Síða 2 af 3
Sent: Fim 16. Des 2004 14:18
af Dingo
ÉG veit ekki hvaða MSI kort er varið að selja hérna, en þeir framleiða bæði fyrir PCI e og AGPx8, þannig að.....
Sent: Fim 16. Des 2004 14:32
af hahallur
MSI er bara þekkt fyrir að bila út og suður.
Þeir eru alltaf með sömu gömlu þéttana sem eru alltaf lekandi og þetta merki er bara ekki að gera sig þó þetta kort sé öflugt þá getur það bilað.
Fæ örugglega einhverja rösa meldingu núna

Sent: Fim 16. Des 2004 15:04
af Birkir
Ég held að það hafi bara gilt um móðurborð.. Ég á allavega MSI skjákort og það hefur reynst mér vel.
Sent: Fim 16. Des 2004 15:24
af MuGGz
ég hef átt 2 MSI móðurborð og þau hafa aldrei klikkað
Sent: Fim 16. Des 2004 17:00
af hahallur
MuGGz skrifaði:ég hef átt 2 MSI móðurborð og þau hafa aldrei klikkað
Þá ert þú heppin, hæsta bilanatíðni móðurborða er á MSI, AOpen var einusinni með gallaða þétta en lagaði það, annað gildir um MSI sem er alltaf með sama suckið.
Þeir koma líka alltaf fyrstir með allt þannig að þeir eru ekkert að vanda þetta eins og hinir sem eru miklu seinni.
Sent: Fim 16. Des 2004 18:04
af Hörde
hahallur skrifaði:MSI er bara þekkt fyrir að bila út og suður.
Þeir eru alltaf með sömu gömlu þéttana sem eru alltaf lekandi og þetta merki er bara ekki að gera sig þó þetta kort sé öflugt þá getur það bilað.
Fæ örugglega einhverja rösa meldingu núna

Ég get reyndar vottað fyrir að þau tvö MSI móðurborð sem ég hef átt dóu bæði innan innan eins og hálfs árs. Ábyrgðin var eitt ár...
Ég hef aldrei átt skjákort frá þeim.
Sent: Fim 16. Des 2004 18:22
af hahallur
Jamm þess vegna vill start ekki kaupa MSI, því þau deyja yfirleitt innan 2 ára.
I feel like a real expert now :besserwisser
Sent: Fim 16. Des 2004 18:32
af Birkir
Ég er samt nokkuð viss um að nýju borðin frá MSI séu ekki eins ótraust.
Sent: Fim 16. Des 2004 20:51
af Dingo
Á eitt MSI 925X móðurborð, virkar MJÖG vel, eiginlega allt of vel. Reyndar bara búinn að eiga það í 3 mánuði þannig ef það eyðileggst eftir 15 mánuði þá kaupi ég bara nýtt. Þá frá MSI, t.d. 925XE. Einnig með mjög gott skjákort frá X600 kort frá MSI, hægt að OC það mjög vel, get ekki verið sáttari.
Sent: Fim 16. Des 2004 21:02
af MuGGz
ég ætla nú samt held ég að fjárfesta mér í MSI K8N Neo2 Platinium móðurborði þegar ég uppfæri ...
Sent: Fim 16. Des 2004 21:19
af kristjanm
Ég held að þú eigir ekkert að vera að alhæfa neitt svona um MSI, hahallur, nema þú hafir eitthvað annað en þín eigin orð til að styðjast við.
Sent: Fös 17. Des 2004 01:53
af Cascade
Hann átti örugglega frænda sem átti msi.. sem bilaði.. meðan hinn frændi hans átti ABIT sem bilaði ekki.
Og þar með fékk hann út: MSI bilar.
Just a thought..
Sent: Fös 17. Des 2004 13:37
af hahallur
það eru líka nokkrar búðir sem þora ekki að taka það vegna hárrar bilanatíðni.
Svo var gaurin hér fyrir ofan með ágætis staðfestingu á að þau væru ekki endingagóð.
Sent: Fös 17. Des 2004 14:17
af kristjanm
Ég átti Gigabyte móðurborð sem bilaði eftir nokkurra mánaða notkun. Þýðir það að allt sem kemur frá Gigabyte sé lélegt og skemmist fljótt? Held ekki.
Sent: Fös 17. Des 2004 15:19
af hahallur
Flest Gigabyte borð sem ég hef séð eru með lélegum mælum.
Sent: Fös 17. Des 2004 16:13
af Cascade
Það eru öll móðurborð með lélegum onboard mælum
Sent: Fös 17. Des 2004 19:04
af gnarr
ónei. ekki Abit.
Sent: Fös 17. Des 2004 20:42
af hahallur
Og Asus
Sent: Fös 17. Des 2004 23:53
af kristjanm
Ég get ekki séð að það komi málinu neitt við
Sent: Lau 18. Des 2004 04:17
af Cascade
Jú, öll móðurborð eru með lélegum mælum.
Ég myndi ekki treysta þeim fyrir túkalli.
Bara nota multimeter
Sent: Lau 18. Des 2004 11:45
af gnarr
Abit nota on-die mæli. sem að er nákvæmasta mæling sem er hægt að nota. þótt þú sért með dýrasta mælitæki í heimi, þá er samt betra að nota on-die mælinn.
Sent: Lau 18. Des 2004 12:11
af Cascade
Ég er ekki bara að tala um hitan á örranum, það eru fleiri mælar en það í móðurborði.
ABIT eru nú ekki alveg þeir einu sem eru með ondie mæli..
BTW hann er crapl. Stoppast oft í 0°c og fleira rugl.
Taka bara mark á evap temp þá.
Sent: Lau 18. Des 2004 14:30
af Pepsi
Eitt í þessari umræðu, ef maður kaupir X800Pro vivo og moddar það í XT PE þá er ekki hægt að láta það detta sér í hug að hægt sé að selja kortið sem x800XT PE eða hvað finnst ykkur. Ég persónulega keypti mér VisionTek X800XT vivo sem ég fæ á þriðjudaginn. Hvað á maður tildæmis að gera ef moddunin "goes wrong"
Sent: Lau 18. Des 2004 18:24
af einarsig
alls ekki að kaupa moddað kort... þar sem þetta er í rauninni skíta mix og ef framleiðandi sættir sig ekki við svoleiðis... þá ættir þú ekki að gera það

amk þegar þú ert að kaupa notað kort.
Sent: Lau 18. Des 2004 18:39
af hahallur
jamm það er fínnt að gera þetta ef þú átt X800 Pro kort með 1.6ns minni en annars ættiru ekki að kaupa það notað.