Síða 2 af 2
Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð
Sent: Fös 11. Sep 2015 10:17
af Pandemic
Klemmi skrifaði:Pandemic skrifaði:Það var þannig þegar ég var að vinna þarna í denn mjög algengt að þýskar/danskar/bandarískar tölvur voru keyptar inn, teknar úr kassanum og diskanir settir í dokku og fresh stýrikerfi clone-að á þá. Svo voru límmiðar límdir á lyklaborðin.
Það hefur ekkert með þetta að gera... það er auðvitað eðlilegt að taka tölvuna upp til að setja límmiða á lyklaborð
Hins vegar er ekki líklegt að við slíka vinnu sé tölvan opnuð það mikið upp að innsigli sé rofið (á þessari tölvu þurfti ekki að rjúfa innsigli til að komast í harðan disk), dreift kuski í geisladrifið, tekið plast af skjábazel (sem ég veit fyrir víst að er á nýjum svona vélum) o.s.frv.
Þetta var notuð tölva, það er engin spurning. Spurningin er hversu mikið notuð, og hvernig viðgerð hún hefur þurft.
Vildi bara benda á innsigli á kössum og öðru eru stundum rofin á vélum sem ekki er hægt að komast hjá því. En já það er auðvitað skrítið að það vanti plastið.
Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð
Sent: Fös 11. Sep 2015 10:50
af g0tlife
Klemmi skrifaði:Simmithik skrifaði:Tel það vera litlar sem engar líkur á að borðið hafi komið sökkulskjaldarlaust, því miður er það rétt metið hjá tölvutek að bæta þetta ekki.
Ekki útiloka þann möguleika að Tölvutek hafi selt honum notaða vöru sem nýja.
Lenti í því fyrir stuttu að fá til mín tölvu keypta frá þeim sem nýja og var beðin um að setja SSD disk í hana. Eigandinn hafði ekki opnað kassann, en þegar ég tók tölvuna upp úr þá var augljóst að hún var ekki ný. Hún var með helling af fingraförum, var ekkert plast yfir skjábazelnum, snúran á hleðslutækinu ekkert fest saman o.s.frv.
Þegar ég opnaði geisladrifið var hellingur af kuski í því og svo kom loksins að því að ég tók lokið undan botninum á tölvunni, að þá var innsigli frá framleiðanda rofið. Það var því nokkuð augljóst að þetta var tölva sem hafði verið notuð, viðgerð og seld aftur. Þegar ég kveikti á tölvunni fór hún ekki í uppsetningarferli heldur var uppsett með notandanum "Notandi", og diskurinn partitionaður sem 500GB diskur en ekki 1TB líkt og var í tölvunni.
Til að gera langa sögu stutta, þá virðast þeir ekki einu sinni hafa reynt að fela það að þetta væri notuð tölva, en selja hana samt sem nýja. Ég stórefast um að þetta sé eina tilfellið og kæmi mér því ekkert á óvart þó að þeir hafi selt þetta móðurborð sem nýtt, þrátt fyrir að það væri notað/viðgert, og hafi ekki látið sökkulskjöldin á þegar þeir pökkuðu því niður.
Ég myndi ekki gefa þetta eftir, þetta er 25þús krónur og það er nokkuð gefið að þú færð lítið fyrir þetta borð í því ástandi sem það er.
Fórstu ekki að talaðir við þá um þetta ? Ég myndi ekki sætta mig við svona
Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð
Sent: Fös 11. Sep 2015 12:06
af magubu
Leiðinlegt, vann í Tölvutek á Akureyri, bæði á verkstæði og sölu en hef aldrei séð móðurborð án plastcovers, jafnvel B-Vörur eiga að vera með þetta enda eru yfirleitt til tugir af þessu plasti á verkstæði.
Annars heitir þetta sem þú verslaðir Aukaár en ekki Trygging, held það sé orðið hægt að kaupa Tryggingu á móðurborð en kostar örugglega 7k+
Þrátt fyrir einhverja reynslu hjá þessum sem setti þetta saman fyrir þig þá geta mistök orðið, vonandi reddast þetta fyrir þig
Prófaðu að fá að tala við einhvern annan en almennan sölumann t.d. Verslunarstjóra eða sölustjóra á rólegri nótunum og fá þann aðila til að vinna með þér í þessu, þeir ættu nú að geta komið eitthvað til móts.
Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð
Sent: Fös 11. Sep 2015 12:28
af Klemmi
playman skrifaði:
Það á nú að vera hægt að sjá hversu mikið vélin er notuð er það ekki?
Er ekki hægt að skoða líftíma harðadisksins og svo líftíma vélarinnar í BIOS?
Hefði geta skoðað hversu lengi diskurinn hefði verið í gangi, en gerði það þó ekki. Gæti látið eiganda athuga það, enda diskurinn legið ónotaður síðan, en það skiptir svo sem ekki öllu máli hversu nákvæmlega hefur verið lengi kveikt á tölvunni, frekar hvernig meðferð hún hefur fengið
g0tlife skrifaði:
Fórstu ekki að talaðir við þá um þetta ? Ég myndi ekki sætta mig við svona
Lét bara eigandann vita hvernig væri í pottinn búið og sagði honum að hann gæti tekið þetta lengra ef hann vildi. Hann sagði að hann myndi eiga þetta inni hjá þeim, en efast um að hann geri neitt meira í þessu. Þetta var ódýr tölva og honum var sagt að þetta væri síðasta eintakið sem þeir ættu.
Pandemic skrifaði:
Vildi bara benda á innsigli á kössum og öðru eru stundum rofin á vélum sem ekki er hægt að komast hjá því. En já það er auðvitað skrítið að það vanti plastið.
Já, enda á sá punktur alveg rétt á sér. Ég hefði aldrei sett út á þetta ef einungis innsiglið á kassanum væri rofið, enda veit ég vel að það er normið að taka upp vélarnar og a.m.k. setja íslenska límmiða á lyklaborðið sé þess þörf. Var ekki meint sem neitt diss á þinn þátt í umræðunni, einungis að benda á að ég væri fullviss um að þetta væri notuð vél, það færi ekkert á milli mála
Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð
Sent: Fös 11. Sep 2015 13:13
af beatmaster
djeimsbond skrifaði:Olli skrifaði:Eitt sem ég tek eftir, þú tekur það hvergi fram að þetta hafi ekki verið þín sök?
Mér finnst það ólíklegt að þetta hafi verið mín sök því ég bað vin minn um að setja hana saman því hann hefur gert það mörgu sinnum áður.
Sástu þennann vin þin setja hana saman?