Síða 2 af 2

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 15:20
af Bjosep
Sallarólegur skrifaði: Offita eyðileggur miklu fleiri fjölskyldur heldur en áfengi gerir í dag. Því miður.
Heimild ?

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 15:32
af Sallarólegur
Bjosep skrifaði:
Sallarólegur skrifaði: Offita eyðileggur miklu fleiri fjölskyldur heldur en áfengi gerir í dag. Því miður.
Heimild ?
Hér eru nokkrar. Þú hóar bara ef þig vantar fleiri ;)

http://www.who.int/nutrition/topics/obesity/en/

http://www.rand.org/pubs/research_briefs/RB4549.html

http://www.urmc.rochester.edu/senior-he ... p-ten.aspx

http://online.creighton.edu/resource/he ... ls-in-2013

http://www.hsph.harvard.edu/nutritionso ... act-sheet/

http://articles.mercola.com/sites/artic ... issue.aspx

http://www.webmd.com/children/news/2009 ... m-for-kids

http://www.caloriecontrol.org/articles- ... es-smoking

http://www.medscape.com/viewarticle/804014

Hér er mynd sem skýrir "leading causes of preventable deaths in the U.S.". Lífstíll Íslendinga svipar mjög til Bandaríkjamanna, svo það mætti ætla að tölurnar séu svipaðar hér.
Mynd

Mynd: http://iparc.cnr.ncsu.edu/about/

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 16:10
af inservible
Hvað er í gangi hérna? drekktu bara eins og þú villt ekki eins og drykkja þín sé að hindra heimsfrið. Skál fyrir þér!

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 16:13
af lukkuláki
Stutta svarið er já, það er allt of mikið.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 16:15
af Daz
Sallarólegur skrifaði:
Bjosep skrifaði:
Sallarólegur skrifaði: Offita eyðileggur miklu fleiri fjölskyldur heldur en áfengi gerir í dag. Því miður.
Heimild ?
Hér eru nokkrar. Þú hóar bara ef þig vantar fleiri ;)

-snipp heimildir-

Hér er mynd sem skýrir "leading causes of preventable deaths in the U.S.". Lífstíll Íslendinga svipar mjög til Bandaríkjamanna, svo það mætti ætla að tölurnar séu svipaðar hér.
-snippmynd-
Ég held að það sé ágætt að gera greinarmun á "eyðileggja fjölskyldur" og "veldur dauða". Ég efast um að mörg börn hafi verið lamin eða vanrækt vegna offitu á heimilinu. Ekki jafn mörg (hvað þá hlutfallslega) og lenda í því vegna áfengis og alkóhólisma.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 16:17
af svanur08
Daz það var það sem ég var að meina, þá kom hann með þetta um sykurinn.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 16:56
af hakkarin
Svona af forvitni, þeir sem að segja að þetta er alltof mikið, hafið þið einhver spes rök fyrir því? Er ekki að spyrja á fjandsaman hátt vill bara vita hvort að þið hafið einhverja ástæðu eða hvort að þetta sé bara einhver "gut feeling" eða blind ágiskun?

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 17:07
af Sallarólegur
Daz skrifaði: Ég held að það sé ágætt að gera greinarmun á "eyðileggja fjölskyldur" og "veldur dauða". Ég efast um að mörg börn hafi verið lamin eða vanrækt vegna offitu á heimilinu. Ekki jafn mörg (hvað þá hlutfallslega) og lenda í því vegna áfengis og alkóhólisma.
Já það er vissulega skilgreiningaratriði.

Ég held að það fari rosalega illa með fjölskyldur þegar fólk deyr 10-30 árum fyrr og er jafnvel þunglynt í mörg ár vegna lífsstíls síns. En auðvitað eru þetta ekki tölur um það - en offita er klárlega stærra vandamál ef við lítum á heildarmyndina.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 17:09
af svanur08
hakkarin ef þú ert að drekka bara til að drekka, en ekki drekka til að skemmta þér, þá er það vandamál allavegna að mínu mati.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 17:18
af hakkarin
svanur08 skrifaði:hakkarin ef þú ert að drekka bara til að drekka, en ekki drekka til að skemmta þér, þá er það vandamál allavegna að mínu mati.
Hver er munurinn á því að drekka og að drekka til þess að skemmta sér? Skemmtun er ekki bara það að partía á djamminu. Mér finnst það mjög gott að sötra gott viskí á meðan ég slappa af í heitu baði. Mér finnst gott að sötra gott viskí á meðan ég slappa af upp í rúmi eða sófa á meðan ég horfi á eitthvað skemmtilegt. Er það ekki skemmtun? Þú værir kanski með point ef að ég væri að hella mig blindfullan í hvert skipti eða á hverjum degi en 2-5faldur nokkra daga vikurnar er svona eins og 1-3 500ml bjórar í hvert skipti.

En það er samt gott að þú segir frá þínu viðhorfi. Til þess er jú þráðurinn.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 17:20
af Klemmi
Tek undir með Svani, helst vandamál ef tilfinningin að vera tipsy/léttur er orðið að fíkn, þannig að það truflar þig þau kvöld sem þú færð þér ekki o.s.frv.

Að sama skapi eru áfengisvandamál mismunandi, sumir drekka flest kvöld án þess að vera fullir, aðrir sleppa ekki úr helgi án þess að fá sér sæmilega í glas og svo enn aðrir drekka ekkert endilega oft, en verða oft ofurölvi þegar þeir fá sér. Öll þessi tilfelli mætti kalla áfengisvandamál, sem þó birtast á mismunandi hátt og hafa mismunandi afleiðingar.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 17:27
af svanur08
Ég til dæmis drekk of mikið þegar ég fer að skemmta mér, kann stundum ekki að stoppa. Ég viðurkenni það alveg.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 18:02
af svanur08
hakkarin skrifaði:
svanur08 skrifaði:hakkarin ef þú ert að drekka bara til að drekka, en ekki drekka til að skemmta þér, þá er það vandamál allavegna að mínu mati.
Hver er munurinn á því að drekka og að drekka til þess að skemmta sér? Skemmtun er ekki bara það að partía á djamminu. Mér finnst það mjög gott að sötra gott viskí á meðan ég slappa af í heitu baði. Mér finnst gott að sötra gott viskí á meðan ég slappa af upp í rúmi eða sófa á meðan ég horfi á eitthvað skemmtilegt. Er það ekki skemmtun? Þú værir kanski með point ef að ég væri að hella mig blindfullan í hvert skipti eða á hverjum degi en 2-5faldur nokkra daga vikurnar er svona eins og 1-3 500ml bjórar í hvert skipti.

En það er samt gott að þú segir frá þínu viðhorfi. Til þess er jú þráðurinn.
Ákkurat, en þú ert þó ekki að drekka þig blindfullann í hvert skipti.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 18:15
af Minuz1
hakkarin skrifaði:Svona af forvitni, þeir sem að segja að þetta er alltof mikið, hafið þið einhver spes rök fyrir því? Er ekki að spyrja á fjandsaman hátt vill bara vita hvort að þið hafið einhverja ástæðu eða hvort að þetta sé bara einhver "gut feeling" eða blind ágiskun?
Eina leiðin fyrir þig til að komast að þessu er að hætta, ef þú hefur lítil sem engin fráhvarfseinkenni þá ertu í góðum málum.

Ef það plagar þig mikið þá veistu svarið.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 18:37
af urban
svanur08 skrifaði:Ég til dæmis drekk of mikið þegar ég fer að skemmta mér, kann stundum ekki að stoppa. Ég viðurkenni það alveg.
Þá átt þú miklu miklu frekar við áfengis vandamál að stríða en hakkarinn.

Ég fæ mér oft 1 - 3 bjóra í miðri viku, ástæðan er ofureinföld. Mér finnst bjór góður og ég geri ráð fyrir því að hakkaranum þyki einmitt viskí gott og geri þetta þess vegna, allavegana hafa komið aðrir þræðir hérna frá honum um viskí þar sem að hann er einmitt að spyrja álits og fá skoðanir á viskí tegundum frá öðrum.

Mig grunar að hann sé akkurat í sömu sporum og ég, hann virðist vera sælkeri sem að gerir bara einfaldlega vel við sjálfan sig í einhverju.
Ég fæ mér einsog ég sagði áður, töluvert oft 1 - 3 bjóra í viku en þeir eiga það allir sameiginlegt að þetta eru annað hvort mínir uppáhaldsbjórar eða bjórar sem að ég er að smakka og hefur litist vel á áður.

Ef að hakkarinn væri að drekka landa 4 sinnum í viku myndi málið bara vera allt öðru vísi, þá væri augljóslega verið að leita eftir áhrifum, þar sem að landi er ekki eitthvað sem að þú drekkur bragðins vegna (og já já, sjálfsagts finnst einn og einn, en flestir af þeim ljúga því að sjálfum sér og eru í afneitun)

Þetta er að mínu langt frá því að vera áfengisvandamál.

En síðan er það aftur á móti annað, það má vel vera að ég sé bara svona blindur eða í mikilli afneitun og eigi sjálfur við svona rosalegt áfengisvandamál að stríða, en mig grunar að, að hluta til vilji fólk meina að þetta sé vandamál bara einfaldlega vegna þess að bjór og vínmenning er á alveg ótrúlega lágu plani hérna á íslandi, það er tabú að fá sér áfengi á virkum kvöldum en það er ekkert annað en sjálfsagt að vera gersamlega hauslaus á djamminu um helgar.

TL;DR
að mínu mati er áfengisvandamálið miklur frekar hjá helgardjammaranum en þeim sem að sötrar reglulega í miðri viku.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 23. Jan 2015 18:54
af svanur08
Sagði aldrei ég þetta væri ekki vandamál, það er það. Ég er helgar alki.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Lau 24. Jan 2015 00:48
af hakkarin
urban skrifaði: Ég fæ mér oft 1 - 3 bjóra í miðri viku
Bjór er ágætur. Vandamálið er að hann er oftast bara góður kaldur (en þó ekki of kaldur) og ef maður bíður of lengi verður hann flatur. Viskí er eitthvað sem að hægt að drekka eins fljótt eða lengi og manni sýnist að þvi að það er gott hvort sem að það er kalt eða heitt, og það er ekki kolsýrt.

Talandi um viskí, var að fá mér Gentlemen Jack áðan :evillaugh :guy

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 20. Feb 2015 14:48
af hakkarin
Veit að þessi þráður er orðinn mánaðar gamall frá síðasta innleggi en mér langar samt til þess að posta þessu. Frá því að þessi umræða fór á stað ákvað ég að fara að ráði ykkar og drekka minna. Ég ákvað að taka 3 vikna frí frá öllu áfengi til að gá hvernig það færi í mig og verður sá tími búinn næsta þriðjudag. Hingað til hef ég ekki fundið fyrir neinum fráhvarfar einkenum eða neinu slíku, en þó munn ég minka drykkjuna mína um helming miðað við það sem var áður. Semsagt bara einu sinni í viku á virkum dögum en ekki tvisvar, og bara einu sinni um helgina líka.

EDIT: Ef ég má spyrja, af hverju eru sumir að rata mig negative fyrir þennan post?

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Fös 20. Feb 2015 21:10
af nidur
Ég var nú bara að sjá þessa umræðu núna og er einmitt með bjór í glasi að slaka á eftir góða vinnuviku, af því að mér finnst bjór góður, kaldur.

Flott hjá þér hakkarin að hafa tekið smá pásu til að sjá hvort að þetta sé fíkn hjá þér. Ég hefði ekki merkt þig sem alkoholista en sagt þér að slaka aðeins á í drykkjunni.

En þetta með mínusinn þá virðist þetta aðalega vera einn aðili sem líkar ekki vel við þig.

Re: Eru 2 flöskur af viskí á mánuði of mikið?

Sent: Lau 21. Feb 2015 09:29
af vikingbay
gott með þig að minka þetta, og gott að heyra að þú finnur ekki fráhvarfseinkenni.
hinsvegar, sé litið til lengri tíma, semsagt þegar þetta hefur staðið yfir í einhvern tíma, myndi ég telja það frekar líklegt að þú þróir með þér einhversskonar vandamál.
svo er það auðvitað mjög persónubundið hvernig það verður.
það er oft þannig með sterkara áfengið að regluleg drykkja til lengri tíma sé töluvert líkleg til að þróa venju sem verður að vandamáli.
en svo getur vel verið að það sé bara ekkert þannig hjá þér, en klárlega vert að hafa það í huga :)

allavega, ást og friður kæru vinir!