Síða 2 af 2
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:03
af kfc
Tiger skrifaði:kfc skrifaði:Ég er að kreya Plex Server á AMD Athlon II X4 640 3,01 GHz með 4Gb í minni og ekkert vandamál hjá mér. Get spilað 1080i myndir og ekkert vandamál með það.
Og ertu með 30 notendur og 6-8 í einu að horfa?
Nei, las víst ekki alveg allt

Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:13
af AntiTrust
Nokkrir punktar útfrá eigin reynslu.
Persónulega tæki ég AMD setupið, kannski ekki endilega þennan örgjörva samt, hugsanlega overkill, en overkill er alltaf plús í þegar kemur að Plex. Mér hefur fundist raunkjarnar vera að koma betur út en Intel HT gaurar, en hvorugir þessir örgjörvar eru aldrei að fara að vera flöskuhálsinn hjá þér á meðan þú ert á VDSLi.
Hvað varðar passmark þumalputtaregluna þá er hún pínu overrated. Ég er með FX8350 (8core) yfirklukkaðan í 4.4Ghz og hann höndlar mikið meira en 5 transkóðunarsamtímaspilanir.
Plex getur notað alla kjarna, hvort sem það eru raunkjarnar eða þræðir.
Að vera með allt að 8 manns að streyma á VDSL er frekar metnaðarfullt, en ef þetta er meira um HDTV/low bitrate 720p efni frekar en 1080p myndagláp þá sleppur þetta hugsanlega.
Sammála með diskavalið, SSD og stærðina. Metadata mappan hjá mér er komin hátt í 200GB og stækkar sífellt, og eftir að ég svissaði PMS vélinni yfir á standalone SSD þá er allt browse/search hraðara og disk I/O nýtisprósenta mikið lægri en áður var, skiljanlega. Mundu bara að vera með aktívt backup á amk. Plex appdata möppunni, það er blóð og sviti að endurbyggja stórt library þegar maður er búinn að fínpússa fleiri hundruð cover og leiðrétta vitlaus scrape etc.
Bara til að gefa þér smá realworld viðmiðun þá er ég með um 50 virka notendur og nær öll kvöld vikunnar yfir 10 samtímastreymi, um helgar hátt í 20 samtímastreymi, blanda af directplay og transkóðun. Allt yfir 20 verður vandasamt, en þar eru routerinn og örgjörvinn svo gott sem fastir í 99% nýtingu, og bandvíddartopparnir alveg farnir að nálgast 100Mbitin.
Xeon örgjörvar eru ekki að vinna þetta betur en high-end i7, ekki einu sinni þótt þú farir í E5 v3 og það er bara peningasóun. ECC sömuleiðis, þú sérð varla orðið data corruption á day-to-day basis, ECC er orðið mikið meira luxury en nauðsyn, talandi nú ekki um í heimaserver.
Ég keyrði PMSinn í VM í örugglega tæp 2 ár með 4-6 kjarna og nóg af RAMi en á endanum þá varð álagið bara þess mikið að ég breytti virtual servernum í standalone Plex vél, og það gengur einfaldlega allt mikið betur, ýmsir böggar sem var ótrúlega flókið að bilanagreina með hypervisor flækjustiginu.
TL;DR
- N/A
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:17
af andribolla
Þessi Cpu er að taka 220W einn og sér(sem er meira en allt Intel Setupið) óþarfa orkueyðsla miðað við jafn öfluga örgjörva skv
https://www.cpubenchmark.net/ , af þeim spjallsíðum sem ég hef lesið þá virðast margir meina að loftkæling á þennan örgjörva virki bara ekki nógu vel.
ég vel 250 gb ssd af því að ég tel að metadata fyrir 15-20tb taki meira pláss en 120 gb(með OS)
tel líkurnar á því að ég fari í overclock mjög litlar.
noice level skiptir litlu sem engu máli.
svo eyðir Amd setupið líka meira rafmagni en Intel setupið.
en það er ljósleiðari í húsinu þannig það er bara tímaspursmál

Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:19
af andribolla
nidur skrifaði:Er að setja mína xeon vél upp eins og er þannig að ég get ekki sagt hversu stabilt það á eftir að verða. En budget er komið í 140þús + kassi og hdd sem ég átti.
hvað er þessi xeon örgjörvi að skora á
https://www.cpubenchmark.net/ ?
og hvað kostaði vinsluminnið ?

Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:32
af nidur
AntiTrust skrifaði:Xeon örgjörvar eru ekki að vinna þetta betur en high-end i7
Þeir vinna þetta ekki betur, en ekki verr nema að þú takir 4770k eða betra og overclokki hann sem er yfirleitt ekki gert á servervélum.
andribolla skrifaði:hvað er þessi xeon örgjörvi að skora og hvað kostaði vinsluminnið ?

Scorar 10.128
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2341
Og 16GB ecc minni kostaði mig 33 þús.
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 21:47
af nidur
AntiTrust skrifaði:Metadata mappan hjá mér er komin hátt í 200GB og stækkar sífellt
Ertu með Media Index í gangi?
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Þri 24. Mar 2015 22:29
af andribolla
AntiTrust skrifaði:Nokkrir punktar útfrá eigin reynslu.
Persónulega tæki ég AMD setupið, kannski ekki endilega þennan örgjörva samt, hugsanlega overkill, en overkill er alltaf plús í þegar kemur að Plex. Mér hefur fundist raunkjarnar vera að koma betur út en Intel HT gaurar, en hvorugir þessir örgjörvar eru aldrei að fara að vera flöskuhálsinn hjá þér á meðan þú ert á VDSLi.
Hvað varðar passmark þumalputtaregluna þá er hún pínu overrated. Ég er með FX8350 (8core) yfirklukkaðan í 4.4Ghz og hann höndlar mikið meira en 5 transkóðunarsamtímaspilanir.
Plex getur notað alla kjarna, hvort sem það eru raunkjarnar eða þræðir.
Að vera með allt að 8 manns að streyma á VDSL er frekar metnaðarfullt, en ef þetta er meira um HDTV/low bitrate 720p efni frekar en 1080p myndagláp þá sleppur þetta hugsanlega.
Sammála með diskavalið, SSD og stærðina. Metadata mappan hjá mér er komin hátt í 200GB og stækkar sífellt, og eftir að ég svissaði PMS vélinni yfir á standalone SSD þá er allt browse/search hraðara og disk I/O nýtisprósenta mikið lægri en áður var, skiljanlega. Mundu bara að vera með aktívt backup á amk. Plex appdata möppunni, það er blóð og sviti að endurbyggja stórt library þegar maður er búinn að fínpússa fleiri hundruð cover og leiðrétta vitlaus scrape etc.
Bara til að gefa þér smá realworld viðmiðun þá er ég með um 50 virka notendur og nær öll kvöld vikunnar yfir 10 samtímastreymi, um helgar hátt í 20 samtímastreymi, blanda af directplay og transkóðun. Allt yfir 20 verður vandasamt, en þar eru routerinn og örgjörvinn svo gott sem fastir í 99% nýtingu, og bandvíddartopparnir alveg farnir að nálgast 100Mbitin.
Xeon örgjörvar eru ekki að vinna þetta betur en high-end i7, ekki einu sinni þótt þú farir í E5 v3 og það er bara peningasóun. ECC sömuleiðis, þú sérð varla orðið data corruption á day-to-day basis, ECC er orðið mikið meira luxury en nauðsyn, talandi nú ekki um í heimaserver.
Ég keyrði PMSinn í VM í örugglega tæp 2 ár með 4-6 kjarna og nóg af RAMi en á endanum þá varð álagið bara þess mikið að ég breytti virtual servernum í standalone Plex vél, og það gengur einfaldlega allt mikið betur, ýmsir böggar sem var ótrúlega flókið að bilanagreina með hypervisor flækjustiginu.
TL;DR
- N/A
það munar nú ekki svo miklu að taka 4790K frekar en 4790. en afhverju frekar amd setup ?
ég er meiri amd maður, en eftir að vera búin að lesa mig til um þennan FX-9590 þá líst mér eiginlega ekki nógu vel á hann, og þá kemur FX8350 næstur til greina miðað við BM skor og verð, er of lítill munur á FX-8370 og FX-8350 miðað við verð. þegar ég ber svo saman verð og BM skor þá er intel bara hagstæðari
en þetta með Vdslið þá er það í vinslu að færa tenginguna yfir á Ljósleiðara. ég er samt með 100/50 ljósnets tengingu.
Ég setti upp forrit sem heitir trekt.tv og það segir mér að í þessum mánuði hafi verið horft á um 35.000+ mín af þáttum og kvikmyndum
flestir þættir eru í SD eða hdtv
Allar nýjar myndir eru í 720p (góðar myndir eru í 1080p

)
þegar ég verð komin með Pms á eina vél þá skoða ég að gera backup af appdata möppuni
og ég er líka sammála þér með að pms virkar betur á standalone vél frekar en á vm. finst vm vélin sem ég er með hér heima bara ekki keira eins smooth eins og þær sem eru á sér vélum.
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Mið 25. Mar 2015 21:34
af nidur
Eru allir sammála því að ssd sé málið undir Plex, best að prófa.
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Fim 26. Mar 2015 09:46
af andribolla
nidur skrifaði:AntiTrust skrifaði:Metadata mappan hjá mér er komin hátt í 200GB og stækkar sífellt
Ertu með Media Index í gangi?
Mér fynst mjög líklegt að hann sé með media index í gangi
nidur skrifaði:Eru allir sammála því að ssd sé málið undir Plex, best að prófa.
og já ég er nokkuð viss um að ssd sé málið, sé ekki að það ætti að vera mikið verra en að nota ssd sem stýriskerfisdisk.
En hefur eithver hugmynd um hvað einn straumur er að taka mikkla bandvídd ?
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Fim 26. Mar 2015 13:44
af AntiTrust
Sérð það bara á skránni, skoðar information gluggann í Plex og horfir á bitrate tölurnar undir Media - það er talan sem skráin tekur í Direct Play streami. Ef það er búið að stilla á lægri gæði en bitrate-ið er á skránni client megin þá lækkar bandvíddarnotkunin samsvarandi valinu en CPU notkunin eykst umtalsvert.
Range-ið hjá mér er ca svona:
HDTV þættir ~ 800-1500 Kbps
720p þættir ~ 2500-5000 Kbps
1080p þættir - 6000-12000 Kbps
720p webrip myndir ~ 2000-5000 Kbps
720p bluray myndir ~ 5000-10000 Kbps
1080p bluray myndir - 8000-14000 Kbps
4K myndir - 30000-60000 Kbps
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Fim 26. Mar 2015 14:01
af andribolla
ertu þá að meina þetta ?
91.12 Kb/s +
2052 Kb/s
= 2143.12 Kb/s
Re: Plex Server Setup (íhluta Val?)
Sent: Fim 26. Mar 2015 14:17
af AntiTrust
Njah, jú þetta er rauntímabitrate en það sem ég var að tala um er þessi gluggi.

Re: Plex Server Setup
Sent: Sun 12. Júl 2015 16:14
af andribolla
Þá er maður búin að fjárfesta í nýjum (notuðum) vélbúnaði fyrir plex server.
keipti notaða leikja tölvu hér á vaktini með eftirfarandi íhlutum.
Slepti reyndar Skjákortinu og aflgjafanum og fékk mér 500w aflgjafa.
Cpu - Intel Core i7 4790K @ 4.00GHz
Cpu Cooler - CORSAIR Hydro Series H55
Ram - 16,0GB Dual-Channel DDR3 @ 798MHz (11-11-11-28)
MB - Gigabyte Technology Co., Ltd. H87N-WIFI (SOCKET 0)
Gpu - OnBoard Gpu
Hdd - Samsung SSD 840 EVO 250GB (SSD)
Chase - Cooler Master Elite 130 mini-ITX
Psu - Corsair CX 500W ATX Modular
þetta á eingöngu að vera plex server fyrir ca 30-40 notendur.
Re: Plex Server Setup
Sent: Sun 12. Júl 2015 19:26
af Tiger
andribolla skrifaði:Þá er maður búin að fjárfesta í nýjum (notuðum) vélbúnaði fyrir plex server.
keipti notaða leikja tölvu hér á vaktini með eftirfarandi íhlutum.
Slepti reyndar Skjákortinu og aflgjafanum og fékk mér 500w aflgjafa.
Cpu - Intel Core i7 4790K @ 4.00GHz
Cpu Cooler - CORSAIR Hydro Series H55
Ram - 16,0GB Dual-Channel DDR3 @ 798MHz (11-11-11-28)
MB - Gigabyte Technology Co., Ltd. H87N-WIFI (SOCKET 0)
Gpu - OnBoard Gpu
Hdd - Samsung SSD 840 EVO 250GB (SSD)
Chase - Cooler Master Elite 130 mini-ITX
Psu - Corsair CX 500W ATX Modular
þetta á eingöngu að vera plex server fyrir ca 30-40 notendur.
Hvaða gagmageymslu ertu með fyrir stöffuð, og hvernig fer það með tettenginguna að hafa 40 notendur að skoða?
Re: Plex Server Setup
Sent: Sun 12. Júl 2015 19:46
af andribolla
Tiger skrifaði:Hvaða gagmageymslu ertu með fyrir stöffuð, og hvernig fer það með tettenginguna að hafa 40 notendur að skoða?
Ég er með 16TB unraid + plexið sem er einn á vdsl tengingu.
en samtíma áhorf er oftast ekki fleirri en 15 stikki.

Re: Plex Server Setup
Sent: Sun 19. Júl 2015 22:40
af Hargo
Afsakaði ef ég er að bömpa of gamlan þráð, en er nettengingin enginn flöskuháls þegar 15 samtíma notendur eru að streyma efni frá þér á vdsli ?
Er ekki vdsl bara með max 25mpbs í upload?
Er aðallega að velta þessu fyrir mér þar sem ég er sjálfur á vdsli með plex server og cirka 4-5 notendur. Þeir verða varir við hökt þegar 3 eða fleiri eru að streyma í einu. Er reyndar með þetta á litlum HP Proliant Micro Server þjóni sem er með AMD dual core CPU, minnir 1.3-1.5Ghz.
CPU-inn er kannski aðal flöskuhálsinn hjá mér frekar en nettengingin?
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 09:27
af AntiTrust
Hargo, CPUinn hjá þér er nánast garanteraður flöskuháls nema það sé allt spilað yfir direct play hjá þér, sem er oftast ekki raunin.
Á móti kemur að ef þú ert með mikið af HQ (= high bitrate) HD efni sem er spilað í directplay þá er bandvíddin fljót að étast upp.
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 09:47
af andribolla
Eins og AntiTrust segir, þá veltur það allt á því hvað er verið að spila samtímis, en ég hef mest séð 15 samtíma spilunum hjá mér og eg var ekki var við lagg. en jú vdsl er með 25mpbs í upload. veit samt að það er verið að uppfæra vdsl í rvk í meiri hraða. kanski 100/50?
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 09:50
af AntiTrust
Ef ég man rétt þá með uppfærslu í vectoring mun einungis niðurhraðinn aukast, þ.e. uplinkurinn helst í 25Mbps.
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 11:38
af Hargo
Takk fyrir svörin drengir.
Ég er ekki með neitt af 1080p efni, mesta lagi 720p og svo bara BRip og DVDrip.
Annars sá ég þennan option í gær og ákvað að prófa að breyta úr 4Mbps í 2Mbps og sjá hvort eitthvað lagist.
En ég er svo að vinna í að færa Plex serverinn yfir á aðra vél sem er með i7 örgjörva og ætti að virka betur í transcoding.
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 11:42
af AntiTrust
Þetta hefur bara áhrif á þína eigin afspilun, ekki þeirra sem eru að horfa á frá þér.
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 12:00
af Hargo
Nú okei. Hélt að local quality væri mín eigin afspilun (af því gefnu að ég væri á sama neti) en remote quality væri fyrir þá sem tengjast Plexinum utanhúss.
En vonandi hjálpar þá til að færa þetta yfir á i7 örgjörva. Helvíti pirrandi að vera á þessu ljósneti og hafa ekki val um annað

Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 15:46
af AntiTrust
Hargo skrifaði:Nú okei. Hélt að local quality væri mín eigin afspilun (af því gefnu að ég væri á sama neti) en remote quality væri fyrir þá sem tengjast Plexinum utanhúss.
En vonandi hjálpar þá til að færa þetta yfir á i7 örgjörva. Helvíti pirrandi að vera á þessu ljósneti og hafa ekki val um annað

Local = Afspilun hjá þér af local server
Remote = Afspilun hjá þér af offsite server
Re: Plex Server Setup
Sent: Mán 20. Júl 2015 15:48
af Hargo
Skil þig. Viðkomandi utanhúss notendur sem eru að nota minn server geta þá stillt þetta hjá sér.