Síða 2 af 2
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 00:24
af Dúlli
jonsig skrifaði:Dúlli skrifaði:Skil ekki þessa árás með VW bíla, er búin að eiga 2 VW bíla og hef aldrei átt betri bíla, aldrei neitt bilað eða neitt, átti golf frá 2006 - 2012 oh uppfærði í 2012 árgerð af polo, ekkert hefur skeð fyrir hvorugan bíl. Eina viðhald sem ég hef greitt í hann er bremsur, dekk, skoðun og smurning.
Skil ekki þessar árásir, kemur samt ekki á óvart að VW bilar eru kannski oft á verkstæði þar sem þetta eru mjög mikið seldir bílar og mjög vinsælir hjá fyrirtækjum, bílaleigum og framvegis.
Sérð sjaldan bíla eins og BMW í viðgerð þar sem flestir sem eiga BMW eiga aðstöðu til að fikta og laga sjálfir. Allir sem ég þekki til sem eiga BMW eiga annað hvort eithvern svakalegan skúr eða aðgengi að góðum stað til að laga eða þekkja til einstaklinga sem laga á klink.
Ég átti nýlegan polo, og það eina sem bilaði ekki voru dekkin ... þau slitnuðu bara ..
Og til að svara þessum gæja sem talar um fordóma fyrir evrópskum bílum, þá mundi ég bara kalla þetta rasisma.
Þá varst þú eithvað óheppin en getur ekki sagt að VW sé drasl. Þetta er finnasti framleiðandi en þú getur engan vegin verið að líka VW við BMW eða Benz þar sem þessi bílar seljast ekki jafn mikið. Hef allveg heyrt slæmar sögur um alla bíla og haug af slæmum sögum um VW bíla en hef aldrei lent í neinum vandræðum, ekki einu sinni fengið ryðblett á bílanna sem ég hef átt.
Það snýst bara um að hugsa vel um bílinn og fara vel með hann.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 00:50
af Yawnk
Allaveganna ef þú færð þér VolksWagen, ekki fá þér Touareg
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 10:03
af Prentarakallinn
Mæli sterklega með að þú fáir þér turbo diesel ef þú ert að leita að sparibauk, þeir eyða talsvert minna en bensín bílar
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=4
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 12:17
af oskar9
Ef þú hefur engan áhuga á bílum og hefur rétt svo þekkingu til að opna húddið eða bensínlokið, þá ert ágætlega settur á yaris eða corollu, eins hrifinn af þýskum bílum og ég er (á 3 stykki í augnablikinu) þá mæli ég ekki með þeim fyrir fólk sem er allveg clueless um bíla og rétt hefur rænu á því að mæta með hann í smur, þetta fólk keyrir líka oft bara þangað til eitthvað sem byrjaði sem smábilun sem hægt væri að laga án mikils kostnaðar vindur uppá sig og endar á því að kosta offjár, þá eru japanskir varahlutir oft ódýrar og einnig er oft einfaldara að gera við þá.
ég hef hinsvegar átt nokkra japanska bíla, allt frá gömlum corollum uppí lexus IS-200, lexusinn var fínasti bíll sem eyddi heldur miklu miðað við vélarafl og svo voru stimplar í bremsudælum mjög gjarnir á að festast í þeim bílum en heilt yfir fínn bíll, toyoturnar eru hinsvegar mun meira pjátur og njóta sín alls ekki á 100km/h utanbæjar þá glymur inní þetta veg og vindhljóð og almennt mjög leiðinlegt að keyra þá, hurðarspjöld og miðjustokk er rétt tillt í þetta sem eykur ekki á gæðatilfininguna, þær koma þó hinsvegar með 4A-FE eða 7A-FE vélum sem eru mjög fínar og eyðsla er allveg í hófi.
Ég þekki mjög vel inná bæði toyota verkstæðið hér á AK og líka Höldur sem eru með líklga stærsta og flottasta verkstæði Íslands og þjónusta þeir VW AUDI BENZ SKODA og Honda Ford og Mazda og þeir bílar sem sjást ekki inná verkstæðum þar eru Honda og Mazda eftir 2006 árgerð sirka svo þessi bóla um að toyota séu bestir er löngu sprungin.
VW Golf MK VII (nýjasti) er hinsvegar frábær bíll og enginn bíll í hans verð og stærðarflokki kemst nálægt honum hvað varðar aksturseiginleika, eyðslugranna og spræka vél og mjög vel heppnaða innréttingu.
ég er einn af þeim sem mæli reglulega olíu og aðra vökva á mínum bílum og hlusta stundum eftir eftir óvenjulegum hljóðum til að fyrirbyggja bilanir og hef aldrei lent í veseni með þýskan bíl sem ég hef átt, að því gefnu að ég reyni að sigta út eintök sem hafa fengið flott viðhald frá upphafi og fyrri eigendur hafa ekki þurft að moka pening í þá, mér dytti ekki í hug að kaupa VW Touareg sem fyrri eigandi er að losa sig við vegna bilana á einhverju gríngjaldi, hann heldur bara áfram að bila hjá þér, ég borgaði hinsvegar aðeins meira fyrir topp eintak, tveir eldri menn fyrri eigendur sem sendu hann alltaf í service í umboðið, og ekkert amaði að bílnum, núna hef ég átt hann í sirka 2 ár og hef skipt um aðaljósaperu og smurt hann, og þetta er bíll sem er loaded með öllum búnaði og hann virkar allur sem skildi.
Hinsvegar keypti félagi minn sér Ameríkutýpu af eins bíl á einhverju grínverði, illa hirtur bíll, lítil saga frá umboðs service og alltaf hugsað um hann með sem minnstum kostnaði, það amaði eitt og annað að honum sem félagi minn ætlaði að laga en það hrannast bara upp vandamálin. hann vissi það fullvel að þessi bíll hafði verið með vesen fljótlega eftir að hann var keyptur nýr og er þá það sem er kallað "Lemon" sem er bara slæmt eintak.
ég ætla samt ekki að mæla með gömlum VW Touareg við einhvern jón útí bæ en það er ekkert að því að eiga þýskan bíl að því gefnu að hann hefur fengið topp viðhald og er ekki eitthvað bilanaeintak, það kemur fljótlega í ljós þegar fyrri eigandi lætur þig hafa þykka möppu með reikningum og kvittunum fyrir ýmsum viðgerðum, þá er gott að bakka útúr þessu.
tl:dr Japanskir bílar bila minna, það er bara fact, en það eru mjög óspennandi og pjáturslegir bílar, sumum er allveg sama um það en aðrir vilja fá eitthvað meira
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 14:14
af Yawnk
oskar9 skrifaði:Texti
Vel sagt!
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 16:41
af jonsig
Dúlli skrifaði:jonsig skrifaði:Dúlli skrifaði:Skil ekki þessa árás með VW bíla, er búin að eiga 2 VW bíla og hef aldrei átt betri bíla, aldrei neitt bilað eða neitt, átti golf frá 2006 - 2012 oh uppfærði í 2012 árgerð af polo, ekkert hefur skeð fyrir hvorugan bíl. Eina viðhald sem ég hef greitt í hann er bremsur, dekk, skoðun og smurning.
Skil ekki þessar árásir, kemur samt ekki á óvart að VW bilar eru kannski oft á verkstæði þar sem þetta eru mjög mikið seldir bílar og mjög vinsælir hjá fyrirtækjum, bílaleigum og framvegis.
Sérð sjaldan bíla eins og BMW í viðgerð þar sem flestir sem eiga BMW eiga aðstöðu til að fikta og laga sjálfir. Allir sem ég þekki til sem eiga BMW eiga annað hvort eithvern svakalegan skúr eða aðgengi að góðum stað til að laga eða þekkja til einstaklinga sem laga á klink.
Ég átti nýlegan polo, og það eina sem bilaði ekki voru dekkin ... þau slitnuðu bara ..
Og til að svara þessum gæja sem talar um fordóma fyrir evrópskum bílum, þá mundi ég bara kalla þetta rasisma.
Þá varst þú eithvað óheppin en getur ekki sagt að VW sé drasl. Þetta er finnasti framleiðandi en þú getur engan vegin verið að líka VW við BMW eða Benz þar sem þessi bílar seljast ekki jafn mikið. Hef allveg heyrt slæmar sögur um alla bíla og haug af slæmum sögum um VW bíla en hef aldrei lent í neinum vandræðum, ekki einu sinni fengið ryðblett á bílanna sem ég hef átt.
Það snýst bara um að hugsa vel um bílinn og fara vel með hann.
Minn VW í fokki
VW hjá ömmu og afa = í fokki
VW hjá vinkonu kærustunnar ,,= í fokki . Samt ný vél (eyðilagðist í 20k XD)
VW hjá vinnufélaga mínum = alltaf á verkstæði endalaus tölvuvandræði
Ég þekki bara ekki fleirri með VW en þetta gefur mér amk næga ástæðu til að kaupa aldrei svona rusl aftur .
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 16:50
af oskar9
jonsig skrifaði:Dúlli skrifaði:jonsig skrifaði:Dúlli skrifaði:Skil ekki þessa árás með VW bíla, er búin að eiga 2 VW bíla og hef aldrei átt betri bíla, aldrei neitt bilað eða neitt, átti golf frá 2006 - 2012 oh uppfærði í 2012 árgerð af polo, ekkert hefur skeð fyrir hvorugan bíl. Eina viðhald sem ég hef greitt í hann er bremsur, dekk, skoðun og smurning.
Skil ekki þessar árásir, kemur samt ekki á óvart að VW bilar eru kannski oft á verkstæði þar sem þetta eru mjög mikið seldir bílar og mjög vinsælir hjá fyrirtækjum, bílaleigum og framvegis.
Sérð sjaldan bíla eins og BMW í viðgerð þar sem flestir sem eiga BMW eiga aðstöðu til að fikta og laga sjálfir. Allir sem ég þekki til sem eiga BMW eiga annað hvort eithvern svakalegan skúr eða aðgengi að góðum stað til að laga eða þekkja til einstaklinga sem laga á klink.
Ég átti nýlegan polo, og það eina sem bilaði ekki voru dekkin ... þau slitnuðu bara ..
Og til að svara þessum gæja sem talar um fordóma fyrir evrópskum bílum, þá mundi ég bara kalla þetta rasisma.
Þá varst þú eithvað óheppin en getur ekki sagt að VW sé drasl. Þetta er finnasti framleiðandi en þú getur engan vegin verið að líka VW við BMW eða Benz þar sem þessi bílar seljast ekki jafn mikið. Hef allveg heyrt slæmar sögur um alla bíla og haug af slæmum sögum um VW bíla en hef aldrei lent í neinum vandræðum, ekki einu sinni fengið ryðblett á bílanna sem ég hef átt.
Það snýst bara um að hugsa vel um bílinn og fara vel með hann.
Minn VW í fokki
VW hjá ömmu og afa = í fokki
VW hjá vinkonu kærustunnar ,,= í fokki . Samt ný vél (eyðilagðist í 20k XD)
VW hjá vinnufélaga mínum = alltaf á verkstæði endalaus tölvuvandræði
Ég þekki bara ekki fleirri með VW en þetta gefur mér amk næga ástæðu til að kaupa aldrei svona rusl aftur .
Af hverju ætli þetta sé þriðji stærsti bílaframleiðandi í heimi og verður líklega orðinn stærsti bílaframleiðandi heims í kringum 2020 ? væru þeir ekki farnir á hausinn ef þetta væri allt saman handónýtt rusl ?
ef þú heldur að nýlegar vélar bili bara í VW þá ertu allveg lost vinur, það eru t.d. þónokkuð margir 120 cruiserar hér á landi sem koma á verkstæði með ónýtar vélar, sumir hverjir voru nánast nýjir bílar á sínum tíma
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 18:34
af biturk
Utaf þvi að þeir sem eiga vw eiga talsvert fleiri bilaframleiðendur sem gerir þa stora....ekki virðist það vera áreiðanleiki allaveganna
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 25. Ágú 2014 18:36
af Sallarólegur
Það vita það allir að Evrópskir og Amerískir bílar bila meira en Asískir.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 02:22
af Danni V8
http://www.fib.is/?FID=1919" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.autoexpress.co.uk/best-cars/ ... wn-in-2014" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.anusedcar.com/index.php/tuv- ... 13-2-3/309" onclick="window.open(this.href);return false;
Evrópskir bílar í toppsætunum.
En ef maður tekur hinsvegar gamla bíla inní dæmið þá eru asísku á toppnum:
http://www.reliabilityindex.com/top-100" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er akkurat það sem ég hef sagt. Í nýjum bílum í dag eru evrópskir bílar áreiðanlegri en asískir. Sagan var önnur fyrir nokkrum árum.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 02:28
af Sallarólegur
Danni V8 skrifaði:
Þetta er akkurat það sem ég hef sagt. Í nýjum bílum í dag eru evrópskir bílar áreiðanlegri en asískir. Sagan var önnur fyrir nokkrum árum.
Fer nú reyndar eftir því hvaða lista þú miðar við
Report 2013, age of cars 2-3 years - reliability rating -- TÜV reports
rank car make - model fault rate mileage
1. Volkswagen Polo 2.2% 32 000 km
2. Mazda 3 2.7% 38 000 km
3. Audi Q5 2.8% 61 000 km
4. Toyota Avensis 2.9% 44 000 km
5. Mazda 2 3.1% 33 000 km
5. Volkswagen Golf Plus 3.1% 37 000 km
7. Toyota Yaris 3.5% 34 000 km
7. Toyota IQ 3.5% 29 000 km
7. Toyota Prius 3.5% 43 000 km
10. Opel Agila 3.7% 25 000 km
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 09:21
af BrynjarD
Ég þakka fyrir góð ráð
Endaði á því að blæða í Mözdu 3, 2007 árgerð. Einn eigandi og mjög vel með farinn. Hann á vonandi eftir að reynast mér vel bara.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 10:06
af Jón Ragnar
Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 10:42
af Sallarólegur
Jón Ragnar skrifaði:Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Ég keypti mér einmitt svona frábæran VW Polo. Búinn að vera í fjölskyldunni nánast frá því að hann kom úr kassanum - alltaf vel farið með hann og reglulega smurður. Ventlarnir skemmdust í 100 þ. km. sem er víst mjög algengt á þessum bílum. Það var viðgerð upp á um 200þ.
Svo hefur maður heyrt svona sögur út um ALLT - Passat sem þarf að skipta um túrbínu á 50þ. km. fresti etc. - ömurleg þjónusta hjá umboðinu osfrv. osfrv.
Það er ótrúlegt hvað það hata margir VW á Íslandi - og það er ekki af ástæðulausu.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:02
af Yawnk
Sallarólegur skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Ég keypti mér einmitt svona frábæran VW Polo. Búinn að vera í fjölskyldunni nánast frá því að hann kom úr kassanum - alltaf vel farið með hann og reglulega smurður. Ventlarnir skemmdust í 100 þ. km. sem er víst mjög algengt á þessum bílum. Það var viðgerð upp á um 200þ.
Svo hefur maður heyrt svona sögur út um ALLT - Passat sem þarf að skipta um túrbínu á 50þ. km. fresti etc. - ömurleg þjónusta hjá umboðinu osfrv. osfrv.
Það er ótrúlegt hvað það hata margir VW á Íslandi - og það er ekki af ástæðulausu.
Haha ég hef reyndar ekki séð neinn einasta eldri VW Polo ekki með tikk og bank og óhljóð í vélinni þótt þetta sé keyrt undir 100þkm, og hef séð þá nokkra, þeir eru víst sérstaklega viðkvæmir fyrir trassaðri smurningu.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 00:19
af biturk
Jón Ragnar skrifaði:Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Ehhh rangt svar
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 08:31
af audiophile
Þetta með VW er samt enginn spuni. Hef átt nokkra MK4 sem eru vinsælir fyrstu bílar þar sem verðið er ekkert rosalegt og mikil þægindi fyrir peninginn. EN....eilíft vesen á rafmagninu. Hurðalæsingar, microrofar á haldfangi, stýriborðið fyrir rúðurnar osfv. Einnig voru 1.6 gírkassarnir gallaðir. Veit ekki hversu margir sem ég þekki hafa lent í að gírkassinn hrynji á bæði Golf og Skoda frá þessum árum.
Veit líka um tilfelli þar sem 2013 módel af nýju bjöllunni þar sem kúpling og gírkassi dóu innan árs. Hekla skipti um gírkassann í ábyrgð en ekki kúplinguna þar sem það var slit.
Ónýt kúpling á einu ári?? Ég hef skipt um kúplingu í Subaru árgerð 99 og það var orginal kúpling og ekin 210þ.
Það er ástæða fyrir að gömlu Toyoturnar eru vinsælir fyrstu bílar, sérstaklega 7afe og 4afe vélarnar í Carina, Avensis og Corolla. Þetta er skothelt nánast. Af nýrri bílum eru Mazda og Honda klárlega með eitt af lægstu bilanatíðnum. Nýrri Toyotur eru ekkert spes. Sá t.d. stimpil á 2006 Yaris kýla gat gegnum blokkina og hann var bara ekinn 120þ.
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 08:44
af stefhauk
Skil ekki þetta hatur á VW er búinn að eiga 2 núna.
Fékk mér fyrst MK4 sem margir telja séu mesta rusl sem vw gaf frá sér en ég sigtaði út gott eintak og átti bílinn í 3 ár og aldrei var vesen á honum bara reglulegt viðhald.
Fékk mér svo VW Golf Mk5 sem ég á í dag og þessi bíll er frábær í alla staði aftur fann ég gott eintak með fáum eigendum og bíllinn með kvittanir fyrir öllu sem hefur verið gert við og smurbók í 100% standi.
Svo af fyrri bílum sem ég hef átt átti 2 BMW E36 bíla og voru þeir allir með bölvað vesen enda var eiganda saga þeirra bíla ekkert til að hrópa húrra fyrir og líka mér að kenna að hafa ekki kannað það betur þegar ég keypti þá bíla.
Þetta fer allt eftir hverskonar eigendur hafa verið á bílnum hvort þeir hafi trassast til að smyrja eða gera við það sem gera þarf við.
Mamma á Yaris sem hefur verið með endalaust vesen enda voru fyrri eigendur ekkert til að hrópa húrra fyrir þar og satt best að segja finnst mér þetta algjörar dollur og myndi mig aldrei langað að eiga slíkan bíl
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 10:22
af Jón Ragnar
biturk skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Ehhh rangt svar
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 13:08
af jonsig
Ég er alveg sammála að þetta eru fínir bílar í akstri og virka perfect þegar þeir eru til sýnis uppí umboði . Og það virkar því fólk er ekkert að kaupa aðgang á consumerreports.org eða álíka óháðum síðum til að fá yfirlit yfir bilanatíðnir.
En ég persónulega nenni ekki að fara með bílinn minn uppí umboð og láta lesa bílinn minn fyrir formúgu í hverjum mánuði líkt og vinkona kærustunnar og lenda í að eitthvað háspennukefli eyðileggist 2x í röð við að keyra útá land
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 13:13
af Yawnk
biturk skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Óþolandi þessi VW grýla
VW eru frábærir bílar, Gott að keyra þá, Vandaðar innréttingar, langoftast mjög fínar græjur.
Hef átt heilan helling af þessu gegnum tíðina og Mözdur og Toyotur líka.
Þýskir bílar > Aðrir
Ehhh rangt svar
Er ekki bara hægt að loka á þennan biturk? greinilega stendur undir nafni
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Fös 29. Ágú 2014 16:21
af biturk
Segir bara sannleikan, slökktu á netinu ef þú meikar hann ekki
Re: Fyrstu bílakaup
Sent: Mán 01. Sep 2014 02:40
af Danni V8
biturk skrifaði:Segir bara sannleikan, slökktu á netinu ef þú meikar hann ekki
En þú ert ekki að segja sannleikan.
Þó að þú virðist trúa því samt.