Síða 2 af 2
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Þri 08. Apr 2014 06:10
af Arnarmar96
Ég er ekki að fatta hvort þetta sé djók eða ekki.. MIG LANGAR AÐ SJÁ MYNDIR! (það var einn skriðdreki á landinu og í bænum minnir mig bara um daginn!)
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Þri 08. Apr 2014 07:07
af Yawnk
AsgeirM81 skrifaði:Miða við wikipedia, þá á hann að komast 193 km á tankinum, 660 lítrar(svo um 342 lítrar pr 100 km), en tekur aðeins 80 oct eldsteyti, svo gæti reynst erfitt að koma honum í gang.
340L per 100 km, nokkuð gott!
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Þri 08. Apr 2014 09:27
af Ulli
Mæta með hann á austurvöll til að mótmæla!
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Þri 08. Apr 2014 21:16
af spankmaster
Stríðsminja safnið á Reyðafirði er flott safn og ég væri allveg til í að sjá svona grip á slíkum stað. Datt bara í hug að nefna það, Ég er ekkert tengdur því á nokkurn hátt en mér finnst að þú ættir að prufa að setja þig í samband við þá
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 00:07
af gullig
Það hefur verið mikill áhugi á gripnum, einkum hjá söfnum. Við ætlum að taka við tilboðum í skriðdrekann fram á fimmtudagskvöld, þá fer hann til hæstbjóðanda. Hann var prufukeyrður á bílastæði í dag og hann er í fullkomnu lagi fyrir utan skrölt í hægra belti, sem ég held að sé legan í einu hjólinu. Ég tók myndband af kvikindinu og er að reyna að koma því inn á youtube.
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 00:41
af Nariur
Mér sýnist að þú getir grætt fúlgur fjár á því að selja hann til útlanda.
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 02:57
af vikingbay
Nariur skrifaði:Mér sýnist að þú getir grætt fúlgur fjár á því að selja hann til útlanda.
Er ekki gaman að halda svona kvikindi á klakanum?
Þeir eru aldeilis ekki margir hérna...
og ég myndi halda að það sé enginn að fara flytja svona inn eitthvað á næstunni
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 03:38
af Argat
Verst að hann er ekki til í bláu hefði rokið á hann
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 06:38
af slapi
Það er til annar skriðdreki hérna sem ég hef keyrt meira að segja.
Það er einhver eins manns sem ég man ekkert hvað heitir.
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 10:45
af I-JohnMatrix-I
vikingbay skrifaði:Nariur skrifaði:Mér sýnist að þú getir grætt fúlgur fjár á því að selja hann til útlanda.
Er ekki gaman að halda svona kvikindi á klakanum?
Þeir eru aldeilis ekki margir hérna...
og ég myndi halda að það sé enginn að fara flytja svona inn eitthvað á næstunni
Auðvitað er gaman að halda svona græju á klakanum en ef ég ætti svona dreka og gæti valið milli þess að selja hann hér heima á 4 - 10 milljónir eða selja hann út á 30 - 40 milljónir þá væri ég ekki lengi að hugsa mig um.
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 11:18
af Batrell
Hvernig færi að breyta titlinum á þessu úr :"Annað - t.d. símar, myndavélar, iPod..." í "Annað - t.d. símar, myndavélar, iPod... skriðdrekar o.fl."
Re: Skriðdreki til sölu
Sent: Mið 09. Apr 2014 14:31
af GuðjónR
Síðbúið aprílgabb.
Notandi bannaður.