skrifaði:Flott framtak.
Hvað með rafhlöðuendingu :)?
Hefði frekar haft t.d. þyngd inni, þar sem að því miður er ekkert að marka uppgefna rafhlöðuendingu frá framleiðendum :(

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 14:21
af AntiTrust
Var að sýna kollegunum þetta - "Djöfulsins snilld!" :happy

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 15:01
af Nördaklessa
:-k Hverjir selja Razer fartölvur hér á landi?

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 15:02
af brynjarbergs
Þetta er helber snilld! Til hamingju með flottan vef. Hefði svo sannarlega vilja hafa haft þennan til stuðnings fyrir c.a. 3 árum.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 15:13
af Klemmi
Nördaklessa skrifaði::-k Hverjir selja Razer fartölvur hér á landi?
Veit ekki til þess að neinn selji Razer fartölvur hér heima :)
brynjarbergs skrifaði:Þetta er helber snilld! Til hamingju með flottan vef. Hefði svo sannarlega vilja hafa haft þennan til stuðnings fyrir c.a. 3 árum.
Takk kærlega :D

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 16:11
af dori
Klemmi skrifaði:
Sæþór skrifaði:Flott framtak.
Hvað með rafhlöðuendingu :)?
Hefði frekar haft t.d. þyngd inni, þar sem að því miður er ekkert að marka uppgefna rafhlöðuendingu frá framleiðendum :(
Er möguleiki að koma þyngd inní þetta? Það væri geggjað.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 16:55
af chaplin
Þyngd, snertiskjár, uppgefin rahlöðuending, breydd bezel-s, efni sem vélin er úr og auðvita fjöldi atom-a.

Nei grín, æðisleg vefsíða hjá þér! Algjör snillingur Klemmó minn, GENIUS I SAY! <3

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 17:03
af Klemmi
dori skrifaði:Er möguleiki að koma þyngd inní þetta? Það væri geggjað.
Sé til, þarf líka aðeins að passa mig um að troða ekki of miklu þarna inn :) Þyngd og stærð haldast mjög mikið í hendur, þó að það sé vissulega stundum svolítið breitt bil, eins og algengt er að 15.6" vélar séu frá 1.8-2.6kg, flestar þó 2-2.3kg.
chaplin skrifaði:Þyngd, snertiskjár, uppgefin rahlöðuending, breydd bezel-s, efni sem vélin er úr og auðvita fjöldi atom-a.

Nei grín, æðisleg vefsíða hjá þér! Algjör snillingur Klemmó minn, GENIUS I SAY! <3
:oops: Knús á þig, catch-up hittingur hlýtur svo að vera á næsta leyti :japsmile

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Þri 29. Mar 2016 18:23
af chaplin
Já hvernig væri það! Taka hádegismat í vikunni? :)

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mið 30. Mar 2016 09:29
af Klemmi
chaplin skrifaði:Já hvernig væri það! Taka hádegismat í vikunni? :)
Er alveg fastur þessa vikuna, en laus um helgina ef það er eitthvað.

Tökum þessa umræðu kannski frekar á facebook-chat en á opnu spjalli ;)

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mið 30. Mar 2016 10:21
af dori
Klemmi skrifaði:
dori skrifaði:Er möguleiki að koma þyngd inní þetta? Það væri geggjað.
Sé til, þarf líka aðeins að passa mig um að troða ekki of miklu þarna inn :) Þyngd og stærð haldast mjög mikið í hendur, þó að það sé vissulega stundum svolítið breitt bil, eins og algengt er að 15.6" vélar séu frá 1.8-2.6kg, flestar þó 2-2.3kg.
Algjörlega, þetta má ekki verða of mikil súpa.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mið 30. Mar 2016 10:44
af jericho
Flott framtak!

Sammála þó að færa filterana til hliðar - sjá að neðan dæmi frá http://www.komplett.no

Það væri líka snilld að bæta við fídus sem leyfir manni að leita að textastreng, t.d. ef maður er að leita að einhverri sérstakri undirtýpu (t.d. T430) og fá þannig upp niðurstöður sem innihalda textastrenginn.

Mynd

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Mið 30. Mar 2016 10:53
af Klemmi
jericho skrifaði:Flott framtak!

Sammála þó að færa filterana til hliðar - sjá að neðan dæmi frá http://www.komplett.no
Takk takk, og já, ég er eiginlega kominn á það að færa þá þarna til hliðar. Set það allavega upp undir öðru síðuheiti þegar það er klárt (search-test í stað search eða eitthvað) og fæ ykkur til að commenta áður en ég smelli því á "aðalsíðuna" :)

Smá svo update, var að föndra í gærkvöldi við að setja inn möguleika á að búa til link sem heldur utan um valið, svo að það sé einfaldara að deila niðurstöðunum áfram eða bookmarka. Geri ráð fyrir að skella því inn í kvöld :D Sé til hvort ég skelli einhverjum samfélagsmiðlatökkum með í leiðinni...

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 18:13
af Klemmi
Púslaði þessu upp eins Orri stakk upp á, takk kærlega fyrir hugmyndina og vel útfærða mynd :)

Megið endilega kíkja á http://www.laptop.is/#/search2 og segja mér hvernig ykkur finnst þetta koma út :P

*Edit*
Dreif í að gera þetta bara að aðal-lookinu...

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 19:30
af vesi
Lýtur gífurlega fínt út í 27" 2560X1440. En er það bara ég eða er ekki "óþarfi" að hafa atom og FX cpu. T.D.

Kanski er þetta bara það sem mér fynnst, en er þetta spurning um að hafa allt sem er í boði.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 20:14
af nidur
Klemmi skrifaði:Púslaði þessu upp eins Orri stakk upp á, takk kærlega fyrir hugmyndina og vel útfærða mynd :)

Megið endilega kíkja á http://www.laptop.is/#/search2 og segja mér hvernig ykkur finnst þetta koma út :P

*Edit*
Dreif í að gera þetta bara að aðal-lookinu...
Glæsilegt

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 22:40
af Yawnk
Vel gert, þetta er flott!

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 23:16
af dori
Screen Shot 2016-03-31 at 23.14.48.png
Screen Shot 2016-03-31 at 23.14.48.png (105.16 KiB) Skoðað 1040 sinnum
Smá ruglingur þarna í footernum.

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 23:18
af chaplin
@dori: kek!

Þú hefur annars sparað mér nokkrar klukkustundir Mighty K, herbergisfélagi minn bað mig um að finna nýja fartölvu fyrir sig, "bruh.. farðu á laptop.is og þar sérðu allt sem þú þarft".

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Sent: Fim 31. Mar 2016 23:25
af DJOli
það stendur © 2016 laptops.is neðst í vinstra horninu ;)