Síða 2 af 2

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Mið 02. Mar 2016 13:18
af Spekingur
Greiðsluþjónusta í banka er ekki á ábyrgð fyrirtækis sem sendir manni reikning. Hvaða reikningar eru greiddir í greiðsluþjónustu eru algjerlega á ábyrgð manns sjálfs með bankann sem millilið, þ.e. umsjónaraðila sjálfvirkrar greiðslu. Fyrirtækið sem sendir reikninginn sér bara að reikningur hefur verið greiddur af greiðandanum, ekki hvort viðkomandi reikningur hafi verið greiddur af greiðsluþjónustu viðkomandi viðskiptabanka.

Það er auðvitað vitleysa að láta rapport greiða allan þennan tíma fyrir eitthvað sem hann er ekki með en að fara ekki yfir það sem maður er að greiða í greiðsluþjónustu á 16 mánaða tímabili er nú kannski líka svolítið á honum.

Btw, það er möguleiki að starfsfólk fái ekki að sjá gögn nema 6 mánuði aftur í tímann vegna Fjarskiptalaga og þess vegna fái hann bara endurgreiðslu 6 mánuði aftur í tímann.
Þar að auki þá ER greiddur reikningur = samþykktur reikningur skv viðskiptalögum.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 10:56
af rapport
Síminn a.m.k. sá ljósið og endurgreiddi alla upphæðina.

Það getur ekkert fyrirtæki réttlætt það að senda fólki sem ekki er í neinum viðskiptum reikninga.

Mér finnst ótrúlegt að einhverjum hérna finnist staða neytenda á markaði það veik að þeir ættu nokkurntíman að láta eitthvað svona yfir sig ganga.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 11:09
af urban
Síminn gerir rétt þarna, þar sem að þeir áttu aldrei að senda þessa reikninga út til að byrja með.
Þar er villan í þessu máli leyst.

Aftur á móti er það sem að spekingur segir alveg rétt, þegar að þú greiðir reikning þá telst hann vera samþykktur, ef að ekki hafa verið settir fram skilmálar fyrir greiðslu.

Þannig að sökin á því liggur auðvitað hjá rapport að fylgjast ekki með því sem að hann greiðir í gegnum greiðsluþjónustu, en það breytir því ekki að auðvitað átti síminn að endurgreiða alla upphæðina þar sem að klárlega var búið að skila routernum og út í hött að rukka þá fyrir leigu á honum.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 11:43
af GuðjónR
Gott að þetta endaði vel. :happy

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 11:48
af Spekingur
rapport skrifaði:Síminn a.m.k. sá ljósið og endurgreiddi alla upphæðina.

Það getur ekkert fyrirtæki réttlætt það að senda fólki sem ekki er í neinum viðskiptum reikninga.

Mér finnst ótrúlegt að einhverjum hérna finnist staða neytenda á markaði það veik að þeir ættu nokkurntíman að láta eitthvað svona yfir sig ganga.
Gott að heyra að Síminn hafi endurgreitt. Klárlega mistök hjá þeim að hafa ekki tekið út routergjaldið þegar þú skilaðir honum inn.

Það passar samt enginn upp á fjármálin hjá manni nema maður sjálf/-ur.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 12:01
af rapport
Spekingur skrifaði:
rapport skrifaði:Síminn a.m.k. sá ljósið og endurgreiddi alla upphæðina.

Það getur ekkert fyrirtæki réttlætt það að senda fólki sem ekki er í neinum viðskiptum reikninga.

Mér finnst ótrúlegt að einhverjum hérna finnist staða neytenda á markaði það veik að þeir ættu nokkurntíman að láta eitthvað svona yfir sig ganga.
Gott að heyra að Síminn hafi endurgreitt. Klárlega mistök hjá þeim að hafa ekki tekið út routergjaldið þegar þú skilaðir honum inn.

Það passar samt enginn upp á fjármálin hjá manni nema maður sjálf/-ur.
Er það ekki akkúrat það sem ég var að gera?

Allt svona má lagga helling, það eina sem spilar inn í svona mál er fyrningafrestur á almennum kröfum.

Fyrir utan þann vinkil að það er sviksamlegt athæfi að senda reikninga sem engin viðskipti eru á bakvið.

Það eina sem Síminn hefði getað skýlt sér bakvið er að upphæðin er lág og að þeirra ásetningur var ekki að hafa mig ekki að féþúfu.

Ef fleiri svona mál hefðu svo komið upp í kjölfarið þá hefði það samt geta skapað þeim töluverð vandræði.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 13:45
af Spekingur
Það getur ekki verið á ábyrgð annarra en þín að fylgjast með þínum fjármálum og hvað þú greiðir óháð því hvort viðkomandi reikningur eigi í raun rétt á sér. Þú talar um 16 mánaða tímabil og vilt svo setja fulla ábyrgð á sendanda reikningsins - sem telur mögulega ekkert vera rangt í gangi því þú ert jú að greiða reikninginn.

Það tekur btw stutta stund að senda inn ábendingu til Neytendastofu.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 15:02
af rapport
Spekingur skrifaði:Það getur ekki verið á ábyrgð annarra en þín að fylgjast með þínum fjármálum og hvað þú greiðir óháð því hvort viðkomandi reikningur eigi í raun rétt á sér. Þú talar um 16 mánaða tímabil og vilt svo setja fulla ábyrgð á sendanda reikningsins - sem telur mögulega ekkert vera rangt í gangi því þú ert jú að greiða reikninginn.

Það tekur btw stutta stund að senda inn ábendingu til Neytendastofu.
Ég var ekki að segja að það væri þeim að kenna að ég hefði greitt þetta allan þennan tíma, ég vildi bara peningana mína endurgreidda eins og ég á fullan rétt á.

Á hvaða lagalegu forsendu ætti Síminn að neita að endurgreiða mér?

m.v. að á reikningunum stóð fyrir hvað verið var að rukka, þá var enginn ágreiningur um að ég hefði sagt upp samningnum og að ég hefði skilað tækinu.

Það er engin lagaleg stoð eða "common sense" fyrir því að Síminn haldi þessum peningum.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 16:33
af Spekingur
rapport skrifaði: Á hvaða lagalegu forsendu ætti Síminn að neita að endurgreiða mér?
Tæknilega séð þá geta fyrirtæki lagalega neitað að endurgreiða greiddan reikning eða reikninga því með greiðslu hefur þú samþykkt þjónustuna (sé sum fyrirtæki miða við eindaga, þ.e. eftir eindaga þýðir að reikningur sé samþykktur - sbr. Já). Þetta er viðtekin venja hjá flestum ef ekki öllum íslenskum fyrirtækjum og er, eftir því sem ég man best, partur af íslenskum viðskiptalögum.

Ég er hinsvegar ekkert að segja að þetta sé endilega eitthvað gott eða skemmtilegt. Þetta snýst líka um að geta fært sönnur fyrir því að þú hafir ekki verið að fá umsamda þjónustu sem þú hefur verið að greiða fyrir - hér spila neytendalögin líka nokkurn þátt. Í þínu tilfelli þá hlýtur Síminn að geta trackað routerana sína og auðvitað frekar vel asnalegt að þetta skyldi ekki vera gripið þeirra megin af fyrra bragði.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 04. Mar 2016 18:16
af rapport
Spekingur skrifaði:
rapport skrifaði: Á hvaða lagalegu forsendu ætti Síminn að neita að endurgreiða mér?
Tæknilega séð þá geta fyrirtæki lagalega neitað að endurgreiða greiddan reikning eða reikninga því með greiðslu hefur þú samþykkt þjónustuna (sé sum fyrirtæki miða við eindaga, þ.e. eftir eindaga þýðir að reikningur sé samþykktur - sbr. Já). Þetta er viðtekin venja hjá flestum ef ekki öllum íslenskum fyrirtækjum og er, eftir því sem ég man best, partur af íslenskum viðskiptalögum.

Ég er hinsvegar ekkert að segja að þetta sé endilega eitthvað gott eða skemmtilegt. Þetta snýst líka um að geta fært sönnur fyrir því að þú hafir ekki verið að fá umsamda þjónustu sem þú hefur verið að greiða fyrir - hér spila neytendalögin líka nokkurn þátt. Í þínu tilfelli þá hlýtur Síminn að geta trackað routerana sína og auðvitað frekar vel asnalegt að þetta skyldi ekki vera gripið þeirra megin af fyrra bragði.
Það var enginn á greiningur um hvort ég hefði sagt upp samningnum eða hvort ég hefði skilað tækinu.

Ef það hefði verið, þá væri skiljanlegt að það sé vesen að fá allt endurgreitt.

Að greiða reikning er ekki samþykki fyrir að þjónustan hafi verið veitt eða að á henni hafi ekki verið neinir ágallar.

Það er talið eðlilegt að halda eftir allri eða hluta af greiðslu ef ágreinungur er um að vara eða þjónusta sé í samræmi við það sem lofað hafði verið.

Ég tapa engum réttindum á því að greiða reikningana, ég get alltaf gert kröfu um að fá þá endurgreidda. Eina spurningin snýr að fyrningarfresti á svona kröfum en hann er alltaf einhver ár en ekki mánuðir.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:06
af Spekingur
Seint svar en whatever
rapport skrifaði: Að greiða reikning er ekki samþykki fyrir að þjónustan hafi verið veitt eða að á henni hafi ekki verið neinir ágallar.
Þetta var aðeins röng nálgun hjá mér. Það að greiða reikning er litið á sem samþykki fyrir því að reikningurinn hafi verið réttur. Óháð því hvort viðkomandi hafi verið að fá tilgreinda þjónustu eða vöru á reikningi eður ei. Semsagt, ekki samþykkt á þjónustuna sem slíka (þó ég geri ráð fyrir að sum fyrirtæki setji mögulega einhvern slíkan fyrirvara í skilmálana hjá sér) heldur samþykkt á reikninginn. Það er nú víst munur þar á.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:20
af KermitTheFrog
Til allra þeirra sem finnst rapport eiga einhverja sök í þessu máli: Það er alltaf gaman að skoða svona mál í öðru samhengi.

Ef t.d. kassakerfi í matvörubúð væri eitthvað brenglað og myndi ítrekað stimpla inn kíló af kjötfarsi, þó þú værir ekkert að kaupa slíkt. Sértu að versla fyrir 20-30 þúsund þá tekurðu ekki eftir þessu á staðnum og greiðir upphæðina í posanum.

Þú kannski rennir ekkert alltaf yfir kvittunina en geymir hana samt í skúffunni heima. Einhverntímann rekur þú þig á að það er kjötfars á kvittuninni sem þú kannast ekkert við. Þú skoðar hinar kvittanirnar og sérð að það er kjötfars á þeim öllum, en þú hefur ekki verslað kjötfars í 16 mánuði. Átt þú sem neytandi ekki rétt á því að fá þetta endurgreitt? (getir þú sýnt fram á að þú hafir ekkert kjötfars keypt)

Vissulega er rapport í betri stöðu en viðskiptavinur matvörubúðarinnar þar sem viðskiptavinurinn er ekki með afrit af uppsögn sinni á kjötfarsi, en samlíkingin ætti að skila sér.

Síminn átti ekkert að vera að rukka hann fyrir þjónustu sem hann var búinn að segja upp.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:49
af rapport
Jæja, þá er það bara lögfræðin á þetta:

Að senda mér reikning er viðskiptakrafa sem stofnað er til á grundvelli tvíhliða viðskiptasambands, þar sem Síminn fær greiðslur gegn því að lána mér búnað.

Þær aðstæður skapast og enginn ágreiningur er um, að ég skila búnaðinum og rifti viðskiptasambandinu.

Síminn sendir mér áfram reikninga byggða á þessu viðskiptasambandi.

Ég get túlkað það með mörgum hætti:

1) Að þeir hafa ekki tekið uppsögn mína gilda.
2) Að þeir telja mig ekki hafa skilað tækinu.
3) Allt annað mögulegt.

Í hvert skipti sem ég greiddi reikning þá var ég ekki að samþykkja eitt eða neitt nema að þeir væru ekki búnir að viðurkenna uppsögn mína á samningnum.

Þegar ég ræði svo málin við þá, þeir eru sannfærð/ir um hvenær ég skilaði inn gildri uppsögn og skilaði búnaðinum, þá er ekkert sem á að koma í veg fyrir að ég fái mínar "endurkröfur" greiddar að fullu enda fyrnast þær á minnst 4 árum.

Ég var því bara búinn með 16 mánuði af 48.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Mið 16. Mar 2016 09:24
af Spekingur
KermitTheFrog skrifaði:Til allra þeirra sem finnst rapport eiga einhverja sök í þessu máli: Það er alltaf gaman að skoða svona mál í öðru samhengi.
Eina sök rapport er að fylgjast ekki með hvaða reikninga hann er að greiða (gegnum greiðsluþjónustu).
Sök Símans er að rifta ekki búnaðarleigu við búnaðarskil. Augljóslega eitthvað sem ætti að endurgreiða (og mögulega endurskoða sína verkferla í þessum efnum).

Restin hefur svo farið í ruglildi í okkur um hvað telst sem samþykki neytanda á fenginni þjónustu/vöru og hvað telst sem samþykki á því að það sem stendur á reikningi sé rétt. Inn í þetta spila viðskiptalög, dægurlög og neytendalög.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Mið 16. Mar 2016 10:06
af rapport
Spekingur skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Til allra þeirra sem finnst rapport eiga einhverja sök í þessu máli: Það er alltaf gaman að skoða svona mál í öðru samhengi.
Eina sök rapport er að fylgjast ekki með hvaða reikninga hann er að greiða (gegnum greiðsluþjónustu).
Sök Símans er að rifta ekki búnaðarleigu við búnaðarskil. Augljóslega eitthvað sem ætti að endurgreiða (og mögulega endurskoða sína verkferla í þessum efnum).

Restin hefur svo farið í ruglildi í okkur um hvað telst sem samþykki neytanda á fenginni þjónustu/vöru og hvað telst sem samþykki á því að það sem stendur á reikningi sé rétt. Inn í þetta spila viðskiptalög, dægurlög og neytendalög.
https://www.youtube.com/playlist?list=P ... D62ECBDE9F

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:44
af Spekingur
Besti. Playlistinn.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 01:11
af snaeji
2.3
Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust, skal Síminn eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda.
Þetta er víst í fjarskiptasamningi hjá Símanum.

Ég myndi henda þessu á vegginn hjá þeim á Facebook. Fyrirtæki virðast vera mjög viðkvæm fyrir því í dag. :-"

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 12:30
af Spekingur
@snaeji, þetta er ekki eitthvað sem er einskorðað við Símann.
7. Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.
Í skilmálunum hjá Vodafone.
6. Allar athugasemdir við útgefna reikninga og greiðsluseðla skulu gerðar án tafar og eigi síðar en 3. hvers mánaðar, ella telst reikningur
og/eða greiðsluseðill samþykktur og verður þá ekki endurskoðaður sem slíkur nema að atvik réttlæti slíkt með ótvíræðum hætti.
Í skilmálunum hjá 365.
7. Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.
Í skilmálunum hjá Hringdu.
Viðskiptavini ber að fylgjast með reikningi sínum og skal hann láta Nova vita tafarlaust ef hann telur um rangfærslur að ræða. Tilkynni viðskiptavinur ekki um rangar upplýsingar eða hugsanlegar rangfærslur fyrir eindaga hvers reiknings telst reikningur samþykktur.
Úr skilmálunum hjá Nova.
Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.
Úr skilmálunum hjá Já.
a. Ef viðskiptavinur hefur athugasemdir varðandi reikningsyfirlit sitt, skulu slíkar athugasemdir tilkynntar Netgíró fyrir eindaga. Að öðrum kosti telst reikningsyfirlitið staðfest.
Úr skilmálunum hjá Netgíró.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 16:40
af snaeji
Spekingur skrifaði:@snaeji, þetta er ekki eitthvað sem er einskorðað við Símann.
7. Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.
Í skilmálunum hjá Vodafone....................
Já efaðist ekki um að þau hafi þetta öll í skilmálunum hjá sér.

Er að meina að ef hann myndi setja reynslusöguna sína inn á vegginn hjá Símanum eða jafnvel frekar inn á markaðsnördar hópinn á Fb og tagga símann að þá myndu þeir taka sig til og gera töluvert betur í ljósi áhorfenda.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 17:24
af wicket
Málið er leyst hjá OP, Síminn endurgreiddi honum og málið dautt.

Afhverju ætti hann að fara að pönkast í social channelum Símans útaf máli sem er búið að leysa? eða fara í þann fúla forarpytt sem Markaðsnördargrúbban er?

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 18:40
af rapport
Markaðsnördagrúppan er fyrir fólk í markaðsfræðum, ekki kvart og kvabb.

En það breytir engu þó að fyrirtæki setji svona skilmála í samninga þar sem neytendur geta aldrei samið af sér lágmarksréttindi skv. lögum.

En þetta innlegg hér að ofan sýnir hversu rotin framkoma þessara fyrirtækja er gagnvart neytendum.

EDIT: skv. samtali við lögfræðing þá verða fyrirtækin að hafa þetta ákvæði inni svo að þau geti sett ógreidda reikninga strax í innheimtuferli. Þetta tilgreinir í raun tímann sem fólk hefur til athugasemda áður en klukkan fer að tikka upp á að reikningur fari í innheimtu.

Þetta er formsatriði upp á að tímasetja innheimtuaðgerðir og hvenær vextir o.þ.h. byrja að safnast ef einhver er með óréttmætar athugasemdir en er í raun gagnslaust ef einhver hefur réttmætar athugasemdir.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fim 17. Mar 2016 22:23
af snaeji
wicket skrifaði:Málið er leyst hjá OP, Síminn endurgreiddi honum og málið dautt.

Afhverju ætti hann að fara að pönkast í social channelum Símans útaf máli sem er búið að leysa? eða fara í þann fúla forarpytt sem Markaðsnördargrúbban er?
Fór greinilega fram hjá mér að þeir hefðu gengið frá þessu.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 18. Mar 2016 00:06
af Danni V8
Ég er einmitt búinn að vera að borga Nova 690kr á mánuði síðan júní 2012 fyrir númer sem ég hef ekki notað síðan ca ágúst 2012. Ég bara veit ekki af hverju ég hef ekki sagt þessu upp ennþá!

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 18. Mar 2016 01:42
af Minuz1
Síminn var með þessu að brjóta bókhaldslög, einfalt mál.
Ef það væri löglegt að senda út reikinga sem eiga sér ekki stoð í bókhaldi þá væru heimabankar okkar allra yfirfullir af spammi.

Re: Síminn - "þjónusta"

Sent: Fös 18. Mar 2016 10:34
af Spekingur
Minuz1 skrifaði:Síminn var með þessu að brjóta bókhaldslög, einfalt mál.
Ef það væri löglegt að senda út reikinga sem eiga sér ekki stoð í bókhaldi þá væru heimabankar okkar allra yfirfullir af spammi.
Augljóslega hafa þeir talið að bókhaldið hjá sér hafi verið rétt þegar þeir sendu út reikning.