Síða 2 af 2

Re: Veðrið...

Sent: Þri 08. Des 2015 22:08
af ljoskar
vesley skrifaði:
C2H5OH skrifaði:
vesley skrifaði:
jonsig skrifaði:Efast um að við missum rafmagnið amk ekki lengi, raforkudreifikerfið er hannað með álfyrirtækin í huga . Landsnet vill ekki fá þá reiða við að missa nær ókeyps rafmagnið sitt lengur en klukkustund .

Rafmagnsleysi í nokkrar klukkustundir í álveri merkir nú bara það að álverið opnar ekkert aftur þar sem það frýs í öllu saman.

Þannig skárra að missa út í borginni heldur en að álverið endi í milljarða tjóni og loki og nokkurhundruð manns missi vinnuna.
Ál er nú ekki eins og comic book Adamantium, þar sem að ef það storknar er ekki hægt að bræða það aftur.
Minnsta málið að kveikja á te ketlinum aftur.

Það er nú bara ekkert minnsta málið að kveikja á "ketlinum" Ef það frýs í kerunum í álverinu þá þarf að brjóta úr þeim allt draslið sem hefur frosið og er það heljarinnar kostnaður og tími sem fer í það ásamt að sum þeirra geta skemmst umtalsvert.

Álver nær kannski að vera ca 5-6 klst án rafmagns án þess að einhverjar skemmdir verja í kerunum, minnir mig.
4 tímar og þú býst ekki við að þau lífi það öll af (allavega ekki sú gerð sem við höfum hér fyrir austan)