Síða 2 af 2

Re: Lögbann á Vodafone vegna útsendinga Skjá Eins

Sent: Fim 17. Des 2015 23:41
af AlexJones
Sím­inn held­ur því fram að sú þjón­usta sé ólínu­leg og und­ir það hef­ur fjöl­miðlanefnd tekið.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... _vodafone/

Re: Lögbann á Vodafone vegna útsendinga Skjá Eins

Sent: Fim 17. Des 2015 23:58
af beatmaster
Getur einhver hérna sem ekki hefur séð samninginn á milli Símans og Vodafone raunverulega tjáð sig um efnistök þessa máls og hvort að Vodafone sé að brjóta samninginn?

Re: Lögbann á Vodafone vegna útsendinga Skjá Eins

Sent: Fös 18. Des 2015 11:51
af Klara
beatmaster skrifaði:Getur einhver hérna sem ekki hefur séð samninginn á milli Símans og Vodafone raunverulega tjáð sig um efnistök þessa máls og hvort að Vodafone sé að brjóta samninginn?
Ég hef ekki séð samninginn frekar en flestir aðrir.

Hins vegar geturðu beitt rakhníf Occams á þetta mál.

Finnst þér líklegt að lögbann hefði verið sett á Vodafone ef þeir hefðu samning við símann sem fæli í sér að þeir hefðu leyfi til þess að veita áskrifendum sínum aðgang að tímaflakkinu án endurgjalds ?