Síða 2 af 2

Re: Nýtt lyklaborð

Sent: Lau 06. Feb 2016 12:17
af dori
Oak skrifaði:Er Apple USB með íslenskum stöfum?
Já. Íslenskir prentaðir stafir. Ef lyklaborðið er keypt hérna heima augljóslega.

Re: Nýtt lyklaborð

Sent: Lau 06. Feb 2016 14:55
af ZoRzEr
Eftir að hafa notað bæði K70 Red MX og íslenskt Apple full size lyklaborð þá er ég hrifnari af K70, bara hvernig það er að skrifa á það. Vissulega er meiri hávaði í því en ég skrifa hraðar. Á undan hef ég verið með UltraX borð, og þau nokkur. Eftir að hafa eyðilagt fjórða UltraX borðið ákvað ég að reyna gera þetta almennilega.

Átti á undan K60 sem var ekki alveg nógu gott, einhverjir takkar voru ennþá rubber dome (F1-F12 o.fl.).

Bæði borðin eru góð en mín reynsla er betri af K70 til lengdar.

Re: Nýtt lyklaborð

Sent: Lau 06. Feb 2016 15:20
af Oak
dori skrifaði:
Oak skrifaði:Er Apple USB með íslenskum stöfum?
Já. Íslenskir prentaðir stafir. Ef lyklaborðið er keypt hérna heima augljóslega.
Ok flott það er nefnilega í lýsingunni á þráðlausa lyklaborðinu en ekki hinu.