Síða 2 af 2
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Sun 01. Nóv 2015 00:41
af fallen
playman skrifaði:ég var líka með þetta vandmál það var ekki séns að horfa á source stream því að það bufferaði á 10sec fresti.
Var búinn að prófa flest allt sem ég fann um þetta á netinu, svo loksins fann ég þessa viðbót fyrir chrome
https://www.reddit.com/r/Twitch/comment ... buffering/
það sem að þessi viðbót gerir er að leyfa þér að velja servera til þess að streama frá, ég valdi einhvern
global server og það kom ekki einusinni buffer hjá mér þessa 4 tíma sem að ég var að horfa.
Það eru nokkrir serverar í boði fyrir mann þarna en global virkaði best fyrir mig.
Þannig að ég myndi segja að þetta hafi ekkert með ISP að gera.
Þetta virðist virka stórvel hjá mér með global serverinn.
FreyrGauti skrifaði:Sýnist twitch vera búið að loka á þetta app...
CRX fællinn er
hérna.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Sun 01. Nóv 2015 01:10
af FreyrGauti
fallen skrifaði:FreyrGauti skrifaði:Sýnist twitch vera búið að loka á þetta app...
CRX fællinn er
hérna.
Osom...þakka!
Bara ef maður gæti fundið svipað fyrir XBMC...
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Sun 01. Nóv 2015 21:06
af jokli
Þetta er orðið mjög þreytt. Alltaf eftir 19:30 til 20:00 er aðeins hægt að horfa á Twitch í medium. Sem er rusl. Best að prufa CRX. Samt fáranlegt að þurfa að gera þetta.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Þri 10. Nóv 2015 21:33
af fallen
Jæja, enn eitt kvöldið þar sem twitch er ónothæft í source eða high gæðum. Sama hvaða server ég vel í þessu buffering fixi þá fæ ég aldrei meira en 280 kB/s skv. resource monitor og þ.a.l. gerir þetta ekkert annað en að buffera. Sama saga ef ég disable-a fixið.
Global:
UK:
Amsterdam:
Þetta vandamál hlýtur að liggja hjá ISP því þetta eru stream með fleiri þúsund manns að specca og ekki eru neinar tilkynningar frá twitch um bilanir hjá þeim. Aftur á móti tjá menn sig hérna hægri vinstri um nákvæmlega sama hlutinn. Er ekki einfaldlega verið að throttla þessa umferð?!
Núna eru komnar 2 vikur síðan þetta topic var rifjað upp og engin svör berast frá Símanum um það hvernig stendur á þessu! Orðið verulega langþreytt vandamál.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 11. Nóv 2015 10:44
af emmi
Þú ættir að fá mun meiri hraða frá 178.19.63.190 þar sem hún er innanlands þannig að ég myndi giska á einhversskonar throttle hjá Símanum.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 11. Nóv 2015 13:02
af fallen
Já, það lítur allt út fyrir það.
Ég opnaði VOD og fylgdist með resource monitor. VOD'ið byrjar á að spilast óaðfinnanlega og fer upp í 22 sekúndna buffer á ~1 min og svo strax í kjölfarið droppar hraðinn og endar í kringum 90 kB/s!
Þetta er vægast sagt ömurlegt hjá Símanum. Ég borga fyrir bandvíddina mína og ætlast til þess að ég geti notað hana í það sem ég vil.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 11. Nóv 2015 16:08
af Some0ne
Ertu búinn að senda fyrirspurn actually á Símann en ekki bara hérna? Hringdu bara inn og láttu búa til case á þetta og skoða.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 11. Nóv 2015 17:42
af fallen
Some0ne skrifaði:Ertu búinn að senda fyrirspurn actually á Símann en ekki bara hérna? Hringdu bara inn og láttu búa til case á þetta og skoða.
siminn skrifaði:Jæja,
Efast um að þetta sé álagstengt þar sem pípurnar eru ansi breiðar og ekkert stórkostlegt að fylla þær neitt svona dagsdaglega.
En þar sem þetta er ekki mín hilla hér innanhúss get ég ekki svarið fyrir það. Verð því hreinlega að taka málið áfram með mér fróðari mönnum, geri það núna.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 11. Nóv 2015 21:39
af ronneh88
Er að lenda í nákvæmlega því sama.. væri hrikalega gott að fá svar frá Guðmundi
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 12. Nóv 2015 10:52
af siminn
Daginn.
Ég er að skoða málið með honum Guðmundi og öðrum sérfræðingum hjá okkur með þessi Twitch vandamál.
Við höfum við ekki verið að finna nákvæmlega hvar vandamálið er að koma upp og okkur vantar helst upplýsingar frá ykkur sem hafa verið að lenda í vandræðum með þetta til að rekja betur hvað er að orsaka þetta.
Frábært væri ef þið gætuð sent mér í einkaskilaboðum símanúmer hjá ykkur, nýlegar tímasetningar um hvenær þetta er að gerast og líka hvort að extensionið sem playman og fallen vísa í hér fyrr í þræðinum náði að laga vandamálið hjá ykkur. Setjið líka með ef þið hafið ekki prófað það.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 12. Nóv 2015 16:33
af njordur
Bara til að gefa Hannes frá Símanum smá lýsingu á tilfelli þar sem eru engin vandræði.
Við erum 2 á mínu heimili sem horfum reglulega á twitch án nokkura vandræða. Ég nánast á hverju kvöldi og systir mín reglulega. Oft erum við að horfa á sitthvorn stream-inn á sama tíma. Og af og til ef ég er að horfa á eitthvað þar sem nokkrir streamer-ar eru að spila saman þá er ég með marga strauma í gangi. Bæði í Source og High gæðum.
Er á ljósneti frá Símanum með routerinn frá þeim. Er reyndar með slökkt á Wifi á þeim router og nota Ubiquity Unifi AP fyrir þráðlausa netið hjá mér.
Báðar vélarnar hjá okkur eru tengdar með kapal í gbit switch og svo er switch tengdur við port 1 á router.
Týpísk notkun á netinu á mínu heimili á kvöldinn er 1 -2 IPTV afruglarar í gangi. 1 rugludallur sem er að horfa á stream, spilar MMO og browse-a/download á sama tíma, 3 aðrir notendur sem eru almennt að browse-a og/eða horfa á stream(Twitch eða youtube) eða spila MMO. Og svo eru nokkur önnur tæki sem geta verið að taka við push mail og uppfærslum. Ásamt nokkrum öðrum nettengdum þjónustum.
Miðað við mína reynslu á netmálum þá dettur mér helst 3 þætti í hug.
1. Að þetta sé svæðisbundið. Eitthvað getur verið að í hverfisstöðvunum eða tengingum til eða frá þeim. Hef sjálfur lent í því að hraðavandamál var útaf biluðu línuspjaldi. Þarf þá að láta Símann fá viðeigandi upplýsingar til að geta rakið það niður.
2. Router ekki að ráða við umferðina á heimilinu. Hef einnig lent í því.
3. Hugbúnaður á tölvunni hjá viðkomandi er eitthvað að trufla. Ég get tildæmis ekki horft á twitch í High eða source gæðum í Firefox af einhverri ástæði. Er ekki með neinar extensions eða addons. IE, EDGE og Chrome virka allir án vandræða.
Smá side note. Alls ekki að segja að það eigi endilega við hér, en bandwidth er ekki eina sem ræður því hvort þú getur horft á í háum eða lágum gæðum. Tölvan hefur líka áhrif á það þar sem hún þarf nátturulega að render-a stream-ið í browsernum. Ég lendi stundum í smá lag spikes útaf því að CPU er upptekin í einhverju öðru í nokkrar sekúndur þegar ég er að gera alltof mikið í einu á tölvunni. Og það sést alveg í undirskriftinni hjá mér að ég er ekkert með einhverja litla tölvu.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 12. Nóv 2015 18:31
af arons4
njordur skrifaði:Tölvan hefur líka áhrif á það þar sem hún þarf nátturulega að render-a stream-ið í browsernum.
Þá myndi streamið hökta, en ætti ekki að þurfa að buffera endilega.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 12. Nóv 2015 18:33
af svensven
Ég lendi aldrei að vandræðum með twitch.tv - er á Ljósneti í Hafnarfirði
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 12. Nóv 2015 20:29
af stuxnet
Bufferaði constantly hjá mér, en svo setti ég upp livestreamer og það gæti ekki verið betra. Líklega drasl þessi in-browser player hjá Twitch.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fös 13. Nóv 2015 19:59
af daremo
siminn skrifaði:Daginn.
Ég er að skoða málið með honum Guðmundi og öðrum sérfræðingum hjá okkur með þessi Twitch vandamál.
Við höfum við ekki verið að finna nákvæmlega hvar vandamálið er að koma upp og okkur vantar helst upplýsingar frá ykkur sem hafa verið að lenda í vandræðum með þetta til að rekja betur hvað er að orsaka þetta.
Frábært væri ef þið gætuð sent mér í einkaskilaboðum símanúmer hjá ykkur, nýlegar tímasetningar um hvenær þetta er að gerast og líka hvort að extensionið sem playman og fallen vísa í hér fyrr í þræðinum náði að laga vandamálið hjá ykkur. Setjið líka með ef þið hafið ekki prófað það.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Twitch hefur verið fínt síðustu tvö kvöld. Funduð þið vandamálið?
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Þri 17. Nóv 2015 16:59
af siminn
daremo skrifaði:siminn skrifaði:Daginn.
Ég er að skoða málið með honum Guðmundi og öðrum sérfræðingum hjá okkur með þessi Twitch vandamál.
Við höfum við ekki verið að finna nákvæmlega hvar vandamálið er að koma upp og okkur vantar helst upplýsingar frá ykkur sem hafa verið að lenda í vandræðum með þetta til að rekja betur hvað er að orsaka þetta.
Frábært væri ef þið gætuð sent mér í einkaskilaboðum símanúmer hjá ykkur, nýlegar tímasetningar um hvenær þetta er að gerast og líka hvort að extensionið sem playman og fallen vísa í hér fyrr í þræðinum náði að laga vandamálið hjá ykkur. Setjið líka með ef þið hafið ekki prófað það.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Twitch hefur verið fínt síðustu tvö kvöld. Funduð þið vandamálið?
Sæll Daremo.
Nei við höfum ekki rakið hvar vandamálið er með Twitch spilunina.
Við erum með þetta í prófunum líka innanhúss hjá okkur en ekki ennþá fundið niðurstöðu úr málinu.
Sendu endilega á mig þínar upplýsingar í einkaskilaboðum og tímasetningar. Líka ef þú ert að nota extensionið til að breyta um server sem þú tengist við og hvort þú sjáir mun hjá þér og ég set þig með á listann hjá okkur af notendum í vanda með þetta.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 30. Des 2015 23:07
af ronneh88
Var einhver lausn komin í þessu máli?
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Sun 03. Jan 2016 15:46
af fallen
Twitch VOD's hafa verið í þessum pakka undanfarnar vikur. Spilaðist fínt í tæpar 10 mínútur og svo fæ ég ekki meiri hraða frá speglinum en þetta. Sama saga ef ég opna í livestreamer.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 06. Jan 2016 13:02
af siminn
ronneh88 skrifaði:Var einhver lausn komin í þessu máli?
fallen skrifaði:
Twitch VOD's hafa verið í þessum pakka undanfarnar vikur. Spilaðist fínt í tæpar 10 mínútur og svo fæ ég ekki meiri hraða frá speglinum en þetta. Sama saga ef ég opna í livestreamer.
Sælir.
Nei við höfum ekki rakið hvar vandamálið er nákvæmlega.
Við erum með þetta í prófunum innanhúss hjá okkur en það er alltaf betra að hafa fleiri með þegar við erum að skoða þetta.
Ég hef sjálfur verið að horfa á AGDQ og lenti í smá hökti en það fór um leið og ég prófaði að nota Livestreamer.
Sendið endilega á mig línunúmer hjá ykkur eða kennitölur og dæmi um tímasetningar hvenær þetta er að gerast hjá ykkur og ég bæti ykkur á listann.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Mið 06. Jan 2016 18:22
af Akumadoken
siminn skrifaði:
Sælir.
Nei við höfum ekki rakið hvar vandamálið er nákvæmlega.
Við erum með þetta í prófunum innanhúss hjá okkur en það er alltaf betra að hafa fleiri með þegar við erum að skoða þetta.
Ég hef sjálfur verið að horfa á AGDQ og lenti í smá hökti en það fór um leið og ég prófaði að nota Livestreamer.
Sendið endilega á mig línunúmer hjá ykkur eða kennitölur og dæmi um tímasetningar hvenær þetta er að gerast hjá ykkur og ég bæti ykkur á listann.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Hafiði prufað að hafa samband við twitch? Þeir gætu kannski hjálpað til við að finna vandamálið.
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 07. Jan 2016 14:56
af siminn
Akumadoken skrifaði:siminn skrifaði:
Sælir.
Nei við höfum ekki rakið hvar vandamálið er nákvæmlega.
Við erum með þetta í prófunum innanhúss hjá okkur en það er alltaf betra að hafa fleiri með þegar við erum að skoða þetta.
Ég hef sjálfur verið að horfa á AGDQ og lenti í smá hökti en það fór um leið og ég prófaði að nota Livestreamer.
Sendið endilega á mig línunúmer hjá ykkur eða kennitölur og dæmi um tímasetningar hvenær þetta er að gerast hjá ykkur og ég bæti ykkur á listann.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Hafiði prufað að hafa samband við twitch? Þeir gætu kannski hjálpað til við að finna vandamálið.
Sæll.
Við viljum frekar skoða þetta hjá okkur fyrst en munum líklega heyra í þeim líka í kjölfarið á skoðuninni hjá okkur.
Kveðja
Hannes hjá Símanum
Re: Síminn og twitch.tv
Sent: Fim 07. Jan 2016 15:17
af Danni V8
Fyrir nokkrum árum var þetta svona hjá Vodafone bara í Keflavík. Ping fór uppúr öllu valdi milli 7 og 11 á kvöldin like clockwork. Þá fór þetta alltaf einhverja kolvitlausa leið til að ná endastað.
Ég er hjá Símanum núna og lendi ekki í neinu vandamáli með twitch.tv amk. Ekki það sem horfi á. Stundum bufferar það þegar ég horfi á stream í high quality samt.