Síða 2 af 3

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 13:06
af halldorjonz
Hefði verið skemmtilegra að sjá CS 1.6, en ætli flestir sem spila í dag séu ekki í GO þannig það verður fyrir valinu sennilega :catgotmyballs

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 13:11
af Vignir G
Væri fínt að fá TF2 serverana aftur :happy

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 13:33
af Some0ne
Hvernig væri að fresta þessu þangað til í seinni partinn í Maí? Allir háskólanemar eru í prófum/skóla þangað til ~15 maí.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 14:45
af corflame
Skjálfti var frábær á sínum tíma og maður á margar góðar minningar frá þessum tíma :)

Eina sem ég set spurningarmerki við er "online".
Skjálfti var alltaf LAN en það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 15:03
af J1nX
frábært framtak!

Ég mætti á 13skjálfta hérna í den og á alla bolina ennþá :D

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 16:00
af CendenZ
Some0ne skrifaði:Hvernig væri að fresta þessu þangað til í seinni partinn í Maí? Allir háskólanemar eru í prófum/skóla þangað til ~15 maí.

Einmitt.
Svo að auki myndi ég vilja sjá skjálfta í september og/eða í janúar... og hafa það lan

Myndi sennilega taka smá tíma að verða aftur "hit" 4-5 skjálftar og þetta verður aftur risalön eins og voru

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 16:29
af Sallarólegur
What, online mót? Afhverju kallið þið þetta þá Skjálfta?

Rusl.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 18:50
af litlaljót
Hvenær kemur síðan CS serverarnir? :O :D

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 20:28
af Victordp
zjuver skrifaði:Svakalega er sorglegt að enginn vilji CS:S server :dissed
Því source er gott sem dauður?

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 21:03
af daremo
Spilaði AQ2 Á Skjálfta tvisvar. Mjög góðar minningar þaðan frá fyrri árum.
Mæli með því að allir sem spila LoL eða wtf verður á næsta Skjálfta mæti.

- Skrifaði þetta áður en ég las að þetta væri online mót.. Svo, það skiptir engu máli lengur. Online mót er allt í lagi, en ekki hægt að kalla það "Skjálfta" finnst mér.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 21:43
af daremo
FuriousJoe skrifaði:Strákar, learn to evolve.

Lan er ekki til lengur.
Og ég er nokkuð viss um að þessir leikir sem fara fram verði "Íslendingur á móti íslendingi" dæmi.


Online, er ekki allt online í dag ?
LAN er ekki til, nema að fólk eigi ekki router og lifi daglega þannig með 4 félögum sínum og coax splitter.

Online var mjög mikið á lífi á tímum Skjálfta mótanna. VIð spiluðum oftast online.
Við vorum allir online. Meðal þeirra fyrstu á íslandi og í heiminum.

En svo vildum við líka hittast.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Lau 05. Apr 2014 22:59
af SIKk
Victordp skrifaði:
zjuver skrifaði:Svakalega er sorglegt að enginn vilji CS:S server :dissed
Því source er gott sem dauður?
Alls ekki, Íslenska CS:S samfélagið er dautt, En það dó nú eiginlega með Skjálfta... :crying

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 12:16
af Some0ne
Það er hellingur af liði að spila CS:GO, en LOL er klárlega stærsti leikurinn á Íslandi.

Fyrir ykkur sem voru að segja að skjálfti hafi aldrei verið með online neitt, þá hélt síminn úti online keppni sem hét Thursinn, allavegana í counter-strike á sínum tíma, ég ætti að vita það þar sem að ég sá um allavegana eitt season. :)

Væri gaman að koma upp svipuðu apparati, vera með online mót sem spannar 3-4 mánuði og culminatar svo með top 8 liða flottu móti.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 14:24
af siminn
Tökum eitt skrefi í einu.

LoL er stór og vinsæll leikur í augnablikinu og því fínt að taka fyrstu skrefin í endurlífgun Skjálfta með honum. Okkur er full alvara að taka Skjálfta alla leið, hvað sem það mun þýða. Staðreyndin er auðvitað sú að landslagið er aðeins breytt frá því að menn voru að 0wna með railgun eða að campa á de_dust á 512 kb/s ADSLinu sínu eða jafnvel tvöfaldri 128kb/s ISDN línu. Í dag er meirihlutinn online og því ekkert skrýtið að það sé online sterk nálgun á þessu en auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að halda oldskool LAN. Skjálfti var ekki bara LAN heldur líka fullt af serverum fyrir allskonar leiki.

Við erum að stíga fyrstu skrefin, erum heppnir með það að gamlir Skjálfta admins vinna enn hjá Símanum og því baklandið sterkt og þekkingin til staðar :)

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 18:49
af Sindri A
Allir keppendur verða að vera á sautjánda ári eða eldri.

Allir meðlimir liða skulu hafa náð 17 ára aldri. Engar undantekningar eru gerðar á þeirri reglu.

Er ég að mistúlka eitthvað?

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 19:01
af stefan251
það er sautjánda ári eða eldri.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 19:19
af ingthorh
Svör við nokkrum spurningum sem brenna á fólki.

1) Þetta mót er proof of concept: Ef þetta gengur vel og þið sýnið fram á það að viljinn fyrir Skjálfta sé fyrir hendi þá MUN Skjálfti koma aftur sem gamla góða LANið eins og í den.
2) Hér áður fyrr þegar Skjálfti var sem stæðstur þá var svigrúmið fyrir Online keppnum ekki það sama og það er í dag, þess vegna ákváðum við að víkka sjóndeildarhringinn í stað þess að sitja bara í gamla rassafarinu.
3) Hvað servera varðar, þá er það líka undir leikjasamfélaginu komið að sýna fram á það að viljinn sé þarna, þannig að því fleiri sem skrá sig í þessa keppni, því betur getum við (Skjálfti) sýnt fram á markaðinn í leikjum og veitt gömlu góðu þjónustuna sem var og rúmlega það, því við erum með fullt af hugmyndum sem geta litið dagsinns ljós.

Þannig að talið við alla sem stunda leikjaspilun og skráið ykkur á þetta mót. Sýnið okkur að þið viljið fá Skjálfta aftur.

Mbkv. -Skjálfti.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 19:25
af Victordp
Væri mjög gaman samt að fá skjálfta servera aftur í CS bæði í source og 1,6 gerði þetta samfélagið sterkara imo

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Sun 06. Apr 2014 21:49
af ingthorh
Serverarnir koma aftur ef þetta proof of concept plan virkar hjá okkur.. þannig að endilega skráið ykkur til leiks og umfram allt þá biðjum við ykkur að láta alla vita sem myndu hafa áhuga.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Mán 07. Apr 2014 02:39
af Sallarólegur
Er LOL nægilega vinsæll?
Velti því fyrir mér hvort það væri ekki sniðugt að byrja á kosningu hvaða leikur yrði spilaður. En gangi ykkur vel með þetta.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Mán 07. Apr 2014 08:05
af Plushy
Sallarólegur skrifaði:Er LOL nægilega vinsæll?
Velti því fyrir mér hvort það væri ekki sniðugt að byrja á kosningu hvaða leikur yrði spilaður. En gangi ykkur vel með þetta.
Langtumfram langvinsælasti leikurinn á Íslandi í dag...

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Mán 07. Apr 2014 09:30
af mercury
ekki kominn tími á að síminn hendi upp cs go serverum 1-2 public og 2-3 scrim ??

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Mán 07. Apr 2014 13:39
af CendenZ
ingthorh skrifaði:Svör við nokkrum spurningum sem brenna á fólki.

1) Þetta mót er proof of concept: Ef þetta gengur vel og þið sýnið fram á það að viljinn fyrir Skjálfta sé fyrir hendi þá MUN Skjálfti koma aftur sem gamla góða LANið eins og í den.
2) Hér áður fyrr þegar Skjálfti var sem stæðstur þá var svigrúmið fyrir Online keppnum ekki það sama og það er í dag, þess vegna ákváðum við að víkka sjóndeildarhringinn í stað þess að sitja bara í gamla rassafarinu.
3) Hvað servera varðar, þá er það líka undir leikjasamfélaginu komið að sýna fram á það að viljinn sé þarna, þannig að því fleiri sem skrá sig í þessa keppni, því betur getum við (Skjálfti) sýnt fram á markaðinn í leikjum og veitt gömlu góðu þjónustuna sem var og rúmlega það, því við erum með fullt af hugmyndum sem geta litið dagsinns ljós.

Þannig að talið við alla sem stunda leikjaspilun og skráið ykkur á þetta mót. Sýnið okkur að þið viljið fá Skjálfta aftur.

Mbkv. -Skjálfti.

Þessi tímarammi er samt mjög tæpur fyrir mjög marga, tímabilið eða tímaramminn þarf að vera hugsaður þannig að flestir sjái sér fært um að taka þátt.
Tildæmis í sept/okt eða jan/feb, minnsta álagið á flestum og eiginlega allir með böns af frítíma

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Mán 07. Apr 2014 19:22
af ingthorh
Ég gæti ekki verið meira sammála, en þetta er tímaramminn sem okkur var gefinn og þurfum við að gera okkar besta úr honum.
Aftur þá ítreka ég bara að til að við getum blásið nægu lífi aftur í Skjálfta til að hann vakni þá þurfum við alla sem geta til að skrá sig.. þannig að ekki vera feimin og spilið með okkur þau sem geta.

Re: Skjálfti snýr aftur !

Sent: Þri 08. Apr 2014 00:56
af Stebbib
Sallarólegur skrifaði:Er LOL nægilega vinsæll?
Velti því fyrir mér hvort það væri ekki sniðugt að byrja á kosningu hvaða leikur yrði spilaður. En gangi ykkur vel með þetta.

Hann er með 42 milljón daily players. 160+ manns mættu á HR-inginn 2013 til að keppa í LoL og voru fleiri en Starcraft, Dota 2 og CS:GO til samans. Þetta er no brainer.