1.
rapport skrifaði:Erum okkur bara sama eða erum við tilbúin að vinna vinnuna sem þarf til að vera þátttakendur í samfélaginu á þessari jörð?
Almennt séð er okkur sama í þessu smáa samhengi sem verið er að tala um hér en heilt yfir er það öðruvísi (sjá punkt nr. 4). Og það sem meira er: þetta er að einhverju leyti okkur að kenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stór hluti þjóðar er ofsóttur hrikalega. Þjóðarmorð, hungursneyð, barnahermenn, nauðganir sem vopn, etc. er ekki nýtt af nálinni. Við plöntum okkur í sófann og horfum á söfnunarkvöld með Loga Bergmanni, Sveppa og co. og hringjum kannski inn 500-1000 kall á milli þess sem við troðum í okkur pitsu og hendum einhverju sniðugu samkenndarblaðri inná Twitter til að sýna hvað við tökum þetta nærri okkur. Og Gauggi celeb er til í að raka af sér hárið í beinni fyrir 50 þúsund kall til sveltandi heimsálfu. Og við sofnum vel vitandi það að við lögðum okkar af mörkum. Eða 5 manna fjölskyldan í kjallaraíbúðinni sem er til í að geyma einn á sófanum hjá sér.
Af hverju eru USA, EU, UN, whatever ekki að "breiða út democracy" þarna af fullum krafti og búin að hengja illmennið Assad, sem er eftir því sem ég best veit vel ábyrgur fyrir því hvernig komið er og ekki var hann gæðablóð fyrir? Af hverju er ekki búið að þurrka út ISIL með samstilltu alvöru átaki? Olíuiðnaðurinn þarna hruninn og olían fer/fór nánast öll til EU þannig að landið er greinilega ekki á jólakortalistanum hjá USA.
Hvenær verður okkur ekki sama? Þegar við erum tilneydd til þess. Núna er
VERULEGUR fjöldi fólks í sárri neyð kominn/á leiðinni á gaflinn hjá Evrópu og við getum gert tvennt: Sent þau til baka eða tekið á móti þeim. Fyrri kosturinn er skiljanlega ekki mjög vinsæll og þá er tímabært að hrökklast úr sófanum og fara að nota orð eins og "refugee PROBLEM/CRISIS" og veita vandamálinu fulla athygli.
Langar líka að benda á að þessar tölur um fjölda sem lönd innan Evrópu og annars staðar eru tilbúin að taka á móti eru
HLÆGILEGAR. Það eru MILLJÓNIR en ekki tugir eða hundruðir þúsunda sem þurfa aðstoð og fjöldinn hefur nánast aukist veldisvexti undanfarin ár. Bandaríkin hafa hingað til tekið við 1500 flóttamönnum frá Sýrlandi sem jafngildir því að við hefðum tekið við 1,5. Ýmsir þar kallar eftir móttöku 65þús flóttamanna, sem jafngildir 65 hjá okkur m.v. höfðatölu. Hér er síðan tölfræði um samþykktar umsóknir hælisleitenda hjá nokkrum Evrópulöndum árið 2014:
Okkur er skítsama. Það er ekki fyrr en við hættum að sætta okkur við einhverjar andvana, haltar flýti-skyndilausnir þegar vandinn er kominn inná gólf til okkar og sættum okkur ekki við minna en að ráðist sé að rót vandans sem fyrst sem við getum sagt að okkur sé ekki sama.
Því er spáð að fyrir aldamótin verði íbúafjöldi Afríku orðinn 4 milljarðar. Vonandi verður okkur ekki sama þangað til það er orðið of seint.
2.
Að því sögðu þá er vandamálið orðið risavaxið og komið inná gólf hjá okkur. Við þurfum að sjálfsögðu að taka vel á því. Angela Merkel kemst vel að orði þegar hún segir að fyrst við björguðum bönkunum hljótum við að geta bjargað flóttamönnunum. Það er einfaldlega skylda okkar og það má benda á þætti úr sögu Evrópu á síðustu öld og gullnu regluna í því sambandi.
Þýskaland býst við 800þús flóttamönnum í ár. Merkel hefur gefið í skyn að helmingi verði leyft að vera í Þýskalandi. Það jafngildir um 1600 á Íslandi. Þó ber að hafa í huga að hún áætlar að veita milljörðum evra í málaflokkinn og prógrammið hennar þykir sérlega veglegt (Það hefur a.m.k. orðið töluverð breyting hjá Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum uppá síðkastið, sem hingað til hafa reynt allt til að bægja fólkinu í burtu/sópa vandamálinu undir teppið).
Páll Eiríksson er reyndur í þessum málum og hefur verið ráðgjafi í flóttamannabúðum í Svíþjóð (sem töku við flestum m.v. höfðatölu 2014). Úr viðtali við hann (
http://www.visir.is/thaulreyndur-gedlae ... 5150909840):
visir.is skrifaði:
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga.
„Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár.
Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum.
Það þarf líka að velja þá flóttamenn sem koma til landsins vel. Við höfum verið góð í þessu hingað til og það er öllum fyrir bestu að fólkið sem hingað kemur sé tilbúið að aðlagast landinu sjálfu og samfélaginu.
Þetta er sérlega mikilvægt.
Hingað hefur komið mikið af mjög flottu fólki sem á endanum verður góð viðbót við samfélagið. Menntar sig, vinnur og leggur til samfélagsins til jafns við aðra. Það er bara gott mál að hér komi fleira þannig fólk eins og Helgi Hrafn benti á um daginn. Trú skiptir ekki máli í því samhengi, fyrir utan hvers konar öfgar. (Verður í þessu samhengi hugsað til pabbans hvers dóttir fékk þau skilaboð frá kennara að til að forðast "vandamál" þá mætti hún ekki horfa í augun á ákveðnum drengjum)).
Við þurfum að geta veitt því fólki sem hingað kemur nauðsynlegan stuðning til að það geti staðið á eigin fótum sem gildir samfélagsmeðlimir en einangrist ekki og ali upp kynslóð í fátækt og reiði.
Þannig að: Tökum við eins mörgum og við getum ráðið við og gerum það vel.
Hver er þá fjöldinn? Hann er svo sannarlega ekki 0 og hann er mjög sennilega ekki 5000. Talan sem kemur upp þarf að vera vel ígrunduð með aðkomu sérfræðinga en ekki eitthvað circlejerk þar sem fólk keppist um að nefna sem hæstar tölur og talar um laust pláss á sófanum og nógan mat í ísskápnum hjá sér eins og það sé að fara að fá sér kött.
3.
rapport skrifaði:Við erum greinilega ekki í neinum heimsklassa þegar kemur að siðferði og mannúð.
GuðjónR skrifaði:"og með fullri virðingu fyrir rapport þá er þessi könnun ómarktæk, leiðandi og lætur þá sem deila ekki hans skoðun á málefninu líta ílla út.
"
Fólk bendir réttilega á að það vantar valkost fyrir þá sem vilja 0 eða 50. Fólk er í fullum rétti að hafa þær skoðanir. Það má færa gild rök fyrir því að "lægri tölur", t.d. ca. 300 sé besti kosturinn. Ekki nóg með að könnunin sé leiðandi og lætur suma líta illa út þá leyfir þú þér að ráðast á siðferði og mannúð hluta svarenda sem deila ekki þinni skoðun. Þessi könnun hjá þér og framkvæmdin er
handónýt og ómarktæk. Algjört lágmark að hafa bil og gera ráð fyrir lægri endanum líka en ekki bara hafa tölur upp í rjáfur (10þús lol). Ef starfsmaður könnunarfyrirtækis hegðaði sér svona þá kæmi mér ekki á óvart þó hann endaði fljótlega í sófanum heima að skoða storf.is.
Þetta er ekkert ólíkt circlejerkinu sem var hér um daginn og ég minntist á fyrir ofan.
4.
Þessi maður er snillingur
https://www.facebook.com/gapminder.org/ ... 540644170/