Síða 2 af 4
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 15:53
af natti
emmi skrifaði:Þeir tala líka um að hindra aðgang að IPtölum sem vísa á fyrrnefndar vefsíður.
Fer eftir því hvernig ISPinn ætlar að loka á þetta....
dómurinn skrifaði:
Við upphaf aðalmeðferðar máls þessa féll sóknaraðili frá síðastgreindum hluta kröfu sinnar, þ.e. hvað það varðar að lagt yrði fyrir varnaraðila að hindra allan gagnaflutning að og frá svonefndum IP-tölum sem vísuðu á vefsíðurnar. Að mati dómsins verður ekki annað ráðið en að síðari hluti endalegrar kröfu sóknaraðila, þ.e. sú krafa að að lagt verði fyrir varnaraðila að grípa til nauðsynlegra ráðstafana, felist í fyrsta hluta kröfunnar um lögbann. Það er síðan undir varnaraðila komið með hvaða hætti hann hlítir lögbanninu en honum munu nokkrir vegir vera færir í þeim efnum. Verður því síðari hluta kröfu sóknaraðila vísað frá dómi af sjálfsdáðum.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 16:07
af jojoharalds
KermitTheFrog skrifaði:GuðjónR skrifaði:Netið verður alltaf ritskoðara og ritskoðara...
Slæm þróun.
Því gamlir fýlupokar skilja ekki hvernig það virkar.
Djöfullinn er ég sammála þér .
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 16:26
af rango
Bjosep skrifaði:rango skrifaði:Mér finst ekki tilviljun að þetta komi rétt eftir að isnic stúti léni isis og líka í raun rétt áður enn netflix kemur til íslands.
Þetta er reyndar eins mikil tilviljun og það gerist.
Heldurðu að stofnandi khilafah.is hafi verið að fylgjast með íslenskum dómsmálum og ákveðið að fjárfesta í léni með .is endinguna rétt áður en dómur félli varðandi lögbannskröfu stef?
Er netflix á leiðinni til landsins ?
Já Það væntanlega er tilviljun ég var aðalega að tala um að einhvað svona "óvinnanlegt" og tilgangslaust mál kæmi sem undafari einhvers eins og nf.
Afkverju bara hringdu og vodaphone? Er þetta ekki bara publicity stunt?
Stutturdreki skrifaði:
rango skrifaði:.. rétt áður enn netflix kemur til íslands.
Eh? Missti ég af einhverju?
Sel það ekki dýrara enn ég kaupi það.
Enn það er samt eflaust ýking að segja "rétt áður"
ef satt reynist þá eru þýðingar og annað fyrir netflix í undirbúningi.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 16:50
af Sallarólegur
Jæja... ég er hjá Vodafone. Hvernig ætli það sé best að fara framhjá þessu?
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 16:50
af worghal
fyndið hvað það er alltaf talað um það hvað þessir aðilar, stef og co, séu í einhverjum svaka mínus útaf þessum síðum.
fjárhagslegt tap hér og þar og þannig, en þegar upp er staðið þá eru þessi fyrirtæki í bullandi plús og geta á engann hátt sannað að um raunverulegt tap sé að ræða.
þeir einfaldlega geta ekki sannað fram á þetta ímyndaða tap sitt og þá sérstaklega þegar þeir eru í plús ár eftir ár.
til dæmis er hollywood að slá met í gróða ár eftir ár.
samkvæmt ársreikningum STEF.
--
Ár---
Innheimtutekjur----
Hreinar Tekjur----
Bankainnistæður--
2010 - 531.514.288 -------- 426.938.058 -------- 85.816.883
2011 - 538.773.228 -------- 413.436.263 -------- 92.200.072
2012 - 566.076.299 -------- 449.153.305 -------- 111.793.311
2013 - 577.677.561 -------- 467.867.196 -------- 138.500.772
eina árið sem er ekki í plús fram yfir hin er 2011 en þar var launa aukning upp á 16 miljónir frá 2010.
á milli 2010 og 2013 þá var heildar launa aukning upp á ~20 miljónir.
veit ekki hvort þetta tengist hækkun launa eða aukning nýrra starfsmanna.
http://www.stef.is/media/vefmyndir/stef ... ningur.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.stef.is/media/vefmyndir/stef ... masida.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.stef.is/media/vefmyndir/stef ... s-2013.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
mér sýnist það vanta síðustu blaðsíðuna í ársreikning 2013 til að vera með 100% samanburð milli ára.
hérna er líka skemmtileg klausa úr árskýrslu STEF 2013.
þetta á kanski ekki heima hérna í þessum þræði en mér fannst þetta fyndið.
Fundur með biskupi Íslands skrifaði:
Framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri áttu fund með biskupi Íslands þar sem óskað var
eftir samstarfi við embættið varðandi þrýsting á ríkissjóð um að hækka greiðslur vegna
opinbers flutnings tónlistar í kirkjustarfi. Um árabil greiddi ríkissjóður 1 milljón kr.
vegna slíks flutnings, en eftir hrun var greiðsla þessi lækkuð einhliða niður í 900
þúsund. Stendur hún enn í þessari fjárhæð. Ljóst er að fjárhæð þessi er í engum
tengslum við magn tónlistarflutnings sem fram fer í guðsþjónustum og kirkjustarfi.
Þá berað líta til þess að ef upphafleg greiðsla kr. 1 milljón hefði fylgt verðlagsþróun næmi
hún nú um 1250 þúsundum kr.
http://www.stef.is/media/vefmyndir/stef ... a-2014.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
einnig er 5. liður þarna mjög áhugaverður og snertir síðasta lögbannsmál sem STEF og félagar settu fram.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 16:56
af Stutturdreki
Sallarólegur skrifaði:Jæja... ég er hjá Vodafone. Hvernig ætli það sé best að fara framhjá þessu?
Hola Better Internet er líklega einfaldast.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 17:35
af appel
Mjög áhugavert að sjá hvað gerist ef það verður sett lögbann á þessar síður, og svo hvað gerist í framhaldinu af því, munu STEF geta fengið beint lögbann á allskyns síður í framtíðinni án þess að fara með málið fyrir dómsstóla, þ.e. útaf því að komið er fordæmi?
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 17:40
af MrIce
hvenær ætli þeir fari þá að banna youtube? það er allskonar íslenskt efni þar... ljóti skrípaleikurinn sem þetta er.....
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 17:48
af appel
MrIce skrifaði:hvenær ætli þeir fari þá að banna youtube? það er allskonar íslenskt efni þar... ljóti skrípaleikurinn sem þetta er.....
Það er góð spurning. Það er fullt af höfundarréttarvörðu efni á Youtube.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 17:54
af Skaz
MrIce skrifaði:hvenær ætli þeir fari þá að banna youtube? það er allskonar íslenskt efni þar... ljóti skrípaleikurinn sem þetta er.....
Reyndar eins og dómurinn er orðaður þá ætti einhver að prófa þetta.
Og athuga hvað myndi líða langur tími áður en allt yrði vitlaust
Málið er að lagabókstafurinn er ekki að fylgja tækninni og þeirri billjón og einni útfærslu sem að er til á því að koma efni í dreifingu. NB. er ekki að meina Deildu og Piratebay, það eru grá svæði í besta falli
En veitur eins og Spotify, Netflix, Youtube og jafnvel live dæmi eins og Twitch. Það er allt sett í sama pott. Íslensk tónlist undir í einhverju streami? Lögbann!
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 17:55
af benediktkr
rango skrifaði:deildupointer.udc.is > deildu.co.uk
deildu.fjeldsted.is > 37.187.74.47
Bætti aðeins í úrvalið
http://deildu.lokun.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://tpb.lokun.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 18:00
af norex94
benediktkr skrifaði:rango skrifaði:deildupointer.udc.is > deildu.co.uk
deildu.fjeldsted.is > 37.187.74.47
Bætti aðeins í úrvalið
http://deildu.lokun.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://tpb.lokun.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
Það er nóg af þessu til!
http://deildu.us/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://deildu.nl/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://afghanpirate.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 18:04
af benediktkr
Nákvæmlega, krafturinn liggur í fjöldanum. Sýnir bara vel hvernig það er ekki hægt að ritskoða internetið með lögbanni. Því fleiri svona reverse proxyar sem það er til - því betra.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 18:17
af Xberg
Fyrst þeir eru farnir að loka á sumar síður og banna okkur að fara inn á aðrar, afhverju reina þeir þá ekki að loka á sorasíður eins og chansluts og ask sem er að hafa mjög slæm áhrif á margar ungar sálir í landinu, enn ekki bara eitthvað fyrir einhver skíta fyrirtæki sem synda í seðlum og kampavíni.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 18:43
af Stuffz
GuðjónR skrifaði:Netið verður alltaf ritskoðara og ritskoðara...
Slæm þróun.
bara taka forkólfar slíkrar þróunar fyrir og rasskella duglega, þetta eru oft ekki mjög hugaðir aðilar heldur einmitt hugleysingjar sem reyna að beita öðrum fyrir sig sem verkfæri.
já en þú bara málar þig meira útí horn (underground) sem er ekki gott.
Þetta er pólitík í þessu og ég varaði menn við að leyfa Íslenskt efni í deilingu á sínum tíma (það er svo viðkvæmt mál), þ.e.a.s ef menn vildu spila SMART úr málum en ekki vera að leika eitthvern "REBEL frá fjarkanistan"
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... it=+deildu" onclick="window.open(this.href);return false;
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... it=+deildu" onclick="window.open(this.href);return false;
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... it=+deildu" onclick="window.open(this.href);return false;
Það hefur enginn leyfi til að skemma fyrir hagsmunum Jafningjaneta á Íslandi, menn verða að stilla frelsinu í hóf, ellegar mun óhófið verða öllu til bölvunar.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 18:59
af Perks
Var lagabókstafurinn að flækjast fyrir verjendum eða eru lögin um verndun á hugverka rétti æðri en réttur einstaklings til frelsis? Ég hélt að það væri "common sense" ventill í dómskerfinu.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 19:28
af Tiger
Ég er svo sem ekki búinn að lesa þetta allt, en afhverju á þetta bara við um Hringdu og Vodafone? Eru þeir hjá símanum undaskildir þessu banni eða?
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 19:36
af Orri
Perks skrifaði:Ég hélt að það væri "common sense" ventill í dómskerfinu.
Hahaha
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 19:37
af Skaz
Tiger skrifaði:Ég er svo sem ekki búinn að lesa þetta allt, en afhverju á þetta bara við um Hringdu og Vodafone? Eru þeir hjá símanum undaskildir þessu banni eða?
Held að það hafi bara verið þeir sem að áfrýjuðu lögbannsbeiðninni, annars veit ég það ekki. En úrskurður Héraðsdóms hefur þau áhrif að þar til að Hæstiréttur segir annað þá er þetta fordæmi sem að er erfitt fyrir sýslumenn hérlendis að hunsa og þeir munu væntanlega verða við svipuðum lögbannsbeiðnum í framtíðinni.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 22:58
af DaRKSTaR
skal engum koma á óvart.
meðann menn læra það ekki að láta íslenskt efni vera og sleppa því að deila því á þessum síðum.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 23:21
af worghal
DaRKSTaR skrifaði:skal engum koma á óvart.
meðann menn læra það ekki að láta íslenskt efni vera og sleppa því að deila því á þessum síðum.
af hverju langar fólki að horfa á íslenskt sjónvarpsefni yfir höfuð?
íslenskt sjónvarpsefni er svo ógeðslega leiðinlegt, illa gert og illa skrifað.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Þri 14. Okt 2014 23:56
af emmi
Málið varðandi Símann og Tal er ennþá í kerfinu, bara tímaspursmál hvenær þetta á við þá líka.
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Mið 15. Okt 2014 00:06
af rapport
Það sem skiptir máli er af hverju þessar síður eru teknar út fyrir sviga og lokað á þær.
Ég hefði haldið að stærstu höfundaréttarbotasíður sem Íslendingar nota væri YouTube, Vimeo, Soundcloud o.þ.h.
Ekki deildu sem ég t.d. hef aldrei notað.
Ég hef sárasjaldan notað torrent en eins og ég skil það, þá er bara að finna torrentinn þar en svo er allt download frá öðrum.
Það er ekkert ólöglegt við að vísa fólki á hvar eða hvernig það getur brotið lög, það ewr alltaf á ábyrgð fólks ef það gerir það svo.
Ef það er bannað að vísa fólki á torrenta, á þá ekki að banna Google.is líka?
Þeir torrentar sem ég hef notað koma beint af google.
p.p.s.
Þarna þyrfti líka að uppfæra smá ef einhverju verður lokað...
http://en.wikipedia.org/wiki/Internet_in_Iceland" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta lögbann gæti orðið meiriháttar skaðabótamál enda um grófa mismunun að ræða gegn sárafáum aðilum.
En Ísland mun s.s. fá það heiður að vera á þessum lista:
http://en.wikipedia.org/wiki/Countries_ ... Pirate_Bay" onclick="window.open(this.href);return false;
p.s.
Hvaða listi er þetta...
http://unblocksit.es/country/Iceland/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég hló og hló þegar ég sá að leikjanet væri blokkað á Íslandi...
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Mið 15. Okt 2014 01:06
af dori
rapport skrifaði:
p.s.
Hvaða listi er þetta...
http://unblocksit.es/country/Iceland/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég hló og hló þegar ég sá að leikjanet væri blokkað á Íslandi...
Þessi síða skrifaði:Please note: this list contains site that users in Iceland are commonly unblocking. Site listed here aren't necessarily blocked by the government of Country object.
Er þetta ekki bara HTTP proxy? Fólk sem kemst ekki inná leikjanet í vinnunni...?
Re: Á að loka fyrir Piratebay , Deildu og fleiri?
Sent: Mið 15. Okt 2014 01:08
af hkr
rapport skrifaði:
Hvaða listi er þetta...
http://unblocksit.es/country/Iceland/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég hló og hló þegar ég sá að leikjanet væri blokkað á Íslandi...
Tja, held að flestir skólar blokki á leikjasíður og það útskýrir afhverju leikjanet er þarna.
edit:
deildu.net vísar núna á iceland.pm og báðar síðurnar eru á bakvið cloudflare.