Síða 2 af 2

Re: Hvað drekkið þið mikið áfengi?

Sent: Fim 09. Apr 2015 16:27
af hakkarin
Klemmi skrifaði:
hakkarin skrifaði:Hún er allavega ekki orðin betri heldur en áður þá, að því að viskí heldur ekki áfram að "eldast" eftir að það er komið í flöskur. Ég held að það sé bara vín sem að geri það.
Get ég þá látið skella mér í flösku og verið eilífur?
:guy

Það sem ég átti við er að viskíð heldur ekki áfram að verða betra. Viskí er geymt í tunnum og það er tunnan sem að gefur viskínu bragðið. Því lengur sem að viskíð er geymt í tunnunni að því meira bragð tekur það til sín úr henni. Það er líka tunnan sem að gefur viskínu sinn dökka lit. Ef að þú tekur viskíð úr tunninni og lætur í flöskur að þá hættir viskíð að verða betra að því að þá hefur það ekkert lengur til þess að taka bragð úr. Ég viðurkenni að ég veit ekki af hverju vín heldur áfram að þróast eftir að það er komið í flöskur en ég er allavega 90% viss um að viskí verður ekkert betra með aldrinum eftir að það er komið í flöskur.

Re: Hvað drekkið þið mikið áfengi?

Sent: Fim 09. Apr 2015 17:46
af stefhauk
Ég drekk yfirleitt ef eitthvað tilefni er til þess enn fæ mér þó stundum um helgar 3-4 bjóra enn ekki oft.

Re: Hvað drekkið þið mikið áfengi?

Sent: Fim 09. Apr 2015 18:29
af Gislinn
hakkarin skrifaði:
:guy

Það sem ég átti við er að viskíð heldur ekki áfram að verða betra. Viskí er geymt í tunnum og það er tunnan sem að gefur viskínu bragðið. Því lengur sem að viskíð er geymt í tunnunni að því meira bragð tekur það til sín úr henni. Það er líka tunnan sem að gefur viskínu sinn dökka lit. Ef að þú tekur viskíð úr tunninni og lætur í flöskur að þá hættir viskíð að verða betra að því að þá hefur það ekkert lengur til þess að taka bragð úr. Ég viðurkenni að ég veit ekki af hverju vín heldur áfram að þróast eftir að það er komið í flöskur en ég er allavega 90% viss um að viskí verður ekkert betra með aldrinum eftir að það er komið í flöskur.
Þú ert raunverulega að tala um að það þroskist ekki áfram eftir að það hefur verið sett á flöskur. Það sem gerist í rauðvíni eftir að það hefur verið sett á flöskur hefur mest að gera með súrefni og tannín, súrefni sem er í flöskunni milli vínsins og tappans (og súrefni sem kemst framhjá tappanum, þótt það sé lítið) oxast við vínið. Tannínið í víninu hvarfast við önnur efni í víninu til að mynda ný efnasambönd sem hefur áhrif á vínið. Þetta veldur því að rauðvín þroskast (svona einfalda útskýringin).

Það sama má segja um viskí nema að viskí inniheldur meira alkahól sem hægir á oxun og efnahvörfum í viskíinu. Að auki er vanalega mun minna af tannín í viskí en í rauðvíni sem veldur minni mun á viskíinu með tíma, en að segja að það breytist ekkert eftir að það fer í flöskuna er ekki fullkomlega rétt.