Skemmtilegt umræðuefni.
Ég er búin að fara í gegnum ansi margar flöskur í gegnum tíðina og held bókhald.
Það voru hæg heimatökin hjá mér þar sem ég bjó í Skotlandi í 3 ár og var meðlimur í Whiskyklúbb og hafði aðgang að mjög stóru safni.
Hef verslað töluvert fyrir mig, vini og ættingja í gegnum
http://www.thewhiskyexchange.com og það kemur mjög vel út í verði ef teknar eru fleiri en 6 flöskur, svo er hægt er að gera þrusukaup á útsölum hjá þeim.
Það er mikilvægt að skipta Skosku Whisky-i í 3 flokka, og þeir eru mjög ólíkir.
1. Blandað Whisky, sem inniheldur að meginhluta kornwhisky og er ódýrast.
2. Blandað malt, eða malt blend sem er blanda af einmöltungum (hét hérna áður fyrr "Vatted malt")
3. Single malt, sem eru aðeins einmöltungar (þykir best).
Svo eru fleiri tegundir eins og Amerískt Bourbon, Írsk pot still Whisky ofl.
Það að ætla einverju Whisky-i að vera best er ekki hægt, smekkur manna er svo gríðalega mismunandi.
Þessar flöskur finnst mér aðgengilegar, góðar, breytast ekki mikið (consistant) og kosta ekki mikið.
Single Malt.
1. 17 ára Old Pulteney.
2. 16 ára Lagavulin.
3. Ardbeg Uigeadail.
4. 15 ára Glenfarclas.
Vattað malt.
1. Johnnie Walker Green label.
2. Monkey Shoulder.
3. Nikka Black.
4. Compass Box "The Spice Tree".
Blandað.
1. Johnnie Walker Black Label.
2. VAT 69.
3. Stewart´s Cream of the Barley.
4. Compass Box Great King´s Street.
Out.